Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 4

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 4
4|Morgunblaðið Blómin fara að verða helsta augna-yndi okkar hvað líður. Garðeig-endur sitja nú með hönd undirkinn og hugsa um hvað þeir eigi að kaupa í beðin sín. Hjá Storð er fólk búið að setja sig í við- búnaðarstellingar og mikið er þar á boð- stólum af blómum sem glatt geta garðeig- endur þetta vorið. „Þegar verið er að raða fjölærum plöntum saman í beð eru ýmis sjónarmið í gangi, á síðustu árum hafa menn mikið far- ið að velta fyrir sér hvernig hægt sé að nota fjölærar plöntur til að koma í staðinn fyrir illgresi í beðum,“ segir Hrefna Hall- dórsdóttir hjá gróðrarstöðinni Storð við Dalveg 30 í Kópavogi. „Þessar plöntur eru sem sagt notaðar til að þekja beð og þá nær illgresisfræ ljós- spírandi ekki að ná sér á strik. Velja þarf tegundir eftir vaxtarskilyrðum Velja þarf saman í beðin tegundir eftir vaxtarskilyrðum. Á skuggsælum stöðum eru valdar tegundir sem þola vel skugga en sólelskar tegundir á bjartari staði. Það þarf líka að hafa jarðveginn í huga í þessu sambandi, í skugga er jarðvegur rakari en sá sem sólar nýtur. En ákveðið vandamál er það að í skugga blómstra plöntur ekki, blóm þurfa sól. Í skugga velur maður því plöntur meira útfrá blaðformi, lögun og lit, fremur en blómguninni. Í skugga er hægt að nota tegundir sem bera blóm snemma, áður en gróðurinn yf- ir þeim laufgast, rétt eins og gerist með skógarbotnsplöntur. Burknar og læknajurtir góð í skugga Í beð í skugga er gott að nota margar burknategundir, t.d. stóra burkna eða dílaburkna, sem eru með fínlegt lauf, mjög blaðfallegir. Það getur verið fallegt að raða með þeim plöntum sem eru með stór, heil laufblöð, td. brúsk (Hosta). Þær eru til með allskonar gulum og grænum litum. Í skugga er líka hægt að nota lækna- jurtir, þ.e. hópur af plöntum svo sem nýr- najurt sem blómstrar fjólubláum blómum snemma vors en er síðan með stór, dökk- græn og hvítskellótt laufblöð allt sumarið. Dæmi um fleiri skuggaplöntur er dalalilja og dílatvítönn. Fólk vill raunar fremur þekja beð á erfiðum skuggastöðum en þar sem sólar nýtur. Sólin kallar á blómstrandi blóm Á sólríkum stöðum er til mikið úrval af plöntum, þar er hægt að velja nánast hvað sem er. Á sólríkum stöðum vill fólk oft fremur hafa fallegar blómstrandi og fjöl- breyttar plöntur, fremur en endilega að þekja beðið en þó eru til góðar þekju- plöntur sem þekja vel beðin. Til dæmis mú- sagin, sem er lágvaxin planta með fjólu- bláum blómum, mjög blómviljug og dvergavör sem reyndar er líka skuggþolin en fær mjög fallegan blaðlit ef hún fær mikla birtu, þá verður hún purpuralit á lit- inn. Blágresisplöntur góðar zí hálfskugga Svo eru í garðinum venjulega staðir sem eru mitt á milli þess að vera í skugga og mikilli birtu. Í hálfskuggabeð eru blágres- isplöntur mjög góðar, þær blómstra og eru líka blaðfallegar og fá fallega haustliti, t.d. fagurblágresi og roðablágresi. Í beð þar sem er lítill jarðvegur en sæmilega bjart er músagin t.d. gott sem þekjujurt eða hnoðrategundir eins og helluhnoðri, sígrænn berghnoðri eða stein- hnoðri.“ Þekjuplöntur í sól og skugga Hvaða plöntur skyldu henta í skugga og hverjar í sól? Og hvaða plöntur á að velja sem þekja vel beðin? Þetta er viðfangsefni Hrefnu Halldórsdóttur hjá Storð í viðtalinu við hana hér. Geranium iberic. Berghnoðri með gul blóm. Geranium himala. Dryopeteris filimas. Hosta – Brúskur.Convallaria maj. Cymbalania pallida. Hrefna Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.