Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. júlí 1955 LEIKFÉLAG HEIMDALLAR: „Öskabarn örlaganna" | Eftir G. B. SHAW , Þýðing: Árni Guðnason — Leikstjórn: Einar Pálsson Sú ágæta tilraun ungra Sjálf- stæðismanna, að kynna leiklist og tónlist í sumar og kannske áfram, fór:miðlungi vel af stað. Frumsýningu sátu ýmsir em- bættismenn flokksins og ráð- herrar en annars var þunnskip- að í húsinu og lítið lófatak. Leikrit Shaws — „Óskabam örlaganna“ er allfyndið þótt xnjög langt frá því að vera með betri leikritum hins fræga skálds. Þátturinn gerist á krá og fjórar persónur koma þar fram, Napóleon — Dama — undirforingi og veitingainaður. Efnið er um „glötuð“ skjöl og er það fremur lítils virði móts við hin snjöllu orðaskipti, sem Shaw er frægur fyrir. Höfundur byggir allt á per- sónuleika leikenda. Án mikils sviðspei’sónuleika hljóta þessi veigalitlu hlutverk að missa marks — eins og þau að mestu leyti gera hér. Napóleon, Lárus Pálsson, verð- ur í túlkun leikarans ákaflega ruddaleg, húmörsnauð persóna, þvert ofan í ætlun höfundar. Hann hefur borðsiði Hinriks 8. — blandaða sviðspersónu Lár- usar sjálfs í ímyndunarveikinni og sjá allir, að það kann ekki góðri lukku að stýra. Svipbrigði verða óraunveruleg, ýkt, röddin^ — þegar hershöfðinginn byi'stir sig — þrumar ekki, heldur gell- ur líkt og í hvolpum, sem í fyi’sta sinn komast í :sniala- mennsku. Þótt hér sé skopast að Napoleoni, hlýtur sá, sem hlutverkið leikur, að hafa eitt- hvað af reisn hans. Reisn er engin hjá Lárusi; hann veldur ekki búningnum, gervið er yf- ii'drifið, stígvélin voru honum of þung. Menn hlæja hér ekki að fyndni Shaws — heldur að Lárusi Pálssyni eða réttar sagt tilraunum leikarans til að túlka hlutverkið. Guðbjörg Þorbjarnardóttir — njpsnai’i — spion — Dama — seiðandi draumur einmana her- mapns, hefur um tyo kosti að velja: að byggja leik sinn í aðalatriðum á kyn- og yndis- þokka eða brúka meiri gáska, vera dálítið ,,coquette“. Guð- björg tekur hvorugan kostinn, heldur leikur straight drama, þann eina leikhátt, sem ekki kemur til greina. Hún er yfir- leitt þurr, sneydd gamansemi og notar líkamsþokka sinn ekki. Hlýleg verður Guðbjörg vart — sú tilfinning er henni óeðli- leg á sviði — en samkvæmt því viðurkennda lögmáli, að um tvö kyn er aðeins að ræða, þá mætti búast við því af sæmilega ungri atvinnuleikkonu, sem selur list sína, að hún notaði líkama sinn til annars en vatns og brauðs þegar listgreinin og hlutverk það, sem hún túlkar, krefst þess. Það var hressilegur gustur af Róbert Arnfinnssyni, undirfor- ingjanum. Róbert náði vel þess- um óvitra, hrausta manni, sem berst við „sinn betri mann“. — karlmannleg og ágæt. Litlil Gervi, rödd og hreyfingar vorui „generállinn" og Daman hurful í skuggann meðan Róbert var áj sviðinu. | Valdimar Helgason, veitinga- maður, var mjög þokkalegur í litlu hlutverki; náði vel und- ii'gefni veitingamannsins og raddbrigði og svipbrigði hvort- tveggja mjög sæmilegt. Eg tel mjög vafasamt, að leik- stjórn Einars Pálssonar hafi not ið sín. Efa stórlega að Lái'us hafi látið að stjórn, því hann er svo frægur. Eg veit, að Eitiar er of mikill leikhúsmaður og þekkir Shaw of vel til að vera í hjarta sínu ánægður með sýn- inguna. Þýðing Árna Guðnasonar var með hreinum ágætum og ættu leikhúsin að nota betur Árna í þessum efnum. Hann er allra manna slyngastur enskumaður, vandvirkur með afbrigðum og orðsnjall. Hugmynd Heimdallar um slík- ar sýningar er ágæt. En hér er. um atvinnuleikendur að ræða og því vei'ða þeir aðeins dæmd- ir sem slíkir, og mistök eins og að ofan greinir harðlega gagn- rýnd. A. B. v^V & 1. árgangur 5. marz 1213 24. tölublað Þorvaldur Vatnsflrðingur vegur Hrafn á Eyri Menn Hrafns svikusf af verði s> Eyri, Arnarfirði 4. marz. Frá fréttaritara. Hér skeðu þeir atburðir í nótt, að hingað kom Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur og tók af lífi Hrafn Sveinbjarn- arson og lét fóthöggva tvo menn í liði hans. Var enginn bardagi, því að þeir Hrafn vissu ekki fyrr en menn Þor- valdar voru komnir inn í vígi það, sem Hrafn hefur látið gera, og voru lagðir viðir í allar dyr og svo þekjuna og kveikt í víða. í nótt var hvassviðri með fjúki og var enginn vörður haldinn af mönnum Hrafns þótt hann skipaði svo fyrir. Hefur svo jafnan verið að menn hafa verið á verði, en í nótt var í fyrsta skipti enginn vörður. Það var um langaföstu, að þeir Þorvaldur fóru norðan úr Isafirði og hafði hann