Mánudagsblaðið - 21.03.1955, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudaguf 21. marz 1955
Augu frú Murrays hvörfl-
uðu út á grasflötinn, og hún
sat hugsi í nokkurn tíma; því
næst lagði hún höndina á
höfuð einstæðingsins og
sagði:
„Barn, viltú fela framtíð
þína og menntun í mínar
hendur? Eg á ekki við, að ég
ætli að kenna þér — langt frá
því — en ég ætla að láta þig
njóta fyllstu menntunar, svo
að þegar þú ert orðin fullorð-
in geturðu unnið f yrir þér með
kennslu. Eg á enga dóttur -
missti hana þegar hún var
barn; en ég gæti ekki hafa
horft á hana fara að vinna í
verksmiðju, og þar sem þú
minnir mig á hana, vil ég ekki
leyfa þér að fara þangað. Eg
skal hugsa um þig og mennta
þig — sjá svo um að þú fáir
allt, sem þú þarfnast ef þú
vilt að ég stjórni þér og ráð
leggi“.
„Þakka þér fyrir; þakka
þér kærlega frú. Eg er voða-
lega þakklát og ég skal reyna
að sýna að ég sé þess verð,
ef ég má vera hér — en með
einum skilmála."
„Hver er hann?“
„Sá, að þegar ég get borgað
þér það aftur, þá takirðu við
peningum sem fötin og mennt
un mín kostá þig.“
Frú Murray hló og strauk
silkimjúkt hár sitt.
„Hvar fékkstu þetta mikla
stolt? Borga mér, ja svei.
Litli fátæklingurinn minn —
ha — ha — ha. Jæja, hvað
um það, þú mátt gera það,
þegar þú getur; en sá tími er
nú fremur langt undan enn
sem komið er. Nú skaltu bara
hætta að harma fortíðina og
leggja alla stund á að öðlast
bata og mennta þig. Þessu
máli er nú ráðið til lykta og
ég vona að þú verðir ham-
ingjusömu, takir réttum fram
förum og notfærir þér tæki-
færið, sem ég gef þér.“
Edna lagði aðra hvítu hönd-
ina sína að munni sér og taut-
aði:
„Þakka þér kærlega
þakka þérfyrir.Þúskaltaldrei
þurfa að sjá eftir góðsemi
þinni; og óskir þínar skulu
alltaf vera mér leiðbeining.“
„Það er prýðilegt. Eg skal
muna þetta loforð,.og vona að
—A
A. J. EVANS WILSON:
FKAMHALDSSAGA
» E D N A «
ekki komi til þess, að ég þurfi
að minna þig á það. Eg þori
að fullyrða að okkur muni
koma prýðilega saman. Þakk-
aðu mér ekki meira, og héðan
í frá skulum við ekkert á
þetta minnast."
Frú Murray beygði sig, og í
fyrsta skipti kyssti hún föla
ennið; Ednu langaði að faðma
hana að sér, en virðuleiki
hennar aftraði henni frá því.
Áður en hún gat svarað og
í sama mund og frú Murray
var á leið til dyranna, hentust
þær upp og maður gekk inn
í herbergið. Þegar hann sá
Ednu, nam hann skyndilega
staðar, missti veiðidót á gólfið
og sagði kuldálega:------
„Hvern and..... á þetta að
þýða?“
„Sonur minn. Eg er svo
fegin að þú ert kominn heim
aftur. Eg var farin að verða
óróleg vegna þess hve lengi
þú hefur verið í burtu. Þetta
er ein af þeim sem slösuðust
í þessu ægilega járnbrautar-
slysrr nágrennið er allt fullt
af slösuðu fólki. Komdu inn
í herbergið mitt. Hvenær
komstu?
Edna var gripin einhverri
sársaukafullri tilfinningu,
einhverjum yfirvofandi ótta,
hugboð um að verða veik
gagntók hana alla. Þetta var
sonur vinkonu hennar, og að
sjá hann í fyrsta sinn fyllti
hana einhverjum hryllingi,
sterkri andúð, sem hún gat
ekki skilið. Hann var hávax-
inn, þróttmikill maður, ekki
beint ungur, og alls ekki
gamall; sérkennilegur í útliti,
fullorðinn um aldur fram, og
þótt ekki eitt einasta hvítt
hár sæist í þykku brúnu, lið-
uðu hári hans, þá voru djúp-
ar hrukkur í svip hans á háu,
brúnamiklu enninu. Föt hans
voru sýnilega úr dýru efni,
enn illa með farin, og rauði
bletturinn á jakkan 'hans
sýndi, að veiðiferð hans hafði
ekki verið árangurslaus. Hann
bar stráhatt . á höfði með
breiðum svörtum borða, og
stígvél hans og sporar voru
blaut og skítug.
Hvað var það í fari þessa
manns, sem minnti Ednu á
orð afa hennar: „Hann var
ruddalegur, spilltur, guðlaus
maður.“ Hún hafði ekki séð
andlit gestsins greinilega þeg
ar hann kom í búðina, og eitt-
hvað í ósvífinni og óþolin-
móðri röddinni, í hinum hröðu
og hörðu skrefum, minntu
hana á það augnablik. Hún
var að hugsa um þetta þegar
raddir úr næsta herbergi
vöktu athygli hennar.
„Ef þú værir ekki móðir
mín, mundi ég segja að þú
værir tilvonandi sjúklingur á
fávitahæli. Aumkvaðist þú
yfir hana, skárra er það nú.
