Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 14

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Bolungarvíkurkaupstaður Markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir markaðs- fulltrúa til að vinna að átaksverkefnum í atvinnu-, ferða-, og menningarmálum fyrir kaupstaðinn. Til að byrja með verður um tímabundna ráðn- ingu að ræða í 4 mánuði en hugsanlega mögu- leiki á framhaldi reynist verkefnið skila tilætluðum árangri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík í síðasta lagi mánudaginn 25. apríl 2005. Nánari upplýsingar veitir Einar Pétursson bæjar- stjóri í síma 450 7000. Vélamenn, meiraprófsbílstjórar og verkamenn Vegna mikilla verkefna viljum við ráða véla- menn, meiraprófsbílstjóra og verkamenn til starfa sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Jarð- véla í síma 564 6980 eða fyllið út umsóknareyðu- blað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is Bakkabraut 14, 200 Reykjavík. Þvottahús - efnalaug óskar eftir starfsfólki. Þjónustulund og góð framkoma skilyrði. Góð laun í boði. Upplýsingar veitir Björn í síma 899 5968. Ræstingastörf Vantar starfskraft sem fyrst í hálft starf fyrir hádegi við ræstingar á gistiheimili í miðbæn- um. Mjög góð laun og góður andi á vinnu- staðnum. Nánari upplýsingar í síma 861 1836. Toppfiskur ehf. Toppfiskur ehf. óskar eftir vélvirkja/vélstjóra, með góða tölvu- og rafmagnskunnáttu, til þess að sjá um vélar og viðhald hjá fyrirtækinu. Umsóknareyðublöð á toppfiskur.is Stuðningsfulltrúar Óskað er eftir stuðningsfulltrúum í hlutastöður og fullar stöð- ur á heimili fyrir fólk með einhverfu í Breiðholti, Reykjavík. Um er að ræða áhugaverð, lærdómsrík og krefjandi störf í vakta- vinnu og er um fjölbreytta vaktamöguleika að ræða. Á heimil- inu er unnið eftir TEACCH þjónustukerfi. Táknmálskunnátta er æskilegt en ekki nauðsynleg. Skipulögð aðlögun er fyrir nýtt starfsfólk undir handleiðslu fagfólks. Vegna samsetningar starfsmannahópsins eru karlmenn sér- staklega hvattir til að sækja um. Upplýsingar veita Margrét Steiney Guðnadóttir, forstöðumað- ur, í síma 561 1180, netfang: margret.s.gudnadottir@ssr.is og Guðný Anna Arnþórsdóttir, sími 895 2388, gudnya@ssr.is . Frekari upplýsingar um SSR er að finna á heimasíðunni www.ssr.is . Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og S.F.R. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2005. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni, Síðu- múla 39, og á fyrrnefndri heimasíðu SSR Á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra er unnið í samræmi við ný samþykkta jafnréttisáætlun. Kennarar Við Varmahlíðarskóla í Skagafirði eru laus- ar eftirgreindar kennarastöður næsta skólaár; Staða bekkjarkennara til að kenna á yngsta stigi og/eða miðstigi. Staða íþróttakennara til að kenna öllum nem- endum skólans. Upplýsingar um skólann er að finna á slóðinni www.varmahlidarskoli.is og allar nánari upp- lýsingar gefur skólastjóri, Páll Dagbjartsson, í síma 453 8225 og 861 8815. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra fyrir 15. maí. Skólastjóri Varmahlíðarskóla. Löglærður fulltrúi Lögmenn Höfðabakka leita eftir löglærðum fulltrúa til starfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi hdl-réttindi og reynslu af verkefnum tengd- um fyrirtækjalögfræði og fjármunarétti, sér- staklega á sviði verðbréfa- og skaðabótaréttar. Umsóknir skulu berast Lögmönnum Höfða- bakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, b/t Þórðar Bogasonar, eigi síðar en mánudaginn 2. maí 2005. Farið verður með umsóknir sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar veitir Þórður í síma 587 1286. Lögmenn Höfðabakka, Hreinn Loftsson hrl. Þórður Bogason hdl. „FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. efnir til forvals verktaka fyrir lokað útboð vegna stækkunar og breytinga í svokallaðri norðurbygg- ingu flugstöðvarinnar (sem er hin upprunalega flugstöð). Flugstöðvar- byggingin verður stækkuð til suð- urs um 5.000 fermetra og skipulagi á 2. hæð verður jafnframt breytt svo mikið að líkja má við umbylt- ingu. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní næstkomandi og því ljúki 1. júní 2006. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er 4,5 milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir því að hefja þessar framkvæmdir ekki fyrr en í haust og að ljúka þeim vet- urinn 2006/2007. Veruleg fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli gerir það aðkallandi að flýta framkvæmd- um verulega, en gert er ráð fyrir að ný og breytt flugstöð verði tekin í gagnið áður en annatími sumarsins 2006 hefst,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. „Allt húsrými á 2. hæð verður lagt undir verslun og þjónustu við farþega. Við skipulagsbreytinguna þar, og stækkun norðurbyggingar til suðurs, tvöfaldast verslunar- og þjónusturýmið og verður 7.700 fer- metrar í stað 3.600 fermetra nú. Samhliða þessu verður rekstrarað- ilum fjölgað,“ segir jafnframt í fréttatilkynningunni.. Stækkun flugstöðvar verður flýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.