Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 37 MENNING                       ÞAÐ eru margir búnir að bíða eft- irvæntingarfullir eftir að heyra Kjartan Valdimarsson leika djass á flygil heila tónleika og nú loksins þeg- ar það gerist ferst fyrir að kynna tón- leikana sem skyldi og því miður mættu fáir í Norræna húsið að hlýða á hina stórgóðu norrænu djasssveit Nordic Kollektiv, sem þar lék sl. sunnudagskvöld. Sveitin er skipuð þremur Finnum, þar af er bassaleik- arinn sænsk-finnskur, Norðmanni og Íslendingi og hefur verið á tónleika- ferð um Norðurlönd og Holland. Trompetleikarinn Mathias Eicke er í norsku djasssveitinni Motive sem vann til norrænu ung- djassistaverðlaunanna og þar sem Davíð Þór leikur á píanóið og hefur komið hér nokkrum sinnum. Esa ten- órist hefur einnig komið hingað áður og blés með íslenskum í Kaffileikhús- inu. Hann var þá á hefðbundnari Coltrane-slóðum en nú, en tvö fyrstu verk tónleikanna voru eftir hann. Það fyrra í seiðandi norrænum djassstíl en hið síðara hófst á stríðóma inn- gangi Kjartans og tónahlaup Math- iasar minntu í sumu á Don Cherry og Esa með tvítóna blást- ur á stundum sem við þekkjum svo vel frá Coltrane, en líðandi lín- urnar settu per- sónulegan blæ á sóló hans. Þetta var einstaklega heillandi verk. Þriðja verk kvöldsins var eftir bassaleikarann Uffe, sem heldur sig frekar á slóðum Hadens en Hennings. Þar lék Kjartan eitt af sín- um firnagóðu sólóum af Tristano- ættinni og Uffe með þungan göngu- bassa undir. Það leikur enginn hér- lendis á þessum nótum nema Kjartan – nema þá Eyþór. Vín tímans var næsta verk og eftir Kjartan, sem samdi það á sínum tíma við ljóð Tenu Palmer. Impressjónískt og ljóðrænt. Klassíski kvartettinn hans Ornette kom í hugann er verk Marku tromm- ara var leikið og Kjartan endaði Bjöll- ur eftir Uffe á einstaklega fínlegan hátt. Tvö síðustu verkin voru eftir Mathias; hið fyrra frekar hefðbund- inn núdjass en hið síðara með norsk- um blæ – næstum trúarlegum. Þetta voru sérdeilis fallegir tón- leikar og hljóðfæraleikararnir allir fyrsta klassa. Ekta norrænn djass eins og hann gerist bestur. List í leynum DJASS Norræna húsið Mathias Eicke trompet, Esa Pietilä saxó- fón, Kjartan Valdemarsson píanó, Uffe Krokfors bassa og Markku Ounaskari trommur. Sunnudaginn 22.5.2005. Nordic Kollektiv Kjartan Valdimarsson Vernharður Linnet HADDA Fjóla Reykdal myndlist- armaður mun halda sýningu á af- rakstri vetrarins á heimili sínu í Gautaborg helgina 28.–29. maí. Hadda hefur aðallega málað með olíu í vetur og verða 26 olíu- málverk til sýnis og sölu um helgina. Innblásturinn er sóttur til nátt- úrunnar á Íslandi og í Svíþjóð, að sögn Höddu. Hið hráa og kraft- mikla úr íslenskri náttúru kallast á við mjúk form og milda liti úr hinni sænsku og blóm og tré koma við sögu, aðallega í litavali. Smáatriði úr náttúrunni eins og trjábörkur eða laufblöð eru stækkuð upp á striganum og mál- verkin endurspegla t.d. birtuna sem kemur í gegnum laufþykknið í sænskum skógum. „Það er skemmtilegt að geta sýnt bæði Svíum og Íslendingum það sem ég hef verið að gera. En til þess þarf ég reyndar að fjar- lægja öll húsgögn og gera íbúð- ina að sýningarsal. Ég vonast eft- ir góðu veðri og þá getur verið að ég hengi eina mynd utan á húsið líka,“ segir myndlistarmað- urinn. Hadda Fjóla lauk BA-prófi frá grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1998 og hef- ur unnið við myndlist og mynd- listarkennslu síðan. Hún hélt einkasýningu í Listhúsi Ófeigs ár- ið 2002. Íslensk og sænsk náttúra HITI í jörðu er svo algengur hér á landi, að margir veita honum litla at- hygli og leiða sjaldan hugann að eðli hans og uppruna. Líkt og háttað er um marga aðra hluti, leynist þar á bak við mikill fróðleikur og ótrúleg saga, jafnt í smáu sem stóru. Þegar horft er til þess, hve jarðvarmi er mikil auðlind í landi okkar, er sjálf- sögð sú krafa, að menn almennt kunni á honum nokkur skil. Ótrúlega fáar bækur hafa til þessa fjallað um jarðhita, ef undan eru skildar ferða- bækur, þar sem hverasvæði eru að- allega rómuð fyrir litauðgi og gos- mátt. En nú hafa orðið raunveruleg kaflaskil í sögu jarðhitans sem nátt- úrufyrirbæris með útkomu þessarar bókar. Höfundurinn, Guðmundur Pálma- son jarðeðlisfræðingur, starfaði í jarðhitadeild Orkustofnunar í 40 ár og var forstöðumaður þar á bæ í