tvo menn hins f jórða tigar. Þeir fóru Glámuheiði til Arnai- fjarðar. Þegar þeir komu til byggða í Arnarfjarðarbotni, þá bundu þeir alla menn á bæjum þar sem þeir komu svo ekki yrði borin njósn til Eyr- ar. Deilur hafa verið með þeim Hrafni og Þoivaldi og síðast um hvaltöku og aðför Þor- valdar að Hrafni, en þó voru þeir nú sáttir og áttu þeir Þorvaldur Gissurarson og Þórður Sturluson að gera um mál þeirra. Vom lagðir tveir fundir með þeim en Þorvald- ur kom á hvorugan en Hrafn á báða. Heima á Eyri 1 gætkvöldi spurði Hrafn menn sína hver þá héldi vörð. Þeir kváðu að eigi mundi þurfa að halda vörð er vont veður var og f júk úti. Sögðu þeir engan mann mundu fara á milli héraða í því illviðri — og þá sízt er langafasta væri. Hrafn sagði sér svo sýnast, að haldinn yrði vörður, en þó varð svo að enginn var vörð- urinn, Þegar Hrafn var kominn í i-ekkju, mátti hann eigi sofa. Hann bað þann mann, sem Steingrímur hét ,að kveða Andrésardrápu, og eftir hvert erindi ræddi Hrafn margt um þá atburði, er gerzt höfðu í pínsl heilags Andréass post- ula. I nótt komu þeir Þorvaldur að Eyri. Og er beir komu að virkinu ,settu þeir þann mann er Bárður hét á skjöld og 1 lyftu skildinum upp á spjóta- oddum, svo að hann mátti klífa af skildinum í virkið. — Síðan fór Bárður til virkis- dyra og renndi frá lokum. Þeir Þorvaldur gengu þá í virkið. I því reis Hrafn upp, því að hann mátti ekki sofa, og sá út. Og er hann lauk upp hurðinni, sá hann, að menn voru komnir í virkið með vopnum. Hann lauk aftur hurðinni og gekk inn og sagði mönnum til, að margir menn væru komnir í virkið með vopnum — „og hafið þér eigi vel haldið vörð í nótt“. Sátfarboð Þeir Þorvaldur viðuðu f yrir allar dyr og lögðu eld í og svo víða í þekjuna. Hrafn spurði hver fyrir eldi réði. En honum var svarað að þeir réðu fyrir er kveiktu, en ! meiri sómi þinn en áður. Þorvaldur svarar þá engu, en menn Þorvalds höfðu mörg orð heimskuleg um mál þeirra. Hrafn spurði hvar Þorvald- ur væri eða hví hann svaraði engu — „vænti ég af honum bezt yðvar, því að ég þykist frá honum góðs maklegur vera“. Þorvaldur svaraði engu. Hrafn sagði prestum að syngja óttusöng og gengu þeir til stofu og söng Hrafn með þeim. Er söngnum lauk gerðist mikill reykur í hús- unum. Þá gekk Hi’afn til dyra og bað Þorvald að gefa grið kon- um og börnum til útgöngu, „en ég vil bjóða þér fyrir mig slíka sætt, sem þú vilt gert hafa, og ég mun handsala þér að fara af landi burt og ganga suður til Rómar til hjálpar okkur báðum og koma aldrei til íslands, ef þér þykir það Þorvaldur væri höfðingi þeirra. Hrafn spurði ef Þor- valdur vildi taka nokkrar sættir af þeim, kvað Þorvald- ur ráða skyldu sjálfan fyrir sættum, ef hann vildi gefa mönnum grið, öllum þeim sem voru fyrir. Menn Þorvaldar svöruðu, kváðu Hrafn ómak- legan griða og menn hans. Þorvaldur neitaði þessu. Þá bauð Hrafn að gefa sig upp til friðar öllum mönnum öðr- um, þeim er þá voru á bæn- um, að hann yrði eigi brennd- ur. Þorvaldur svarar: „Eg mun lpfa hér öllum mönnum út að ganga ef þér seljið áð- ur af höndum vopn yðar og leggið á mit vald, og. geri ég slíkt af hverjum yðar, sem mér Iíkar.“ Þá seldu allir af höndum vopn sín og gengu út, karlar og konur. Affaka og meiðingar Þegar Hrafn kom út var hann tekinn og haldið.. Sturlu Bárðarsyni, systursyni Sturlu sona, var líka haldið, svo og Þórði Vífilsynil. Þá lýsti Þor- valdur yfir því að Hrafn skyldi af lífi taka. Er Hi'afn heyrði það bað hami að ganga til skrifta og taka þjónustu. Skriftaði Valdi prestur honum og mælti Þórði Vífilssyni. Þá lýsti Þor- Hrafn fyrir honum trúarjátn- inguna og játaði syndir sínar og tók kvöldmáltíðarsakra-. mentið og felldi tár með mik- illi iði-an,. Þá bað Þo'rvaldur Kolbein Bergsson að vega hann en hann rildi það ekki. Þá mælti Þorvaldur við Bárð Bárðar- son að hann skyldi vega Hrafn. Lagðist Hrafn þá nið- ur á olnbogana og lagði háls- inn á eitt rekatré. En Bárður hjó af honum höfuðið. Þorvaldur lét höggva fót undan Sturlu Bárðarsyni og svo Þórði Vífilssyni. Þegar Hrafn var veginn, ,rændu þeir Þorvaldur bæinn öllu lausafé því er innan veggja var, vopnum og klæð- um, húsbúningi og mat.. Þor- valdur tók sólai'steininn er Guðmundur biskup hafði gef- ið Hrafni. Þeir tóku skip og báru ránsfenginn og fluttu á brott. Sólarsfceinn Guðnmnd- ar biskups fundu heimamenn í flæðarmáli er þeir Þorvald- ur voru á brott famir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.