Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Page 7
Mánudagur 11. júlí 1955
MÁNTJDAGSBLAÐIÐ
7
Leitum ekki langt yflr
skamiut
Framhald af 4. síðu
áður þurfti margra klukku-
stunda göngu til að komast
á. Ein f ögur leið er sú að fara
út af veginum, þar sem
brunahraunið þrýtur og
gróna hraunið tekur við og
ganga þaðan niður á Vatns-
leysuströnd. Eg varð undr-
andi, þegar ég fór um þetta
svæði í fyrsta sinn og sá, hve
fagur og þroskamikill gróður
er þama í hrauninu. Þar má
heita algróið sunnan til, þarna
eru hvammar með háu grasi
og blómskrýði og víða er tals-
vert skógarkjarr. En ég
hugsa, að flestir þjóti um
veginn án þess að hafa hug-
mynd um þá fögru staði, sem
eru aðeins 10—15 mínútna
gang frá veginum.
Önnur fögur leið er sú að
fara út af Krýsuvíkurvegi
sunnar, alveg suður við Vatns
skarð, þar sem sveigt er upp
að Kleifarvatni. Þar blasir
við lágt fell í vestri, og heitir
það Fjallið eina. Það lætur lít-
ið yfir sér þegar horft er. á
það af veginum, en að vestan-
verðu er það allt öðru vísi,
gneypt og allhrikalegt. Frá
Fjallinu eina blasir Trölla-
dyngja við. Þetta fagra og
sérkennilega f jall sést að vísu
vel úr Reykjavík, en mín
reynsla er sú, að aðeins lítið
brot af Reykvikingum viti
nafn þess. Það er furðu lítil
forvitni 1 fólki nú á dögum
um slíka hluti, þó að forvitn-
ina vanti ekki á öðrum svið-
um. Það er stutt og skemmti-
leg f jallganga að klífa Trölla-
dyngju. Uppgangan er mjög
auðveld, þó að f jallið endi í
hvössum tindi efst. Sjálfsagt
er að slá tvær flugur í einu
höggi og ganga um leið á
Grænudyngju, kollóttu dyngj-
una austan Trölladyngju. Hún
er miklu grónari en Trölla-
dyngja, og eru fagrir gras-
hvammar uppi á f jallinu. Suð-
ur af Dyngjunum er landslag
mjög sérkennilegt. Þar er
djúpt gil ,sem er allt sundur-
grafið af jarðhita. Rýkur þar
sums staðar úr hverri holu
að heita má, og gróður er
þar fagur og er ekki síður
sérkennilegt en jarðhitasvæð-
in í Krýsuvik, og umhverfið
er stórbrotnara og fegurra.
Frá Dyngjxmum eri ekk
löng leið suður á Vigdísar-
velli. Það er eyðibýli, sem mun
hafa lagzt í eyði nálægt síð-
ustu aldamótum. Leiðin ligg-
ur þá suður með Vesturháls-
inum að austan, en Vestur-
háls er oftast nefndur hálsinn
suður af Sogum. Er þá farið
fram hjá Djúpavatni, sem er
fagurt og girt háum hömrum
að norðvestan. Á Vigdísar-
völlum vex enn taða á túninu,
þó að enginn nytji það lengur
og þar sést votta fyrir tófta-
brotum. Lítill lækur niðar um
túnið. l»etta hefur verið af-
skekktur bær, þaðan sést ekki
til neinna annarra bæja, en
útsýnið er fagurt yfir alla
hraunbreiðuna milli háísanna
Vesturháls og Sveifluháls,
sem er að vestanverðu við
Kleifarvatn. Vigdísarvellir
eru eins og yndisleg vin í
auðnum Reykjaneshraun-
anna. Og eins og við fleiri
eyðibýli yerður maður þarna
snortinn einhverri angurværð
þegar hugurinn reikar til þess
fólks, sem þarna háði lífsbar-
áttu sína og til barnanna, sem
léku sér við litla lækinn í tún-
inu og þótti vænt um hann.
