Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 B 5
Rútubílstjórar
GT verktakar ehf. óska eftir rútubílstjórum til
starfa við Kárahnjúka. Góð laun í boði. Uppl.
gefur verkstjóri á staðnum í síma 896 3845 eða
896 3890.
Einnig vantar okkur vana vélamenn til starfa
á höfuðborgarsvæðinu. Uppl. í s. 580 1600.
Grunnskóli
Snæfellsbæjar
Aðstoðarskólastjóri
- deildarstjórar
Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýsameinaður
skóli með um 300 nemendur sem tók til starfa
haustið 2004. Skólinn er aldursskiptur, með
3 starfsstöðvar; yngri deild á Hellissandi með
1.-4. bekk; deild á Lýsuhóli í Staðarsveit með
1.-10. bekk og eldri deild í Ólafsvík með 5.-10.
bekk.
Eftirtaldar stjórnunarstöður við skólann
eru lausar til umsóknar:
Aðstoðarskólastjóri
Starfið felst ekki síst í því aðstoða skólastjóra
í að móta skólastarfið í nýju umhverfi og er
því spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan
einstakling. Aðstoðarskólastjóri er jafnframt
deildastjóri 5.-10. bekkjar. Gerð er krafa um
kennaramenntun. Menntun og reynsla á sviði
stjórnunar er æskileg.
Nánari upplýsingar fást hjá Óskari H.
Óskarssyni, formanni skólanefndar, í sím-
um 436 1107 eða 868 2547. Óskað er eftir
því að umsækjendur geri skriflega grein
fyrir menntun sinni og öðru því sem þeir
óska eftir að taka fram.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí
2005.
Skriflegum umsóknum ber að skila til Óskars
H. Óskarssonar, formanns skólanefndar,
Lindarholti 8, 355 Ólafsvík.
Stöður deildastjóra
Eftirtaldar stöður millistjórnenda við skólann
eru lausar til umsóknar:
Deildarstjóri yngsta stigs; 1.-4. bekk á Hellis-
sandi.
Deildarstjóri 1.-10. bekk á Lýsuhóli í Staðar-
sveit.
Deildarstjóri námsþróunar og stoðþjónustu.
Starf deildarstjóra við skólann felst m.a. í stað-
bundinni, aldurs- og fagbundinni stjórnun við
skólann. Auk þess taka millistjórnendur virkan
þátt í stjórnun og stefnumótun skólastarfsins
undir forystu skólastjóra. Gerð er krafa um
kennaramenntun og kennslureynslu.
Umsóknir um stöður þessar berist skólastjóra,
Sveini Þór Elinbergssyni, Ennisbraut 11, 355
Ólafsvík, ellegar á netfangið sveinn@gsnb.is.
Upplýsingar í símum 433 9900 og 894 9903.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2005.
Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjök-
ul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur,
Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri eru þéttbýliskjarnarnir
Hellissandur og Ólafsvík í aðeins tveggja tíma akstursfjarlægð frá
Reykjavík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér
býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga
velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem
Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru
landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og
íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti,
gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt
íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og
félagastarfsemi með miklum blóma.
Þroskaþjálfi
Blindravinnustofan leitar eftir þroskaþjálfa í
50% starf. Um er að ræða dagvinnustarf með
sveigjanlegum vinnutíma. Starfið felur í sér
þroskaþjálfun með blindum og sjónskertum
auk annars konar fötlunar. Að auki felur starfið
í sér lítils háttar skrifstofuvinnu. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningum Þroskaþjálfafélagsins
og ríksins.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
Margréti Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
Blindravinnustofunnar, netfang:
mg@blind.is eða í s. 695 4113 og 525 0025.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 22. apríl.
Styrktarfélag vangefinna
Ertu að leita að krefj-
andi og fjölbreyttu
starfi?
Yfirþroskaþjálfi
í búsetu
óskast til starfa á Háteigsvegi. Um er að
ræða 80—85% starf í vaktavinnu. Staðan
er laus frá 06.05.05 eða eftir nánara sam-
komulagi.
Hlutverk yfirþroskaþjálfa er fyrst og
fremst fólgið í því að sjá um innra fag-
legt starf, leiðbeina og styðja íbúa í dag-
legu lífi og leiðbeina starfsmönnum.
Hæfniskröfur:
Góð fagleg þekking
Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og
frumkvæði í starfi
Jákvætt hugarfar og færni í samskipt-
um og samvinnu
Þriggja ára starfsreynsla
Almenn tölvukunnátta
Boðið er upp á stuðning, ráðgjöf og regl-
uleg starfsmannasamtöl ásamt ágætri
starfsaðstöðu.
Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu fé-
lagsins fyrir 25. apríl.
Nánari upplýsingar veita Bryndís Jóns-
dóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma
551 0014 og 659 3958 og Erna Einars-
dóttir starfsmannastjóri í síma 551 5941.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum
Þroskaþjálfafélags Íslands og Styrktarfé-
lags vangefinna.