Mánudagsblaðið - 21.03.1955, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAÐ
rrNú sigla ..." - Hatborð Kjarvals - Kaninn
hennar mömmu - Júpiter hlær - Ný framhalds-
saga
Um fátt hefur verið meira rætt en Ragnai's Blöndals
málið og endalok þess. Ólafur Þorgrínisson lögfræðing-
ur mun hafa átt drýgstan þátt í að greiða lánveitend-
um Gunnars Hall um það bil 60% af upphæðum þeim
er lánaðar voru. Var mannmargt á skrifstofu Ólafs
þegar lánin voru greidd og eftir að allt var klappað
og klárt gengu lánveitendur á brott.
Rétt um það bil er þeir voru að fara út um dymar,
kallaði Ólafur í hvern sérstaklega, fékk þeim nótna-4
blað og bað þá eiga. Nóturnar voru, þegar betur var
að gáð, útsetning lagsins „Nú sigla svörtu skipin“ eftir
Karl Run., sem Ólafin’ sjálfur gaf út.
Jóhannes Kjar\'al er mesti höfðingi eins og kunnugt
er. Einu sinni bauð Kjaival nokkrum kunningjum
sínum til veizlu að Hótel Borg og var aðalrétturinn
rjúpur. Gerðu gestir sér gott af réttunum, en þegar
máltíðin var um garð gengin stóð Kjarval upp og
mælti til gesta sinna.
,,Væri nú ekki rétt, kæru félagar, að við stæðum
nú allir upp og syngjum: „Hvar eru fuglar1*.
★-------------------
Afgreiðslufólk í matarbúð í Vesturbænum tók eftir
því, að smátelpa kom á hverjmn morgni í búðina og
keypti kjöt. Búðarfólki þótti þetta dálítið einkennilegt
og morgun einn er telpan kom, spurði afgreiðslumað-
urinn:
„Ertu að kaupa kjöt handa honum pabba þínum ?“
„Nei“, svaraði telpan, „hann pabbi er úti á sjó, en
eg er að kaupa það handa kananum hennar mömmu“.
[ *---------------------------------------------------------
Leikritið Júpiter hlær eftir A. J. Cronin, sem flutt
var í ríkisútvarpið og endurtekið síðan, er eitt með
beztu verkum sem heyrzt hafa á þessum vetri. Fór þar
saman prýðileg leikstjórn Ævars Kvaran, leikur hans
og flestra meðleikenda hans og ágæt upptaka. Vænta
hlustendur þess fastlega, að útvarpið feli Ævari fleiri
verkefni af þessari tegund, því sýnilegt er, að hann
kann vel til verks og er mjög vandvirkur.
I síðasta tölublaði Mánudagsblaðsins hófst ný fram-
haldssaga, sem nefnist Edna. Fjallar sagan um unga
stúlku og ástaræfintýri hennar. Saga þessi mun á-
reiðanlega vekja mikla athygli, enda hafa framhalds-
sögur blaðsins náð feikna miklum vinsældum meðal
lesenda. Fylgist með.
Hvað á að gera í kröld?
SUNNUDAG
Kvikmyndahús:
Gamla Bíó: Fljóttekinn gróði. Jane Russel. Ki. 5, 7 og'9.
Nýja Bíó: Othello. Kl. 9. Rússneski cirkusinn kl. 5 og 7.
Tjarnarbíó: Erfðaskrá hershöfðingjans. Arlene Dahl. —
Kl. 5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó: Bæklaða stúlkan. Jane Wyman. 5, 7 og 9.
Stjörnubíó: Launsátur. Alexander Knox. Kl. 5 og 9. Lífið
kallar kl. 7.
Hafnarbíó: Ógnvaldurinn. Kl. 5, 7 og 9.
Trípolíbíó: Snjallir krakkar. Sabine Eggerth. Kl. 5, 7 og 9.
Leikhús:
Þjóðleikliúsið: Ætlar konan að deyja? Antigona kl. 20.
Iðnó: Frænka Charleys. Árni Tryggvason. KI. 20.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ.
AUsherjar-
rannsókn
Framhald af 1. síðu.
hafa háar tekjur skipa ekld
þann sess í skattskránni og
þeim er „samboðinn11 og eru
l>ar á meðal bæði stór fyrir-
tæki og einstaklingar.
Þekkl nöfn
Blað kommúnista reið á
vaðið s.l. laugardag og birti
nöfn ýmissa þekktra lögfræð-
inga í sambandi \ið það að
skattstjóri hafi látið taka bók
hald þeirra. Eru þar á meðal
nöfn hæstaréttarlögmanna og
önnur minni nöfn, en öll vel
kunn. Nokkru áður hafði
Ur ítölsku kvikmyndinni „París er alltaf París11 sem Bæjar-
bíó í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir.
