Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
AKUREYRARBÆR,
Skóladeild
Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Við grunnskóla Akureyrar
eru lausar stöður kennara
Grunnskólar Akureyrar eru átta, sex þeirra eru
einsetnir og heildstæðir með 1.-10. bekk. Hlutfall
fagmenntaðra starfsmanna er um 90%. Óskað er eftir
jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til starfa.
Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með mannleg
samskipti og séu tilbúnir til að taka þátt í umbótum
á skólastarfi og þróunarvinnu næstu skólaár.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrar:
http://www.akureyri.is/ undir Auglýsingar og
umsóknir.
Framúrskarandi &
hugmyndaríkir forritarar
óskast í spennandi alþjóðleg verkefni
Industria leitar að starfsmönnum í eftirtalin störf:
Industria sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri háhraða breiðbandsneta. Félagið býður
uppá heildarlausnir á þessu sviði. Vinna í hugbúnaðardeild Industria felst í að rannsaka, þróa
og hanna hugbúnað til að stjórna flóknum breiðbandsnetum og þjónustum eins og stafrænu
sjónvarpi og síma. Fyrirtækið er með starfsemi á Íslandi, Írlandi og í Danmörku.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Umsóknir og fyrirspurnir berist rafrænt á netfangið
jobs@industria.com. Frekari upplýsingar um Industria er að finna á www.industria.com
Háskólamenntun í verk- eða tölvunarfæði æskileg.
Frumkvæði og reynsla í að ná markmiðum í nýju og hröðu umhverfi.
Yfir 5 ára reynsla í hugbúnaðarþróun.
Góð þekking í C#, Microsoft .NET og MS Visual Studio.
Framúrskarandi XML þekking.
C/C++ forritunar er kostur.
Áhugi til að takast á við krefjandi verkefni.
Áhugi á ferlum og business logic.
Tungumálakunnátta í ensku.
Kostur ef umsækjandi er reiðubúinn að ferðast.
Háskólamenntun í verk- eða tölvunarfæði eða sambærileg menntun.
3-5 ára reynsla í að stýra hugbúnaðarverkefnum.
Hugmyndaauðgi og frumkvæði.
Lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar.
Tungumálakunnátta í ensku.
Nauðsynlegt að umsækjandi sé reiðubúinn að ferðast.
F O R R I T A R A R Á Í S L A N D I O G Í R L A N D I :
Y F I R M A Ð U R H U G B Ú N A Ð A R D E I L D A R :
Menntun og hæfnislýsing:
Menntun og hæfnislýsing:
Þroskaþjálfi
Blindravinnustofan leitar eftir þroskaþjálfa í
50% starf. Um er að ræða dagvinnustarf með
sveigjanlegum vinnutíma. Starfið felur í sér
þroskaþjálfun með blindum og sjónskertum
auk annars konar fötlunar. Að auki felur starfið
í sér lítils háttar skrifstofuvinnu. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningum Þroskaþjálfafélagsins
og ríksins.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
Margréti Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
Blindravinnustofunnar, netfang:
mg@blind.is eða í s. 695 4113 og 525 0025.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 22. apríl.
ALLS voru 87.300 atvinnuleysisdagar skráðir
á landinu í marsmánuði og jafngildir það því að
3.799 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá að
meðaltali í mánuðinum. Samkvæmt áætlun
Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins var
mannafli á vinnumarkaði í mars 146.035 og jafn-
gildir þetta því 2,6% atvinnuleysi.
Hér er um að ræða 0,2% lækkun atvinnuleysis
síðan í febrúarmánuði þegar atvinnuleysi var
2,8% og 0,9% lækkun á 12 mánaða grundvelli en
í mars á síðasta ári var atvinnuleysi 3,5%. Þetta
kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um
atvinnuástand í mars.
Fleiri konur en karlar
Í lok mars voru 4.069 manns á atvinnuleys-
isskrá og fækkaði atvinnulausum um 415 frá
lokum febrúar.
Atvinnuleysi var meira meðal kvenna en
karla en alls voru 3,3% kvenna atvinnulausar en
2,1% karla. Þá var atvinnuleysi meira á höf-
uðborgarsvæðinu, 2,8%, en á landsbyggðinni,
2,3%. Minnst var atvinnuleysi á Austurlandi,
1,5%, mest á Norðurlandi eystra, 3,2%. Hlutfall
atvinnuleysis minnkaði í öllum landshlutum
nema á Austurlandi.
Minnkar enn frekar
Vinnumálastofnun telur líklegt að atvinnuleysi
minnki enn frekar í apríl og að það verði á
bilinu 2,4–2,7% af mannafla á vinnumarkaði.
Þetta mat er miðað við að oft dregur út atvinnu-
leysi á milli mars og apríl vegna árstíðasveiflu á
vinnumarkaði auk þess sem umsvif fara al-
mennt vaxandi á tímabilinu en jafnframt hefur
verkbeiðnum til vinnumiðlana um ráðningu auk-
ist.
Atvinnuleysi minnkar
!
"
"
# $
%
&
#
'
'
'
'
'
'
'
#
%
$ #
( "
( "
"
'
'
'
'
'
'
'
$
# (
$ %
) )
$ %
$ "
) &
'
'
'
'
'
'
'
!
!
!
!
"
"
" #
$ % $ $ & ' ( ) * $ % $ $ & ' ( ) *
Morgunblaðið/Kristinn
alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