Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. október 1959 AJax skrilar um Kosningarnar , Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. í lausasölu. Ritstjóri og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13495. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. íónas Jónsson, frá Hriflui Stjórnarhallir og borgaraheimkynni ' Það tiiheyrir valdamönnum að hiis þeirra beri vott um reisn og veldi. Keisarar, konungar, stjórnarherrar og höfuðsmenn í trúmálum hafa reist mörg stærstu og fegurstu hús sem til eru á jörðinni. Aðall og auðmenn landanna hafa fylgt þessu for- dæmi í slóð fyrri valdamanna. Síðan lýðræði hófst hafa tveir aðilari sý(nt mestan, stórhug jí þessum málum. Annars vegar miklir auðmenn og hlutafélögin, ræningjaskip þeirra. Hinsvegar hafa frjálsir borgarar í frjálsum löndum sýnt stórhug sinn með því að byggja voldugar og fagrar þinghallir og stjórnarbyggingar. Með batnandi fjárreiðum borgar- anna hafa þeir reist sér sjálfum holl, listræn og smekkleg heim- kynni. Það er eðlilegt í frjálsu landi að húsakynni almennings og sameiginlegar byggingar stjórnarvaldanna séu með nokkr- um glæsibrag. Hallir íslenzkra stjórnarvalda bera enn svip þeirra tíma þegar Island var einskonar hreppur í Danmörku. Stjórnarhallir íslend- inga eru fimm: Forsetabústaður- inn á Bessastöðum, Stjórnarráðs- húsið við Lækjartorg, Arnar- hvcll, Ráðherrahúsið við Tjarn- ai-götu og konungshúsið á Þing- vöillum. Magnús Gíslason amtmaður, vinur og samstarfsmaður Skúla fógeta byggði bæði Bessastaða- húsið stiúmarhfdllina við Lækjai'torg. .jVIagnús var stór- liugá’ ‘maður þýí að- hann reisti þessi tvö stórhýsi í hallæri en býggfeí þó StórL og “ hafði teikn- ingar og nokkra verkforustu frá érlendum kunnátttumönnum. Bessastaðir áttu að vera amt- mannssetur og heimili amtmanns meðán til vannst. Stórhýsið í Reykjavík átti að vera í senn atvinnustöð fyrir hungurlýð landsins og auk þess fangelsi fýrir afbrotamenn, bæði konur og karla. Vinnuskylda hvíldi á visfmönnum eftir því sem við mátti koma. Eftir mannsaldur tók danski landstjórinn í Reykja- v'ik fangelsið af vistmönnum og rak þá með harðri hendi til sinna sveita. Sjálfur gerði hann heimili í fangelsinu og taldi bet- ur við eiga að mesti valdsmaður landsins ætti þar heima í vegleg- asta húsinu fremur en þjófar og landshornamenn. Nú var ekki lengur til innlent fangelsi. Smá- syndarar voru þá hýddir hver i sínum átthögum en stórglæpa- menn þjáðir í dönskum þræla- viafum. Sat við þetta þar til reist Vaf~fangelsi við Skólavörðustíg eftir að landið var byrjað a hafa nokkur fjárráð. Landshöfðingi tók við bústaðnum og hinu víð- lenda Arnarhólstúni af land- stjóra Dana og bjó þar þangað til Hannes Hafstein varð ráðherra. Breytti hannj húsinu i bráða- birgðaskrifstofubyggingu og hafði þar um stund valið lið. Síð- an hefur húsinu ekki verið breytt til bóta nema þegar Vil- hjálmur Þór gerði fyrir landsins hönd á því gagngerðar endur- bætur. En megingalla var ekki hægt að nema burt. Stjórnarráð- ið er gamalt hús, veggir þykkir og illa byggðir. Gólf, loft og skil- rúm úr 'timbri. Húsið getur eyði- lagst á hálfri stundu hvenær sem eldúr. verður þar laus og mundu brenna þar óbætanleg skjöl og heimildik- Arnarhvoll var byggður í al- þingishátíðarhrifningunni til að reyna að sameina í eitt myndar- legt skrifstofuhús sem flestar skrifstofur ríkisins en þær voru fram að þeim tíma dreifðar um allan bæ oft í lélegum en þó dýr- um húsakynnum. Guðjón Samú- elsson stóð fyrir húsagerðinni. Hússstæðið er prýðileg lóð sem ríkið átti. Hinn forni suðræni hallarstíll átti vel við staðinn. Arnarhvoll kostaði rúmlega 300 þús. kr. en hefur sparað landinu óhemjufé. Talið er að ríkið