Stórkostleg hrifning á tónleikum
Þjóðviljinn ráðizt á héraðs-
dómslögmaun og talið hann
lepp fyrir „fína menn“ enda
næmu lán lians til Ragnars
Blöndals h.f. nær 1 milljón
króna. Nú hafa fleiri lögfræð-1
ingar orðið fyrir ádeilu blaðs-1
ins og vart má ætla annað en
einhverra svara af þeirra
liálfu sé að vænta. Skattstjóri,1
samkvæmt upplýsingum Þjóð
\1íjans, vill engar upplýsing-j
ar gefa imi Jætta mál að svo
stöddu, en segir aðeins, að
svona skjTidiheimsóknir séu
tíðar.
Hitt er svo á allra \itorði,
að heimsóknir þessar eru í
sambandi \ið hið mikla
hneykslismál, sem nú er áj
döfinni, þar sem þeir eru
heimsóttir, sem einmitt eru
bendlaðir við f jármál verzlun-j
arinnar. Eins og málið horfir.
nú \ið getur hið opinbera vart
annað gert, en látið nák\ æma
rannsókn fara fram í sam-
bandi \ið allt þetta mál.
Hví er jsagai...
Framhald af 1. síðu.
upplýsingar fást frá réttum
aðilum þ. e. . s. lögreglunni.
Erlend blöð aðvara fólk alltaf,
ef svona menn ganga lausir
eða fremja slíka glæpi. ís-
lenzk blöð þegja — af hverju
er oss ómögulegt að segja.
Tónika
Plötufyrirtækið Tónika
efndi til hljómleika í Austur-
bæjarbíói síðastl. miðvikudag
og kom þar fram fjöldi
skemmtikrafta.
Hljómsveit Gunnars Orms-
lev hóf hljómleikana með einu
lagi og sýndi Gunnar og fé-
lagar hans enn einu sinni, að
þeir standa ekkert að baki
þeim erlendu jazzsnillingum
er heimsótt hafa Island und-
anfarin ár.
Fyrsta söngatriðið var
Öskubuskur. Þær simgu nokk
ur ný skemmtileg lög, sem
nutu sín mjög vel í hinni
fáguðu meðferð þeirra, eru
þær í hópi allra beztu
skemmtiatriða okkar.
Ragnar Bjarnason kom
næst á eftir öskubuskum,
hann er fyrst og f remst þekkt
ur fyrir dægurlagasöng á
hljómplötum, en hann sýndi
á hljómleikum þessum að
hann ræður yfir sviðstækni,
framkoman og söngurinn 1.
flokks. Gestur Þorgrímsson
skemmti fólki með hinum
fjölbreyttu gamanvísum og
eftirhermum sínum, er hann
alltaf í framför. Torfi Tóm-
asson var kynntur sem ný
dæguriagastjama, ef til vill
full sterkt að orði komizt, en
hann gerði margt laglega og á
eflaust eftir að koma mikið
oftar fram sem dægurlaga-
söngvari.
Hjálmar Gíslason var fyrsta
atriði eftir hlé og ætlaði hann
aldrei að komast af sviðinu
svo mikil var hrifningin.. —
öskubuskur ásamt Gunnari
Egils og Bimi R. Einarssyni
á skemmtun Tónika.
Ragnar Bjamason og Sigrún
Jónsdóttir í einu atriðanna.
Hann er ekki aðeins fyrsta
flokks gamanvísnasöngvari
heldur og mjög góður að
herma eftir ýmsum kunnum
mönnum. '
Leiksystur frá Húsavík
áttu upphaflega að vera þrjár
en urðu ekki nema tvær sök-
um veikinda þeirrar þriðju.
Tókst þeim tveimur, sem' eru
reyndar systur, mjög vel í
söng sínum, og hafa fá söng-
atriði gert betur er þau koma
fram í fyrsta sinn. Leikur
ekki nokkur vafi á, að söng-
ur þeirra á eftir að heyrast
á mörgum skemmtunum í
framtíðinni.
Björn R. Einarsson söng 2
lög einn og þrjú lög með
Gunnari Egils og og tókst það
engu síður vel en söngur
þeirra annarra er þarna lcomu
fram. Öskubuskur ráku svo
lestina með þremur lögum og
tóku áheyrendur undir við-
lagið í síðasta lagi þeirra. —
Hefði sá söngur mátt vera al-
mennari. Skemmtun þessi
tókst, eins og að framan grein
ir, í all staði mjög vel, hún
gekk fljótt og vel fyrir sig og
má að sínu leyti þakka Svav-
ari Gests sem kynnti atrið-
in af mikilli röggsemi. Var
skemmtunin öllum þeim, er
þarna komu fram og ekki
sízt Tónika, til hins mesta
sóma.
Ól. St.
Hversvegna voru embætt-
ismenn að gera lögtak í
R—10 fyirr skönunu? Er
eigandinn ekki góður fyrir
svona smáupphæð?