Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 1
Goðsögn í
rokkheimum
Rætt við Dave Mustaine sem
fer fyrir Megadeth | 38
STOFNAÐ 1913 138. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KULDATÍÐIN að undanförnu er farin að hafa þau áhrif
að aspir víða norðanlands eru farnar að gulna, líkt og
haust væri.
Að sögn Jóns Kristófers Arnarsonar, framkvæmda-
stjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, eru þau tré að
gulna sem laufguðust snemma. Ekki sé þó hætta á
skemmdum af þessum völdum en vegna kuldans sé hins
vegar hætta á sveppasjúkdómum í lerkitrjám síðar í
sumar.
Það sér ekki fyrir raunverulegan enda á kuldakastinu
fyrr en eftir helgi, þótt hitinn yfir hádaginn kunni að
skríða upp fyrir 10 stigin miðvikudag til föstudags, þá
aðallega vegna hins hæga vinds sem spáð er næstu daga.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands,
segir að á laugardag muni kólna aftur og ekki sé því bú-
ist við hlýindum með vestanátt fyrr en á mánudag sam-
kvæmt spám. „Á mánudag förum við inn í vestlæga vind-
átt sem dregur að meiri hlýindi sunnan úr hafi,“ segir
hann. „Það eru því engin hlýindi alveg á næstunni þótt
daghiti verði mun skaplegri í vikunni en verið hefur.“
Vegagerðarmenn hafa furðumikið að gera miðað við
árstíma því allir helstu fjallvegir austanlands eru í hættu
á að lokast nema þeir séu ruddir. Og undanfarna daga
hefur þurft að beita moksturstækjum óspart á vegum
eins og Hellisheiði eystri, Fjarðarheiði, Mjóafjarð-
arheiði, Breiðdalsheiði, Öxi, Möðrudalsöræfum, Fagra-
dal og Oddsskarði. Sveinn Sveinsson, deildarstjóri hjá
Vegagerðinni á Reyðarfirði, segir ástandið vissulega sér-
stakt og hafa valdið óþægindum þrátt fyrir að ekki hafi
orðið nein alvarleg óhöpp. | Miðopna
Morgunblaðið/Kristján
Aspirnar á Akureyri laufguðust fremur snemma þetta árið sökum þess hve snemma vorið virtist vera á ferð. Standa þær þétt saman syðst á íþróttavelli
Akureyrar. Núna er laufið hins vegar orðið gulleitt og tengja margir þessa breytingu við frostið sem herjað hefur á trén á nóttunni að undanförnu.
Aspir að gulna líkt og að hausti
Eftir Björn Jóhann Björnsson og Örlyg Stein Sigurjónsson
VATNSSALA á veitusvæði Orku-
veitu Reykjavíkur, sem er orðið á
stórum hluta suðvesturlands, var í
kringum 20. maí síðastliðinn þegar
orðin meiri en allan maímánuð á
síðasta ári, að sögn Guðmundar
Þóroddssonar, forstjóra Orkuveit-
unnar, sem telur kuldakastið
greinilega hafa þau áhrif að fólk
kyndi enn híbýli sín meira en venju-
legt getur talist á þessum árstíma.
Vatnsnotkun
meiri en í fyrra
Tókýo. AFP, AP. | Nýtt ágreiningsefni
er komið upp í samskiptum Japana
og Kínverja sem eru nú sögð stirðari
en nokkru sinni
síðan ríkin tvö
tóku upp stjórn-
málasamband
1972. Wu Yi, sem
er einn af vara-
forsætisráðherr-
um Kína, aflýsti í
gær fyrirvara-
laust fundi sem
fyrirhugað hafði
verið að hún ætti
með Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, í heimsókn kínverska
ráðherrans til Japans. Sneri Wu
þegar heim og telja Japanir að um sé
að ræða vísvitandi móðgun.
Fyrst var sagt í Peking að Wu
hefði þurft að stytta heimsóknina
vegna „brýnna verkefna“ heima fyr-
ir. Síðar gaf þó talsmaður utanrík-
isráðuneytis Kína í skyn að ástæðan
væri árlegar heimsóknir Koizumis til
helgistaðar þar sem minnst er fall-
inna Japana í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Meðal þeirra sem grafnir eru á
staðnum eru 14 dæmdir stríðsglæpa-
menn sem stóðu fyrir hryðjuverkum
í Kína.
Koizumi segist aðeins vera að
heiðra minningu hinna föllnu sem
japanskur borgari en ekki sem ráð-
herra.
Gesturinn
fór heim
í fússi
Wu Yi
Spenna í samskiptum
Kínverja og Japana
Albany. AP. | Bandarískir emb-
ættismenn sögðust í gær ætla
að reyna að loka lagalegri
smugu í sjúkratryggingakerf-
inu sem gerir nauðgurum og
barnaníðingum kleift að fá
stinningarlyfið Viagra á kostn-
að skattgreiðenda.
Áður hafði fjármálastjóri
New York-ríkis greint frá því
að venjubundin endurskoðun
hefði leitt í ljós að 198 kynferð-
isafbrotamenn í ríkinu hefðu
fengið Viagra á kostnað hins
opinbera eftir að þeir voru
sakfelldir. Þeir eru allir taldir
líklegir til að endurtaka glæp-
ina.
Bandaríska heilbrigðisráðu-
neytið sagði að hugsanlega
þyrfti að breyta lögum um
sjúkratryggingakerfið. „Það
að gefa kynferðisafbrota-
mönnum Viagra á kostnað hins
opinbera er eins og að gefa
dæmdum morðingjum byssur
eftir að þeir losna úr fangelsi,“
sagði Charles Schumer,
fulltrúi New York í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings.
Nauðgarar
fá ókeypis
Viagra
Berlín. AFP. | Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, þykir tefla
djarft með því að flýta þingkosning-
um þar sem skoðanakannanir benda
til þess að flokkur hans, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, bíði mikinn ósigur.
Schröder tilkynnti í gær að hann
hygðist fara fram á traustsyfirlýsingu
þingsins 1. júlí. Talið er að þingmenn
Jafnaðarmannaflokksins og Græn-
ingja greiði atkvæði gegn yfirlýsing-
unni til að knýja fram þingrof. Verði
hún felld þarf að halda kosningar fyr-
ir 18. september.
Bild, söluhæsta dagblað Þýska-
lands, fagnaði þessari ákvörðun
Schröders en sagði hann hafa tekið
mikla áhættu. „Með því að taka í
hornin á bola er hugsanlegt að kansl-
arinn hlífi landinu við átján mánaða
pólitískri lömun.“
Fréttavefur tímaritsins Der Spieg-
el sagði hins vegar að stjórn Schröd-
ers hygðist „fyrirfara sér af ótta við
dauðann“. Nýlegar skoðanakannanir
benda til þess að Kristilegir demó-
kratar myndu sigra auðveldlega færu
þingkosningar fram nú.
Schröder ákveður að knýja fram þingrof og kosningar fyrir 18. september
AP
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands (fyrir miðju), umkringdur líf-
vörðum eftir fund með Horst Köhler, forseta landsins, í Berlín í gærkvöldi.
Teflir djarft
Kosið um | 14
Hún upplýsir Svía um íslenska
list og hönnun | Daglegt líf
Christina
Nilroth
Erla Steina gerir það gott Lands-
bankadeildin Arsenal-strákur til
Keflavíkur Spurs sýndi klærnar
Íþróttir í dag