Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Yfirþroskaþjálfi á heimili fyrir börn Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa á heimili fyrir börn í Árlandi, Reykjavík. Yfirþroskaþjálfi þarf að ◆ taka þátt í sífelldri mótun og uppbyggingu á innra skipulagi heimilisins, ◆ vera staðgengill forstöðuþroskaþjálfa, ◆ geta unnið vaktavinnu, ◆ hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í samskiptum og samstarfi, ◆ hafa reynslu af starfsmannahaldi. Menntunarkröfur ◆ Þroskaþjálfapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Starfsreynsla ◆ Að lágmarki 3ja ára reynsla af starfi með fötluðum börnum. Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og Þroskaþjálfafélags Íslands. Skriflegar umsóknir ásamt lífsferilskrá berist til Freydísar Guð- mundsdóttur, forstöðuþroskaþjálfa, Árlandi 9, 108 Reykjavík, fyrir 2. maí 2005. Umsóknareyðublöð liggja frammi á SSR, Síðumúla 39, og á netinu, www.ssr.is . Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Nánari upplýsingar veita Freydís Guðmundsdóttir í síma 588 8088, netfang: freydis.gudmundsdottir@ssr.is og Guðný Anna Arnþórsdóttir, starfsmannastjóri SSR, netfang gudnya@ssr.is . Á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra er unnið í samræmi við ný samþykkta jafnréttisáætlun. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Tónlistarskólann á Akureyri Fiðlukennari 100% Óskað er eftir jákvæðum, skipulögðum, metnaðarfullum og hvetjandi einstaklingi í fiðlukennslu skv. aðferðarfræði Suzuki. Um er að ræða afleysingu til eins árs. Starfssvið: Kennsla á fiðlu í einkatímum, hóptímum og aðstoð inni í hljómsveitum. Frekari upplýsingar um starfið og skólann veita Kaldo Kiis, aðstoðarskólastjóri, og Helgi Þ. Svavarsson, skóla- stjóri, í síma 462 1788 eða 893 1788. Frekari upplýs- ingar um skólann má einnig nálgast á heimasíðu skól- ans www.tonak.is og á www.akureyri.is . Umsóknafrestur til 2. maí 2005. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Laus störf Sjóntækjafræ›ingur (4450) Óskum a› rá›a sjóntækjafræ›ing til starfa. Nau›synlegt a› vi›komandi hafi menntun til sjóntækja- og linsumælinga. Afgrei›sluma›ur (4451) Óskum a› rá›a afgrei›slumann til starfa í gleraugnaverslun. Reynsla í afgrei›slustörfum er æskileg. Númer starfanna eru 4450 og 4451. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 23. apríl nk. Uppl‡singar veita fiórir fiorvar›arson og Gu›n‡ Sævinsdóttir. Netföng: thorir@hagvangur.is gudny@hagvangur.is - vi› rá›um Tannlæknastofa Aðstoðarmaður óskast á tannlæknastofu. Um er að ræða 75% starf seinni hluta dags. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Morgun- blaðsins eða í box@mbl.is merkt: „T - 17000“. Bílamálari óskast Óskum að ráða bílamálara eða aðstoðarmann. Leitum að metnaðarfullum, vandvirkum ein- staklingi sem skilar góðu handverki. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 567 8686. Ert þú vélstjóri? Viltu koma í land? Jarðvélar ehf. óska eftir að ráða sem fyrst vana vélstjóra til að starfa við viðhald á sívaxandi tækjaflota fyrirtækisins. Um er að ræða hefðbundin viðhaldsstörf á nýlegum beltagröf- um, jarðýtum og fleiri tækjum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Jarð- véla í síma 564 6980, eða fyllið út umsóknareyðu- blað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is Bakkabraut 14, 200 Reykjavík. Ræstingastörf Vantar starfskraft sem fyrst í hálft starf fyrir hádegi við ræstingar á gistiheimili í miðbæn- um. Mjög góð laun og góður andi á vinnu- staðnum. Nánari upplýsingar í síma 861 1836. Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is EKKI hefur mikið breyst til hins betra á sænskum vinnumarkaði ef marka má skýrslu sænsku vinnu- málastofnunarinnar, AMS, um þró- un vinnumarkaðar í marsmánuði. Þar kemur fram að störfum í boði fækki en að á sama tíma fjölgi upp- sögnum en þó er tekið fram að hér sé um tímabundna þróun að ræða sem skýrist af því að búið er að ráða í flest sumarstörf, sem fækkar á milli ára, og að sænski herinn hefur verið að segja upp fólki vegna nið- urskurðar. Alls fækkaði störfum um 4 þúsund á milli ára en uppsögnum fjölgaði um 2.700 á milli ára. Alls voru 231 þúsund manns á at- vinnuleysisskrá í lok mars og sam- svarar það 5,3% af mannafla á vinnumarkaði. Þar með fækkar skráðum atvinnulausum um 3 þús- und, 0,1%, frá mars 2004 og um 9 þúsund, 0,2%, frá því í febrúar á þessu ári. Reuters Atvinnuleysi minnkar í Svíþjóð GISTINÆTUR á hótelum hér á landi voru um 2,5% fleiri í febrúarmánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Hag- stofu Íslands. Samtals voru gistinætur á hót- elum í febrúar í ár um 55 þús- und talsins. Þar af voru gisti- nætur Íslendinga rúmlega 17 þúsund og fjölgaði um rúmlega 15%. Gistinóttum útlendinga fækkaði hins vegar um 2,4% frá fyrra ári, en gistinóttum útlend- inga í febrúar hafði fjölgað allt frá árinu 1997. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að hugsanlegt sé að hátt gengi krónunnar skýri samdrátt í gistinóttum út- lendinga. Hátt gengi dragi veru- lega úr samkeppnishæfni ís- lenskrar ferðaþjónustu. Þó verði að hafa þann fyrirvara á að mæling Hagstofunnar nái ein- göngu til hótela sem opin séu allt árið og að ekki séu mældar gistinætur á gistiheimilum. Mögulega hafi því orðið tilfærsla frá hótelum til gistiheimila sem einnig mætti rekja til hækkunar á gengi krónunnar. Gistinóttum á hótelum fjölgar Hótel Búðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.