Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Qupperneq 1
fj
SlaSfyrir alla
12. árgangur.
Mánudagur 10. ágúst 1959
28. tölublað
-.T\
ÞrHlokkarnir deila um 4
eða 8 ráðherraembætti
SmnUonuilag bráðlega?
Ógurleg deila er nú milli þríflokkanna um ráðherra-
embættin, bæði það hverjir eiga að skipa þau og svo live
mörg embættin eiga að vera. Deilt er um hvort embættin
eigi að vera fjögur eða átta, en líkur benda til að hið síð-
arnefnda sigri.
Fjórir úfvaldir
Það liggur ljóst fyrir, að ef
ráðherraembættin í næstu
stjórn verða aðeins f jögur þá
myndu Sjálfstæðismennirnir
Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson skipa tvö þeirra fyr-
ir hönd flokks sins og senni-
lega Einar Olgeirsson fyrir
kommúnista, þótt kunnugir
telji að Einar taki ekki ráð-
henjaembætti vegna heilsu-
brests. Vandræðin eru með
Alþýðuflokkinn en hann fær
eitt ráðherraembætti en þrír
menn vilia allir fá það, Gylfi,
Guðmundur í. og Emil, og vill
enginn láta sig í þeim átökum.
Flokkarnir eru í mestu vand-
ræðum með þetta, en nú hef-
ur samsteypan eygt ágætan
möguleika, sem myndi a. m.
k. friðþæga % af ráðherra-
efnum Alþýðuflokksins.
Áfla ráðherraembætfi!
Sú hugmynd hefur nefni-
lega skotið upp kollinum að
mynda átta ráðherraembætti.
Ef svo færi er almennt hald-
ið að þessir menn skipuðu
embættin: Ólafur, Bjarni,
Ingólfur á Hellu og Jón
Pálmasin fyrir Sjálfstæðis-
menn, Gylfi og Guðmundur í.
fyrir krata og Einar og Lúð-
vík fyrir komma.
Allir ánægðir
Þessi lausn er að vísu nokk-
uð fullnægjandi fyrir alla að-
ila, þýí kommar líta hýru
auga til viðskiptamálaráð-
herrastöðunnar vegna síldar-
sölunnar til Rússa, en krötum
er sama hvaða embætti þeir
hafa — ef það bara borgar.
Sjálfstæðismenn munu geta
Páll Zophóníasson rofar
éðan hoxara
Vélstjóri stórslasar dönsk lijón —
Dönsk hjón, sem sátu hóf
Búnaðarfélags íslands s.l. fim'mtu
dagskvöld, lentu, að liófinu
loknu, í höndum á drukknum ís-
lenzkum vélstjóra með þeim af-
leiðingum að Daninn var fótbrot-
inn, en frúin lilaut vangahögg all
mikið. Atburður þessi skeði utan
Framsóknarhússins og í anddyri
þess, að hófinu loknu.
Vélstjórinn, óður af víni, er
kunnur slagsmálamaður, boxari,
sem áður hefur lent í lögreglunni,
barði hjón þessi alveg að ástæðu
Iausu, sparkaði í manninn mfeð
ofangreindum afleiðingum, en
veittjst síðan að þeim, sem komu
hjónunum til lijálpar.
Lítið lagðist þó fyrir kappann
cr sjötugur maður, Pá!l Zóphón
íasson alþm., kom til og rotáði
kappann og sat á honum þar til
lögregt/in kom. Hlaut Páll á-
verka, skurð á augabrún og
meiðsli í munni, en gleiraugu
lians brotnuðu.
Mánudagsblaðið fékk frétt
þessa strax á föstudag og vissi
að sakadómari ætlaði að birta
dagblöðunum hana, en gat eklti
náð í fulltrúa hans. Hér er enn
einu sinni um að ræða íslenzkan
slagsmálahund, sem heldur, í
skjóli vöðva sinna, að honum sé
allt heimilt. Það er kominn tími
til að þessir piltar fái réttmætar
refsingar fyrir albrot sín og væri
ekki úr vegi að birta nafn livers
manns, sem hyggur sig geta bar-
ið menn bótalaust í skjóli brenni-
víns og kraftamennsku.
Nú er loks svo komið, að blöð
erlendis fara að birta sögur af
íslenzkum „kraftamönnum“ og
kjarki þeirra við vín.
Blaðið helur írétt, að umrædd
ur slagsmálamaöur beri fyrir sig
minnisleysi, harmi atburðinn og
bjóðist til að bæta hann fé.
Það er bara ekki nóg — svona
kumpánar geta alveg eins drepið
ef þeir slá til manna sem veikir
eru fyrir, og fæstir þeirra gætu
greitt manngjöld.
