Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 18
18 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Einn liður í að breyta yfirbragði Skeljungs GUNNAR Þór Pálmason var verk- efnastjóri fimm starfsmanna hópsins hjá Skeljungi. Hann segir um afrakstur verk- efnisins að þrátt fyrir að opna vinnurýmið hafi verið mörgum stórt skref þá virðist sem starfsfólkið sé nú afar ánægt með nálægðina sem skapaðist við þetta. „Við erum nánari. Við höfum meiri skilning hvert á viðfangs- efnum hvers annars og á því hvað nágrann- inn er að gera. Og við erum betur upplýst og höfum betri yfirsýn yfir hvað er að ger- ast í fyrirtækinu. Nálægðin er það já- kvæða.“ Það neikvæða við breytingarnar telur Gunnar að hafi ekki með hið breytta vinnu- rými að gera, heldur ytri þætti eins og hversu lítið er um þjónustu á svæðinu miðað við það sem var á Suðurlandsbrautinni. Auk þess finnist mörgum langt að fara út í Örfir- isey til vinnu. En þetta segir hann nokkuð sem fólk venjist með tímanum. Opna vinnurýmið segir hann þó hafa ver- ið nokkur viðbrigði fyrir marga starfsmenn- ina. „Skrifstofur voru ákveðin stöðutákn og kannski sárt að missa eitt slíkt. En ég held að það hafi orðið minna úr hávaða eða trufl- un á vinnufriði en fólkið átti von á.“ Deyjandi ásýnd Gunnar segir margar ástæður hafa legið að baki því að flytja höfuðstöðvar Skeljungs af Suðurlandsbrautinni. Veigamest hafi verið sú lækkun húsnæðiskostnaðar sem fékkst með því að selja á Suðurlandsbrautinni og innrétta í staðinn ónotaða hæð sem félagið átti við Hólmaslóð. „Önnur mikilvæg ástæða var að við vildum gefa ákveðna yfirlýsingu. Skeljungur var þá og er enn að breytast. Nýja húsnæðið hæfir betur þeim Skeljungi sem við viljum verða. Á Suðurlandsbrautinni vorum við í mjög áberandi húsi á góðum stað í borginni. Þar var mikið lagt í innrétt- ingar og ásýndin ríkmannleg og stofn- analeg. Sú ásýnd hæfði kannski einhvern tíma áður en er nú deyjandi fyrirbrigði.“ Hann tekur þó fram að nýja húsnæðið hafi alls ekki verið ódýrt, það hafi líklega kostað í kringum 70 þúsund krónur á hvern fermetra. „En yfirbragðið er allt annað og allt önnur hugmynd sem maður fær um fyrirtækið þegar gengið er inn. Við erum bara að reka venjulegt fyrirtæki í harðri samkeppni. Við þurfum að hugsa vel um peningana og höfum engin efni á að setja okkur á háan hest. En það skiptir líka máli í þessu samhengi að við erum með þessari staðsetningu komin nær hjarta fyrirtæk- isins, sem er olíustöðin hérna í Örfirisey. Mannskapurinn hittist í hádeginu til að borða saman, jafnt olíubílstjórar, þeir sem vinna á skrifstofunni og þeir sem vinna utan hennar. Og innan veggja skrifstofunnar er- um við öll á sama gólfi þannig að úrlausn- arefnin eru sýnileg en ekki falin inni á skrif- stofum eða í fundarherbergjum. Við náum betri tökum á þeim og leysum þau á sýni- legri hátt. Þetta er því einn liðurinn í að breyta Skeljungi,“ segir Gunnar að lokum.  „Helsti kostur opna rýmisins er ótvírætt sá að starfsmennirnir hafa þjappast saman. Maður fór að umgangast fólk sem maður hitti ekki dögum saman á Suður- landsbrautinni.