Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Blaðsíða 3
Gömul saga — Gleym mér ei vinur Mánudagur 5. október 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDA6SÞÁNKAR Jóns Reyhvíhings Um „hreinsanir" Það hefur mörgum orðið imdrunarefni, að þeir sem nú ráða, skuli una því, að Jón ívarsson sitji enn á Innflutningsstofunni, en hann er, eins og öllum er kunnugt, sé'rstakur fulltrúj Samhands íslenzkra sam- vinnufélaga og er auk þess maður illskiptinn. Þykir mörgum, sem þó neyðast til þess, „súrt“ í broti að þurfa að leita með sín mál til þeirrar persónu. I sambandi við Jón ívarsson vaknar önnur spuming. Eins og vitað er, framkvæmdi vinstri stjórn in svokallaða endurskipu- lagningu banliastarfsem- innar, en þessi endurskipu- lagning var að mestu leyti í því fólgin að koma nokkr- um . rétttrúuiðuin að i bánkastjórastöður, og fengu þeir Finnbogi Kútur og Jóhannes Elxasson þar með. góða bita. Þessir menn höfðu aldr- ei nálægt bankamálum komið, en sá fyrrtaldi var ehm af máttarstólpum v. samstarfsins allt fram til hins síðasta, og sá síðar- taldi var óskabarn Ey- steins Jónssonar. Þannig var losað um stöðu í Landsbankanum, og sat Emil Jónsson þar þangað til hann varð forsætisráð- herra. Nú spyrja menn sjálfa sig, hvort við þetta verði látið sitja, ef stjóm sezt að völdum, sem hvorki Framsókn né kommar eiga hlut að. Það sýnist raunar heldur ótrúlegt. Þá yrði aftur að setja nýja banka- löggjöf með öllu því bram- bolti, Jsem því fylgir, til að hreinsa ófögnuðinn út. Svo gæti þá farið, að við hver stjórnarskipti væri allt sett í háaioft í bönk- unum, en það yrði sízt af öllu til að auka traustið á peningamálum okkar út á við. En hvað sem því líður, er heldur ótmlegt, að rík- isstjórn skipuð skikkan- legum mönnum vilji hoi-fa upp á það, að Finnbogi Kútur tróni í öðrum stærsta banka landsins, hvað sem Jóhannesi líður. Sá munur er þó altént á þeim Finnboga og Jóhann- esi, að sá fyrrtaldi er í eðli sínu vondur maður, en það er sá síðamefndi ekld. Vissulega er nauðsyn á því hjá okkur, að „hreinsa til“ á ýmsum stöðum, en óneitánlega mundu slíkar hreinsanir setja hálfgerð- an Suður-Ameríku-svip á okkar þjóðlíf. Hjá okkur yrðu þá aðferðirnar svip- aðar og í smáríkjum Suð- ur-Ameríku, þar sem em- bættismenn eða aðrir háttsettir menn í landinu lifa ekki lengur í stöðunni en meðan sá einræðisherra situr, sem er að völdum, þegar þeir fá embættið. Þegar honum er svo steypt af stóli, er ölíu snúið við. En hvað sem Suður- Amei’íku líður, þá er óhjá- kvæmilegt að gerá vissar „hreinsanir“ hjá okkur, ef færi gefst. Dæmið um Finnbogá' Kút er alveg ljóst, og Jón ÍVarsson á að hverfa af sjónarsviðinu. Hér má reyndar gera þá athugasemd, að Innflutn- ingsskrifstofan í þeirri mynd, sem hún er, á alger- lega að hverfa, en það er öimur saga. Sirkus Vilhjálms Þór Það vakti að vonum ekki litla athygli, þegar það spurðist, að S.I.S. fengi ekkert útsvar og styddist þar við lög og dóma. Út af þessu fékk forstjóri S.I.S. birta grehi eftir sig í Mbl. með andlitsmyúd, til þess að útskýra, hvern- ig á þessum ósköpum stæði. Forstjórinn segir þar — klökkur — að heldur vilji liann, að S.I.S. borgi til bæjarþarfa en í hallarekst- ur. En S.I.S. hefur sífelld- lega átt í þrasi út af gjöld- um sínum til' bæjarins og lxefur sízt af öllu sýnt nokkum vilja til að borga til K.víkurbæjar. Þessi królcódílstár Erlendar eru hálf-brosleg. Svo er það einn maður, sem er nátengdur S.I.S., en það er Vilhjálmur Þór, fyrr\Terandi forstjóri þess. Hann hefur lika átt í úti- stÖðum við Keykjavíkur- bæ út af gjöldum sínum til bæjarins, vegna þess að hann tapaði svo miklu — vesalingur — á einhverju braski, sem hann hefur austan við Fjall. En fram að þessu hefur Vilhjálmi ekki orðið kápan úr því klæðinu, en skatt- og út- svarslaus seðlabankastjóri væri náttúríega eitt meiri íiáttar viðúndúr Veráldai*. Vilhjálmur þekkir sig vel í Ameríku. Þar eru stórir sirkusar, sem gera mikið af því að sýna sjald- gæf dýr og alls konar van- skapninga. Á slíkum sirk- usmn má t.d. líta „feitustu konu heimsins“, „dverg- vaxnasta mann heims“, eða þá „hávaxnasta mann veraldar“. Landi vor, JÓ- hann risi, hefur sýnt sig á slíkum stöðum, og livernig væri, ef