um 30 ár. Þá er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, hóf hann að viða að sér efni í bók um jarðhita og nýtingu hans. Hann vann að efnisöflun og rit- un í sjö ár og má heita að hann hafi lokið verkinu að fullu, þegar hann féll frá á útmánuðum 2004. Fáir menn hafa þekkt betur til þessara mál, enda leynir það sér ekki í riti því sem hér er til umfjöllunar. Bókin fjallar um eðli og nýtingu jarðhita eins og segir í undirtitli. Fyrst er sagt frá brautryðjendum og þekkingu á jarðhita fram á 20. öld. Þar koma margir menn við sögu og skýrt er frá athugunum þeirra og kenningum. Þá er rætt um sjálft nátt- úrufyrirbærið jarðhita, flokkun jarð- hitasvæða, einkenni, jarðskorpuna undir Íslandi og fjölmörg atriði önn- ur. Í þriðja kafla er fjallað um orku í jarðhita, hvort hún sé endanleg eða ekki, greint frá mati á jarðvarma, eig- inleikum jarðgufu, nýtni við raforku- vinnslu, útfellingu og tæringu, svo að fátt eitt sé nefnt. Í fjórða, fimmta og sjötta kafla bókar er sagt frá vinnslu jarðhita, nýtingu jarðvarma og vernd jarðhitasvæða. Þar er því meðal ann- ars velt fyrir sér, hver eigi jarðhitann og ítarleg lýsing er á því hvernig staðið er að leit og könnun á honum. Kaflinn um nýtingu er forvitnilegur fyrir margra hluta sakir, en þar er rakin sú saga, bæði hér og í öðrum löndum. Að lokum er svo ítarlegur jarðhitaannáll. Í þessu yfirliti er aðeins fært að stikla á stærstu atriðum, því að í bók- inni er ótrúlega víða komið við. Víst er, að jarðhiti hefur haft meiri áhrif á líf og störf þessarar þjóðar en flesta grunar. Margt í bókinni kemur manni skemmtilega á óvart, meðal annars að Eggert og Bjarni boruðu fyrstu holur á jarð- hitasvæðum á Ís- landi 1755; þá er það nokkuð skondið, að 1703 komust menn að því, að eirkatlar foreyðast í hvera- vatni og er það forvitnileg lýsing í ljósi síðari reynslu af notkun eirröra. Sú staðhæfing höfundar er ekki síður umhugsunarverð, að jarðhiti sé ekki endurnýjanleg orkulind eins og oft er haldið á lofti í opinberri umræðu. Eins og allar góðar bækur opnar þessi bók mönnum nýja sýn í þetta náttúrufyrirbæri. Hún varpar meðal annars ljósi á þá gríðarmiklu þekk- ingu, sem aflað hefur verið hér á þessu sviði í fjölda ára og er forsenda þess að umgangast auðlindina á sómasamlegan hátt. Við lesturinn vakna ekki síður ýmsar spurningar eða öllu heldur forvitni um að fá meira að heyra um einstök atriði. Meðal annars segir á einum stað, að líkur eru til þess að gufa frá laug- unum í Laugarnesi hafi ráðið nafninu á Reykjavík, sem fyrst kemur fyrir í Landnámu. Hvað er til dæmis hæft í því, sem undirritaður heyrði fyrir mörgum árum, og virðist miklu sennilegri skýring, að úti fyrir ströndinni (í átt að Hólmunum) séu hverir og gufu hafi lagt upp frá þeim á stórstreymisfjöru og það hafi ráðið nafngiftinni. Það yrði æði langt mál, ef fara ætti yfir öll atriði bókarinnar hér, en látið skal duga að hvetja menn til þess að lesa hana.Efnið er sett fram á ein- staklega ljósan máta og ekkert slegið af fræðilegum kröfum. Hin flóknustu atriði eru oft skýrð með einföldum dæmum á hnitmiðaðan hátt, svo að flestir ættu að geta skilið höf- uðdrætti. Undirrituðum er til efs að völ sé á betra yfirlitsriti en þessu. Eins og áður segir auðnaðist höf- undi ekki að leggja lokahönd á verk sitt. Allnokkrir menn stóðu að end- anlegri gerð bókar og sáu um að ganga frá ritverkinu til prentunar. Augljóslega hefur höndum ekki verið kastað til þeirra verka. Allur frágang- ur er til hins mesta sóma og verið unnin af einstakri natni og alúð; í því efni ber bókin af flestum ef ekki öll- um öðrum. Allmargar myndir og teikningar eru í bókinni og hefur lit- greining og prentun tekizt með ágæt- um. Sérstaka athygli vekja allar mannamyndirnar, en varla er nokk- urs manns getið nema mynd sé af honum. Þó hefur hugvit tveggja manna ekki nægt til þess að myndir væru birtar af þeim (bls. 93 og 137). Mikill fengur er að bók þessari og er höfundi hennar til mikils sóma. Óefað má telja hana til öndvegisrita um íslenzka náttúru. Hiti er mannsins hálfa líf BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Guðmundur Pálmason. 298 bls. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. – Reykjavík 2005. Jarðhitabók – Eðli og nýting auðlindar Guðmundur Pálmason Ágúst H. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.