Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAÐ Rifvél Árna Magnússonar - Ljósin á Laugavegi - Fréffamyndir vænfanlegar - Silfurlampinn i - Yeifingamál - Fyrir nokkrum árum var Magnús Jónsson alþm., frá Mel á ferð í Kaupmannahöfn og skoðaði þá Árnasafn. Jón Helgason prófessor, safnvörður, sat við borð sitt er Magnús kom, en Magnús skyggndist um, rak nefið í handritin og setti upp spekingssvip, og hafði jafnan orð um hina ýmsu kjörgripi. Er hann nálgaðist pró- fessor Jón, benti Jón Magnúsi á annað borð, en þar stóð gömul og forn ritvél, rykfallin mjög, og mælti alvörutóni: „og hér er nú ritvél Árna“ ■— Magnús velti vöngum, varð enn spekingslegri, en segir svo: ,vÖjá, einmitt, er hún þá ennþá til ?“ -t * '4 % i Mönnum finnst, að Reykjavíkurbæ stæði annað nær í götulýsingu en að endurbæta ljósin við Lauga- veg. Þótt sjálfsagt sé að bæta ljósin þar — þegar fram í líður — er alger óþarfi að rjúka í það nú, þegar út- hverfi bæjarins eru stórhættuleg umferð vegna Ijós- leysis. Laugavegurinn er tiltölulega bjartur af götu- og bifreiðaljósum, en ef Gunnar Thoroddsen hefur nóg fé til aukinna lýsinga, gæti hann og þetta sérfræð- ingadót borið annarsstaðar niður. Skrif blaðanna um skort á fréttamyndum virðast nú ætla að bera ávöxt. Flest kvikmyndahúsin hafa Ieitað fyiir séi' ýtra um að fá hingað fréttamyndir, bæði margþættaf mýndir, svo og stuttar myndir, sem lýsa einstökum atburðum mjög ýtarlega. Heyrzt hef- ur að Gamla bíó fái bráðlega amerískar fréttamynd- ir, en þær hafa alltaf verið vfnsælar hér. Það er gott að eigendur kvikmyndahúsanna reyna þannig að verða við óskum viðskiptamanna sinna. Mánudagskvöldið 5. okt. veitir Félag íslenzkfa leik- dómara Silfurlampann fyrir bezta leik á síðasta leik- ári. Á aðalfundi félagsins s.l. þriðjudag voru atkvæði leikdómenda talin, auk þess sem kjörin var stjórn og var Karl ísfeld endurkjörinn formaður. Á mánu- dagskvöldið verður lampinn afhentur og jafnramt kynnt nafn bezta leikarans og þeirra tveggja sem næstir urðu úrslitunum. ★-------------------- Nýjasta „kynbomban“ í heimi veitingahúsanna hér ku vera Björgvin Frederiksen af biðskýlafrægð. Sagt er að Björgvin sé nú að stofna félag í sambandi við Ölaf í Röðli og meiningin sé að stofna nýtt og full- komið veitingahús að undirlagi Björgvins. Það er ekki dónalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa svona „stétt með stétt“ í bæjarstjórninni, og gaman verður að nýju ,,stefnuskránni“ í næstu kosningum... Og fyrst við erum að tala um veitingamál, er bezt að skýra frá því að Þorvaldur Guðmundsson, veitingamaður er að fara í mánaðarreisu á mót veitingamanna, sem bjóða honum, en auk þess mun hann kynna sér nýj- ungar varðandi veitingamál.... Fátt eitt heyrist af sölu og kaupum Hótel Borgar; virðist mál Jóhannesar bónda og fyrrverandi frúar engan endi ætla að taka, en Jóhannes yngist með hverjum degi, og aðsókn þar betri en áður.... Leikhúskjallarinn er að ná sér aftur eftir að gestir tvístruðust yfir sumarið og sagt er að þangað komi útlendir skemmtigraftar með haustinu. 'lýff vikublað í s.l. viku hóf nýtt vikublað, ÁSINN, göngu sína, en blaðið flytur eingöngu létt efni, ástar- sögur, sakamálasögur, mynda- sögur, skrítlur o. fl. Ásinn er all- ‘skreytt blað, frágangur nýstár- legur, prentað í tveim litum í Steindórsprenti. Ritstjórar eru Jón K. Magnússon og Bogi Arn- ar Finnbogason; en hlutfélagið Ásinn gefur það út, en formaður þess er Klemens Guðmundsson. Blaðið er 16 blaðsíður. Kosningarnar Framhald af 4. síðu er einnig á listanum Arnór Sigurjónsson, en hans póli- tíski ferill er orðinn langur og flókinn, Framsókn, Bændafl., Alþýðuflokkur, hálfkommúnismi, og nú Þjóð- vörn. En þrátt fyrir þetta er Arnór vor alltaf samur við sig, hann er hinn húmorlausi idealismi holdi klæddur. Og það má Arnór eiga, að honúm dettur ekki í hug að nota stjórnmálin í eiginhagsmuna- skyni. Alltaf vill hann betr- umbæta hlutina, kippa í lag, framkvæma fagrar hugsjón- ir. Þetta er bæði gáfumaður og vænn maður, og skelfing eiga svona menn gott. Hjá Alþýðubandalaginu hafa þau tíðindi gerzt helzt, að Hannibal er látinn víkja af listanum. Þetta á sér langa forsögu, sögu um hörð átök