Vilhjálm- ur fetaði nú í fótspor þessa fræga landa síns og léti sýna sig þar í Ameríku. Þá væri sett upp hjá hon- um stórt spjad, sem á væri letrað: „Skattlausi seðla- hankastjóriim“ eða eitt- hvað þvílíkt. Svo mundi Vilhjálmur, þegar hann væri orðinn nógu þekktur þar westra, setja upp leið- beiningarskrifstofu í hvaða stórborg sem hann vildi — jafnvel í Wall Street — því allir fjjár- málamenn og spekúlantar í Bandaríkjunum vildu vitaskuld fá að læra af honmn listina — já, það vær dásamleg dýrð handa Vilhjálmi. Spekulafíonisminn Kosningaslagurinn er heldur bragðlítill. Raunar svipaður því sem var, nema heldur daufari, ef nokkuð er. Það mun sann- ast, að þegar fram líða stundii’, verða kosningar til Alþingis enn minni við- bui'ður í vitund almonn- ings en nú er. Það örlar á ýmsu, sem sýnist benda til þess, að sú kjTislóð, sem nú er að vaxa upp, verði tiltölulega ópólitísk — þegar á heild- ina er litið. Það er eklxi f jarri því, að allur glumru- gangurinn í eldra fólkinu gangi fram af miklum fjölda af yngri kynslóð- inni. I þessu er fólgin viss hætta, en stjórnmálin mundu þá gefa alls konar kaupahéðnum betra oln- bogarúm én nú er, og ]>á er sannarlega langt til jafnað. Nóg er nú af slík- mn fyrirbærum, þó ekki bætist við. Spekulation- isminn, potið og annað því- Iíkt er nú orðið svo áber- andi í stjórnmálalífi Is- lendinga, að það er orðin meinsemd, sem grafa verð- ur fyrir, ef ékki á illa að fara. En það er lítil von til þess, að svo verði. Mildu fremur á þetta eftir að aukast — ef mín spá er rétt — til mikils voða fyrir land og lýð. Laugarnesbúar Daglega nýafskorin blóm Blómabúðin HUNNI Hrísateig 1 (gegnt Laugar- neskirkju) — Simi 34174. Sivago læknir septembo(r4bók Almenna Bókafélagsins. Út er komin hjá Almenna bókafélaginu september-bók fé- lagsins, hin heimsfræga skáld- saga Sívagó læknir eftir Boris Pasternak. Þýðandi er Skúlt Bjarkan. Sívagó læknir gerist í Rúss- landi og Síberíu á tímabilinu 1900—1930, mestu umbrotatím- um, sem yfir rússnesku þjóðina hafa dunið. Aðalpersóna sögunn- ar er Júri Andrejevits Sivagó, læknir og skáld. En þó að aðalsöguþráðuriria séu örlög þessa eina manns, gleði hans, ástir, vonbrigði og harmar, má ’ segja, að hún sé um leið spegilmynd af reynslu og örlögum rússnesku þjóðarinnar á þessum tíma. Bókinni hefur verið líkt við Stríð og frið Tol- stoys, enda er hún byggð upp á svipaðan hátt. Höfundurinn fær- ir fram á sjónarsviðið mikinn fjölda persóna, og eru örlög þeirra á einhvern hátt saman tvinnuð. Persónurnar éru af ó- líkum upprunáj standa á mis- jöfnu stigi menntunar og við- brögð þéirra við stríði og bylt- ingu eru ólík og ándstæð. í lok sögunnar eru birt nokk- ur kvæði, sem höfundur leggur lækninum í munn. Hefur Sig- urður A. Magnússon þýtt þau í óbundið mál. Stærð bókarinnar er 554 bls. Eins og kunnugt er hefur Siv- agó læknir farið sigurför um öll vestræn lönd og er þar talin. eitthvert stórbrotnasta skáldverk vorra tíma. Pólitískur æsingur og áróður og bann við útgáfu bókarinnar í ættlandi höfundár, ekkert af því haggar þeirri stað- reynd, að hér er' um að ræða verk, sem eigi fyrnist. Sagan er ekki pólitískt rit, helldur eitt hinna sjaldgæfu snilldarrita heimsbókmenntanna, sprottin af ást og þjáriingu mikils manns. Bókin verður send umboðs- mönnum úti um land næstu daga, en félagsmenn í Reykja- vík vitji hennar í afgreiðslu fé- lagsins að Tjarnargötu 16. The Battle of New Orleans — Tell him no — Ain’t we got fun — Lipstick on your collar — Goodbye, Jimmie, goodbye. Islenzkir tónar halda HLJÓMPLÖTUKYNNINGU í Ai:STFKBÆJAKBlÖI SUNNUDAGSKVÖLD 4. okt. kl. 11.15 ADEINS ÞETTAEINA SINN! ' I Meðal skemmtiatriða: | Öðinn Valdimarsson — Soffía & Anna Sigga — Helena Eyjólfsdóttir — S.A.S. ti’íóið — Hinn vinsæli söngvari Jóhann Konráðsson frá AkureyrL — Kynnir Karl Sigurðsson leikari. HELENA TVÆK HLJÓMSVEITIK LEIKA: ATLANDIC KVARTETTINN FRÁ AKUREYKI og IILJÓMSVEIT ÁRNA ISLEIFS. AÐGÖNGUMIÐAK I DRANGEY LAUGAVEG 58 og AU STUKBÆ JARBlÓI. Snjókarlinn — Komdu niður. Gamla gatan — Vísur sjóarans Skipparavalsinn — Flakkarinn — Ég skemmti mér — Órabelgur Soffía og Anna Sigga c Ul 'O- cu . c* CD • Qm O- cr-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.