Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 18
18|Morgunblaðið
Ég er með slitvefjagigt og datt íhug að fá mér heitan pott tilþess að geta setið í heitu vatniþegar liðirnir væru stirðir,“
segir Dýrley Sigurðardóttir sem þann 12.
ágúst 2003 keypti sér heitan nuddpott hjá
Jóni Bergssyni ehf.
En hefur potturinn staðið undir vænt-
ingum?
„Já, þetta er alveg yndislegt tæki, alveg
meiriháttar,“ segir Dýrley.
En hvar geymir hún heita pottinn?
„Ég er með hann uppi í sumarbústaðn-
um mínum sem er í landi Hallkelshóla í
Grímsnesi. Sá bústaður var byggður 1991.
Við hjónin létum byggja bústaðinn á leigu-
lóð hjá Gísla Henrikssyni bónda á Hall-
kelshólum. Maðurinn minn, Daníel Krist-
insson, lést árið 1995 en ég hef notað
bústaðinn ekkert síður eftir að ég varð
ekkja.
Það dettur varla úr helgi svo við för-
um ekki í bústaðinn og pottinn
Ég á vin, ekkjumanninn Edvarð Vil-
mundarson, og hann var með mér í að fá
heita pottinn. Við förum oft í bústaðinn,
það dettur varla úr helgi vetur eða sumar
svo að við förum ekki í bústaðinn. Þetta
hús er sannarleg vel nýtt, enda er allt til
alls í því.
Potturinn er yndislegur í alla staði, hann
stendur inni í blómaskála sem við byggð-
um yfir hann og eru blómaskreytingar í
kringum hann. Skálinn er áfastur við húsið
og innangengt í hann.
Pottinn nota ég þannig að ég sest oft í
hann en er ekki mjög lengi í honum í einu,
ég reyni að gera í honum vatnsleikfimisæf-
ingar og finnst það mjög gott. Mér finnst
liðirnir hafa liðkast verulega við þetta.“
Fékk 1.900 krónur endurgreiddar
En hefur þetta pottaævintýri ekki
hækkað rafmagnsreikninginn?
„Jón Arnarson sagði við okkur Edvarð
þegar við keyptum pottinn að hann mundi
eyða um það bil þúsund krónum á mánuði í
rafmagn. Þetta hefur staðið heima, ég fékk
meira að segja endurgreiddar 1900 krónur,
þegar lesið var af eftir árið, ég hafði nefni-
lega látið vita að rafmagnsreikningurinn
minn myndi hækka um 800 krónur á mán-
uði vegna pottsins. Ýmsir höfðu spáð því að
rafmagnsreikningurinn myndi hækka upp
úr öllu valdi, en ég fékk endurgreitt.
Þetta er draumapottur í alla staði, það er
gott að þrífa hann, við förum í sturtu áður
en við setjumst í hann. Ég passa vel upp á
að fara vel eftir þeim reglum sem Jón Arn-
arson gaf mér þegar potturinn var keypt-
ur.“
Dýrley Sigurðardóttir lætur fara vel um sig í heita pottinum. Fallegt umhverfi er í kringum sumarbústað Dýrleyar.
Yndislegur pottur í alla staði
„Heitir nuddpottar eru góð hjálp fyrir gigtveika,“
segir Dýrley Sigurðardóttir sem keypti sér einn slíkan
hjá Jóni Bergssyni ehf. fyrir tveimur árum.
Fyrirtækið Jón Bergsson ehf. var
stofnað um 1930 og flutti lengst af
inn stígvél, skó og öryggisskófatn-
að.
„Víða hefur verið komið við á
langri leið,“ segir Jón Arnarson,
sonarsonur stofnanda fyrirtækisins
og framkvæmdastjóri þess ásamt
föður sínum Erni Jónssyni.
„Við hófum að flytja inn heita
potta árið 1999 og það er skemmst
frá að segja að sá innflutningur hef-
ur aukist ár frá ári. Softub-
pottarnir sem við höfum mest verið
með hingað til eru frá Ameríku og
eru allir rafkyntir nuddpottar. Nú
erum við að bæta við pottum frá
nýjum framleiðendum, þeir pottar
eru frá Markís Spas og Dream Ma-
ker. Einnig erum við komnir á bóla-
kaf í garðhús og sumarhús úr sedr-
usviði frá Kanada,“ segir Jón. Þess
má geta að fyrirtækið er nýflutt, er
nú að Kletthálsi 15.
Jón Arnarson
Amerískir
rafkyntir
nuddpottar