Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.05.1955, Page 5

Mánudagsblaðið - 09.05.1955, Page 5
Mánudagur 9. maí 1955 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 9 SMÁSAGA MÁNUDAGSBLAÐSINS: v KYSSTU MIG AFTUR Hún sneri sér burt, opnaði útidymar, hljóp upp stigann og lokaði sig ixmi í einveru herbergisins síns. Hjartað í henni sló svo ákaft, að hana verkjaði fyrir brjóstinu. Henni fannst umheimurinn, er hún gróf andlitið í kodd- ann, vera orðinn sundurtætt- ur. Hvei-s vegna? Ó, hvers vegna gerði ég það? Hvers vegna neitaði ég honum um fyrsta kossinn? Þau höfðu staðið þarna við hliðið, hátt höfuðið á honum skyggði á götuljósið, og and- litið á honum var hulið í dimmunni. Hún sá aftur, að vaxtarlagið á honum var ekki kraftalegt, aðeins mjúkur styrkleiki hvíldi yfir því. Það hefur verið dásamlegt, Jan. Ógleymanlegur dagur, sagði hún blíðlega og hugsaði hve mikill sannleikur var í því. Friðsælt og ljúft og hann hafði veiúð hugulsemin sjálf, frá því að hann fyrst lét piparmintupokann í kjöltu hennar í strætisvagninum. Á 20 km langri leiðinni til Clevedon hafði ákafi hans sjálfs verið smitandi, er hann benti henni á yndislegar rós- irnar sem dönsuðu fyrir þýð- um marzvindinum undir f uru- trjánum. Og svo litli veitingastaður- inn, þar sem þau höfðu borð- að skonrok og súkkulaði, og horft yfir hryssingslegt hafið og hlustað á músikkina í út- varpinu. Hún hafði aldrei haldið, að þegar hún yrði ást- fanginu í annað sinn yrði það í manni eins og Jan sem var svo alls kostar ólíkur Mike. Eftir tedrykkju höfðu þau gengið gegnum skóginn og leitað sér að f jólum, af því að Jan vildi, að hún hefði hvítar f jólur í hnappagatinu — en það var of snemmt. „Næsta sunnudag," haf ði hann muldr- að, „verða þær komnar í blóma.“ „Eg er fegin, að þér þótti gaman . . . . “ Rödd hans hafði rofið hugsanir hennar, og — svo skyndilega, að hún hafði ekki getað áttað sig, því að þetta. var í fjórða skiptið, sem hún hafði verið úti með Jan og hann hafði aldrei kysst hana — þá steig hann fram og dró hana ástríðulega að sér. Ef hún hefði haft augna- blik til umhugsunar hefði hún aldrei snúið munninum frá eins og hún gerði. Hún heyrði hann draga and- ann snöggt og undrandi og aftur hafði munnur hans leit- að hennar. I þetta skipti lof- aði hún honum að kyssa sig — en á harðlokaðar varir. Svo hafði hún losað sig með brennandi kinnar úr fangi hans. „Jill . . ?“ Undrandi spurn- ingin hrökk frá honum, þar sem þau stóðu, vandræðaleg í návist hvors annars. Andlitið á Jan hafði orðið sviplaust eins og veggur. „Fyrirgefðu“, sagði hann. „Ég hélt .. ég ætlaði ekki .. bless, Jill“. Hann stikaði burt í skyndi. „Jan!“ kallaði hún á eftir honum. „Jan..!“ Jafnvel í dimmunni gat hún séð hið ein- manalega stolt í hávöxnum líkama hans; of seint, því fótatak hans f jarlægðist óð- um, sá hún, að hana hafði hent óttaleg skissa. Af ótta við minningu frá gömlum dögum hafði hún sært blíð- lyndasta mann veraldar. Jill lyfti höfðinu frá kodd- anum og sá að hann var vot- ur af tárum.er hún vissi varla af hverju hún hafði grátið. Hún hafði hrint honum frá og hann hafði haldið, að hún þýddist ekki ást sína. Sumir menn, sem ekki voru eins viðkvæmir og Jan, hefðu snúið þessu öllu upp í gaman. En Jan var öðruvísi. Hún 'vissi nú, að hann hefði ekki kysst hana, ef tilfinningar hans hefðu ekki verið djúp- ar og einlægar. . Hann hafði brotið ís óframfærni sinnar og hún hafði sama sem lokað sundinu aftur. Eitthvert hugboð sagði henni, að hann mundi aldrei gefa henni annað tækifæri til að segja honum frá .. Mike. Það sem hana langaði til núna framar öllu öðru var að segja honum, að þegar hún var sautján ára hafði hún orðið yfir sig ástfangin. Hún hafði elskað Mike svo heitt, að hann hafði bráðlega orðið leiður á henni. Þá ha fðihún ekki vitað, að kona getur elsk- að of mikið, getur kæft mann í ást. Þá hafði hún gert með sér ákvörðun: að ef hún skyldi finna, að hún væri að verða ástfangin í annað