Nú niðar lækurinn einn við
sjálfan sig, og oft líða svo
vikur eða mánuðir, að eng-
inn maður hlustár 'á líarinr
Til Vigdísarvalla er einnig
auðvelt að komast með því að
fara út af veginum í nánd við
ganga þar vestur yf ir Sveiflu-
háls. Ef sú leið er farin er
ekki nema um klukkustundar
gangur af Krýsuvíkurvegi
vestur á Vigdísarvelli. Og
Sveifluháls er vel þess virði
að fara mn hann. Þeir, sem
hafa farið um Krýsuvíkurveg-
inn hafa séð hinar fögru aust-
urhlíðar hálsins, en landslag
uppi á hálsinum er afar til-
breytingaríkt, þar eru tind-
ar og hnúkar og djúp dal-
verpi með stöðuvötnum og
tjörnum. Hve margir Reyk-
víkingar skyldu annars vita
nafnið á Sveifluhálsi, þessum
sérkennilega tindaskaga með
sínum grótesku gnýpum, sem
blasa við úr höfuðborginni ?
Eg held, að ekki væri úr
vegi fyrir Reykvíkinga að
kynnast betur þeim undur-
fögru stöðum, sem eru hér,
á næstu grösum við okkur,
áður en þeir hyggja á ferðir
suður í lönd. Þar er að vísu
marga fagra staði að sjá, en
ekki hef ég þar syðra séð
meiri landsfegurð en þá, sem
finna má eftir um það bil
klukkustundar ferð frá
Reykjavík. En þessa fegurð
við bæjardymar okkar höfum
við ekki enn lært að meta.
Ólafur Hausson
Péfur lakobsson:
Fasteignasalar
AuglýsiH
Mánudagsblaðmi)
Eigi alls fyrir löngu yar
kveðinn upp dómur í Hæsta- i
rétti yfir manni, sem háfði
stmidað ólöglega fasteigna-
sölu. I forsendum dómsins
segir eitthvað á þessa leið:
Ákærður rak um nokkurt
skeið fasteignasölumiðstöð.
Hagaði hann rekstri fyrir-
tækisins á þessa leið, að hann
annaðist um að koma sölu
fasteigna á, en fékk lögfræð-
ing til að gera samningana.
Ákærður hafði ekki löggild-
ingu sem fasteignasali, og
með því hátterni sinu hafði
hann gerzt brotlégur við lög
um fasteignasölu.
Með lögum um fasteigna-
sölu, nr. 47, 11. júní 1938,
var fasteignasala gerð að op-
inbern starfi. 1. gr. laganna
hljóðar svo: „Engum er heim-
ilt að annast kaup og sölu
fasteigna fyrir aði’a, eða kalla
sig fasteignasala, nema að
hafa fengið til þess leyfi sam-
kvæmt lögum þessum." 2. gr.
laganna talar um skilyrði fyr-
ir því að geta öðlast fast-
eignasöluréttindi. Er þar svo
fyrir mælt, að sanna skuli
með prófi, samkv. reglugerð,
sem atvinnmálaráðuneytið
setur, þekkingu í þar að lút-
andi fræðum.
13. grein fasteignasölulag-
anna kveður svo á, að Hæsta-
réttar — og héraðsdómslög-
menn, svo og lögfræðingar,
sem gegnt hafa í 3 ár embætti
eða stöðu, sem lagpróf þarf
til, þurfi ekki leyfi til að ann-
ast fasteignasölu samkv. lög-
um þessum.
Reglugerð um fasteigna-
sölu er í B-deild Stjórnartíð-
indanna, nr. 3, 6. jan 1939.
Samkv. reglugerð þessari er
prófið munnlegt og skriflegt.
