Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. október 1959 Örvæntingin greip Pauline. Hún mundi óljóst, að hún hafði heyrt, að sandstormur gæti staðið marga daga, og eftir nokkra klukkutíma mundi Lucius koma aftur og ætlaðist til að hún væri þar og biði hans . . . 19. KAFLI Lucius lokaði dyrunum að herbergi frú Arbuthnot og gekk að stiganum þungbúinn á svip. Hann gekk niður í forstof- una og inn í bókaherbergið, tók upp heyrnartólið á síman- um, en skellti því strax á aft- ur. Það var brjálæði að ætlazt til, að sími, sem var í ólagi, gæti gefið honum samband. Hann horfði á úrið sitt og svo á klukkuna á arinhillunni. Hvar var Pauline? Storminn hafði lægt eins skyndilega og, hann hafði skollið á. Jafnvel þótt þau hefðu lent í honum, þá hlyti ferðafólkið að vera komið heim til Neveu uít betta leyti. En nú var síminn bnaður, svo hann gat ekki hringt þangað. Flugvélin, sem hann kom með, íiafði flogið fyrir ofan óveðrið, en samt sem áður ekki getað lent og oi‘ðið að fljúga til annars flugvaftar lengra frá. Afleiðingin var sú, að hann kom klukkutím- um seinna en hann hafði bú- izt við, og var frú Arbuthnot þá áhyggjufull út af því, að Pauline hefði lent í stormin- um. Það versta var, að Luci- us fannst hann ekki geta yfir gefið húsið — þó að hann von aði, að frú Arbuthnot væri farin að sofa. Hann hafði neyðzt til að gefa henni róandi meðöl og hafði áhyggjur út af, hvaða afleiðingar þessir viðburðir hefðu á hana. Annars hefði hann farið sjálfur til de Nev- eu. Hann gekk fram og aftur eirðarlaus. Ef einum bílanna hefði hvolft eða rekizt á eða — eitthvað haf ði komið f yrir! Fólkið sagði, að stonnurinn hefði byrjað á eyðimörkinni fyrir klukkan fimm. En það var sama. Það hafði lygnt af t ur fyrir tveim tímum. Loftið var hreint, og bráðum færi að daga. Allt var þakið þessu and styggilega sanddufti. Hann renndi fingrunum yfir skrif- boiiðið. ímyndunarafl hans, sem venjulega var haldið stranglega í skefjum, fékk lausan tauminn. Það var svo margt, sem komið gat fyrir. Meðan hann var í burtu, hafði hann séð það enn betur, hversu mikils virði Pauline var honum, og að án hennar mundi Iíf hans einskis virði. Pauline hans með sín björtu, fallegu augu, sem birtu hon- um leyndárdóma hjarta henn ar .... Hann leit upp og hlustaði og á næsta augnabliki var hann kominn fram í forstof- una. Ahmed, sem hafði setið við framdymar alla nóttina, var jbegar búm að opna. 26. Hermina Black: PAULINE En það var Clare, sem kom inn. ,,Ó, það er ég viss um, að það tekur marga tíma að þvo af mér rykið,“ hrópaði hún, „halló — Hann þreif í handlegginn á henni. „Hvar er Pauline?“ „Pauline? Er hún ekki ennþá komin heim?“ „Nei. Hvar er hún?“ „Lucius — handleggurinn á mér“. Án þess að biðja afsökunar sleppti hann henni. Hún nuddaði á sér handlegginn. „Hvar er Pauline?" spurði hann aftur. „Af hverju er hún ekki metð þér? Hefur eitthvað komið fyrir hana?“ Þarna var tækifærið! Clare hafði ekki mikið í- myndunarafl, en staðreyndir kunni hún að nota. „Vinur minn“, sagði hún hlýlega, „það er ekkert að henni. Það hefur kannske eitthvað komið fyrir bílinn hans Gerards." „Hvað segirðu — hvers bíl“? „Gerards.