Eg er viss um að eftir nokkr-
ar vikur verður þú enn aum-
ari yfir að hafa tekið við
henni. Eg held, að þú með
þína þekkingu á heiminum og
íbúum hans, myndir ekki tak-
ast á hendur slíkt æfintýri.
Einhvern morguninn. þegar
þú kemur á fætur, þá kemst
þú að því að þessi dýrmæti
skjólstæðingur þinn er horf-
inn — og eins silfurhnífarnir
þínir, gafflarnir, gimsteinarn-
ir og gullskeiðarnar".
Edna fann blóð sitt hlaupa
fram í kinnarnar, og þar sem
hún gat ekki gengið hjálpar-
laust á brott, þá vildi hún ekki
hlusta á samtal, sem ekki var
ætlað eyrum hennar, svo hún
hóstaði hátt nokkrum sinnum
til þess að vekja eftirtekt
þeirra, sem töluðu saman —
en sýnilega árangurslaust, því
rödd sonarins reis enn einu
sinni yfir lágan málróm mðð-
urinnar:
„Þvílíkt bull. Þú segir að
hún sé ráðvönd — guð hjálpi
mér .Eg vil veðja , að úrið
mitt er ekki öruggt í vasa
mímun, og ég verð að sofa
með lyklana að hirzlum mín-
um á keðju um hálsinn á mér.
Parísarlögreglan myndi ekki
einu sinni þora að vátryggja
dýrgripi okkar. Guð komi til
áð þessi dásemdarfugl þinn
hlaupi ekki á brott með dýr-
ustu gripi mína. Ráðvönd —
bull — Edna — nafnið —.
Það er augljóst að siðgæði
hennar er af sama toga
spunnið og þetta óekta nafn.
Segðu mér ekkert um það, að
forlögin hafi sent þér hana
— nema þú ætlir mér að segja
þér eitthvað, eins og þú oft
hefur svarað mér að „hryggi
þig stórlega."
„St. Elmo — sonur minn,
lofaðu mér því, að gera ekki
skop að trú hennar; ekki þeg-
ar hún er við, að minnsta
kosti,“ sagði móðirin.
Eina svarið sem Edna
heyrði var háðslegur, rudda-
legur hlátur um leið og hún
grúfði sig niður í gluggasill-
una og stakk fingrunum í
eyrun.
Réttí þessu kom Hagar inn
og lyfti henni á legubekkinn,
og þegar hún sá svipinn á
andliti stúlkunnar, tók hún
um púls hennar og spurði:
„Hvað hefur komið fyrir
barnið mitt? Þér er heitt í
framan. Þú hefur setið uppi
of lengi. Kom maðurinn hing-
að inn fyrir skömmu?"
„Já, sonur frú Murray“.
„Sagði Ellen — það er hús-
móðir mín — að þú ættir að
búa hér, og mennta þig ?“
„Já, hún bauðst til að hugsa
um mig í nokkur ár.“
„Það er gott, að því er kom-
ið í kring — svo þú getir verið
um kyrrt. Þú getur orðið mik-
ið lán fyrir Ellen, ef þú reynir
að gera eins og henni þókn-
ast.“
Hún hætti að tala og tók til
óspilltra málanna að gera í
stand í herberginu, og Edna,
sem minntist þess, að frú
Murray hafði beðið hana að
forðast óþarfa samtal við
þjónustufólkið, sneri sér til
veggjar og lokaði augunum.
(En í þetta skipti var hin
venjulega þögn Hagar rofin,
og um leið og hún beygði sig
yfir legubekkinn, sagði hún
fljótt:
„Hlustaðu á mig bam, því
ég kann vel við framkomu
þína, og vil gjarna aðvara
þig; þú ert ókunn hér í hús-
um og gætir vel komizt í vand-
ræði. Hvað sem þú gerir, þá
passaðu þig að gera ekki á
hlut hr. St. Elmos. Fyrir alla
muni, bamið mitt, ekki rífast
við hann. Allir hræðast hann
og láta undan honum, og það
verður þú líka að gera. Eg ól
hjann ,upp, og vildi heldur
stinga höfðin í ljónsgin, en
æsa hann upp; og guð veit, að
ég óskaði að hann hefði dáið
þegar hann var barn, í stað
þess að verða að hinum synd-
uga, bölvaða djöfli, sem hann
er orðinn. Eg er ekki gefin
fyrir að tala, en taktu eftir
því sem ég segi, því að það er
þér til góðs. Ef þú vilt frið,
þá skiptu þér ekki af honum.“
Hún fór skyndilega úr her-
berginu, og munaðarleysing-
inn lá eftir á legubekknum í
ljósaskiptunum, rugluð, döpur
og hugsaði um það hversu
hún gæti bezt hagað seglum
í þessu húsi, sem örlögin
höfðu sett hana í.
Edna kynnisl 5f. Elmo
Þegar frá leið gat Edna
hreyft sig úr herberginu á
hækjum og skoðað sig um í
húsinu, og með hverjum deg-
inum virtist henni það
falllegra.
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■
BIFREIÐ
AÐEINS 10 KR
Hver eignast happdrættisbíl Krabbameinsfélags Reykjavíkur?
Dregið verður 25. maí næstkomandi
Vinningur
Vinningur
CHEVROLET-bifreið, 6 manna, gerð 1955. — Verðmceíi ca. 82 púsund krónur.
A9MÐTSALA:
Skrifstofa félagsins i Bláðbankanum við Bárónsstígi
****************■■■■■■■■■■•■■■•■•■■■ ■■■■■■■••■•■■•■•••••■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■•■■■••■■■■■■■•••••■•■■■■■••■#■■•■■•■•■•
%
lA