“  „Sá eini sem er með lokaða skrifstofu núna er forstjórinn. Það var erfitt fyrir marga. Ég held þó að flestir séu mjög ánægð- ir með hvernig þetta húsnæði okkar hefur heppnast.“  „Þegar menn eru að tala í sím- ann til útlanda þá tala þeir alltaf hærra. Það er ennþá fast í okkur að manni finnst sem maður þurfi að kalla til útlanda. Maður finnur vel fyrir því.“  „Það þarf lítið til að trufla mig en ég er alveg rólegur hérna. Maður heyrir ekki mikið kvartað, helst ef fólki liggur hátt rómur og ef farsímar eru látnir hringja lengi á borðum.“  „Flestir voru áður með einka- skrifstofur. Það eru mikil þægindi fólgin í því að geta lokað sig af ann- að slagið. En hérna er maður í miklu meiri tengslum við vinnu- félagana, það er kostur.“ milli deilda eða hæða er liðin tíð.“ Hönnunarhópurinn frá Skeljungi byrjaði á að skoða marga vinnu- staði þar sem vinnurými eru opin s.s. KB banka, Atlanta, Morg- unblaðið og Orkuveituna. Gissur segist í þessum heimsóknum hafa einblínt á það sem betur mátti fara enda væri mesta lærdóminn að draga af því. „Oftast er augljóst hvað er gott. En við vildum vita hvað var að. Það gat t.d. verið loft- skipti, loftræstikerfið, hvernig það var að virka, hljóðburður, hvernig truflun varð til og hvernig og hvert hljóðið barst.“ Hann segir að mikið hafi verið lagt í hljóðvist í nýja skrifstofu- húsnæði Skeljungs m.a. með því að velja tiltekin efni á gólf, í loft og í húsgögn. „Við erum með svokallað stein- teppi á gólfum sem er eins og skeljasandur í gúmmíi. Það glamrar ekki í því og það hefur áhrif á alla hljóðvist auk þess sem mjög gott er að ganga á því. Við fjarlægðum einnig prentara og önnur tæki sem hávaði er af og komum þeim fyrir á ákveðnum stöðum þar sem eru hljóðgildrur. Þannig að þorri starfs- manna gengur á þessa staði til að ná sér í útprentun. Einstaka starfs- maður er þó með prentara hjá sér fyrir skjöl sem ekki mega fara í al- menna prentun.“ Hirða hljóðin endalaust Hljóð er eitt af þeim grundvall- aratriðum sem Gissur telur að þurfi að vera í lagi á vinnustað sem þess- um. Og séu grundvallaratriðin í lagi s.s. lýsing, hljóð og loftræsting þá geti menn þolað margt. „Glamur í loftræstingunni getur t.d. verið með öllu óþolandi og þess vegna erum við með hljóðgildrur á henni. Við hirðum hljóðin alveg endalaust. Hér heyrist ekkert nema þá frá tölvum á borðunum,“ segir Gissur en varla verður komist fyrir hávaða af fólk- inu sem þarna vinnur og jafnvel ut- anaðkomandi fólki, eða hvað? „Við höfum nokkur athvörf þar sem menn geta haldið litla fundi eða talað í síma. Einkasamtöl eiga sér helst stað í þeim herbergjum. Eitt slíkt athvarf er t.d. nálægt starfsmannahaldinu og annað ná- lægt sölumönnunum. Og þau virka alveg hreint ágætlega. Auk þess lokuðum við fyrirtækinu að framan og þar er móttaka þar sem tekið er á móti gestum. Þar frammi erum við með tvö fundarherbergi, salern- isaðstöðu og kaffivél og getum sinnt þar gestum og viðskiptavinum sem eiga ekkert erindi inn á skrifstof- una. Þetta lágmarkar truflun af ókunnugu fólki í húsinu,“ segir Gissur. Augun trufla Vinnustöðvar starfsmanna eru bás- ar með skilrúmum og efst í þeim er gler en það segir Gissur að þjóni ákveðnum tilgangi. „Málið er að þegar maður sér náunga sinn þá talar maður ósjalfrátt lægra. En ef maður sér augun á honum þá trufl- ar hann mann. Þess vegna límdum við sandblástursfilmu á glerin í augnhæð. Það eru augun sem trufla.