sinn, skyldi hú beizla tilfinningar sínar, leyna ást sinni eins lengi og hún gæti og láta ganga á ef tir sér. En hún hafði ekki tekið skaplyndi Jan með í reikn- inginn. Hann hafði tvennt, sem Miké hafði vantað: við- kvæmni og stolt. Hún reis á fætur og gekk að náttborðinu. Þar stóð inn- römmuð mynd af írskum dreng með lið á nefi og dökkt, hrokkið hár. Brosið á andlit- inu var ekki laust við drembi- læti. Hún tók ljósmyndina og lagði hana á grúfu í skúffuna. •Þar með hafði hún vísað Mike burt fyrir fullt og allt. En hvemig átti Jan að vita það ? Jan mundi nú saxmfærð- ur um eitt ag tvennu; annað- hvoil að hún vildi.ekki ást hans eða að það væri einhver aimar. Hann símar á morgun .. eða næsta dag, sagði hún sjálfri sér í örvæntingu. En hún gat ekki einbeitt sér að neinu á skrifstofunni. Allan mánudag var hún með hugann við símann. Á mið- vikudag, þegar sorgin í hjarta hennar var að gera út af við hana, ákvað hún að síma Jan. Það þýddi að hún varð að brjóta odd af oflæti sínu, en henni stóð á sama, og þar að auki haf ði hún tvær bækur sem hann hafði lánað henni. Þegar hún heyrði rödd hans, var henni vamað máls um stund. Orðin stóðu föst í henni og Jan varð að segja „halló“ .. ..Hallo, hver er það?“ ,,Jan!“ Orðið bai’st af vöi’- um hennar eins og opnað væi’i fyrir flóðgátt. „Jan, þetta síðast liðna sunnudagskvöld. Ég. ...“ „Það er allt í lagi, Jill. Eg skil. Eg vil helzt ekki ræða þaðef þér er sama.. Hvað mig snertir, er það allt grafið og gleymt." Gat þetta verið rödd Jans ? Þessi foxmlega, stuttaralega rödd, gjörsneydd hlýju eða blíðu. „En —", hana lagaði að segja, að hún væri ekki ein af þessum kaldlyndu konum, sem leika sér eins og köttur að mús að tilfinningum karl- manna. Hana langaði að segja: „Þú misskilur mig, Jan, mistúlkaðir . . . . “ en það var einhvem veginn of steint. Og auk þess hefði það aldrei gengið í símann. Það, sem henni í’eið lífið á, var að hitta Jan aftur. „Eg veit, hvers vegna þú ert að hringja," sagði hann svo dálítið harðlega, „þessar tvær bækur.“ Hvernig notið þér ifmvafnið! Hvað er það sera gerir kon- una óraótstæðilega, og sera aldrei bregzt að töfra karl- mennina. Óefað góðar og vel valclar ilmvatnstegunclir. Þæir eru töfralykillinn að persónu- leika hverrar konu og geta verið henni eins eiginlegar og líkamseinkenni. En hvernig á hún að velja hið rétta ilmvatn? Ef trúa má stjömuspámönnum, þá hefur hver kona sérstakt ilmvatn, sem á við hana ekki síður en sérstakur litur eða sérstakur gimsteinn færir henni gæfu? Svo þá er að finna hina réttu tegund og brúka hana Hitinn frá likama yðar eyk- ur ilminn, svo þér eigiö alltaf áð bera hann beint á hörunct- ið, en ekki í fötin. Látið dropa á hálsinn, milli brjóstanna og í handakrikann. Það er betra að brúka lítið á mörgum stöð- um, heldur en mikið á einuni stað, því að þá endist það leng- ur, þegar undir bert Ioft kem- ur. Hér er líka önnur góð hug- mynd, til að láta ilmiun end- ast lengur. Styngið bómullar- hnoðra vættum í ilmvatni und ir nærfatahlýrana, eða brjósta haldarana. Eða þá í kjólvasana eða imdir magabeltið. Lika eir gott að bera dálítið á varim- ar og undir nefið. Og til að reka smiðshöggið á verkið skuluð þér svo bursta báðar augnabrúnir með ilmvatns- vættum bursta og bleyta síðam fingurgómana, svo að loftið verði þrungið ilmi. Framhald á 8. síðu Krossgáta i Mánudagsblaðsins ] SKÍRINGAR: Lárétf : 1. Fiskur — 5. Eldsneyti — 8. Hím — 9. Gert sterkara — 10. Gubbi — 11. Fljótið — 12. Brún (þf.) — 14. Biblíunafn — 15. Saum — 18. Tónn — 20. Fara á sjó — 21; Upphafsstafir — 22. Þreytu 24. Handleggir — 26» Fugl —-r 28. Atviksorð — 29. Hreppstjóri (— 30. Geisla- baugur. Lóðrétt: 1. Fjall — 2. Ljóstæki — 3. Eldstæði — 5. Borg á Italíu — 6. Ryk — 7. Eldstæði — 9. Fjallgöngu- garpur —13. Gælunafn á víni —16. Mánuður —17. Drottn- ari ~ 19. Sjóntæki —21. setur niður — 23. Rödd — 25. Bókmenntaflag — 27. Ósamstæðir. i

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.