greiði nú allt að tíu milljónir kr. í húsa- leigu fyrir nýjar skrifstofur sem ekki rúmast í Arnarhvoli. Þó að þessi skrifstofubygging væri ekki ætluð til að vera sem stjórnarset- ur hefur hún bjargað fjölmörg- um ráðherrlum frá algeru hús- næðisleysi með skrifstofu og hjálparsveitir. Hannes Hafstein byggði ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Það er myndarlegt timburhús. Þar halda ráðherrar landsins veizlur sínar fyrir inn- lenda menn og útlendinga. Þegar Svíakonungur kom hingað í heimsókn lét einn af blaðamönn- um Svia falla háðuleg orð um „hvalstöð" þá sem íslendingar hefðu fyrir gestastofu þjóðhöfð- ingja. Satt er það að nokkuð af viðum hússins var eitt sinn hval- stöð á Vesturlandi. Ádeilan var að visu kesknisorð en vel mega íslendingar vita að þjóðarsæmd er oft metin eftir húsakynnum og framkomu tilhaldsmanna á stórmótum. Hannes Hafstein og Tryggvi Gunnarsson reistu á Þingvöllum úr timbri hið svokallaða kon- ungshús 1907. Þingvallanefnd flutti húsið á stóra og glæsilega lóð vestan Öxarár. Var húsið Framhald á 8. síðu Það er eitt helzta krydd lífsins hjá mörgum íslend- ingum að láta æsa sig upp í háspennu út af pólitík. Hjá þessu fólki gegna stjórnmál in svipuðu hlutverki og haschisch hjá Austurlanda- búum, þau halda því í æsinga- vímu, sem ekki svo sjaldan fer að nálgast hið sjúklega. En þetta getur líka átt sína kosti. Smáborgarinn, sem lif- ir gráu og tilbreytingarlausu lífi, fær í stjórnmálaæsingn- um útrás fyrir ástíður, sem annars eru honum framandi, hatur, ást og tilbeiðslu. Það væri hálfljótt að taka stjórn- málaofstækið frá slíku fólki, það væri að ræna lambi fá- tæka mannsins. Þrátt fyrir allt er ég þó ekki viss um, að flokkunum takist að æsa fólk eins mikið upp við þessar haustkosning- ar og þeim tókst í vor. Það er pólitísk þreyta komin í marga. Og svo er það, að með hinu nýja kosningaskipulagi verða úrslitin ekki eins spennandi og þau gátu orðið í litlu einmenningskjördæm- unum. I nýju kjördæmunum má víða sjá nokkurn veginn fyrirfram, hyerjir verði kjörnjr. Hvernig fara kosningarnar! Kosningarnar í vor snerust að langmestu leyti um eitt mál, kjördæmamálið. Fyrir ■-þessar kosiningar verður aft- ur á móti sennilega aðallega rifizt um efnahagsmál og lík- lega einnig ýmis mál í sam- bandi við herstöðvarnar. Og ekki er ennþá gott að sjá, hvernig flokkarnir halda á spöðunum í sambandi við ennþá gott að sjá, hvernig flokkarnir halda á spöðunum í sambandi vió þau mál. Þó er ég á því, að í sveitunum muni Framsókn græða á af- urðasölumálunum, þar er komið við hjartað í sveita- fólkinu. Og auðsætt virðist einnig, að Framsóknarmenn hyggist vinna atkvæði frá kommúnistum og Þjóðvörn á herstöðvamálinu, hvernig svo sem það kann að takast. Aldrei síðan ameríski herinn kom í landið, hefur Fram- sókn verið jafn hvassyrt í garð hans og nú. Sennilega heldur Fram- sókn því atkvæðamagni, sem hún fékk í vor, eykur það jafnvel sums staðar. Sjálfstæðisflokkurinn er á milli steins og sleggju í af- urðasölumálunum, hann er að reyna að taka tillit bæði til framleiðenda og neytenda, en eins og landið liggur nú, er það hægara sagt en gert. Þarna á Framsókn, sem fyrst og fremst er framleiðenda- flokkur, hægara með að æsa upp sveitafólkið. Ef til vill bætir Sjálfstæðisflokkurinn dálitlu við sig í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi, en annars staðar á landinu þykir mér líklegt að hann standi í stað eða missi fylgi. Alþýðuflokkurinn hefur í afurðamálunum fyrst og fremst tekið tillit til hags- muna neytenda. Ekki er ó- hugsandi, að hann græði eitt- hvað á þessu í þéttbýlinu, t.d. í Reykjavík, en meðal bænda er hann áreiðanlega ekki elskaður um þessar mundir. Mér þykir trúlegt, að