Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 26
26 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  TEMPRA - leiðandi í framleiðslu EPS umbúða á Íslandi í 20 ár Sími: 550 9600 • fmv@fmv.is • www.fmv.is Við vöktum allar fréttir - alla daga! Ómetanleg fréttayfirsýn • Fréttavöktun - er þitt fyrirtæki í fréttum? - missir þú af umfjöllun um vörur þínar eða atvinnugrein? • Aðgangur að gagnasöfnum frétta • Greining fréttaumfjöllunar • Innihalds- og ímyndargreining Það gilda sömu lögmál á erlendum mörkuðum og þeim íslenska, áhættan á að fá ekki greitt er til staðar • veistu við hverja á ekki að skipta? • hefur lánshæfi gamalla viðskiptavina skerst? • eru afskrifaðar viðskiptakröfur jafn lágar og þær gætu verið? Sími: 550 9600 • LT@LT.is • www.LT.is Í gegnum alþjóðanet okkar útvegum við lánshæfiskýrslur um öll fyrirtæki í heiminum. Láttu skynsemina ráða - ekki tilviljanir FATAFRAMLEIÐANDINN Hugo Boss í Þýzkalandi hyggst kanna möguleika á að hefja fram- leiðslu tízkufatnaðar í Kína. Bruno Sälzer, framkvæmdastjóri hjá Boss, segir í þýzka viðskipta- blaðinu Handelsblatt að nú séu gerðar tilraunir með að láta kín- verskar verksmiðjur sauma föt fyr- ir fyrirtækið, en síðar kunni það að reisa eigin verksmiðju í Kína. Sälzer segir að fataframleið- endur í Kína eigi varla meira en 3–5 ár í að ná sambærilegum gæð- um í framleiðslunni og evrópsk tízkufyrirtæki. Það muni einnig eiga við um framleiðslu dýrra herrajakkafata, sem Boss er einna þekktast fyrir. Boss-fötin framleidd í Kína? Morgunblaðið/Árni Sæberg ENERGISTYRELSEN, eftirlitsstofnun danska orku- markaðarins, hefur sett orkufyrirtækjum í eigu sveitarfé- laga skorður varðandi þátttöku þeirra í fjarskiptarekstri. Energistyrelsen hefur hafnað áætlun Energi Viborg um að leggja breiðband í borginni. Í ákvörðun Energistyrelsen kemur fram strangari túlk- un en áður á reglum um þátttöku orkufyrirtækja í öðrum rekstri en þeim, sem telst til leyfisbundinnar starfsemi þeirra, að því er fram kemur í Børsen. Að sögn samtaka orkufyrirtækjanna, Elfor, leyfir eftirlitsstofnunin orkufyr- irtækjunum því aðeins að leggja breiðbandskapla ásamt rafmagnsköplum að þeir séu lagðir á sama tíma og í sama skurð og rafmagnskaplarnir. Þetta þýðir að orkufyr- irtækin geta ekki lagt breiðband þar sem það er hag- kvæmast eða lagt breiðbandsstreng inn til einstakra við- skiptavina. Haft er eftir Claus Nørr Lorenzen, talsmanni breið- bandsnefndar orkufyrirtækjanna, að þessi ákvörðun stjórnvalda hitti þau sjálf fyrir, því að danska stjórnin vilji gera Danmörku að einu af samkeppnishæfustu löndum heims. Ákvörðunin sé til marks um þröngsýni. Orkufyrirtæki hindruð í fjarskiptastarfsemi Morgunblaðið/Golli Breiðbandslögn Orkuveita Reykjavíkur leggur ljós- leiðara. Dönsk orkufyrirtæki fá ekki að grafa sérstaka skurði fyrir fjarskiptalagnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.