Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Page 2

Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Page 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 19. október 1959 Oft hafa menn tekið í munn sér hið forna spak- mæli, að við heyrum þyt- inn í vindinum, en vitum ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Að vísu munu veðurfræðingar nú- tímans ekki vilja skrifa upp á þetta, þeir þykjast vita bæði hvaðan vindurinn kem- ur og hvert hann fer. Og þó er það svo, að stundum eru lægðirnar svo flóknar, að þær rugla þá í ríminu um ferðalög vindanna. Meðal al- þýðu manna á íslandi voru löngu fyrir daga veðurfræð- ÓSafur Hansson, mennfaskóSakennari: sem ýlir í símaþráðunum fyr ir utan glugga Guðmundar skólaskálds. Og hjá Jóhanni Gunnari Sigurðssyni bland- ast vindurinn, sem þýtur og veggina ber, óráði hins dauð vona manns. Vindurinn get- ur valdið svo margvíslegum hughrifum, sem mennirnir eru margir. % að veifa einhverju og setja ioftið í hreyfingu, slíkt’geti vakið storma á stóru svæði. f Kína er til slík trú í sam- bandi við sérst »;a töfrablæ- vængi. Sagt er, að sjómönn- um á Sikiley sé enn í dag illa við, að veifa klæðum eða öðru slíku að óþörfu, meðan þeir eru á sjó, þeir halda, að slíkt geti vakið storm. Víða gætir þeirrar trúar, að vindurinn sé í eðli sínu guðdómleg vera, jafnvel upp haf alls lífs. Að einhverju leyti er það líking stormsins dð andardrátt, sem veldur þessari trú, hann verður tákn lífs og anda. Sumir ind- verskir spekingar segja, að vœngjum vwámmm innar til menn, sem þóttu undra glöggir á vinda og veðurfar allt. 1 blæjaldgni, þegar enginn átti sér ills von, sáu þeir, að fárviðri var á neéstú grösum. Einn slíkur ólærður veðurfræðingur var uppi á Seltjarnamesi á 19. öld, Ólafur bóndi í Bygg- garði. I Hoffmannsveðrinu 1884 bjargaði hann heilli skipshöfn með veðurviti sínu. fslenzk alþýða hefur frá fornu fari átt sína eigin veðurfræði. Og þó að ýmis- legt í þeim fræðum sé bland- ið hindurvitnum, er enginn vafi á því, að sumt er byggt á langri reynslu alþýðufólks, sem gat átt líf sitt undir veðri og vindi, og það er fá- sinna að stimpla það allt sem tómar kerlingabækur. Samkvæmt alþýðlegri veður- fræði eru til mörg tákn á himni og jörðu, sem vita á vind, t. d. rautt tungl og margt annað. En vindurinn hefur orðið mörgum öðrum ríkur í huga en lærðum og ólærðum veð- urfræðingum. Fjöldamörg skáld hafa ort um hann á marga vegu og ólíka. Oft lof syngja þau hinn blíða blæ, en sum einnig hið æsta fár- viðri, sem sópar öllu feysknu og fúnu á brott. Slíkur stormur getur verið táknræn mynd þjóðfélagsbyltingar. Þannig er það í kvæði Gork- ís og eitthvað svipað í hæg- látara formi hefur Hannes Hafstein í huga: „Eg elska þig stormur, sem geysar um gmnd.“ Öðrum leiðist storm nrinn og þrá lognið. Sumum vekur vindurinn angurværar kenndir, eins og góuþeyrinn, Trúin á vindana Eins : og fiést. önnur nátt- úrufyrirbæri hefur vindurinn fengið á sig helgi með mörg- um þjóðum. Töframenn frumstæðra þjóðflokka þykj ast oft eiga vald á veðri og vindi, þeir segjast bæði geta valdið stormi og stillt hann. Um þetta eru einnig til ótelj andi sögur í þjóðtrú menn- ingarþjóða. Sumir sjómenn eru sagðir eiga þá kunnáttu, að þeir geti stillt sjóinn í hávaðaroki, stundum með særingum og galdraþulum, stundum með sérstökum töfradropum, sem til þessa eru ætlaðir. í Austurlöndum er krókódílablóð stundum notað í þessum tilgangi. Al- gengara ér þó hitt, að menn geri gerningaveður að óvin- um sínum. Til þess eru ýmis- leg ráð, en algengast er þó bendigaldur 1 ýmsu