Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 1
V - 12. árgangur. Mánudagur 5. október 1959 Flýja kjósendur Sjálfstæð- isflokksins á náðir krata? Stór-vítaverð afstaða gagn- vart eiturlyfiasölum í SfyrjöSd gegn eifurSyfjum eina lausnin 1 Sjálfstæðismenn þreyttir á tvískinn- nngshætti flokksforystunnar „Ef þú villt vera stefnu Sjálfstæðisflokksins trúr — þá kýstu kratana“ er sú setning, sem mest kvelur pólitíska agenta Sjálf- rtæðisflokksins þessa dagana. Sannleikurinn er sá, að all-margir sannir sjálfstæðismenn eru orðnir dauðleiðir á hroka og svikum ílokksstjórnarinnar og líta á hrakfarir Morgunblaðsins á pólitíska vettvanginum í deilum við hin blöðin sem tákn um tvískinnungs- háttinn og úrræðaleysið, sem hrjáir leiðandi menn flokksins. Krafar Það er hart að vita til þess, að það eru kratar, sem sýnt hafa dálítinn skilning á frjálsri sam- keppni hér á landi; það eru krat- ar, sem sýnt hafa vilja til þess að stöðva verðbólguna og kratar enn, sem reynt hafa að koma á jafnvægi í þessu riðandi þjóð- félagi. Skipf um hiufverk Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þann kost að — a.m.k. ennþá :— beita sér fyrir að nú- verandi stjórn falli ekki á van- trausti, en hann hefur ekki til þessa komið hreinlega fram í verkum, þótt stefnuskráin (!!!) hafi loksins séð dagsins ljós. Svo fáránlegt og hlálegt, sem það er fyrir Sjálfstæðisflokkin að berj- ast fyrir „frjálsu viðskiptalífi", í þessu landi einokunar og hafta, er það spaugilegt að það skuli falla í skaut kratanna að verða hinir eiginlegu forsprakkar hins aukna frelsis í viðskipta- í dag byrja í Mánu- dagsbíaðinu hinar vin- sælu greinar ájax um kosningarnar. Ajax- greinar um fyrri kosning- ar haía jafnan vakið mesfa athygli, en Ajax segir kosf og lösf á fram- bjóðendum og spáir um úrslit í hverju kjördæmi en spádómar hans hafa reynzf 95-100% rétfir. ’ lífinu. Það er nú orðið svo, að stálharðir kaupahéðnar viður- kenna hálf-skömmustulegir, að fyrst nú örli á einhverri festu og öryggi í fjármálum þótt raun- Þessi eftirmiðdagskjóll — kokk- teil — leggur aðaláherzluna á vöxtinn, dregur inn mittið, og nær öllum réttu línunum. Grunn- urinn er blár að lit skreyttur rósum og blöðum, ermar sléttar og fleginn á háls. verulega sé enn mjög skammt á þá braut farið. Verkin verða að faía Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gert að því að hjálpa sínum mönnum, en lifað mjög í skjóli hrossakaupa og meðlæti með verstu óvinunum. Einhverntíma kemur sá tími að ekki verður lengur slegið ryki í augu flokks- mannanna. Flokkurinn verður að spyrna við fótum og sýna í verki en ekki í yfirlýsingum, að hann vill vinna að því að koma jafnvægi og öryggi í fjármálum landsins, jafnframt því sem öll- um verður tryggður réttur til frjálsrar samkeppni á sem flest- um sviðum þjóðfélagsins. Afkvæði fil Krafa! Svo er nú komið, að talsverð- ar líkur benda til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn missi talsvert af atkvæðum til krata og vissu- lega eru þau atkvæði ekki til einskis ef „hinn nýji andi krata“ fær að lifa áfram og kannske blómgast eins og andi kratanna í V-Þýzkalandi, sem nú er mjög til hægri og hlynntur frjálsu framtaki og viðskiptafrelsi. Dyggð að losna við Framsóknar- menn Morgunblaðið og Alþýðublaðið mótmæla því, að það sé „pólitísk ofsókn“ að sparka Framsóknar- mönnum úr embættum t. d. i Varnarmálanefnd. Þetta er hel- ber vitleysa. Það er Sjálfstæðis- mönnum bæði ljúft og skylt að játa, að óskandi væri að á stefnu- skrá flokksins væri: Flokkurinn telur sér skylt, að varpa Framsóknarmönnum úr opinberum embættum hvar og hvenær, sem möguleikar til þess skapast — jafnvel þó engir möguleikar til hins arna skapist. Við skulum bara játa það hreinskilnislega, að það er nauð- syn þjóðarinnar að Framsóknar- menn hverfi burt úr opinberum stöðum og bændur hljóti, þeirra i stað, réttsýna fulltrúa, sem skilja að þjóðfélag verður ekki rekið með auknum styrkjum og niðurgreiðslum til helztu at- vinnuveganna. Grein Mánudagsblaðsins um afstöðu embættis sakadómara til eiturlyfjaprangara, vakti gífurlega athygli og vilja fæstir trúa að embættið taki svo kæruleysislega afstöðu og raun ber vitni. Mánudagsblaðið ræddi stuttlega við einn af meðlimum götu- lögreglunnar, sem auðvitað má ekki láta nafns síns getið vegna embættis síns, en hefur fylgzt allvel með eiturlyfjaveitendum hér í bæ. Það fyrsta sem lögregluþjónninn benti á var; að það hættu- legasta, sem getur komið fyrir í þjóðfélagi er þegar afstaða dóms- valdsins snýst með sökudólgum, og ónýtir þannig verk lögreglu- mannsis, sem gerir allt í sínu valdi til að koma þessum mönn- um undir mannahendur. Telúr hann aftöðu dómsvaldsins hina raunalegustu og án alls skilnings á þeirri hættu sem hér vofi yfir. Lögregluþjónum er manna kunnast um líf þessara unglinga, stelþna og stráka, sjá þá skjálfandi af eiturlyfjaþörf og svo sljóva eða æsta af áhrifum skammtanna, Það er staðreynd, að hér háfa íundizt unglingar iiggjandi í óviti í bílum og á götum, en til þessa hefur rannsóknarlögreglan lítið sem ekkert gert til að komast að hinu raunverulega ástandi. Kæruleysi, glaðklakkaskapur einstakra fulltrúa við Fríkirkjuveginn er ekki svarið við þeim vágesti, sem hér knýr á dyr, heldur einbeitt herferð þar sem engum er hlift, og þá sízt þeim, sem heldur hlífiskildi yfir sökudólgunum. Blaðið mun fjalla um einstakar hliðar þessa máls á næstunni. í kvöld, sunnudag, frumsýnir „Nýtt leikhús“ revíuna „Rjúkandi váð“ eftir Pir-O-Man í Framsóknarhúsinu. Efnið er um ýmislegt, íegurðarkeppni, ástir og pretti, lögregluþjóna o.s.frv., og er bæði leikið og sungið, en FIosi Ólafsson leikstjóri skýrði svo frá að þetta væri „nærmest söngleikur". Ymsir kunnir skemmtikraftar koma þarna fram m.a. Kristinn Hallsson, Sigurður Ólafsson og Erlingur Gtslason, en af kvenfólki ber mest á Steinunni Bjarna- úóttur og nokkrum „kynbombum“ undir leiðsögn Guðrúnar Högna- dóttur. Lögin í „Rjúkandi ráði“ eru samin af Jóni Múla Árnasyni, létt og skemmtileg eins og hans var vísa, en útsetningu þeirra annaðist Magnús Ingimarsson.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.