Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 5
Mánudagur 19. október 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Plága i samkvæmislífinu Öðru hverju kynnumst við fólki, sem fellur undir einn af tíu eftirfarandi flokkum: 1) Sá sem grípur l'ram í og leyfir þér ekki að ljúka við það, sem þú ætlar að segja, og þegar þú ert búinn að bíða eftir að komast að aftur, tekur hann aftur fram í fyrir þér .... og aftur og enn aftur .... Þetta getur gert mann vitlausan, og fólk, sem gerir sig sekt um slíkt, verður að sætta sig við að verða fyrir ávítum eða menn hundsi það. 2) Bögubósinn hefur ó- þægileg áhrif á fólk, af því það veit aldrei, hvað kann að detta upp úr honum. Hann skortir alla háttvísi og virðist vera alveg minnis- laus. Hann er til með að fordæma hjónaskilnaði, en athugar ekki að meðal á- heyrenda er fólk, sem er ný- skilið. Honum er trúandi til að fitja upp á því samtals- efni, sem flestum kemur verst, en sjálfur undrast hann það mest, hve sjaldan honum er boðið. 3) Sá þreytandi. Það er hann, sem talar svo hægt og með svo bersýnilegri ákvörð un um, að láta lokkúr sjá allt í sem skýrustu ljósi, að jafn vel hversdagslegur atburður eins og það, að drehgur var sendur eftir krukku af mauki, verður svo söguleg- ur, hvað nákvæmni um smá- atriði snertir, að fimm mín- útur fara í það að lýsa því, hvað furðu lostinn kaupmað urinn varð, þegar hann var beðinn um tegund, sem hann hafði ekki í búðinni hjá sér. Aðrar fimm mínútur fara í að lýsa svari drengsins og hvað hann hafi fylgt fyrir- mælunum nákvæmlega — hve fágæt slík hlýðni sé nú á dögum, og svona er haldið látlaust áfram. Eins og ein- hver sagði um einn slækan: ,,Hann segir þúsund hluti, en segir aldrei: Verið þið sæl.“ 4) Véfengjarinn er aldrei á sama máli og maður sjálf- ur. Honum finnst það nauð- synlegt að vera aldrei of viss um neitt, ekki einu sinni hversdagslegustu hluti. Segi maður t. d. „Fína veðrið í dag,“ svarar hann: „Er það? Mér finnst það frekar leið- inlegt.“ Enginn neitar því, að dá- lítill skoðanamunur geti kryddað samtalið, en þessi ávani að vera alltaf nei- kvæður, er annað mál. 5) Ráðgjafinn getur stund tim verið skemmtilegur, en til lengdar verða þessar ó- umbeðnu ráðleggingar hrein- asta plága. Ef maður er kvef aður og kvartar um, að mað ur sé smávegis slæmur í háls inum, þekkir hann óhrigðult meðal og skipar manni að skrifa það upp á stað og stundu. Maður verður líka að fara í sérstaka lyfjabúð, því þar eru meðölin öll ný og afgreiðslan gerð með sam- vizkusemi. Maður segir ho'n- um, að maður hafi þegar samskonar meðal, en h.ann lætur sem hann heyri það ekki og tekur af þér loforð um að fara að hans ráðum. 6) Sá spuruli yfirheyrir mann. ,,Eg hafði þetta í kaup síðastliðið ár. Hvað mikið höfðuð þér?“ Og ef hann hefur flutt í nýja í- búð, vill hann bera saman leiguna hjá sér og hjá öðr- um gestum og vill umsvifa- laust fá að vita, hvað þú borgar í leigu. Og sjái hann, að fötin á þér fari vel, spyr hann fyrst um, hvaða klæð- skera þú hafir, og svo spyr hann án þess að roðna, hvað þau hafi kostað. Það er ekki til sá hlutur, sem hann get- ur ekki orðið óviðeigandi for vitinn um, og aðeins beint afsvar getur fengið hann til að þegja. 7) Gullhamrasmiðurinn á- líta flestir, að hljóti að vera vinsæll. Og sannleikurinn er sá, að fléstu fólki þykir hól- ið gott. En þó fer það eftir því, hvernig það . er sagt. Sumir eru svo grófir smjaðr- arar og smyrja hólið svo þykkt, að það verður manni óþægilegt, einkum ef fleiri eru viðstaddir. 