Til þess að geta staðizt hið
munnlega próf þarf að hafa
góða þekkingu í eftirfarandi:
Takmörk eignarréttar, sam-
eign, þinglýsingar, hefð, af-
notaréttindi, byggingarlög-
gjöf, ítök, afgjaldsskyldur og
veð. Ennfremur skal prófa í
aðalreglum um lögræði, ó-
gildingarástæður við samn-
inga, irmboð, veðbréf, víxla,
tékka, ábyrgð og tryggihgar.
Af þessu er ljóst, að sá, sem
tekur próf samkv. faeteigna-
sölulögunmn þarf að hafa all-
verulega þekkingu
í hluta-
réttar- og kröfuréttarfræðum
til að standast prófið. Má t.
d. benda á, að komi sá er und-
ir prófið gengur upp í ábyrgð,
á prófinu, vei’ður hann að
geta gert fræðilegan mun á
einfaldri ábyrgð, gagnkvæmri
ábyrgð og sjálfskuldará-
byrgð. Fasteignasalinn verð-
ur að hafa þekkingu á skulda-
fyrningarlögunum og lögum
um vaxtaburð af peningum,
þekkingu á sif jarétti og svona
mætti lengi telja.
Skriflegi hluti prófsins er
um ástæður fyrir verðmæti
eigna og mismun þeirra og
um arð eignanna. Verður
prófmaðurinn að sýna skiln-
ing á þessu og ritleikni til að
standast sjálfsagðar ,krö|pr
prófnefndarinnar.
Allt þetta sýnir að ekki get-,
ur hver sem er stundað fast-
eignasölu.
í fyrsta lagi er krafizt af
þeim, sem vill gera fasteigna-
sölu að atvinnu sinni, lögald-
urs og fullra og óskoraðra
mannréttinda, í öðru lagi, að
hann hafi gengið undir próf,
og það þungt próf, í þarað-
lútandi fræðum, samkv.
reglugerð, í þriðja lagi, að
hann hafi opna f asteignasölu-
skrifstofu í því lögsagnarum-
dæmi sem leyfið er veitt.
Nú skal það tekið fram,
til að fyrirbyrggja allan mis-
skilning, að sá, er þetta rit-
ar, hefir ekki gengið undir fasteignasölunnar
fasteignasalapróf. En samkv. I Þar sæti.
ur sá, sem annast firmaskrár-
innritanir, virðist engar at-
hugasemdir hafa gert við til-
kynningarnar, þrátt fyrir ský
laust ákvæði 1. gr. fasteigna-
sölulaganna um, að enginn
megi gera fasteignasölu fyrir
aðra að atvinnu sinni nema
hafa fengið til þess leyfi sam<
kv. fasteignasölulögunum. —
Mér virðist það ekki leika á
tveimur tungum, að fast-
eignasölufyrirtæki, sem þeir
menn reka, sem ekki hafa þar
til leyfi, enda þótt lögfræð-
ingur sé einn af þeim, sem
vanalega er opinber starfs-
maður, sem hefir öðru að
sinna en fyrirtækinu, þá sé
fyrirtækið ólöglegt.
Sumir hafa bent á, að
verzlunarfyrirtæki megi
stofna, enda þótt ekki séu all-
ir verzlunarskólagengnir
menn og er þetta rétt. En
verzlunarlöggjöfin bannar
hvergi aó, óverzlunarlært
fólk stundi verzlunaratvinnu,
en fasteignasölulögin banna
öðrum en þeim, sem þar tii
hafa fengið leyfi, að koma
nærri fasteignasölu fyrir
aðra. Þeir menn, sem nú vinna
að fasteignasölu fyrir aðra,
en vanta löggildingu, eru að
þrengja sér inn á atvinnusvið
þeirra manna, sem hafa rétt-
inn og eru því óvelkomnir.