Alþýðu- flokkurinn fái svipað at- kvæðamagn og síðast. Svipað er að segja um Al- þýðubandalagið, kjörfylgi þess verður sennilega líkt og í vor. Reyndar hef ég hitt vsvo bjartsýna kommúnista, að þeir hafa haldið því fram, að flokkurinn muni græða þúsundir atkvasða á tungl- skoti Rússa, en heldur er ég vantrúaður á það. Hinn gamli máni er ekki enn farinn að hafa áhrif á íslenzka pólitík, hvað sem síðar verður. Miklu frekar mundi Alþýðubanda- lagið græða á því, ef ameríski herinn á Keflavíkurflugvelli fer að gera einhver ný glappaskot rétt fyrir kosn- ingar. Þjóðvarnarflokkurinn er engan veginn af baki dottinn og býður nú fram í þremur kjördæmum. Hann heldur sennilega því fylgi, sem hann hafði í vor, en það nægir honum ekki til að koma manni á þing. Og það er trú- in á, að þetta sé vonlaust, sem er helzti Þrándur í Götu Þjóðvarnarflokksina. Það eru sennilega varla færri en tíu þúsund kjósendur, sem að miklu leyti gætu fellt sig við stefnuskrá hans. En þorrinn af því fólki styður nú Fram- sókn og litlar líkur eru til, að því verði breytt fyrir kosningar. Reykjavík Ef kjósa hefði átt tólf þingmenn í Reykjavík við síðustu kosningar, hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið sjö, Alþýðubandalagið tvo, Alþýðuflokkurinn tvo og Framsóknarflokkurinn einn. En ekki hefði þurft miklar breytingar á atkvæðamagni til þess, að útkoman hefði orðið önnur t.d., að Fram- sókn hefði fengið tvo eða AI- þýðubandalagið þrjá. Ekki vérður sagt, að list- arnír í Reykjavík séu neitt sérstaklega spennandi, hjá flestum flokkunum er þar sami grautur í sömu skál og verið hefur lengi að undan- förnu. Hjá Alþýðuflokknum eru öll efstu sætin skiþuð eins og síðast. Nú er Friðfinnur Ölafsson neðarlega á Reykja- víkurlistanum, en manni finnst að hann hefði verið sjálfkjörinn til að verða efst- ur á lista flokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Eins og áð- ur er Sigurður Ingimundar- son einn sterkasti maður list- ans. Þarna er einnig hinn vin- sæli tómstundakennari Jón Pálsson. Hjá Framsókn eru einnig litlar breytingar. Nú er eftir að vita, hvort Einari Ágústs- syni tekst að komast á þing,: það stendur sennilega glöggt. Á lista Sjálfstæðisflokks- ins eru breytingarnar hvað mestar. Björn Ólafsson víkur nú af þingi. Hvort það er að öllu leyti samkvæmt eigitt ósk, eins og lýst er yfir, skal ósagt látið. Björn hefur lengi átt volduga f jandmqnn innan Sjálfstæðisflolt’ksir|s,! en að vísu einnig nokkurn hóp tryggra f ylgisman^a. Frú Auður Auðuns er nú í öðru sæti listans, og er það sterkt framboð. Pétur Sigurðsson, sem er í sjöunda sæti og sennilega öruggur um kosn- ingu, er algerlega óþekktur maður, óskrifað blað. Jafnvel framámenn í Sjálfstæðisfl. segjast engin deili vita á honum. Þetta er það, sem Ameríkumenn kalla „dark horse“. I áttunda og níunda sæti eru hinir f ornu fóstbræð- ur Birgir Kjaran og Bavíð Ólafsson. Á sínum órólegu sokkabandsárum munu þeir báðir hafa verið nazistar, en menn, sem voru í .Þjóðernis- hreyfingu Islendinga má nú líta í öllum flokkum. Og þetta eru ekkert verri menn, þó að þeir á unglingsárunum hafi látið hrífast af einkennisbún- ingum og trumbuslætti. Þeir Birgir og Davíð eru báðir fyrir löngu orðnir skikkan,- legir borgarar og hættir að halda, að Churchill gamli sé djöfullinn holdi klæddur. Hjá Þjóðvarnarflokkuum er sú breyting helzt, að í stað Bergs Sigurbjörnssonar er kominn í annað sæti þorvald- ur Ömólfsson, kennari við Kvennaskólann. Og ungpíur frá þeim skóla segja, að hann sé yndislegasti maður á jarð- ríki, þær mega vart mæla af hrifningu, ef á hann er minnzt. Spurningin er bara sú, hve margar af þeim eru orðnar atkvæðisbærar. Hér Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.