formi, menn benda með einhverju út á sjóinn og hafa yfir við- eigandi særingar. Hér á landi eru til margar þjóðsög- ur um gerningaveður, eink- um frá Vesturlandi. Til voru þó menn, sem voru svo göldr óttir, að þeir kunnu að stilla slík veður. Lengi vel var því trúað meðal alþýðu manna í Eng- landi, að gemingaveður hefði verið gert að spænska flotanum, sem átti að taka England 1588. Em til um þetta margar sögur og ólík- ar. Ein er sú, að galdra- kona í Cornwall hafi veifað svuntu sinni að skipum Spán verja, og þá hafi fárviðrið skollið á. Það er algeng trú, að vind megi vekja með því vinduninn sé andardráttur heimsins. Sérstakir vindaguð ir eru til með ýmsum þjóð- um, en þeir blandast stund- am þrumuguðum og regn- gfuðum. Forn-Indverjar ti’úðu á marga vindaguði, sem þeir kölluðu marútsa. Þeir voru fylgisveinar þrumuguðsins Indra. Þeir roru duttlungafullir og fljót- færnir, en huglausir og flýðu af hólmi, ef í harðbakkann sló. Það er svo se mekki að furða, þó að persónugerv- ingar vindanna séu duttl- ungafullir og óútreiknanleg- ir. Aiolcs Forn-Grikkir trúðu á sér- stakan vindaguð, Aiolos. Þeir héldu, að hann byggi á eyjunni Aiolíu. Á lirakn- ingum sínum kom Ódysseif- ur til Aiolósar, sem tók hon- um vel og gaf honum alla mótvinda í poka. En þegar hann var næstum kominn heim, opnuðu hásetar hans pokann af forvitni og þutu þá mótvindarnir út og hröktu skip Ödysseifs út á reginhaf. Enn átti hann eftir langa og stranga hrakninga. Auk Ailosar, hins r mikla vindadrottins, trúðu Grikkir á persónugervinga vinda hinna fjögra höfuðátta. Svipuð trú þekkist hjá fleiri þjóðum, og sums staðar í Austurlönduhi eru vind.arnir taldir átta. Grikkir töldu vindana fjóra syni Eos^ Gyðju morgunroðans. Þeir, hétu Bóreas (norðanvindur)^ Sefýros (vestanvindur), Nó- tos (sunnanvindur) og Evr- os (austanvindur). Bóreas norðanvindur lagði ást á Óriþyíu, kóngsdóttur í Aþenu, og þegar hann fékk hana ekki með góðu, brá hann sér í sinn versta ham,, blés ákaft og rændi henni. Sókrates dró sannleiksgildi þessarar þjóðsögu í efa, og lögðu sumir honum það til lasts. I skáldskap koma hin fornu grísku nöfn á vindun- um stundum fyrir enn, eink- um nafnið Sefýros, sem oft táknar mildan vestanþey. H. C. Andersen lætur þessa fornu vindaguði koma við sögur í einu ævintýri sínu. Hræsvelgur Norrænir menn höfðu í fornöld aðra skýringu á upp runa vinda. Þeir trúðu því, áð á norðanverðum himins- enda sæti jöfunninn Hræ- svelgur í arnarham. Þegar hann flýgur, standa vindar undan vængjum honum. En ekki gerðu Norðurlandabúar eins mikið með viridana og Grikkir, þá vantaði vinda- guði höfuðáttanna. Sú trú, að flug Hræsvelgs komi af stað vindum, er í rauninni svipaðs eðlis og sagan um svuntu . kerlingarinnar í Cornwall og hjátrú sjómann- anna á Sik'iley. Og þrátt fyr- ir öll afrek veðurfræðinga er hin forna þjóðtrú í sambandi við vindana ekki með öllu dauð énn. REYNSLA SÍÐUSTU ÁRA HEFUR SÝNT, AÐ ÞEGAR SKAMMDEGIÐ FÆRIST YFIR, FJÖLGAR ELDSVOÐUM. 1 Vér viljum brýna fyrir ölliun, sem-enn eiga ótryggð innbú og öimur verðinæti, að dra,ga eigi lengur að tryggja, — heldur gera það strax í dag. Eins viljum við ítreka við alla, sem tryggja innbú of lágt, að hækka tryggingar sínar strax — fresta því ekki til morguns. Auðveldasta leiðin til þess að tryggja og hækka tryggingar, er að hringja í síma 1-77-00 — og þér fáið skárteini sent um hæl. Tryggið þar sem það er hagkvæmast. Trygging er nauðsyn. ALMENNAR TRYGGINGAR h.f. Austurstræti 10 — Símj 1-77-Oð. Umboðsmenn um land allt. "T -~T

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.