milli réttlínumanna og hinna. Alfreð, fær aftur á móti að vera í öruggu sæti, þó að réttlínumenn fari sízt virðu- legri orðum um hann en Hannibal. Eðvarð Sigurðsson er aft- ur á móti á línunni með kurt og pí. Sumir réttlínumenn eru þó á þvi, að Snorri Jónsson, einnig klár réttlínumaður, hefði átt að vera í þriðja sæt- inu. Margrét Sigurðardóttir, sem skipar fjórða sætið er álíka óþekkt manneskja og Pétur Sigurðsson á Sjálf- stæðislistanum. Því ekki að setja Öddu Báru Sigfúsdótt- ur, þjóðkunna og stórgáfaða konu, í þetta sæti ? AJAX. Grein Jónasar Framhald af 4. síðu. stækkað og bætt og hefur síðan verið sumarheimili forsætisráð- herra. Væntanlega verður þar síðar reist fallegt en ekki stórt steinhús þar sem æðstu stjórn- arvöld landsins gætu tekið á móti gestum landsins innlendum og erlendum. Þessar ríkisbyggingar eru lítt hæfar til að vera stjórnarheimili nema Arnarhvoll sem er yfirlæt- isleysið sjálft en nægir fyrir sitt hlutverk. Öll hin húsip þurfa að endurfæðast til að vera í sam- ræmi við þúsundir myndarlegra nútímaheimila um allt land. Þær eru oft fyllilega sambærilegar við það sem bezt er gert í þeim efnum erlendis. Ei' ástæða til að ryfja upp fyrir forráðamönnum landsins og Reykjavíkur hve hrapalega byggingar í ahnanna þágu hafa dregist aftur úr í sam- keppni við hina athafnasömu ein- staklinga sem reisa ný. og glæsi- leg framtíðarheimili fyrir sig og sína afkomendúr jafnt í bæ og byggð. Trúboðinn: Ef ég leiði asna að fötu af vatni og að fötu af bjór, hvort mundi hann þá drekka. Hinn ósannfærði: Vatnið. Trúboðinn: Réttl Hvers vegna?, Hinn ósannfærði: Af því hann er asni. Mánudagur 5. október 1959 I dag, sunnudag, er hinn árlegi Berklavarnadagur, sá 21. í röð- inni. Þórður Benediktsson, forseti SÍBS, skýrði svo frá að dagur- inn yrði að mestu með sama sniði og áður, blaðið Reykjalundur og merki seld á götum um land alit. Kjartan Guðnason forstjóri Ihins jnýja vinnuhælis að Múlalundi, sem ætlað er öryrkjum, skýrði frá verkefnum þar sem er framleiðsla á regnkápum barna, inöppum af ýmsum gerðum, sjóstökkum úr plasti o. fi., en nýjar vélar sem rafbræða plast hafa verið teknar í notkun. Kjartan kvað verkefni ærin, og bráðlega yrði bætt úr húsnæðisskorti, sem þeg- ar væri mikill. Dr. Oddur Ólafsson yfirlæknir og framkvæmda- stjóri Reykjalundar skýrði frá því að stöðugt væri aukið við bygg- ingar þar og framkvæmdir í fullum gangi. Er talið líklegt að SÍBS taki að sér hjálp varðandi öryrkja, enda sýnir verk þess að for- ptöðumöhnum SÍBS er fyllilega trúandi fyrir þessum vanda. í dag minnast menn hins fórnfúsa starfs með því að kaupa rit og merki af sölubörnum Lifandi hljcmplöfur Hljómplötukyniimg íslenzkra tána j Ausfurbæjarbíói í kvöld kl. 11.15 Víða erlendis hefur tíðkazt um árabil, að fremstu hljóm- plötusöngvararnir komi fram og kynni plötur þær sem eru um þ. b. að koma út, nú hafa IS- LENZKIR TÓNAR efnt til liljómplötukynningar í Austur- bæjarbíói í kvöld kl. 11.15 og munu þar koma fram fremstu dægurlagasöngvarar okkar auk ýmissa annarra atriði. Kynnt verða 30 ný lög, íslenzk og erlend og eru þau flest með íslenzkum textum eftir m. a. Jón- Sigurðsson, Björn Braga, Val- gerði Ólafsdóttur, Ása í Bæ og fléiri. Söngvarar þeir er fram koma eru m. a. Helena Eyjólfs- dóttir, Óðinn Valdimarsson með Atlantic kvartettinum, Anna Sigga og Soffía, Gerður Bene- diktsdóttir og S.A.S. tríóið sem mun syngja: með Hljómsveit Árna ísleifs, Jóhann Konráðsson mun syngja vinsæl dægurlög og Karl Sigurðsson leikari mun kynna. Skemmtunin verður aðeins í þetta eina sinn, og verður ekki endurtekin og er öllum ráðlagt að siá þessa vinsælu listamenn, og heyra lög þau er eiga eftir að verða vinsæl í vetur. (Frá íslenzkum tónum). Nýr hershöfðingi Islendingur ? — - Úfilokað íslandingar hafa sjaldan liaft nokkurn áhuga á því hver stjórnar hernum á Keflavíkur- velli. í síðustu viku barst út sá orðrumiir að hermála.stjórn Bandaríkjanna hefði ákveðið að senda RAGNAR STEFÁNSSON, höfuðsmann, sem hér var með bandaríska hernum á árunum. Þessi orðrómur mun vera upp spuni einn, og engar líkur til þess að Ragnar komi hingað þessara erinda.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.