Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Síða 8
STY'RJÖLDIN milli Ford bifreiða og Chevrolet geysar víð-
ar en á Islandi. Bandaríska vikublaðið Times, sem hefur
aðgang að söluskýrslum þessara félaga skýrir svo frá í
sl. viku, að Chevrinn sé að tapa á öllum vígstöðvum, og
hrapi sala niður mjög ótt.
Þá hafa borizt fréttir um það, að eitt eða tvö Norður-
landanna hafi bannað innflutning á Chevrolet bifreiððum,
en eitt þeirra kref jist að þær séu vandlega skoðaðar, áður
en þær koma inn í landið. Er hér átt við 1955 tegundina,
sem mikið hefur verið flutt inn í landið og er seld hér
mjög dýru verði.
Myndin að ofan sýnir Ford Farlaine gerð, sem er afar
vinsæl hér á Islandi.
ÚR EINU1ANNAÐ
Það sem andskotinn gerir aldrei — Sfolið sfýri
og mælaborði — Til lesenda — Hvalhaus í
soðið — Gesfir í kvöld — Chevrolet hrakar —
JÓHANNES KJARVAL, listmálari, er allra manna hisp-
urlausastur í tali, og lítt hrifinn af j’firborðskurteisi og
fleðulátum samkvæmislífsins.
Kjarval sat eitt sinn fuiid samverkamanna sinna og voru
mörg mál á dagskrá. Málararnir höfðu skiptar skoðanir á
málefnum þeim, sem til umræðu voru, og þegar leið á
fundinn var allt komið í uppnám og mikið rifist. Kjarval,
sem setið hafði rólegur og hlýtt á mál manna, blandaði
sér ekki í málin, en þegar út hófi keyrði hjá fundarmönn-
um, reis hann á fætur og mælti hátt um leið og hann
gekk út:
„Herrar mínir, ég ætla nú að gera það, sem andskotinn
gerir aldrei, en það er að yfirgefa ykkur“.
ÞEKKTUR MAÐUR á Akranesi, sem eignast hefur nýjan
bíl, var lítið eitt við skál er hann kom úr veizlu. Afréð
hann að heimsækja kunningja sinn á heimleiðinni úr veizl-
unni, og var honum þar vel tekið og vin haft um hönd.
Þegar tími var kominn til að fara, gekk hann til dyra,
kvaddi húsráðendur og hélt út í bifreið sína. Augnabliki
síðar kom hann í hasti aftur inn í húsið, greip símann
umyrðalaust og hringdi á lögregluna, og mælti óðamáli:
„Ég verð að tilkynna að búið er að stela bæði mælaborðinu
og stýrinu úr bifreið minni. Viljið þið senda menn hing-
að........“ og til tók heimilisfang.
Húsráðendum þótti tilkynningin heldur í kyndugra lagi
og fóru þeir með bíleigandanum að athuga vegsummerki.
Skömmu síðar var aftur hringt til lögreglunnar og var
sami maður í símanum: ,,t sambandi við tilkynninguna áð-
an, verð ég að segja yður að mistök áttu sér stað. Ég
settist nefnilega í aftursætið".
★----------------------
SÖKUM SMÁVÆGILEGRAR bilunar hefur ekki verið
hægt að lesa tvö síðustu tölublöð af blaðinu í síðum. t
blaðinu 25. júlí stendur 29. tölublað en á að vera 27. tbl.
1 blaðinu 1. ágúst hefur misritast 28. ágúst í stað 28.
tölublað.
Þá viljum við enn taka fram, að greinar sem menn vilja fá
birtar í blaðinu og eru tímabundnar verða að vera komnar
fyrir hádegi á fimmtudag til ritstjómarinnar, svo þær
birtist um helgina á eftir.
★------------------
KONA EIN hér í bænum kom inn í matvöruverzlun og
keypti bita af hvalkjöti, en meðan verið var að taka
hann til sá hún vinkonu sína og ræddust þær við í ákafa.
Urðu þær svo niðursokknar í umræðuefni sitt, að þær
heyrðu ekki unz afgreiðslumaður spurði í þriðja sinn
hvort þetta væri nóg?
Sneri frúin sér þá að honum, hálf utan við sig, og sagði:
„Já, ef ég get fengið hausinn líka“.
SIGURÐUR alþingismaður frá Vigur Bjarnason kastar
ekki fé á glæ né eyðir í óþarfa svo orð fari af. Eitt sinn
bauð hann tveimur blaðamönnum af Morgunblaðinu heim
til sín, en þann dag átti Sigurður afmæli og þótti hlýða
að bjóða þeim upp á góðan drykk fyrir kvöldmatinn.
