Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Qupperneq 8
OR EINU I ANNAD ukm" vinsæíaslur — Kærf yfir umferöarbroí- M um — Kýr ItMarkaSur'1 — Sfáka forsefa — Klám eður ei — Barstjórar í Reykjavík henna, að nú sé svonefndur „Asni“ vinsælasti drykkurinn hjá gestum veitingahús- anna. Er oss tjáð, að blandan sé þannig: tvö staup af yodka, ein flaska af „Ginger ale“, sítrónusneið — lxrært saman í stóru glasi ásamt ísmola. Hefur sala á vodka og Ginger ale aukizt mjög síðustu mánuði. m, '£■ Kvartað er jdir, að ekki sé hægt að kæra þá, sem brjóta umf erðarreglur — hvorki til sakadómara né um- ferðardómstóls. Maður, sem beittur var miklum órétti í umferð, reyndi að kæra til yfirvalda, en var svarað, að slíkt væri ekki tekið til greina, þar sem hvorki árekstur né slys áttu sér stað. Þó mun hægt að skrifa kæruskjal, en fæstir vilja eyða tíma í það enda óvanir því. Þetta er mjög baga- legt, og ættu jrfirvöldin þegar í stað að taka munnlegar kærur til gerina og rannsaká þær, án tafar. k & I ■ t * i •• ★ Frumsýningargestir Þjóðleikhússins hafa veitt því athygli, að forsetajhón Islands verða oft að teykja sig yfir „girðingu“ forsetastúkunnar til að sjá það, sem fi-am fer vinstra megin á sviðinu. Stúkan er klaufalega staðsett og nauðsyn, að úr sé bætt. Forseti og gestir hans hafa lítil not af sýningum þar sem allt sviðið er nýtt og væri miklu beti’a, að þau hefðu afmarkað pláss t. d. á neðri svölum, en þessá stúku. Ragnar Þórðarson, eigandi „Markáðanna" er nú að láta breyta „Röðli", sem hann hefur fest kaup á. Mun vera í ráði að hafa fatabúð á götuhæð en saumastofu uppi. Ragnar er nú afkastamesti „tízku“ fatasali landsins, frægur fyrir smekklegt val og fagrar búðir. Kunnugir telja að nýja búðin slái hinar út í lúxus — enda Ragnár einn af þeim fáu, sem skilja hvers virði það er, að hafa „elegant“ umhverfi og lipurt starfsfólk. ★ Hin umdeikla bók, Sangen om den röde rubin, norska höfundarins Agnars Mykles, mun bráðlega koma út x xslenzkri þýðingu. Mykle hefur verið stefnt fyrir rétt vegna bókarinnar, sem sumir telja klám eitt, en aðrir listaverk. Jóhannes skáld úr Kötlum er sagður þýðandi, en ritstjóri Úxnrals, Gísli Ólafsson, gefur hana út. Senni- lega verður bókin metsölubók. I Hvað á að gera í kvöM? ' (SUNNIJDAG). Kvikmyndahús: Gamla bíó: Sonur Sinbads. D. Robertson. KJ. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Aida. S. Loren. Kl. 5, 7 og 9. Tjamarbíó^ Fjallið. Ti'acy. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Söngstjarnan. C. Valente. Kl. 5, 7 og 9. Stjömubíó: Gimd. G. Ford. Kl, 5, 7 og 9. Tripolibíó: Uppreisn hinna hengdu. KI. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Rock, pretty baby. Kl. 5, 7 og 9. Laugarásbíó: Kvenfólkið. I. Bergman. Kl. 5, 7 og 9. leikhús: ÞjóðlefldiósiÖ: Tosca. Stefán íslandi. Kl, 20.00. Iðnó: Tánnhvöss tengdamamma. Enxilía Jónasdóttir. Kl. 20. (Birt á ábyrgðar). Mánxidíigur 7. október 1957 K.K. SEXTETTINN TÍU ÁRA aímæiishljémleikar á fíntmfndaginn kemur ji \ y Iték ixm skaiflramtal Fyrsta bókin í fyrirhuguðum bókaflokki um hagnýt efni er nú kominn út á vegum Kvöldvöku- útgáfunnar á Akureyri. Fjallar bókin um skattframtöl og skattfrádrátt. Eins og kunnujft er, eru skattframtöl ekki einung- is grundvöllur tekju og eignar- skatts, heldur einnig útsvara, en útgjöld þessi eru vigamikill þátt- ur í efnalegri afkomu