Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Page 8

Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Page 8
OR EINU I ANNAD Veiflngahúsin - Undarlegf bann — Hann Lúdvig — Leíkhúshornið — Merkilegf blað — Minning- argreinar — Samkeppnin hjá veitingahúsunum eykst með hverj- um degi. Um helgina byrjaði Böðull að hafa fría dansleiki til kl. 1 e. m. að dæmi Lidos, og búizt er við að Hótel Borg taki upp sama sið. Veitingahúsin viða að sér skemmtikröftum. Lido hefur, Mim Miller, ame- ríska söngkonu, en Leikhúskjallarinn hefur nú fengið Guy Yvette, hin:a vinisælu írönsku söngkonu, sem vann mikla hylli þar síðastliðið sumar. Það er undarlegt, að það skuli bannað að selja benzín fyrr en kl. 9,30 á sunnudagsmorgna. Allar bíla- stöðvarnar hafa benzíngeyma og gætu hjálpað mönn- um ef ekki væri lagt bann við þessu. Þó lögregluyfir- völdin hafi leyfi til að banna ýmislegt er svona notkun valds alveg óþörf. Fjöldi manna vill leggja af stað tímanlega um helgar og helvíti hart þegar svona bönn tefja ferðina. SKUGGAR Framhald af 2. síðu. hin frægasta saga af því tagi er.líklega ævin'týrasaga Chamissos um Peter Schlem- ihl. Oft er litið svo á, að hinn skuggalausi maður sé merkt- ur Kainsmerki, útskúfaður meðal manna og eigi sér enga von. Fræg-ar hryllingssögur um skuggann eru einnig til ettir Lenau og Hofmainns- thal. Skugginn, þessi tryggi förunautur okkar, getur átt sér ýmsa ískyggilega eigin- leika, en hið voðalegasta af öllu er þó að missa hann í klær djöfulsins. Ólafur Hansson. Þetta er 18. sumarið sem Lúðvík (Polli) Hjálmtýs- son talar við kunningja sína um veitingahúsmál. Polli er forsprakki veitingamanna og ræðir fátt annað en þetta mál. Kunnugir telja að nú fari að sjást í fram- kvæmdir er hann sást nýlega ræða við Gunnlaug Páls- son arkitekt, sem eflaust ætlar að teikna hið langþráða hótel. Það mun vera ætlunin að Þjóðleikhúsið sýni Julius Caesar eftir Shakespeare núna í haust, enda var farið að æfa það í vor; um önnur viðfangsefni er lítið vitað .... Akureyringar reka leikfélag þorpsbúum til gam- ans; en félagið ætti að reyna sig meira á gamanleikjum en tragedium, sem það ræður ekki við, þótt vilji sé fyrir hendi. Frjáls þjóð er nú komin út, en ritstjórnina skipa Bergur Sigurbjörnsson og Þórhallur Vilmundarson í fjarveru hinna. Það má segja að þetta sé furðulegasta stjórnmálablað heimsins ef dæma á eftir efninu. For- síðan er þýðing ur „Hvíta fálka“ Keflavíkurmanna, ásamt tilkynningu um framhaldssöguna, og tilkynn- ingu um grein á 5. síðu, ásamt afsökun blaðsins varð- andi ,,stefnu“ í markaðsmálum og aðvörun til barna um að erta ekki hundstík. Aðalgreinin er um gróður Húsavíkur! Önnur síðan er framhöld af fyrstu og aug- lýsingar, 3. síðan leiðari og vændi á Filippseyjum, 4. síðan um leirskáldið á Tjörn, sú 5. þýdd grein, 6. framhaldssaga, 7. framhöld og á 8. eru tvær þýddar greinar úr N.Y. Times og „Fálka“ Keflavíkurmanna. Þetta er blaðið og mennirnir, sem ætla að umturna og bæta stjórnmálalífið á Islandi — ha—ha—ha! Grein Jónasar Framhald af 4. síðu. toga og snillinga 19. aldarinnar við að vernda og tigna Þingvöl. Takmark þeirra var ekki að flytja þangað löggjafarsa-mkomu. Ekki heldur að hafa þar fámenna kröfufundi í stjórnmálum. Hvort tveggja er liðin tíð. Nú er hlut- verkið að gera Þingvöll að sann- arlegum þjóðarhelgidómi. Hérað- ið verður þjóðarkirkja í allra víð- ustu mei’kingu. Þjóðin á dóm- kirkju og eignast landskirkju í höfuðstaðnum, en þjóðarkirkjan er miklu meira fyrirtæki. Þar er ekki fullskipað í sæti en þar er mörkuð leið. Mestu skáld, mestu stjórnmálaskörungar og mesta breiðfylking þjóðhollra æsku- manna hafa sýnt hug sinn um viðreisn Þingvalla. Þar er hægt að framkvæma allt það sem þá hefur dreymt um með samstilltu þjóðarátaki. Misfellur gáleys- ingja í meðferð Þingvalla verða að heitri eggjan. Góðir íslendingar hafa og munu hafa málið í sínum hönd- um á ókomnum árum. En mörg handtök eru óunnin á þeirri leið. Þetta kann ef til vill að særa suma, en er ekki nóg komið af minningargreinum um smábörn, sem skyndi- lega látast, Vinríulega skilja allir söknuð nákominna, en- vafasamt' er að birta ævisögu unglinga í dagblöð- unum. Þá ættu og höfundar minningagreina að hætta að ávarpa þann látna — það er vægast sagt óheppilegt en aldrei skáldlegt — þó sú aðferð sé höfð í öndvegis skáldverkum. HvaÖ á oð gera I kvöld? (Sunnudagur) Gamla bíó: Eg græt að morgni. S. Hayward. Kl. 5, 7, 9. Nýja bíó: Innrásardagurinn 6. júní. R. Taylor. Kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó: Læknir á lausum kili..D. Borgade. Kl. 5, 7, 9. Austurbæjarbíó: Vítiseyjan. F. Mac Murrey. Kl. 5, 7, 9. Stjörnubíó: Saga Eddy Duchin.. Kl. 5, 7, 9. Tripolibíó: Rasputin. P. Brasseur. Kl. 5, 7, 9. Hafnarbíó: Harðskeyttur andstæðingur. Kl. 5, 7, 9. , (Birt án ábyrgðar). Þegar þeta er skrifað er sól- skin og göturnar fullar af iétt- klæddum stúlkum; búningurinn sem stúlkan er í á myndinni kemur íslenzkum stúlkum vel hppar vp! viðrar. Mánudagur 10. ágúst 1959. Ung íslenzk stúlka, Ragnlieiður Jónasdóttir, Sveins- sonar læknis, og konu hans Ragnheiðar Hafstein, sem athygli vakti, er hún var kjörin miss Adria í fyrra hefur stundað leiklist í Englandi undanfarin missiri, jafnframt því, sem hún hefur komið fram í landkynningamyndum þar. Ragnheiður er hiífandi stúlka, ljóshærð og vel vaxin — sjá mynd, og hefur fengið tilboð um að leika í kvikmyndum m. a. bauð hinn kunni, brezki leikari Alec Guinness henni hlut- verk,, en kennari hennar miss Freedman, afþakkaði það fyrir hönd Ragnheiðar. Nýlega var Ragnheið- ur á ferð í Danmörku með foreldrum sínum og not- Billed-Blaðið tækifærið og birti margar myndir og umsögn um hana, þar sem hún er m. a. kölluð Lollo norðursins, og er ekki fráleitt að það sé réttnefni.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.