8) Brandaramaðurinn, sem ryður upp -úr sér fyndni í tíma og ótíma, er hreinasta plága. Og hann missir virð- ingu annarra. Sá maður sem er ávallt að reyna að halda öllum í krampahlátri, verður að lokum öllum hvimleiður, því að þegar lind kímnigáf- unnar þornar, verður hann annaðhvort þurr og drumbs- legur eða keskinn og bitur. 9) Hinn óheflaði birtist í ýmsum myndum. T. d. get- um við haft í huga manninn, sem telur sig hafinn upp yfir almenna kurteisi. Hann er frekjutegur og dólgslegur í framkomu, og kvartar um, að fólk sé of teprulegt, en í raun og veru er hann aðeins að reyna að breiða yfir van- máttarkennd sína. 10) Hinn sjálfsánægði mið ar allt við sjálfan sig og er fullur af rembingi og finnst skoðanir annarra vera einsk- is nýtar. Hann er óþolandi í skemmtanalífinu, og aldrei dettur honum í hug, að fólk hlæi að honum. Það þætti honum guðlast. Sjálfsánægja birtist í ótal myndum, t. d. í því hvernig menn haga orð um sínum. „Þú hefur ekkert vit á þessu,“ eða „ég þarf ekki að spyrja neinn að því“ eru slágorð þessa fólks, enda kafnar það ekki l vinsældum. Tannskemmdir oq orsakir þeirra Tannskemmdir eru svo út- breiddar að þær eru í raun- inn þjóðarsjúkdómur í mörg- um löndum heims. Til dæmis er talið að T Svíþjóð hafi yfir 99% þjóðarinnar meira eða minna skemmdar tennur. Hér á landi liggja ekki fyrir heild- arskýrslur um útbreiðslu tannskemmda, en það er þó álit tannlækna að ástandið 'hér sé engu betra en í Sví- þjóð. Þó tannskemmdir ásæki fólk á öllum aldr; eru þær þó langmestar hjá börnum og unglingum. í 7 ára bekkjum í einum barnas'kóla í Reykjavík skóla- árið 1957—’58 voru að meðal- tali rúmlega þrjár fullorðins- tennur skemmdar í hverju barni. Meir en þriðja hver fullorðinstönn, sem komin var fram var skemmd eða 39%. Skemmdir í tönnum þekkja allir og tannpínuna, sem þeim fylgir,* ef ekki er að gert í tíma. En svo geta tennur haft í för með sér aðra sjúkdóma svo sem bólgur í kirtlum, augnbólgu, kjálka- holubólgu, gigt og jafnvel hjarta og nýrnasjúkdóma. Tannskemmdir eru þjóðfé- lagsvandamál. Ótaldar eru þær vimju- stundir, sem tapast vegna þess að fólk er óvinnufært vegna tannskemmda og fyígí- 'kvill.a þeirra, og margar eru þær vinnustundir, sem eyðast í að leita sér lækninga á tannskemmdum og afleiðingr um þeirra. Hinar töpuðu vinnustundir eru tap fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild, og. ekki má gleyma þeim fjármunum, sem í það fara að • leita sér lækninga á j tannskemmdum. Eins og að l'íkum lætur hafa menn fyrir löngu reynt að komast fyrir orsakir tann- skemmda. Um 1890 kom am- eriski tannlæknirinn Miller fram með þá tilgátu að tann- skemmdir orsökuðust af sýru myndaðri af ba'kteríum munnsins úr sykri. Hann sýndi fram á að tennur, sem lagðar voru í sykurupplausn blandaðar munnvatni, leyst- ust upp af sýru. Margt hefur síðan komið fram við rann- sóknir á tannskemmdum m.a. að nauðsynlegt er að fæðan innihaldi nægileg kalksölt. og vitamin (A og D) til upp- byggingar tannanna meðan þær eru að myndast og vaxa. Tilgáta Millers, nokkuð breytt og aukin með tilkomu nýrra þekkingaratriða, hefur haldið velli og er nú af flest- um talin sönnuð vísindalega. Óteljandi rannsóknir hafa verið gerðar á efni tannanna og hvernig þau leysast upp yið ýmis skilyrði. Tilraunir með mataræði hafa verið gerðar á dýrum