Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 14
:1"  +  3;64'5229  <= 5224'5232 !    !  !  !  !    !  5 -#"0  @480 =/&0A# 4  B  1  ?"# ' 4!    N ( T # (+& 7 7  #RS :1" >) !<"  3;;?'5232 N ( T# (+&7 7   #RS  3 3 ? ;      67 7 '-   @480!C  /&D -# $! 0 &"  E  / &1 7  1  > 04 7 D* 0 L3'   M   1  4  '  # ( +  M  /3( : + L3'    3 9 32 ?      @ ? ? A    G ert er ráð fyrir að gjald- eyristekjur hátækni- iðnaðar aukist úr 25 milljörðum króna í 75 milljarða króna árið 2010. Vægi hátækniiðnaðar mun aukast frá 7% í um 14% af heildar- gjaldeyristekjum árið 2010. Þannig getur hátækniiðnaður orðið ein af þremur meginstoðum í íslensku at- vinnulífi. Þetta kemur fram í skýrslu um hátækniiðnað sem unnin var á vegum Samtaka iðnaðarins og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins og kynnt var á dögunum. Hátæknigreinar iðnaðar hafa ver- ið í mikilli sókn og hlutdeild þeirra í framlagi til verðmætasköpunar hef- ur aukist úr um 1% árið 1998 í 4% ár- ið 2004. Þessar greinar voru vart merkjanlegar í hagtölum fyrir rúm- um áratug. Í skýrslunni er miðað við að hátækni muni skapa um 8% af verðmætum þjóðarinnar árið 2010, um 15% af gjaldeyristekjum og skapa jafnmörg störf og sjávarút- vegur. Af einstökum greinum er áætlað að aukningin verði mest í útflutningi hugbúnaðar og að hún muni standa fyrir um 40 milljörðum króna árið 2010 en lyf, líftækni og lækningatæki og hátæknibúnaður fyrir matvæla- iðnað fyrir álíka fjárhæð. Útflutningur hátæknigreina hefur aukist að meðaltali um 36% undan- farin 13 ár. Í iðnaði hafa áhrifin kom- ið fram með velgengni fyrirtækja sem hafa sprottið frá því að vera lítil sprotafyrirtæki í stórfyrirtækja á borð við Actavis, Össur, Marel og Ís- lenska erfðagreiningu. Vanmetinn vöxtur Þórólfur Árnason, fyrrverandi borg- arstjóri, kynnti skýrsluna fyrir fjöl- miðlum fyrir hönd Samtaka iðnaðar- ins fyrir skömmu. Hann sagði að til að ná sem bestum árangri við upp- byggingu hátækni þyrfti margt að koma til. Stjórnvöld þyrftu meðal annars að tryggja stöðugt starfsum- hverfi og umfram allt stöðugan gjaldmiðil. Eins þyrftu stjórnvöld að auka fjármögnunarumhverfi, til dæmis með skattalegum hvötum og styrkjum og færa rannsókna- og þróunarstarf út úr stofnunum. Þór- ólfur sagði að fyrirtækin mættu heldur ekki láta sitt eftir liggja, þau þyrftu að auka samstarf sín á milli og við fjárfesta og þróunarsjóði. Sagði hann að allir græddu á eflingu há- tækniiðnaðarins, enda væri hún ólík öðrum atvinnugreinum þar sem það væri höfuðið sem framleiddi verð- mætin. Hörður Arnarsson, forstjóri Mar- els, sagðist sannfærður um að vöxtur hátækniiðnaðarins hér á landi fram til þessa væri vanmetinn í skýrslunni og reyndar teldi hann að framtíðar- vöxtur greinarinnar gæti orðið mun meiri en skýrslan gerði ráð fyrir. Hér væru fyrir fyrirtæki sem gætu vaxið mjög hratt og þau nytu trausts fjárfesta. Þá væri hér kynslóð starfs- manna með mikla reynslu og starfs- umhverfi fyrirtækjanna væri mun betra en áður. Hörður sagði að engu að síður þyrfti að tryggja greininni sambærileg starfsskilyrði og í lönd- um sem náð hefðu góðum árangri í hátækni. Þar væri stöðugleik í geng- ismálum efst á blaði, enda hefðu gengissveiflur íslensku krónunnar mikil áhrif á fyrirtæki með mikinn virðisauka á Íslandi. Þá væru kostn- aðarhækkanir miklar, hér hækkuðu laun á hverju ári tvöfalt meira en gerðist hjá nágrannalöndum okkar, auk þess sem ýmsar hækkanir op- inberra fyrirtækja og fyrirtækja í fá- keppni væru mjög miklar. Saga hátækniiðnaðar á Íslandi er stutt, aðeins um 20 ár. Hann er þó talinn geta orðið und- irstaða hagvaxtar og bættra lífskjara hérlendis í framtíðinni ef rétt er á spöðunum haldið. Morgunblaðið/Ásdís Höfuðið framleiðir verðmætin Hátækniiðnaðurinn hefur skapað fjöldamörg ný vel launuð störf og fyr- irtæki. Frá 1990 hafa um 3.500 ný störf orðið til í hátækniiðnaði eða um 20% allra nýrra starfa í landinu. Áætla má að um 10% aukningar lands- framleiðslu frá árinu 1990 megi rekja til hátæknifyrirtækja. Þriðja stoðin hema@mbl.is 14 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Sprotavett- vangur SAMTÖK sprotafyrirtækja og Samtök iðnaðarins vilja efna til sam- starfs þeirra aðila sem hafa áhrif á starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja um Sprotavettvang – þjóðarátak í uppbyggingu sprotafyrirtækja. Markmið vettvangsins er að vinna að þeim stefnumálum og áherslu- verkefnum sem fram komu í fram- tíðarsýn sprotafyrirtækja og byggj- ast á breiðri samstöðu margra aðila til þess að tryggja sem bestan árang- ur og „að frá og með árinu 2010 bæt- ist árlega að jafnaði tvö ný tæknifyr- irtæki í þann hóp sem veltir yfir einum milljarði á ári og skilar sér inn á almennan hlutabréfamarkað“. Tilboð til stjórnvalda Á IÐNÞINGI fyrir skömmu lögðu Samtök upplýsingatæknifyrirtækja fram tilboð til stjórnvalda um að upplýsingatækni verði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyr- istekjum Íslands árið 2010. Tilboðið felur í sér markmið um að tífalda gjaldeyristekjur af upplýs- ingatækni á næstu sex árum, úr 4 milljörðum í 40 milljarða. Fjölga starfsfólki til muna eða um allt að 2.000 og færa um 1.000 störf frá hinu opinbera til einkageirans. Verkefnið miðar að því að auka sölu staðlaðra hugbúnaðarlausna sem íslensk fyrirtæki hafa þróað og munu þróa í framtíðinni og með því stórauka hýsingu upplýsingakerfa. Forsenda þess að markmiðin ná- ist er að íslensk stjórnvöld hrindi í framkvæmd skilgreindum verk- efnum sem snúa að skattamálum, útflutningi, stefnumörkun og sam- starfi. Samkvæmt tilboðinu er áætl- að að jákvætt fjárflæði fyrir ríkið nemi um 3 milljörðum króna. Nettó skatttekjur eru áætlaðar um 5 milljarðar króna og fjárfesting er áætluð um 2 milljarðar króna. HÁTÆKNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.