hvers heim ilis. Hingað til hefur aðeins fræðslu um þessi efni verið að finna í lögum og reglugerðum, sem almenningur hefur ekki greiðan aðgang að. Allir sem ein- hver kynni hafa af skattamálum vita að mikið skortir á að mönn- um sé ljóst hvaða útgjöld í dag- legu lífi eru frádráttarbær frá skatti. Af þessum ástæðum sést mönnum yfir að varðveita kvitt- anir og önnur gögn viðkomandi útgjöldum, sem frádráttarbær eru, og hljóía af þeim ástæðum hærri skatt en efni standa til. Úr þessu verður ekki bætt, nema með fræðslu, um þessi efni, sem nær til sem ílestra. Kvöld- vökuútgáfunni þótti því rétt að láta taka saman í bókarformi úr- drælti úr gildandi reglugerð um tekju- og eignaskatt, jafnframt því að birta sýnishorn af land- búnaðarframtali og einstaklings, þannig að menn gætu á sem auð veldastan hátt kynnt sér þessi mál, og gert sjálíir framtals- skýrslur sinar ef þeir óska þess. Við gerð bókarinnar kom eink- um tvennt til greina. í fyrsta lagi að taka saman bók, þar sem raktar værú ýtarlega allar þær reglur, sem nú gilda um álagn- ingu tekju- og eignarskatts, þann ig að bókin væri hvorttveggja, handbók fyrir skattgeriðendur og jafnframt leiðbeiningar fyrir skattanefndir. Slík bók hefði orð- ið umfangsmikil og dýrari en svo, að líkur væru á að hún náði al- mennri útbreiðslu. í öðru lagi a ðtaka saman litla bók, þar sem Framhald á 6. síðu. Það er ekkert grín að vera lög- taksmaður a. m. k. ekki í Kópa- vogi. Nýlega var Stefán Péturs- son, fuíltrúi á bæjarskrifstofu Kópavogs að taka . Iö^tak hjá manni einum þar í þorpi. Haíði Stefán með sér tvö lögfræðinga og hóf þegar að skrifa upp eignir mannsins, þær er taka átti. Er minnst vonum varir, þrífur maðurinn plögg þau er Stefán er að skrifa, rífur þau umsvifa- laust í tætlur og hefur ill orð við. Stefán, sem er rósemdarmaður, brást að vonum hart við og spyr hvað slík ósvífni eigi að þýða — og komi sízt áð gagrii. Hleypur þá maðurinn í næsta herbergi og kemur að vörrnu spori aftur með riffil, miðar á lög fræðingana og kvað bezt, að slík ir kommúnistar yrðu skotnir á staðnum. (Hvorugur þeirra var kommi, en annar fulltrúi Þorvald ar Þórarinssonar — og skyldi skjótast f. h. Þorvaldar!). Stefán, sem er ranwiur að aftí Hin kunna danshljómsveit, K.K.-sextettinn, á tiu ára starfs- afmæli um þesar mundir og verð- ur afmælisins minnst með hljóm- leikum í Austurbæjarbíói á fimmtudaginn kemur, kl. 11.15. Á hljómleikunum munu koma fram auk sextettsins, söngvararn ir Ragnar Bjarnason, sem nú starfar með hljómsveitinni, og Sigrún Jónsdóttir ,er á að baki langan starfsferil með K.K.-sex- tettinum. . K.K. sextettinn hefur víða kom ið við á undanförnum áratug, leikið í flestum eða öllum dans- húsum í Reykjavik, á hljómleik- um, kabarettum, á hljómplötur og í útvarp, ferðazt um svo að segja allt landið oftar en einu sinni, og síðast en ekki sízt leikið á hljómleikum í Kaupmannahöfn og Osló, einnig 3 mánuði sam- fleytt á dansstað í Þýzkalandi — alls staðar við hinar heztu undir- tektir. Sem stendur leikur hljóm- sveitin í Þórskaffi, svo og í Iðnó á laugardögum, en þar hefur húsakosti nýlega veríð á ýmsan hátt breytt og hann lagfærður fyrir slíka starfsemi. Eins og að líkum lætur mun kenna margra grasa úr heimi dægurtónlistar á hljómleikunum á fimmtudaginn — jazz-músík, dægurlög, rokk og kalypsó verða þar m. a. á dagskrá, og fer tæp- lega