og mönnum. Skýrslum hefur verið eafnað um matarræði manna og bornar saman við tann- skemmdaskýrslur. Þó að ýms atriði um orsakir tann- skemmda séu óljós enn, ber þó allt að sama brunni, sam- hengið milli neyzlu sykurs og mjölmétis og tannskemmda er óumdeilanlegt. Sem dæmi skal nefnt að hjá eskimóum, sem lifa við sitt upprunalega mataræði kjöt og fisk eingöngu, þekkj- ast varla tannskemmdir, en strax og þeir breyta til og byrja að neyta sykurs og mjölmetis skemmast tennur þeirra. Sem annað dæmi má nefna að á stríðsárunum síðustu 1939—’45 minnkuðu tann- skemmdir hjá skólabömum mikið í Noregi, Pinnlandi og Danmörku, en jukust aftur á árunum þar á eftir. Á þessum árum var sykur og sælgætisneyzlan miklu minni en á friðartímum í þessum löndum. 1 sumum þessara landa var matur jafnvel af skornum skammti á stríðsárunum. Til frekari skýringar á hvernig bakteríur mynda sýr- ur úr sykri, má nefna að þegar mjólk súmar, eru það bakteríur, sem mynda sýru úr mjólkursykrinum í mjólk- inni. Ef mjólk er geymd á: heitum stað súrnar hún £y-rr en á köldum, því þá- hafa bakteríurnar betri vaxtarskil- yrði. 1 munninum er ca. 3ö° hiti. ' Engum dettur í- hug að geyma mjólk við þann hita. Það tekur líka bakteríurnar aðeins fáar mínútur að myndá sýru úr sýkri i múnninum, samkvæmt nýjustu' rannsókn- um. Þetta er einungis sagt til að skýra sýrumyn(|un úr sykri en ekki til þess að hafa á móti mjólkurneyzlu. Mjólk er einhver hollasta fæðuteg- und okkar. Allir geta sannprófað, hafi þeir ekki burstað tennur ný- lega, að á tönnum þeirra er hvít skán. Þessi skán saman- stendur að mestu af matar- leifum og bakteríum og á mikinn þátt í því að sýru- myndun skeður þétt við yfir- borð tannarinnar og að sýran helzt þar lengur en annare staðar í munninum. í hvert skipti, sem sykur kemur í munninn, berast bakteríunum nýjar birgðir hráefna að vinna úr, og því lengur sem sykur er í munninum þvi lengri verður sýruverkunin. Þess vegna er sælgætið svo hættulegt fyrir tennurnar. Er hægt að. gera nokkuð í þessu máli? mun margur spyrja. Fólk tekur stundum tannskemmdum eins og sjálf- sögðum hlut. En tannskemmd ir eru ekki sjálfsagður hlutur og það er ýmsar ráðstafanir hægt að gera til þess að forð- ast þær. Það er ekki hægt að útiloka sælgætið sem munað- arvöru eða sykur og korn- meti sem fæðutegundir, en það er hægt að umgangast þessa hluti á þann hátt að tannskemmdir minnki til muna frá því sem nú er. Foreldrar verða að gera sér Ijóst að sælgætisát eyðilegg- ur tennur barna þeirra, og að þeir geta dregið úr þvi og hamlað á móti að það verði að vana hjá börnunum. Venj* ið ekki börnin á mjög sætan mat, ídragið úr sykurneyzl- unni. Þá bep að vára við auka- bitúm milli mátíða svo sem kéxi, kökum, brauði með á- vaxtamauki og eætum gos- drykkjum. Munið að því lengur sem sykur og sætindi eru í munn- inum þeim mun lengri er sýru- verkunin. Brauð úr grófmöluðu korni Framhald á 7. síðu. Krossqála Mánudagsblaðsins SKÝKINGAK: Lárétt: 1 Iþróttafélag 5 í fjósi 8 Eyjar í Atlantshafi 9 Höll 10 Tíndi 11 Keyra 12 Púkar 14 Biblíunafn 15 Stormur inn 18 Ösamstæðir 22 Hrak 24 Líffæri 2é Frásögn 28 A hendi 29 Ekki fyrstur 30 Hægfara. » Lárétt l:i-'Vátrisfall á Norðurlandi 2 Hæðir 3 Tæmir 4 Klukka 5 Huglaus 6 Ósamstæðir 7 Eldstæði 9 Grjotúrðin 13 Blóm 16 Grænmeti 17 Allur 19 Spilið 21 Á fiski 23'Beita1 25 Á todlíti 27 Bindindisfélag.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.