Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 15
„Gamla pósthúsið, reist 1847, í húsi þessu var fyrsta pósthús á Íslandi 1872 til 1898. Húsið stóð þá við Póst- hússtræti 11. Póstur og sími gaf minn- ingarskjöld þennan í tilefni 150 ára af- mælis hússins.“ Hafa endurgert gamla pósthúsið í upphaflegri mynd Þegar þau Ragnhildur, Bergur og fé- lagar keyptu þessa eign var auk gamla pósthússins einnig á lóðinni íbúðarhús sem Hallur tannlæknir hafði reist fyrir Skúla son sinn og svo bílskúr. „Við breyttum húsnæði þessu mikið,“ segir Ragnhildur. „Við vorum í húsnæðinu á meðan við breyttum því. Við höfðum keypt af Tryggva Hjörvar og fjölskyldu og feng- um að vita að um tíma hefði verið leir- listarverkstæði í austurenda hússins.Við hækkuðum þakið á bílskúrnum og gerð- um þar stofu. Gamla pósthúsið ákváðum við að end- urbyggja í upprunalegri mynd sam- kvæmt gömlum myndum, enda er það friðað að utan. Við reyndum að haga endurbótunum innanhúss á því húsi og hinu húsnæðinu þannig að það væri gott íbúðarhúsnæði fyrir tvær fjölskyldur, arkitekt og leiðbeinandi við endurbæt- urnar var Leifur Blumenstein bygg- ingafræðingur, einn helsti sérfræðingur í endurbótum gamalla húsa. Það var mikið verk að koma gamla húsinu í upprunalegt horf, það var for- skalað en ekkert skemmt. Það þurfti að taka af forskalninguna og endurgera glugga. Við unnum að þessum breyt- ingum og breytingum innanhúss og luk- um öllu þessu árið 1989. Hafliði Jónsson fyrrverandi garðyrkjustjóri hannaði garðinn Ástæðan fyrir því að Hallur ákvað að láta flytja gamla pósthúsið hingað var að hann átti þá sumarhúsaland hér, um hálfan hektara. Hann var mikill áhuga- maður um garðrækt og hafði þegar plantað talsverðu af trjám í landi sín- u.Hann fékk Hafliða Jónsson, síðar garðyrkjustjóra Reykjavíkur, til að hanna þennan stóra garð í kringum húsið árið 1956. Garðurinn er allur uppbyggður úr grjóthleðslum sem ekki hafa haggast í öll þessi ár. Í honum var talsvert net göngustíga og einnig akvegur. Hallur var sem fyrr sagði kominn með talsverða ræktun hér strax um 1930 og plantaði þá nokkrum þeim gömlu trjám sem hér eru á lóðinni. Hér var plantað miklu af rifsi sem skjólbeltum og talsverðu af lerki. Rifsið höfum við tekið í burtu að hluta og plantað nýju annars staðar, en lerkitrén hafa hækkað gríðarlega þennan tíma sem við höfum búið hér. Nokkur tré höfum við höggvið til þess að skapa öðr- um vaxtarrými.“ Ragnhildur bendir blaðamanni á stórt og fremur kræklótt tré nánast í húsa- garðinum. „Þetta tré köllum við klifrutréð vegna sköpulags þess, en það þarf að klippa þetta tré mikið árlega, annars vex það alltof nálægt húsinu,“ segir hún. „Garðurinn var sem fyrr sagði í upp- hafi hálfur hektari en síðar, um 1960, byggði Hallur Hallsson yngri sér íbúð- arhús á hluta lóðarinnar og fékk þá talsvert af henni við hús sitt sem stend- ur við Kleifarveg 6. Mér hefur verið sagt að mikið af grenitrjám hafi verið höggvin þegar það íbúðarhús var reist. Við þessa byggingu minnkaði lóðin við þetta hús niður í einn fjórða af hekt- ara. Mikil gróska er hér í öllum gróðri og hlýtur Hallur eldri að hafa látið flytja hingað mikið magn af mold í upphafi því hér var bara urð og grjót, rétt eins og er t.d. umhverfis Áskirkju nú, að því er mér skilst,“ segir Ragnhildur. Garðurinn má vera hæfilega villtur án þess að vera ljótur Hún kveður komið að endurnýjun og viðhaldi á þessum garði. „Það þarf að grisja og leyfa þeim trjám sem eftir standa að njóta sín. Það þarf einnig að koma garðinum í þannig horf að hægt sé að hirða hann, það þýð- ir ekki að hafa beð sem þarf t.d. að reyta. Hann þarf að vera hæfilega villt- ur án þess að vera ljótur. Hér er tals- verður mosi, en ég er alveg sátt við hann, finnst hann bæði mjúkur og fal- legur. Við eyðum þeim tíma sem þarf til að halda garðinum í horfi. Oft er þó grasið orðið það hátt milli trjánna að ekki þýðir annað en slá það með orfi og ljá að gömlum sið. Ef við hjónin getum ekki annað umhirðunni kaupum við okk- ur þá aðstoð sem þarf. Hér var í upphafi mikið af grjóti þannig að nóg grjót hefur verið til hleðslu, fagmaður hefur hannað garðinn og hleðslurnar og fagmenn hljóta að hafa unnið verkið, vafalaust hefur Hall- ur haft góða menn í vinnu, þetta er allt svo fagmannlega gert, Hallur hefði aldrei getað hlaðið allt þetta einn og sjálfur. Þær breytingar sem við höfum gert höfum við gert í samráði við garð- yrkjumenn og höfum einnig haft sam- band við Jóhann Pálsson fyrrverandi garðyrkjustjóra, hann kom hingað og skoðaði garðinn og þekkir hann og hef- ur gefið okkur mörg góð ráð. Nú er garðyrkjumaður að vinna að ákveðnum breytingum í garðinum. Við viljum minnka grasflatir þannig að ekki þurfi að slá eins mikið. Af þeim sökum höfum við hellulagt stórt svæði við húsið, 70 fermetra sl. sumar, auk þess sem þá var þegar hellulagt og nú höfum við keypt viðbótarhellur hjá Hellusteypunni JVJ til þess að halda áfram að helluleggja í sumar auk þess sem við ætlum að laga gömlu hellulögn- ina. Þetta ætlum við að gera til þess að við og gestir hússins getum notið garðs- ins betur utanhúss þegar vel viðrar. Við höfum í huga að færa garðinn til nú- tímalegra horfs en að hann haldi jafn- framt öllum sínum gömlu einkennum.“ Gamla pósthúsið – myndin er sennilega tekin um 1905.Svona leit holtið út þegar Hallur Hallsson fór að rækta þar fyrir 1930. Morgunblaðið |15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.