hjá því að allir fái að heyra eitthvað við sitt hæfi, enda kunn ir hljómlistarmenn annarsvegar, því að sextettinn skipa, auk Krist jáns hljómsveitarstjóra, þeir Kristján Magnússon, sem leikur á píanó, Jón Sigurðsson á kontra bassa, Guðmundur Steingríms- — sveif á manninn og gat náð af honum rifflinum eftir harðar sviftingar. Vart hafði Stefán náð vopninu af ma-nninum fyrr, en hann hleypur út i annað sinn og kem- ur aftur með haglabyssu og sýnu verri en fyrr. Kvað hann nú skjótt skyldi endi bundinn á lög- takið og bjóst til að miða í ann- að sinn. Stefán réðst þegar að honum og hófust nú sviftingar miklar en að lokum tókst Stefáni með hjálp lögmanna að afvopna manninn og var þá aðilum orðið heitt í hamsi. Sá nú maðurinn, að ekki varð meira að gert, því Stefán geymdi vopnin og fór nú lögtakið fram tiltölulega rólega. Má segja, að það sé ekki hoigl um hent að gegna lögtaksstörfum þar syðra, sízt þegar „delin- kventarnir" eru vopnum búnir og hafa fullan hug á að verja eigur sínar. son, trommur, Ólafur Gaukur, gítar og Árni Scheving á víbra- fón. Fastráðinn söngvari méð hljómsveitinni er, eins og áður segir, Ragnar Bjarnason, en fram kvæmdastjóri Pétur Guðjónsson. Ileri maétir- Imt Framhald af 2. síðu. hömlur á starf nektarhreyfingar innar í Þýzkalandi, en hún skaut fljótlega upp kollinum í nýju gervi innan vébanda nazista- flokksins. En Franco á Spáni var harðari í horn að taka. Hann. bannaði nektarhreyfinguna með öllu í sínu ríki sem ósiðlegan við- bjóð. Frá Þýzkalandi barst nektar- hreyfingin til margra landa. Um skeið náði hún mikilli útbreiðslu í Frakklandi, og þar í landi var hún í tengslum við gamlar kenn ingar um hið óbrotna líf í skauti náttúrunnar, hún hefði fallið í kramið hjá gamla Rousseau. Ekki átti hún þó síður gagnrýni að mæta í Frakklandi en í Þýzka landi, brigzlin um ósiðsemi og svívirðingar voru þar enn há- værari. Því var haldið fram, að í nelctartjaldbúðunum ætti sér stað bæði kynvilla og sameign á kvenfólki, hvorttveggja áreiðan- lega mjög svo orðum aukið. Ymsar tilraunir voru gerðar til að vekja svipaða hreyfingu í Englandi, en það tókst aldrei að ráði, þeíta átti ekki aldeilis við íhaldssemi og siðvenjur Bretans. Þó urðu til í Bretlandi fámennir og ofstækisfullir hópar núdista. ,Meira fylg( áttji hrieiyíingin í Ameriku, en einnig þar sætti hún hörðu aðkasti, einkum frá ýms- um trúflokkum. Dálítið hefur borið á nektarhreyfingu á Norð- urlöndum, kannske mest í Sví- þjóð. Norðurlandabúar hafa yfir- leitt tekið þessu góðlátlega sem barnalegri, en saklausri séi*vizku. Hér á íslandi hefur aldrei sprottið upp nein nektarhreyfing, enda er okkar veðrátta ekki vel til slíks failin. Þó var sú tíðin aðallega á árunum milli 1930 og' 19^0, er fáeinir sérvitringar og undarlegir fuglar voru að spóka sig allsberir í Örfirisey á sumrin. Svo kom brezki herinn og rak þá úr eyjunni, og síðan hefur lítið til þeirra sézt. Síðan höfum við orðið að láta okkur nægja bera manninn, sem skauzt um í húsa- görðum í rökkrinu. Og nú er hann líka horfinn. En ekki er ó- sennilegt, að aðrir strípalingar skjóti hér upp kollinum, þegar minnst varir. Beri maðurinn er nefnilega lífseigt fyrirbæri, hvort sem hann er trúarofstækismaður, geðsjúklingur eða bara meinlaus sérvitringur. Ólafur Hansson. Lögtaksmenn stórrmði í Kópauo§i

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.