“ Hún setti upp sakleysissvip. „Þú veizt ekki hvernig svona sandstormur er. Við misstum öll hvert af öðru. Við bjuggumst við, að þau hefðu komið hingað beint. André keyrði mig hing- að, því honum fannst ég ekki getað verið heila nótt í ung- karlsíbúð — þú veizt, hvað manni kemur á óvart, hvað Frakkar eru í raun og veru siðavandir! Hann reyndi ekki einu sinni að!—“ „Haltu þér saman!“ Luc- ius hreytti orðunum út úr sér. „Hvað var Pauline að gera með Gerard?“ „Góði minn, hann keyrði hana. Hann fór í staðinn fyr- ir þig“ Clare þagnaði. „Hlust- aðu —“. Annar bíll hafði numið staðar fyrir utan. 1 þetta sinn var það Lucius, sem opnaði dyrnar og stóð and- spænis Pauline og Gerard, sem hálfbar hana. „Lucius—“, hún horfði á hann hálf utan við sig, „elsk- an—“ en þegar hann hreyfði’ sig ekki á móti henni, sleppti hún handlegg Gerards og ætlaði að ganga til hans, en hann gerði ekkert til að komaá móti henni, aðeins stóð og horfði á hana, kulda- legur á svipinn. „Hvar hafði þið verið?“ sagði hann. „Þetta er eftir þér!“ hróp- aði Gerard, „hvar hafið þið verið. Nú, hvar höfum við ekki verið! Þvert í gegnum Sáhara og aftur heim. Við misstum gjörsamlega af hin- um, og svo sprakk eitt hel- vítis hjólið hjá mér. Það var svartamyrkur, en svo kom tunglið fram, og þessi ódrep- andi stúlka heimtaði að taka við stýrinu, og það var hún, sem bjargaði okkur hingað. En nú er hún líka úrvinda af þreytu, og það þarf að gefa henni eitthvað að drekka og það strax og koma henni svo í rúmið. Vel á minnzt að drekka — ef það er nokkurt whisky hérna, þá látið þið mig í guðs bænum fá það.“ „Já, í hamingju bænum við skulum ekki standa hérna lengur“, sagði Clare, „Paul- ine er auðsjáanlega alveg að gefast upp“. „Ég jafna mig — bráðum." En þegar Pauline hreyfði sig, þá hálfhneig hún, svo þ|að var Gerard, sem setti handlegginn utan um hana og hjálpaði henni inn í bóka- herbergið. «> Hún var alltof þreytt til að ýta honum frá sér, og er hann hafði hjálpað henni að stól, hneig hún niður. Klukku- stundum saman hafði hver taug í henni verið spennt til hins ýtrasta, að því marki að komast á einhvern hátt heim. Þegar hún sá Lucius, var hún eins og uppgefinn sund- maður, sem eygir loksins björgun. En móttökur hans voru eins og högg á andlitið, og hana sveið undan því. „Drekktu þetta“. Hún leit úpp, og hann rétti henni glas, og þegar hún tók það spurði hún: „Hvað er þetta ?“ „Drekktu þetta“, skipaði hann. Hún hlýddi, drakk helm- inginn af víninu, og augna- bliki síðar, þegar hún fann, að var að koma líf í hana, setti hún glasið frá sér á FEAMHALDSSAGA borðið og spurði: Frú Arbuthnot — eg vona, að hún hafi ekki orðið hrædd“. „Þú getur varla búizt við, að hún mundi ekki verða það.“ sagði Lucius kuldalega, „ég vona bara, að áhyggjur hennar hafi engar alvarlegar afleiðingar. Paúline stóð upp. ? „Ég verð að fara til henn- ar.“ Nei. Hún sefur núna, og það má ekki ónáða hana“, sagði Lucius með sömu hörk- unni í röddinni. „Það væri vissara fyrir þig að f ara beint í rúmið sjálf.“ „En ég þarf að útskýra.“ „Það er nógur tími á morg- un að gera það. Taktu inn eitthvað róandi til að sofna við, nema þú viljir gera illt verra með því að verða veik sjálf.“ „Ég skal koma upp með þér, sagði Clare, „það er leið- inlegt, að þetta skyldi koma fyrir þig, þegar okkur gekk svona vel öllum hinum og er- um komin heim fyrir mörgum tímum.