Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.03.1955, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 21.03.1955, Blaðsíða 4
1 MÁNUDAGSBLAÐIÐ MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. BUSið kemur út á mánudögum. — Vetð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjamarg. 39. — Sími ritstj. 3496. Prentsmufja Þjóðviljans b.f. BúsetuákvæSi um þing- 1 menn í Framhald af 1. síðu. 1 að akandi í lúxusbílum einu [ sinni á ári og eru blíðir í ! máli við fólkið á bæjimiun, | sem þeir vita ekki hvað ! heita. Þeir bjóða því að | finna sig ef það skyldi ein- 1 hvemtíma koma til höfuð- staðarins. Og þeir taka vel á móti þeim fáu sveitakörl- [ um, sem hafa kjark í sér til ] að taka á móti boðinu, þó ] að þingmannsfrúrnar fussi og sveii yfir þessum körl- 1 um um leið og þeir eru 1 komnir út úr dyrunum. Eg | heyrði einu sinni fyrrver- ] andi vinnukonu hjá slík- | um þingmannshjónum lýsa ! þessu á skemmtilegan og í áhrifamikinn hátt. Þing- ] maðurinn hafði boðið ] tvéimur bændum úr kjör- ] dæmi sínu til hádegisverð- ar og brosti eins og sól til þeirra yfir borðrnn og þá frúin ekki síður. Hún var skrafhreyfin við bændurna og spurði þá um árferði í sveitinni, kýr, kindur og böm þeirra. Og bændumir virtust stórhrifnir af því, hve frúin var alþýðleg og blátt áfram. En um leið og þeir höfðu kvatt, veltist þingmannsfrúin um af hlátri og var í marga daga á eftir að gera gys að klæðaburði bændanna, borðsiðum þeirra og hátt- um öllum. En vonandi hafa bændumir alls ekki frétt þetta, þó að vinnukonur á þingmannaheimilum gætu stundum verið hættulegar. Ólíkir heimar Þetta samband þing- manna og kjósenda þeirra, sem áreiðanlega er altítt, getur haft sínar spaugilegu hliðar, en í alvöru talað er þetta ekki það, sem alþýða manna skilur við lýðræði. Þessir þingmenn eru full- trúar kjördæma sinna að- eins í orði. í raun réttri lifa þeir í heimi, sem er gerólíkur heimi fólksins heima í kjördæminu. Slíkt samband þingmanna og kjósenda er vægast sagt andstyggilegt. Á ytra borð- inu er þingmaðurinn fullur af væminni smeðju gagn- vart kjósendum sínum, undir niðri fyrirlítur hann þá eins og ánamaðkana í garðinum sínum. Og þing- mannsfrúin, sem ætlar að bráðna eins og smjör af elskulegheitum framan í kjósendum mannsins síns, hermir ef tir skringilegheit- um þeirra í saumaklúbb sínum. Hverjir eru þingmennl Nú er ástandið það, að um helmingur þingmanna er Reykvíkingar, þótt Reykjavík kjósi aðeins 8 þingmenn. Þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag. Hitt er svo allt annað mál, að Reykjavík á að fá fleiri þingmenn fyrir sig, eins og hún á fullan rétt á sam- kvæmt íbúaf jölda. En svo á hún líka að láta hin kjör- dæmin í friði, og þar eiga kjósendur að velja þing- menn úr sínum hópi, en ekki atvinnupólitískusa og í ^Marz-heflfóerkomií úl Af hinu fjölbreytta efni þessa vinsæla heimilisrits, sem allir hafa beðið eftir, má m. a. nefna: Flugferðir til tunglsins hefjast árið 1964! — Þýzki vísindamaðurinn próf. dr. Wernerl von Braun, faðir V-vopnanna þýzku og núverandi eldflauga- sérfræðingur bandaríska hersins, hefur lagt fræðilegan grundvöll að geim- ferðalögum fra'mtíðarinnar. Við hittums við höfnina — hugnæm og hrífandi ástarsaga, sem allar stúlk- ur hafa ánægju af að lesa — Skyndileg ákvörðun — spennandi saga úr hversdagslífinu og óvænt mála- lok — ; James Mason — stutt æviágrip hins heimsfræga og sérkennilega skapgerð- arleikara, sem m.a. gat sér heimsfrægð með leik sínum í Rommelmyndinni, Átökin við afbrotalýðinn — viðureign Edgar Allan Poes við „Tyrkjann teflandi", og upphaf leynilögreglusögunnar — Hjónabandshamingja — þrátt fyrir mikinn aldursmun — lærdómsríkar frá- sagnir um heimsþekkt hjónabönd — Ráðgátur raunspekinnar — Heimkynni Abrahams — afstaða vísindanna til þjóðsagnararfleifðar Biblíunnar — Svarti dauði og bruninn rnikli í London 1665—1666 — sannsögulegar lýs- ingar en dapurlegar, af einhverri frægustu plágu, sem gengið hefur yfir Evrópu — Litlir dropar — mikil áhrif — staða smáskammtalækninganna í barátt- unni við sjúkdómana — Biblía stjórnlistarinnar — merkilegasta vísindarit um stríð og stjómmál — Gina Lollobrigida — helztu æviágrip hinnar ítölsku kynþokkagyðju — 36 síður! 13 greinar! 18 myndir! NÝTT úrval.fíytur fjölbreytt lestrárefni fyrir alla fjölskylduna — I---------------------------------...................................... Mánudagur 21. marz 1955 flokksskriffinna úr Reykja vík, sem undir niðri fyrir- líta fólk út um land af öllu hjarta. 