Þess er skylt að geta, að
þessir menn , sem vinna nú
við fasteignasölu, en skorta
réttmdin, eru greindir heið-
ursmenn, en þeir eru bara
ekki skrýddir þeim brúðkaups
klæðum, sem fasteignasölu-
lögin ákveða, til þess að geta
óhikað gengið inn í veizlusali
og tekið
»»*»•■•»•*••»■*•••■■■••■»•»••••••■■■■»•»
i
Starf forstöiumanns
skipulagsdeildar í skrifstofu bæj ai-verkfræðings í
Reykjavík er laust til umsóknar.
Laun skv. V. flokki launasamþykktar bæjarins.
Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra
éigi síöar en 20; þ.m.
Skrifstofa borgarstjórans. í Reykjavík,
5. júlí 1955.
::
■
I
«
:
■■■■■■■■••■■■■■■■•■•■•■•■■■■■■■■■■•■■■■•■•■■■■■■■■•■■■•■■««
fyrirmælum fasteignasölulag-
anna lagði ég fram vottorð 2.
valinkunnra manna, sem ann-
ar er Hæstaréttarmálaflutn-
ingsmaður og hinn pióf. í lög-
um við Háskóla íslands, um,
að ég þyrfti ekki að taka próf,
því ég hefði svo víðtæka laga-
þekkingu, enda hafði ég, er
fasteignasölulögin gengu í
gildi, haft opna fasteigna-
sölu- og málflutningsskrif-
stofu hér í borginni um nær
20 ára skeið og fullnægði öll-
um skilyrðum laganna.
Áður en reglugerð fast-
eignasölulaganna var samin,
var ég af tveimuf lögf ræðing-
um stjórnarráðsins beðinn að
segja álit mitt um hver væru
helztu lög, sem fasteignasal-
inn þyrfti að kunna skil á, og
gerði ég það, enda er veruleg-
ur hluti af ákvæðum reglu-
; gerðarinnar um munnlega
[prófið undan mínum rifjum
■ runnið.
■
: Nú á síðustu árum hafa ris-
:ið upp hér í borginni fast-
jeignasölufyrirtæki undir ýms-
jum nöfnum. Hefir verið til-
jkynnt til firmaskrár, að tveir
jþrír eða fleiri ræku fasteigna-
sölufyrirtæki saman með ó-
takmarkaðri ábyrgð. Einn
eigandi hvers fyrirtækis er
lögfi’æðingur, en hinir leik-
menn, sem ekki hafa rétt til
fasteignasölu. Embættismað-
Það er verk málaflutnings-
mannafélags íslands, að Iáta
skera úr um það hvort þessi
fasteignasölufyrirtæki eru
lögleg eður eigi. Lögfræðinga-
félagið á að vera útvörður
laga og réttar og sjá um, að
því Ieyti sem að til þess tek-
ur, að lög séu virt og boðorð
séu haldin. Leyfi ég mér að
skoi’a á stjórn málafl.manna
Islands að gera þetta. Bregð-
ist stjórnin eða daufheyrist
við þessari áskorun minni,
býst ég við að framkvæma
sjálfur aðgerð á réttum vett-
vangi til úrlausnar þessu á-
greiningsmáli.
Eg býst við, að umrædd
fasteignasölufyrirtæki séu
rísin upp í ímyndaðri skoðun
um fasteignasölulaganna
veiku hlið, en fasteignasölu-
lögin eiu hvergi veil eða hálf,
svo að í kring um þau verður
ekki farið, ef að er gáð.
Það er vitanlega ekki vin-
sælt verk að benda á það, sem
aflaga fer í þjóðfélaginu, en
ég vil ekki vera samsekur í
þögn um misfellur, heldur
segja um þær mína skoðun.
Eg vil reiða öxi að hverjum
meiði, sem mér virðist standa
á óheilbrigðri rót. Við eigum
að vinna að gróandi lifi en
ekki bæla og traðka í eyði;
eyðileggingin kallar allstaðar
yfir okkur hefnd.