Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 24
24 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 15. apríl 2005 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík, og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á vefsíðu félagsins,www.hbgrandi.is. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HBGranda hf. Norðurgarður | 101 Reykjavík | www.hbgrandi.is F A B R I K A N Aðalfundur 2005 M erki Heilsuhússins verður haldið á lofti og vörur þess munu fara víðar en áður eftir kaup Lyfju á fyrirtækinu Heilsu og verslununum Heilsuhúsið. Þetta segir Örn Svav- arsson að sé meginástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að selja fyr- irtækið til Lyfju. Hann segir að í gegnum tíðina hafi margir falast eft- ir fyrirtækinu, enda hafi reksturinn gengið vel, auk þess sem markaður- inn fyrir heilsuvörur af ýmsu tagi fari stöðugt vaxandi. „Vegna þess hve margir höfðu haft samband hafði ég myndað mér skoðun á því hver gæti verið heppi- legur eða æskilegur kaupandi á Heilsu,“ segir Örn. „Á þeim lista mínum voru fáeinir aðilar og Lyfja var í þeim hópi. Ég mat það fyrst og fremst út frá því hver gæti hugs- anlega haldið merki Heilsuhússins áfram vel á lofti en gæti jafnframt nýtt sér það. Lyfja smellpassar að þessum hugmyndum mínum og mun úrval af þeim vörum sem við bjóðum fara inn í öll apótek Lyfju. Þetta á til að mynda við um þá vítamínlínu sem við höfum þróað hjá Heilsuhúsinu, og stundum er kölluð guli miðinn. Þessi lína mun nú fá veglegan sess í apótekum Lyfju. Það þykir mér vænt um því ég tel mjög mikilvægt að það starf sem unnið hefur verið hjá Heilsuhúsinu verði unnið áfram.“ Örn segir að verslanirnar Heilsu- húsið verði áfram reknar óbreyttar í þeirri mynd sem verið hefur. Þá muni núverandi starfsmenn þeirra, sem eru liðlega 20 talsins, einnig starfa áfram hjá fyrirtækinu, og þar á meðal bæði hann og fram- kvæmdastjórinn Hafdís Þorsteins- dóttir. „Mín verkefni verða eins og hingað til að vinna að vöruþróun, vera með í ákvörðun á vöruvali, finna ný umboð, þróa ný bætiefni og vinna að markaðsmálum.“ Heilsa hefur flutt inn vítamín, heilsufæði og lífrænt ræktaðan mat og bætiefni til sölu í eigin búðum og til dreifingar í aðrar verslanir, apó- tek og veitingahús. Fyrirtækið var stofnaði árið 1973. Örn segir að fyrstu árin hafi hann verið eini starfsmaðurinn. Áhuginn frá móðurinni „Þetta var hæg þróun í upphafi. Ég keypti fyrstu vörurnar á fyrsta starfsárinu og fékk þær seldar í Náttúrulækningabúðinni og hjá Sláturfélaginu. Jóhannes Jónsson í Bónus var þá með SS-búðina í Aust- urveri og hann var mjög framsýnn. Hann kom upp stórri heilsu- vörudeild í búðinni, sem var ekki al- gengt á þessum tíma. Reyndar höfðu afskaplega fáir í matvörugeiranum áhuga á þessu þá.“ Fyrsta verslunin sem Örn opnaði undir merkinu Heilsuhúsið var á Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var árið 1979. „Móðir mín Elfriede Kjartansson var með mér í byrjun, en það var einmitt hún sem vakti áhuga minn á heilsuvörum almennt. Hún er þýsk og hafði alltaf haft áhuga á þessu. Hún hafði lesið sér mikið til um jurt- ir og grös og lækningamátt þeirra og keypt ýmsar vörur frá útlöndum. Mér er það minnisstætt að ef eitt- hvað var að okkur systkinunum þá fengum við beiska útlenda jurta- dropa hjá henni, jafnt við hálsbólgu sem magakveisu. Þessir jurtadropar eru reyndar enn til í apótekum og heilsubúðum í Þýskalandi, en þeir heita Klosterfrau Melissengeist. Sumum þótti nafnið fyndið Örn segir að Heilsuhúsið hafi mark- að sér skýra og ákveðna stefnu. „Þegar Heilsuhúsið var opnað 1979 var strax lagt mikið upp úr lífrænt ræktuðu. Á þessum tíma var lífrænt ræktað frekar dýrt, við það bættust há aðflutningsgjöld og þekking á líf- rænni ræktun var afar takmörkuð og áhugi almennings því lítill. Í dag eru flestar vörur í Heilsuhúsinu úr lífrænni ræktun, enda eru æ fleiri að átta sig á gæðum þeirrar vöru, bæði hvað varðar bragð og hollustu.“ Hann segir að mikið sé lagt upp úr því að þær vörur sem fást í versl- ununum fullnægi ströngum kröfum og margar vörutegundir komist þar ekki inn. „Við höfum til að mynda haldið Heilsuhúsinu alveg hreinu af vörum sem innihalda efni eins og MSG, svonefndu þriðja kryddi. Það er sífellt að stækka sá hópur fólks sem hefur óþol fyrir því og svo eru jafnvel margir sem af heilsufars- ástæðum kæra sig ekki um að borða vörur sem innihalda þetta efni. Að sögn Arnar er MSG annars í flestum súpum, sósum, krydd- blöndum, snakki og ýmsum hefð- bundnum vörum sem seldar eru í verslunum í dag. Hann segir að þetta efni hafi lengi verið notað en á síðastliðnum 5–6 árum hafi almenn vitund um það hins vegar aukist mikið. „Það má segja að á allra síðustu árum hafi átt sér stað vakning í því sem snýr að heilsuvörum almennt. Þegar ég var að byrja á þessu þótti þetta frekar skrýtið. Og margir töldu að þær heilsuvörur sem við vorum að bjóða upp á væru ein- göngu fyrir þá sem voru með melt- ingartruflanir eða eitthvað svoleiðis. Þá þótti nafnið Heilsuhúsið nánast fyndið í huga sumra. Það er því óhætt að segja að hugarfarsbreyt- ingin sé mikil á þeim rúmlega þrem- ur áratugum sem liðnir eru frá því þetta hófst. Nú er hins vegar kom- inn tími til að fleiri komi að þessum málum,“ segir Örn Svavarsson. Merki Heilsuhússins haldið á lofti Lyfsölukeðjan Lyfja keypti fyrirtækið Heilsu fyrir skemmstu. Heilsa rekur þrjár verslanir í Reykjavík og Kópa- vogi undir nafninu Heilsuhúsið. Örn Svavarsson stofnaði Heilsu fyrir rúmum þremur áratugum. Grétar Júníus Guð- mundsson ræddi við Örn Svavarsson. Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Árni Torfason Meiri útbreiðsla Örn Svavarsson segir að vörur Heilsuhússins verði víðar í boði en áður eftir kaup Lyfju. gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.