“ Plássið fyrir hvern og einn starfsmann var skipulagt með því að flokka það sem hver og einn þarf nauðsynlega að hafa hjá sér til dag- legra starfa. Öðru var komið fyrir í sérstakri skjalageymslu bakatil í húsnæðinu. Öll húsgögn, veggir og innrétt- ingar í skrifstofurýminu eru í ljós- um lit og er það einn þátturinn í að lágmarka truflun frá umhverfinu. Litirnir koma aðallega frá öðru en húsnæðinu sjálfu, þá einna helst nokkrum málverkum sem prýða veggina en Skeljungur átti í fórum sínum mikið málverkasafn. Hugað var að smæstu sem stærstu þáttum. Lýsingin var sér- staklega hugsuð þannig að ekkert endurkast væri af tölvuskjám, held- ur væri birtan þægileg. Loftræst- ingin sér til þess að þægilega svalt sé innandyra, loftskipti eru fimm sinnum á klukkustund í vinnusaln- um en átta sinnum á klukkustund í fundarherbergjum. Einnig er lykt- argildra á loftræstikerfinu þannig að lykt að utan berst ekki inn í hús- ið. Bláfjöll og Lundey Skrifstofurýminu er í daglegu tali skipt í tvo sali þó svo að opið sé á milli þeirra. Er annar kallaður Eyjasalur og hinn Fjallasalur. Þetta helgast af því að húsnæðið er í raun tvö hús sett saman í eitt og gólfið í Fjallasal er aðeins hærra en gólfið í Eyjasal. Í Eyjasal heita fundarherbergin og símaathvörfin Lundey, Engey og Viðey en í Fjallasal heita þau Esja, Bláfjöll og Snæfjöll. Einnig eru í hvorum sal fyrir sig kaffistofur, annars vegar með hefðbundnu sniði en hins veg- ar er kaffistofa með hærri borðum sem standa má við og þar má jafn- framt sjá sjónvarp þegar mikið liggur við. Ekki er einungis boðið upp á kaffi og vatnsvélar heldur er ennfremur boðið upp á ávexti á morgnana. Þetta er hluti af því að hugsa gaumgæfilega um hvað hægt er að gera fyrir starfsmennina svo að þeim líði vel í vinnunni, að sögn Gissurar. Annað sem hann nefnir er sturtuaðstaðan og aðgengi að salernisaðstöðu. „Hér starfa rúm- lega 40 manns og klósettin eru átta talsins. Það þykir víðast hvar mikið en klósettin mega ekki vera of fá, það skapar pirring að þurfa að bíða eftir að komast á klósettið. Allt svona þarf að passa og þetta er hægt að gera án þess að kosta miklu til.“ Krónunum eytt rétt Gissur rissaði sjálfur upp teikn- ingar að húsnæðinu í samráði við samstarfsmenn sína en hann segir sálir fyrirtækisins hafa hannað það. „Það þarf alltaf einn til að halda ut- an um allt saman og það má segja að skoðanir hópsins hafi orðið að skoðunum mínum til frekari úr- vinnslu. Pakkinn í heild sinni breyttist endalaust þar til við vor- um öll orðin sátt. Þegar allir fá að hafa skoðun þá eiga allir svolítið í verkinu. En það er mikill munur á tilfinningum og skoðunum. Sumt verður að vera í lagi, annað er ágætt að sé í lagi. Þetta er spurn- ing um að koma inn öllu því sem verður að vera og síðan svolitlu af því sem er ágætt að hafa. En við fórum eins sparlega og við gátum í þetta verkefni og pössuðum okkur á að eyða krónunum rétt.