“ Rödd hennar hljómaði samúðarfull, en Pauline hafði jafnað sig nóg til þess að vita, að Clare var ánægð yf- ir því, hvernig farið hafði.“ „Þakka yður fyrir, ég get gengið ein. Ég er alveg búin að jafna mig núna,“ sagði hún. Lucius hreyfði sig eins og hannl ætlaði með henni til dyranna, en Gerard varð á undan honum. „Góða nótt Polly,“ sagði hann, „ég fer á molrgun. Komist ég ekki í samband við þig gegnum símann, þá skrifa ég.“ „Góða nótt“. En augu hennar hvíldu á Lucius. Kannski hefði bænarsvip- urinn í þeim mýkt reiðina í hjarta hans, ef Gerard hefði ekki verið þarna og látið eins og hans væri eignarrétturinn. Eins og á stóð, sagði hann að- eins „Góða nótt“ og sneri sér undan. Þegar Pauline kom upp í herbergi sitt, var hún orðin svo úrvinda af þreytu, að hún vfar e|kki fyrr lögzt upp í rúmið en hún féll í djúpan svefn. II. Lucius starði út um opinn gluggann á bókaherberginu. Sólin hafði aldrei skinið bjartar eða himinnninn verið blárri. Stormurinn daginn áð- ur hafði ekki skilið eftir nokkur merki — en óveðurs- skýin á enni doktor Bellamys voru ótvíræð. Ef til vill — ef hann hefði látið eftir hinni frumstæðu löngun til að slá frænda sinn niður, kvöldið áður, þá hefði hann getað sofið og liti nú með heimspekilegri augum á málið. Því miður gerir sið- menningin sínar kröfur, og hann var tilneyddur að muna, að hann var staddur í húsi frú Arbouthnot, og ef hann hefði látið eftir löngun sinni, hefði hún getað vaknað og orðið ennþá hræddari en hún var fyrir. Svo Gerard hafði sloppið með fríðleik sinn ó- skertan. Hann heyrði að dyrnar voru opnaðar, og þegar Paul- ine sá hann, nam hún staðar í dyrunum. Hún var föl og tekin, sem snöggvast lángaði hann að taka hana í faðm sér, en svo varð endurminn- ingin um hana aleina í bílmrai með Gerard lönguninni yfir- sterkari. Pauline hafði verið of þreytt kvöldið áður til þess að skilja það, hve reiður hann var, en nú þegar hún sá, hvernig hann horfði á hana, þá fannst henni- sem hún stæði fyrir framáii steinvegg. Um frárennsiismá! Selfimínga Grein Mánudagsblaðsins um frárennslismál Seltirninga hefur vakið mikla athygli á Seltjamar- nes og blaðinu boxúzt þakkir í- búanna, sem í vandræðum hafa átt. Sigurður í Steinnesi, framá- maður Framsóknarmanna, skýrði þó blaðinu svo frá að ranghermi væri að hann hefði frárennsli. Hann, bræður hans svo og Jón í Nýjabæ, væru. allir á rennslis- lausa svæðinu, og væri ástandið þar óþolandi. Frásögn blaðsins var alveg rétt í meginatriðum, en orsök ástandsins mun vera sú, að vérk- takinn, Ingólfur Sigurðsson, sem bæði sér um frárennslið og sorp- hirðingu hefur gjörsamlega svik- ið það, sem um var samið af hreppsins hálfu. Ruslið var ó- hreyft og ólestur á öllu. Vitan- lega verður að benda á, að hreppsnefndin hefur verið of lin í kröfum gagnvart Ingólfi, og má sér sjálfri um kenna S þeim efnum. Hinn góði hreppsstjóri Sigurð- ur í Steinnesi er svo aðeins 1/10 úr ritstjórn Ingólfs, málgagns Framsóknarmanna, og verður því ekki kennt um villukenning- ar blaðsins — nema þá að 1/10 hluta. Vonar nú alþjóð að skjótt bætist um í málefnum Seltirn- ináa og að brátt geti allar fjöl- skyldur þar notið frárennslis og annarra gæða, sem sjálfsögð þykja hér í Reykjavík.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.