Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 32
Hvort sem fyrirtækið þitt er stórt eða smátt getur þú treyst því að Síminn leggur sig fram um að þekkja þarfir þess. Við sníðum samskiptalausnirnar þannig að þær passi fullkomlega og mæti óskum þínum um öruggt samband við samstarfsfólk og viðskiptavini nær og fjær. Þitt fyrirtæki er einstakt. Síminn þjónustar yfir 15.000 fyrirtæki á Íslandi Þau eru öll einstök 800 4000 - siminn.is Við hjálpum þér að láta það gerast N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 2 4 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 2 4 Fjármögnun í takt við þínar þarfir L ilja Dóra Halldórsdóttir er fædd í Vest- mannaeyjum í desember 1967 og er þar uppalin. „Því fylgir mikið frelsi að alast upp í Vestmannaeyjum. Maður er beintengdur við náttúruna, hún er algjörlega hluti af líf- inu. Ég var niðri í fjöru, uppi á fjöllum, niðri á bryggju auk þess sem maður fór á sjó og út í eyju. Eyjar eru æv- intýraheimur fyrir krakka að alast upp í,“ segir Lilja Dóra. Úr MR í lögfræði Hún flutti til Reykjavíkur á unglingsárunum og fór í Menntaskólann í Reykjavík en þaðan útskrifaðist hún árið 1987 og fór svo í lögfræði við Háskóla Íslands. Það- an útskrifaðist hún 1994 og tók svo að starfa sem lög- fræðingur hjá Skeljungi. Hjá Skeljungi starfaði ég allt til ársins 1998 þegar fjölskyldan fluttist til Brüssel. Þar starfaði hún í verkefnum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og einnig lauk hún MBA námi árið 2001. „Þegar ég útskrifaðist úr lögfræðinni fór ég strax að vinna í viðskiptaumhverfi. Ég fékk að kynnast ýmsu og fékk mikinn áhuga á viðskiptalífinu, miklu meira en bara lögfræðihliðinni. MBA námið var þess vegna eðlilegt framhald fyrir mig og í kjölfarið fékk ég aukinn áhuga á stjórnun og stefnumótun,“ segir Lilja Dóra. Í stjórn Samskipa Í Brüssel var fjölskyldan í sex ár og fluttu þau heim á síðastliðnu hausti. „Ég fékk starf hjá Háskólanum í Reykjavík og nú er ég aðjúnkt við viðskiptadeild og leið- beinandi á námskeiðum við stjórnunarskóla Háskólans í Reykjavík,“ segir Lilja Dóra. Nýlega tók Lilja Dóra sæti í stjórn Samskipa og þegar hún er spurð hvað hún telji sig geta lært af því og hvað hún telji sig geta fært fyrirtækinu segir hún „Samskip eru að mínu mati vel rekið fyrirtæki og í mjög spennandi stöðu í dag. Ég held að það sé afskaplega gaman að fá að taka þátt í því sem er að gerast þarna. Á skömmum tíma hefur fyrirtækið unnið sig upp í að vera alþjóðlegt flutn- ingafyrirtæki.“ Áhugi á hundum Í lögfræðinni kynntist Lilja Dóra manni sínum sem heit- ir Jónas Friðrik Jónsson. Hann er lögfræðingur og er að ljúka störfum sem framkvæmdastjóri hjá Eftirlits- stofnun EFTA. Þau eiga tvö börn, 15 ára stelpu og 8 ára strák. En hvað gerir hún í frítíma sínum? „Ég er mikil hundamanneskja og hef mikla gleði af dýrum. Hundarnir hafa fylgt mér mjög lengi en í dag á ég tvo hunda.“ Ein helsta vinkona Lilju Dóru staðfestir þetta. „Það er ekki hægt að tala um Lilju öðruvísi en að minnast á helsta áhugamál hennar en það eru hundar. Slík er þekk- ing hennar og fróðleikur um hunda að hún fær alla til að horfa á hunda í nýju ljósi,“ segir hún. Að eigin sögn er Lilja Dóra mikil útivistarmanneskja og þá er það fjallamennska sem á hug hennar. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á fjallgöngu en á veturna fer ég í jeppaferðir sem einnig er mjög skemmtilegt,“ segir hún. Eilítið viðutan Ein vinkvenna Lilju Dóru sem Morgunblaðið talaði við segir að Lilja Dóra sé með klárasta og skarpgreindasta fólki sem hún hafi kynnst og segir: „Hún hefur unun af því að sökkva sér djúpt í viðfangsefni sem heilla hana, og þá hlífir hún sér ekki.