Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 B 29  VERÐBÓLGA er eitt af þeim orð- um sem hljóma dag eftir dag í fjöl- miðlum, og stundum jafnvel oft á dag. En hvað felst í þessu orði? Verðbólga er skilgreind sem sífelld og almenn hækkun á verði gæða og þjónustu á ákveðnu tímabili en þetta má einnig nefna sífellda og almenna rýrnun á verðgildi peninga. Skil- greindar eru tvær tegundir verð- bólgu, eftirspurnarverðbólga og kostnaðarverðbólga. Eftirspurnarverðbólga skilgreinist sem verðbólga sem er drifin af auk- inni heildareftirspurn, sem verður einfaldlega meiri en heildarframboð. Þessa eftirspurn getur meðal annars aukið fjármagn í hagkerfinu orsakað auk þess sem hækkun launa getur haft áhrif en það er almennt þannig að þegar fólk hefur meira á milli handanna eyðir það meiru. Þótt hugtakið kostnaðarverðbólga hljómi óskylt eftirspurnarverðbólgu er munurinn á þessum tveimur ekki svo mikill því kostnaðarverðbólga á rætur sínar að rekja til umframeft- irspurnar. Verðlag hækkar þegar eft- irspurn verður meiri en framboð en hærra verðlag hefur ekki einungis í för með sér kostnaðarauka fyrir hinn almenna neytanda því kostnaður framleiðanda eykst einnig. Framleið- endur eiga hins vegar kost á að bæta sér upp tapið með því að hækka verð- ið á vörum sínum og þannig er hætt við að verðbólguhringrás myndist. Verðbólga er mæld með vísitölu neysluverðs og hækki hún á milli tímabila þýðir það að verðbólga ríkir. Lækki vísitala neysluverðs hins veg- ar þýðir það að verðhjöðnun ríkir. Mikilvægt er þó að gera greinarmun á hugtökunum verðbólga og vísitala neysluverðs því lækki verðbólga á milli tímabila þýðir það ekki að verð- lag lækki heldur þýðir það að verðlag hækkar ekki eins hratt og áður. Þeim sem vilja beina fyrirspurnum um hagfræði eða viðskiptafræði til Morgunblaðsins er bent á eftirfar- andi netfang. ? | VERÐBÓLGA ?@mbl.is  !  !  N ( TN 8 ,    !  >*1  = = 3;?3'5229  Af hverju hækkar allt? VERÐBÓLGA, verðsprenging á fast- eignamarkaði, aukinn aðgangur að lánsfjármagni, útrás. Kannast ein- hver við þessi hugtök? Allavega hafa þau verið mikið í um- ræðunni að undanförnu og öll tengj- ast þau á einhvern hátt. Til dæmis hefur útrás fjármálafyrirtækjanna leitt til þess að þau vita ekki aura sinna tal og þurfa að lána peningana því ekki safna þeir vöxtum öðruvísi. Þannig hefur aðgangur að láns- fjármagni aukist og þar sem almenn- ingur á auðveldara með að fá lán á almenningur einnig auðveldara með að kaupa sér húsnæði. Aukinn eft- irspurn á fasteignamarkaði leiðir til hærra verðs og þar sem fast- eignaverð er mælt með í vísitölu neysluverðs eykst verðbólgan einn- ig. Út á þetta hefur efnahags- umræðan að miklu leyti gengið á síð- ustu misserum og ekki virðist vera lát á. Sérstaklega ekki ef marka má „málshátt“ sem einn úr fjölskyldu Út- herja fékk í páskaeggi sínu á páska- dag. Þar stóð: „Ekki giftast til fjár, það er ódýrara að taka lán.“ Þetta er nýtt innlegg í umræðuna og spurning hvaða áhrif það hefur á verðbólguna. Einnig kemst Útherji ekki hjá því að velta því fyrir sér hvaða lánastofnun hefur boðið upp á þetta sparnaðar- ráð. Ódýrara að taka lán  ÚTHERJI ALEXEI Pítsjúgín, fyrrum ör- yggisstjóri rússneska risaolíufyr- irtækisins Yukos, hefur verið dæmdur til 20 ára vistar innan fangelsismúra. Pítsjúgín var í liðinni viku fundinn sekur um tvö morð í Moskvu árið 2002. Þá var hann og sakfelldur fyr- ir tilraun til að myrða háttsettan embættismann í höf- uðborginni. Lögmenn öryggis- stjórans fyrrverandi hafa boðað að dómnum verði áfrýjað. Pítsjúgín var sakfelldur fyrir að hafa myrt hjónin, Sergeij og Olgu Gorín. Það mun hann hafa gert samkvæmt skipun Leoníds nokkurs Nevzlín en sá var stór hluthafi í Yukos og náinn vinur Míkhaíls Khodorkovskíjs aðaleig- anda fyrirtækisins sem nú á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Lík Gorín- hjónanna hafa aldrei fundist og segja lögmenn hins ákærða að sönnun um að þau hafi verið myrt liggi ekki fyrir. Pítsjúgín reyndi og, að sögn saksóknara í Rússlandi, að myrða Olgu Kost- ínu sem forðum var náinn ráð- gjafi Khodorkovskíjs en sagði upp starfi til að hefja vinnu sem embættismaður í Moskvuborg. Pítsjúgín er fyrsti Yukos- maðurinn sem hlýtur dóm en fjöldi þeirra bíður nú réttarhalda í Rússlandi. Öryggisstjóri Yukos dæmdur Alexei Pichugin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.