1 rauninni þýð- ir þetta það, að þingmenn þjóðarinnar verða yfir- stétt, slitin úr öllinn tengsl- um við vinnandi fólk í land- inu. Þetta gildir ekki síður um hina svokölluðu verka- llýðsflokka en hina. Af 15 þingmönnum Sósíalista- flokksins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarnarflokksins, er ekki einn einasti hreinn verkamaður: flestir þing- menn þeirra eru embættis- menn eða atvinnustjóm- málamenn. Alþýðuflokkur- inn á einn þingmann, sem vinnur iðnaðarstarf eitt- hvert brot úr árinu. Sósíal- istaflokkurinn á tvo fyrr- verandi verkamenn og ann- ar þeirra að minnsta kosti hefur ekki snert á verka- mannavinnu í heilan ára- tug eða meir. Þjóðvamar- flokkurixm á engan f ulltrúa frá hinum vinnandi stétt- um. í öllum lýðræðislönd- um Evrópu eru %—% þingmanna sósíaldemó- kratiskra og kommúnist- iskra flokka starfandi verkamenn, en við erum nú svo miklu fínni en aðrar þjóðir. Fulltrúar verka- lýðsins hjá okkur mega ekki skíta sig út á líkam- legri vinnu. — Framsókn- arflokkurinn telur sig bændaflokk en af 16 þing- mönnum hans eru aðeins fjórir bændur — 25% af af þingflokknum. 1 bænda- flokkum nágrannaland- anna eru áreiðanlega 80— 90% af þingmönnum bænd ur; þar mundi ekki þýða að vera að bjóða bændum upp á hálaunaða embættismenn og flokksskriffinna. Sjálf- stæðisflokkurinn talar líka oft um bændaást sína, og hann á víða mikið fylgi í sveitum. Þó eru aðeins 3 af 21 þingmanni flokksins bændur, einn sjöundi. Af 52 þingmönnum eru aðeins 7 bændur og kannski lVi iy2 verkamaður, eftir því hvernig það er tekið. Hinar Nifennandi stéttir landsins eiga sem sagt 8—9 full- trúa á þingi eða Ve af þing- heimi. Hitt eru allt saman menn, sem koma ekki nærri nærri neinni líkamlegri vinnu, jafnt hvort þeir telja sig fulltrúa verka- manna eðá ekki. Alþingi má heita slitið úr öllum tengslum við hið vinnandi fólk í landinu. Takmarkalaus ósvífni Ósvífni stjórnmálaflokk- anna í sambandi við fram- boð eru lítil takmörk sett. Sjálfstæðisflokkurinn bauð bændum í Austur-Skafta- fellssýslu upp á útgerðar- mann úr Reykjavík. Fram- nú er búsettur í Reykjavík. Alþýðuflokkurinn sendi Norður-Þingeyingum lög- regluþjón úr Keflavik. Og Sósíalistaflokkurinn hefur hvað eftir annað boðið Ár- nesingum í efsta sæti vest- firskan skrifstofumann, sem lengi hefm’ verið bú- settur í Reykjavík. Þjóð- varnarflokkurinn sendi reykvíska skrifstofumenn út um öll annes til fram- boða. Bafamerki Sem betur fer eru farin að sjást merki þess, að fólkinu úti á Iandi er farið að ofbjóða, þó að það sé furðu seinþreytt til vand- ræða. Það er almælt, að Sjálfstæðismenn á Snæ- fellsnesi og í Ámessýslu hafi risið upp til andmæla er flokksstjómin ætlaði að þvinga upp á þá reykvísk- um flokkssnata. Þeir fylktu sér rnn gegna menn úr kjördæminu sjálfu, Sig- urðuna tvo, sem þekkja sín kjördæmi til hlítar. Og Dalamenn néituðu að taka við fjármálamanni úr Reykjavík, sem Framsókn- arskrifstofan ætlaði að senda þeim til þingmanns, og fylkti sér um myndar- bóndann í Ásgarði. Og hreyfinga í svipaða átt hef- ur orðið vart í fleiri kjör- dæmum, það er að vakna heilbrigður lókalpatrio- ismi ,sem rís gegn skrif- finnskuvaldi flokkanna í Reykjavík. Kosfar baráffu ’ En það kostar áreiðan- lega harða baráttu að kippa þessu í Iag; skrif- finnskubákn og aumleg snatahjörð allra flokka mun berjast með hnúum og hnefum gegn öllum umbót- um á þessu sviði. Það eru til í Reykjavík hundruð lít- illa ómerkilegra og mont- inna flokkssnata, sem dreymir um það í hugarins leynum að vei’ða þingmenn, að flokksstjómimar þvingi þá upp á einhver útkjálka- kjördæmi. Og þessi.félaga hjörð er valdamikil í innstu hringum f lokkanna, því má ekki gleyma. Leiðrétting á þessu ófremdarástandi ástandi fæst aldrei, nema fólkið út um land, hvert í símnn flokki, rísi upp og segi nei. Hræðsla við alvar- legan atkvæðamissi er hið eina, sem flokksstjómirnar skilja. Annars finnst þeim, að þær geti ráðstafað f lokksfólkinu eins og sauða hjörð, sem leidd er til slátr- unar. Krafan hlýtur að vera sú, að engin geti boðið sig fram í kjördæmi, nema vera þar þúsettur. Með því einu móti getúr Alþingi sóknarflokkurinn bauð Ey- orðið það, .sem það á að firðingum hálaunaðann lög vera, spegilmynd hins fræðing, austfirskan, sem vinnandi fólks um land allt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.