í sinni góðu aðstöðu farið að
vinna að því að leggja Fram-
sókn alveg að velli og þá ekki
sízt SÍS — þann þyrni, sem
nema verður brott hið skjót-
asta.
Þetta er nýjast að frétta
frá þríflokkunum, en búast
má við að næstu daga náist
algert samkomulag.
ÁHsíiakin stólka
haudtekin
S.l. þriðjudag klukkan sjö
að morgni urðu vegfarendur
um Suðurgötu varir við ferðir
lögreglubíls niður götuna og
heyrðust óp innan úr bílnum.
Lögreglubíllinn ók síðan
Kirkjustræti og út í Lækjar-
götu (!), Austurstræti og að
aðaldyrum lögreglustöðvar-
innar.
Út úr geymslu lögreglubif-
reiðarinnar tóku tveir lög-
reglumenn síðan alls-nakinn,
ljóshærðan kvenmann, að
vísu í rifnum buxum, sem
hrópaði um leið — „nú verð
ég sett í KjaIIarann“ — og
hvarf síðan inn á stöðina milli
lögregluþ jóna nna.
Frammi í lögreglubifreið-
ijnni sat kvenmaður, sem lítið
skipti sér af kynsystur sinni.
Nú skal ósagt hvað stúlka
þesái hefur gert til saka, en
óneittþilega er það smekk-
laust hjá viðkomandi lögreglu
þjónum að kasta ekki flík ut-
an um fanga sinn í stað þess
að flytja hana alls-nakta í
geymslu.
Það er mjög farið að brenna
við að lögreglumenn, einkum
þeir yngri og óvitrari, hafa
eiiihverja sadiska ánægju af
því að gera hlut handtekinna
og fanga Iiinn versta á opin-
berum vettvangi. Ef þessum
mönnum er ekki ljóst hlut-
verk lögreglumanns, er betra
að yfirmenn þeirra geri jieim
það betur Ijóst, því svona
framkoma vekur eftirtekt og
kastar rýrð á hcildina, sem
saklaus er.
Vonandi sannast það ekki,
| sem einu sinni var fullyrt,
j að íslendingar þoli ekki að
i klæðast einkennisfötum — þá
hreinlega brjálast þeir af
mikilmennsku og verði næsta
i broslegir.
— l?No Show Wifhouf A Bif Of Sfrip”
Veitingahúsið Lido hefur nú fengið ameríska söngkonu, Mim
Miller, sem mikla athygli vekur. Mim Miller er alla leið frá San.
Antonio, Texas og bæði syngur og gefur Cabarett-númer, sem
venjulega byrja svona — there is no show without a bit of strip —•
en bezt er að áhorfendur dæmi sjálfir.
Folhréar bæjarfógeta Hafnarfjarð-
ar kærðir fyrir veiðiþjéfnað
I Hafnarfirði hafa nú tveir fulltrúar bæjarfógetans
verið kærðir fyrir veiðijijófnað i Kleifarvatni, en báðir jæss-
ir menn vinna daglega að jiví að rannsaka og dæma j»á í
umdæmi sínu, sem brjóta lögin.
Háffseffir borgarar
Þannig er mál með vexli að
Stangaveiðifélag Haf narf j arðar
hefur á'tt í miklum erfiðleikum
að ala klak í Kleifarvatni og lagt.
í það mikla vinnu. Svo bar við
um síðustu helgi að tekið var
eftir tveim mönnum að Veiðum
í vatninu og við nánari athugun
kom í ljós að þeir höfðu ekki
leyfi til veiðanna. Var þá athæf-
ið kært og reyndust mennirnir
vera, er að var gáð, fulltrúar laga
og réttar í Hafnarfirði þeir Krist-
inn Olafsson og Sigurður Emils-
son.
áfhæfið kærf.
Stangaveiðifélag Hafnárfjarð-
ar kærði þetta athæfi þegar í
stað og stendur nú yfir afarmikil
,,rannsókn“ enda félagsmenn æf-
ir yfir þessari ósvífni þéirra fé-
laga. Þetta mál myndi ekki hafa
vakið slíka athygli ef aðrir en
þessir fultrúar þæjarfógetans
hefðu átt hlut að máli, en al-
mennt reikna menn með því, að
svona háttsettir menn fylgi lög-
um og reglum í hvívetna.
Fréttaritari.
Er þad satt, að Jón Leifs hafi
„spilað“ sig inn í embætti þjóð'-i
garðsvarðar og nái sér þannigf
i prófessorsnai'nbótina — heið-
ursdoktor — meinum vér? '
-JU