“ Arkitekt var fenginn til að landa verkinu rétt, eins og Gissur orðar það. Það var arkitektastofan Tek- ton sem það gerði. Þá sá Rafhönn- un um lýsingu og raflagnir og verk- fræðistofan Ferill sá um loftræstingu, hitastýringar og önn- ur verkfræðileg viðfangsefni. „Þess- ir aðilar komu hugmyndum okkar á blað og útfærðu til úrvinnslu,“ segir Gissur. Hugi Guðmundsson hjá Tekton, segir að við hönnun húsnæðisins hafi óvenju mikil samvinna verið við starfsmenn Skeljungs. Hlutverk arkitektanna hafi verið að sam- ræma óskir og þarfir þeirra svo best færi. „Yfirleitt hafa menn mjög ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja og er það jafnan byggt á reynslu þeirra. En það er ekki al- gengt að starfsmenn séu þetta mik- ið innviklaðir í þetta, það er svolítið sérstakt,“ segir Hugi. Hann segir nokkuð misjafnt hvort fyrirtæki kjósi opin skrif- stofurými eða lokuð, það fari mikið eftir tegund starfseminnar. „Þegar t.d. er um að ræða lögfræðiskrif- stofur þá vilja menn heldur lokaðar skrifstofur. Hins vegar hafa al- mennar rekstrarskrifstofur verið að sækja í opnu rýmin í meiri mæli.“ Gestamóttaka Móttakan er aðskilin frá skrifstofurýminu og þar geta starfsmenn átt fundi með gestum sínum án þess að það hafi truflandi áhrif á samstarfsfólkið. Nálægð Fjórar vinnustöðvar liggja hér saman. Glerið í skilrúminu minnir á fólkið í kring en sandblástursfilman kemur í veg fyrir að augu nágrannanna trufli. HÖNNUN | OPIN RÝMI Einangruð skilrúm HÚSGÖGNIN í nýtt húsnæði Skeljungs voru fengin frá Penn- anum en það var Sólveig Andrea Jónsdóttir, innanhússarkitekt hjá Pennanum, sem aðstoðaði við valið. Hún segir skilrúmin vera úr ís- lensku skrifstofuhúsgagnalínunni Fléttu en hönnuður hennar er Valdimar Harðarson. Sólveig segir algengast að skilrúm séu í kringum 1,5 metrar á hæð. Þau sem Skelj- ungur hafi fengið séu 1,1 metri fyr- ir utan glerið sem situr ofan á. Þarna hafi orðið fyrir valinu við- arskilrúm en einnig megi fá þau bólstruð. Hún segir skilrúmin sér- staklega hljóðeinangruð með efni sem nefnist Prågo. „Skilrúm eru orðin mjög vinsæl hjá okkur enda eru sífellt fleiri að fara í opin rými. Húsnæði er orðið dýrara og plássið minna sem hver starfsmaður fær yfir að ráða. Vinnuaðstaðan er því öll að minnka, ásamt tölvum og tækjum. Hæðin 1,5 metrar á skilrúmum og skápum hentar mjög vel til þess að starfs- fólkið geti séð yfir salinn þegar það stendur upp úr sæti sínu. Þau henta einnig vel þar sem birta þarf að ná frá gluggum á útveggjum og inn á mitt gólf. Þannig geta allir fengið birtuna til sín,“ segir Sólveig. Borð og stólar hjá Skeljungi eru frá sænska fyrirtækinu Kinnarps og eru borðin hæðarstillanleg um allt að 20 sentimetra. Það sem koma skal er, að hennar sögn, að gera skrifstofuna heimilislegri. „Við sáum á sýningu í haust að fólk er t.d. farið að fá sér lampa á borðin í stað mjög mikillar lýsingar. Þægi- legri stemmning og skápaeiningar eins og fólk er með í stofunni heima hjá sér er meðal þess sem koma skal,“ segir Sólveig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.