Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 13

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 13
verið deild í SPRON sem síðar var gerð að sjálfstæðri einingu, sjálf- stæðum sparisjóði. „Þetta fyrirtæki sker sig frá öðrum fjármálafyrir- tækjum hvað það varðar að það hefur engin útibú en er eingöngu til á Net- inu. NB hefur boðið bestu vexti allra íslenskra fjármálafyrirtækja alveg frá því hann tók til starfa. Og við er- um sannfærð um að mikilvægi þess- arar dreifileiðar eigi eftir að aukast. Samskiptin um Netbankann eru orð- in mjög vel slípuð og þjónustan er mjög góð. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum sem geti gert banka- þjónustuna hagkvæmari en áður. NB hefur verið rekinn með ágætum hagnaði á undanförnum árum.“ SPRON keypti Frjálsa fjárfest- ingarbankann á árinu 2002. Fram- kvæmdastjóri hans er Kristinn Bjarnason. Segir Guðmundur að bankinn hafi staðið undir öllum þeim væntingum sem við hann voru bundnar. „Frjálsi fjárfestingarbank- inn hefur sérhæft sig á ákveðnum sviðum markaðarins, fyrst og fremst í fasteignamálum, og gert það mög vel. Hann er ásamt NB Netbankan- um rekinn í fullri samkeppni við SPRON og önnur fjármálafyrirtæki. Það á bæði við um Frjálsa fárfesting- arbankann og NB Netbankann að þeir sérhæfa sig á vissum sviðum, en sparisjóðurinn, eins og viðskipta- bankarnir, veitir hins vegar víðtæk- ari þjónustu. Þess vegna teljum við að starfsemi þessara eininga allra fari mjög vel saman.“ Þrjú svið þvert á stoðirnar Þjónustusvið SPRON gengur þvert á afkomueiningarnar sex. Harpa Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri þjónustusviðsins. Undir það svið heyra allir almennir rekstrarþættir, s.s. starfsmannahald, húsnæðismál, innri þjónusta sparisjóðsins o.fl. Fjármálasviðið gengur einnig þvert á aðrar einingar en því stýrir Ósvaldur Knudsen. Guðmundur seg- ir að hlutverk fjármálasviðsins sé að sjá um fjármögnun á rekstri fyrir- tækjasamstæðunnar, áætlanagerð, upplýsingaflæði og skýrsluskil. Stærsta verkefnið framundan sé hins vegar að endurskipuleggja reikn- ingshald samsteypunnar í heild með tilliti til hins nýja skipurits. Þriðja sviðið, sem gengur þvert á meginstoðir SPRON, er upplýsinga- tæknisviðið sem hefur verið á hendi Ólafs Haraldssonar um langt skeið. Þrjú sjálfstæð svið Áhættu- og útlánastýring, þróun og almannatengsl og innri endurskoðun eru þrjú svið sem standa sjálfstætt í skipuriti SPRON. Tvö þau fyrr- nefndu heyra beint undir sparisjóðs- stjóra en innri endurskoðun heyrir hins vegar undir stjórn sparisjóðs- ins. Forstöðumaður innri endur- skoðunar er Þórir Haraldsson. „Við gerum skýra ávöxtunarkröfu til alls þess eigin fjár sem er bundið í rekstri SPRON og höldum utan um það með áhættu- og útlánastýringu,“ segir Guðmundur. „Það hefur tekist mjög vel til í þessum efnum þannig að vanskil hjá SPRON eru til að mynda í algjöru lágmarki, eða ein- ungis 1,3% af heildarútlánum. Þetta er lægra hlutfall en nokkru sinni áð- ur en vanskil hafa einnig minnkað í krónum talið.“ Páll Árnason er forstöðumaður Áhættu- og útlánastýringar SPRON. Þróun og almannatengsl, sem Kristján Harðarson heldur utan um auk kortaþjónustunnar, ná til allra rekstrareininganna. Markmiðið að efla SPRON Guðmundur segist telja líklegt að sparisjóðunum í landinu muni halda áfram að fækka eins og á umliðnum árum. Framhald verði á sameining- um og auknu samstarfi milli sjóða. „Við hjá SPRON höfum alltaf sagt að við erum reiðubúin til að ræða allt það sem betur má fara á þessu sviði. Ef sameining SPRON við annan sparisjóð getur styrkt stöðu okkar á markaðinum er sjálfsagt að skoða það. Það eru hins vegar engar slíkar viðræður í gangi nú. Okkar markmið er að efla SPRON á þeim vettvangi sem hann er rekinn í dag,“ segir Guð- mundur Hauksson. gretar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 13  „ERTU leiður á norskum bönk- um sem taka há þjónustugjöld? Bráðum getur þú flutt lán þín og innstæður til ódýrari banka í ná- grannalöndunum,“ segir í undirfyr- irsögn fréttar norska blaðsins Aft- enposten en í henni er fjallað um rannsóknir dönsku neytendastofn- unarinnar á verðlagningu á þjón- ustu banka og fjármálastofnana á öllum Norðurlöndunum. Markmiðið með rannsókninni, sem norræna ráðherraráðið stendur straum af, er að greiða fyrir að fólk geti flutt bankaviðskipti sín á milli banka á Norðurlöndunum. „Trygglyndi gagnvart banka- stofnunum er mjög algengt. Menn flytja ógjarna viðskipti sín til ann- ars banka og að minnsta kosti ekki til banka í öðru landi. En kannski eru menn að fara á mis við fjárhags- legum kostum og möguleikum,“ hef- ur Jyllandsposten eftir Christine Holst Maxner hjá dönsku neytenda- stofnuninni. „Við viljum leiða í ljós hvort bæta megi kjör neytenda hjá bönkunum með betra yfirliti yfir þau gjöld sem bankarnir taka,“ seg- ir hún. Rannsókn neytendastofnunarinn- ar dönsku er aðeins eitt af fleiri verkefnum sem Danir hafa hrundið af stað en þeir fara með for- mennsku í norræna ráðherraráðinu í ár en neytendastofnanir á öllum Norðurlöndunum eiga fulltrúa í vinnuhóp sem stýrir þessari rann- sóknarvinnu en niðurstöður hennar á að kynna samnorrænni neytenda- ráðstefnu í haust. Aftenposten hefur eftir Jan Schrøder hjá norsku neytendastofn- uninni að ef neytendur flytji sig á milli banka á Norðurlöndunum muni það auka mjög samkeppnina á milli þeirra. „Harðari samkeppni þýðir lægra verð. Neytendur hafa hag af því. En skilyrðið er að það verði auðveldara fyrir fólk að kjósa sér banka á einhverjum Norður- landanna,“ segir Schrøder. Vilja opna fyrir bankaviðskipti innan allra Norðurlandanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.