“ Eins og er algengt með slíkar manneskjur á Lilja Dóra það þó til að vera utan við sig. „Ég man eiginlega ekki eftir því að vera með henni án þess að hún gleymi einhverju,“ heldur hún áfram. Innt eftir þessu hlær Lilja Dóra og segir: „Ég passa alltaf að hafa einhverja mann- eskju sem getur minnt mig á hlutina en ég man eftir þeim sjálf ef ég hef engan annan til þess.“ Skarpgreind hundamanneskja Morgunblaðið/RAX Lilja Dóra Halldórsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1967. Eftir að hafa lokið námi í lögfræði og MBA-gráðu starfar hún nú við HR og á sæti í stjórn Samskipa. sverrirth@mbl.is SVIPMYND DAGBÓK | VIÐSKIPTI Aðalfundur 31. mars | Alþjóðlegur skattarétt- ur í örri þróun. Lagadeild Við- skiptaháskólans á Bifröst efnir til málþings um al- þjóðlegan skatta- rétt kl. 13 en það verður haldið í Hriflu á Bifröst. Aðgangur að mál- þinginu er ókeyp- is og öllum opinn. Fyrirlesarar verða lögfræð- ingarnir Bern- hard Bogason frá KPMG, Elín Árnadóttir frá PWC, Erna Hjalte- sted frá Logos, Páll Jóhannesson frá Deloitte og Touche, Ragnheiður Snorradóttir frá fjármálaráðuneyt- inu og Vala Valtýsdóttir frá Taxis. Aðalfundur | Actavis Group hf. verður haldinn á Grand Hótel kl. 17. Atkvæðaseðlar og önnur fund- argögn verða afhent við upphaf fundarins. Neytendahegðun 6. apríl | Hvaða stefnu á markaður- inn að taka? er yfirskrift ráðstefnu á Nordica Hótel sem stendur frá kl. 9-12. Þar mun Reinier Evers, stofnandi Trend- watching.com, kynna greiningu sína á kaup- hegðun almenn- ings á heimsvísu en Evers er margreyndur í að greina breyt- ingar á neytenda- hegðun Berlín | Viðskiptafulltrúi VUR, Ruth Bobrich, frá sendiráði Íslands í Berlín, verður með viðtalstíma 6., 7. og 8. apríl. Gert er ráð fyrir að fundur viðskiptafulltrúa með hverju fyrirtæki standi í eina klukkustund en fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutnings- ráðs, Borgartúni 35, þar sem einnig má bóka tíma. ll INNLENT Bernhard Bogason Reinier Evers 31. mars | Birtar verða tölur um at- vinnuleysi, landsframleiðslu og væntingar heimilanna í Frakklandi auk atvinnuleysis í Þýskalandi og landsframleiðslu í Hollandi. Ennfremur verða birtar tölur um vísitölu neysluverðs í Mynt- bandalagi Evrópu auk talna um trú almennings á efnahagslífið og talna um stöðu fyrirtækja innan banda- lagsins. Í Bandaríkjunum verða birtar tölur um tekjur og neyslu al- mennings auk þess sem tölur um ný- skráða atvinnulausa og pantanir iðnfyrirtækja verða opinberaðar. 4. apríl | Vísitala framleiðsluverðs í Myntbandalag- inu og efnahags- horfur í Evrópu- sambandinu verða opinber- aðar. 5. apríl | Vísitala smásöluverðs í Myntbandalaginu verður birt. 6. apríl | Vikulegar tölur um trú al- mennings á efnahagslífið verða birtar í Bandaríkjunum. ll ERLENT Tölur um framleiðslu og atvinnuleysi Innleiðing kerfa 1. apríl | Hópvinnukerfi standa fyrir morgunverð- arfundi á Grand Hótel kl. 8.30 þar sem mikilvæg atriði við innleiðingu kerfa verða rædd af stjórnendum nokk- urra fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum stór verkefni af þeim toga. Á meðal þeirra sem halda erindi er Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar. Karl Friðriksson Vísitala innkaupastjóra 1. apríl | Vísitala innkaupastjóra í Bretlandi og löndum Myntbandalagsins verður birt auk atvinnuleysistalna í bandalaginu. Ennfremur verða tölur um atvinnuleysi í marsmánuði í Bandaríkjunum birtar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.