Þegar helt hafði verið i staupin sá annar blaðamannanna
sígarettuöskju, og ætlaði að taka eina sígarettu, en fimm
eða sex voru í öskjunni.
Sigurður sá tilræði mannsins, brá hratt við og segir:
,'Æ. vertu nú ekki að þessu. Það verða gestir hjá mér í
kvöld“.
!!— HVAÐ Á AÐ
GERA I KVÖLD!!
KVIKMYNDAHtJS:
Gamla bíó: Genevieve. John
Gregson. Kl. 5, 7 og 9.
Nýja bíó: Kvenstúdentamir.
Kl. 5, 7 og 9.
Tjamarbíó: Landráð. Patric
Doonau. Kl. 5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó: Síðasta
staupið. James Cagney. Kl. 5,
7 og 9.
Stjömubró: Kátt er í koti.
John Elfström. Kl. 5, 7 og 9.
Hafnarbíó: Seminole. Rock
Hudson. Kl. 5, 7 og 9.
Tripolibíó: Fransmaður í fríi.
Jacques Tati. Kl. 5, 7 og 9.
Bæjarbíó, Hafnarfirði: Gleði-
konan. Alida Valli. Kl. 5, 7 og ,
9.
Hafnarfjarðarbíó: Allt í lagi
Nero. Kl. 5, 7 og 9.
LEIKHÚS:
Sjálfstæðishúsið: „Nei“. Har-
aldur Björnsson. Kl. 8.30.
(Birt án ábyrgðar).
Aðalfundur
iLoftleiða hf.
Framhald af 4. siðu
farandi tillaga, sem einnig var
samþykkt einróma:
Aðalfundur Loftleiða h.f. hald-
inn 3. ágúst 1955, telur brýna
nauðsyn bera til þess, að bætt sé
án tafar, úr því ófremdarástandi,
sem gistihúsamálin eru nú í hér
á landi, og treystir fundurinn
stjórn félagsins til að taka upp
viðræður við stjórnarvöld lands-
ins og aðra aðila um nauðsynleg-
ar úrbætur í þeim efnum.
(Frá Loftleiðum h.f.).
MÁNUÐAGSBLABIB
Gaman-
mynd í
Gamla bíó
Mitt í rigningartimanum (í
dag er fimmtudagur) sýnir
Gamla bíó mynd, sem sannar-
lega „kemur öllum i sólskins-
skap“ sVo notuð séu orð aug-
lýsingastjóra kvikmjTidahússins.
Bretar hafa á siðari árum
framleítt margar ágætar gam-
anmyndir, og myndin, sem nú er
sýnd í Gamla bíó, „Genevieve“,
er vissulega ekki af lakari teg-
undinni. Efnið ær um bifreið —
ekki að vísu alvfeg nýjstu tegund
heldur model 1904, sem tekur
þátt í ferðalagi frá London til
Brighton og skapast á þeirri
ferð mörg og spaugileg vanda-
mál, ásamt dálítilli afbrýðissemi,
en ekki of mikilli, ást og rifrildi
og heiftarlegri samkeppni tveggja
vina, sem báðir eiga fimmtugar
bifreiðar og veðja eitt hundrað
pundum um hvor nái fyrr heim
á leiðinni frá Brighton.
John Gregson (McKim) og
Kenneth More (Ambrose) skipta
á milli sín aðalhlutverkunum, en
þær Dinah Sheridan og Kay
Kendall veita þeim ómetanlegan
styrk í heldur smærri hlutverk-
um, ásamt risavöxnum hundi,
sem missti allt sitt í stríðinu
og varð taugaveikur af loftárás-
um. Fyndnin í mynd þessari er
af nýstárlegu tagi, laus við slap-
stik-bragðið, sem oft vill verða
um of áberandi í hliðstæðum
gamanmyndum úr Vesturheimi.
Að vísu byggir hún nokkuð mik-
ið á samtalinu, og því ekki eins
ákjósanieg ölltim, sem sjá hana,
én það bætir upp, að leikurinn
er svo góður og atvikin spaugi-
lega leikin að allir hljóta að
skemmta sér við að' sjá hana.
- Ferðalagið: þeirra félaga frá
Brighton til London ásamt stúlk-
unum er með hlægilegri atriðum,
sem hér sjást í gamanmyndum
og leikur allra næstum snurðu-
laus, þótt um sérstaka „leik-
sigra“ sé vart að ræða.
Undirritaður getur kinnroða-
laust ráðlagt ölum, yngri, sem
eldri að gera sér ferð að sjá
myndina „Genevieve".
A B.
Alida Vatli í ítölsku stórmyndinni Gleðikonan, sem Bæjarbíó í
Hafnarfirði sýnir um þessar mundir. (AugL).