Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 6
3 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 19. október 1959 fyrir sjúkling, og hún hafði brugðizt. Henni fannst sem hann mundi alltaf muna það. ,. Hún leit niður á hendur , sér, og glampinn frá rúbín- steininum, sem , hann hafði gefið henni, glitraði á móti henni. Skyndilega án þess að hugsa sig um, dró hún hann af fingri sér og rétti honum. ,,Eg er hrædd um, að þér finnist þú hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með mig,“ sagði hún ákveðin, „og — undir þeim kringumstæð- um væri það alveg ómögulegt fyrir mig að giftast þér.“ Þetta var nakinn sannleik- urinn og það sem óbeinlín- ' is fólst í honum, sem var svo hörmulega ósanngjarnt. Þau höfðu bæði ákveðið, að þau skyldu fara. Ef hann hefði verið með henni, hefði storm- urinn samt sem áður komið -og þau ef til vill bæði setið föst í eyðimörkinni. . •. En þó var eitt, sem særði Pauline meira en allt hitt: „Eg treysti þér til að veita henni þá umhyggju.“ Hennar eigin sorg varð áð víkja. Þetta snerti heiðar- leika hennar í starfinu. 20. KAPÍTULI ,.Eg get ekki séð, Pauline, að þér hafið neina ástæðu til að ásaka sjálfa yður“. For- stöðukonan fyllti tebollann aftur og rétti henni.yfir borð ið: ,,1 fyrsta lagi höfðuð þér frítíma, sem þér máttuð nota eins og þér vilduð. 1 öðru lagi, virtist gömlu kon- unni, eftir því sem þér hafið sagt mér, líða vel og vera á- nægð,-þegar þér fóruð. Eng- inn getur kennt yður um sandstorminn. Auðvitað var leiðinlegt, að þetta skyldi ' korria f yrir, og að frúin skyldi hafa áhyggjur út af yður, en eftir því sem ég veit bezt, mátti alltaf búast við, &ö hún gæti dáið í svefni." Forstöðukonan tók að vanda skynsamlega afstöðu til málanna. Hún hafði séð of mikið af harmleikjum í lífinu, til þess að það fengi mikið á hana, þó gömul kona, veik fyrir hjarta dæi, og þó var hún á engan hátt samúðarlaus kona. En Paul- ine vissi, að gegnum allt sitt líf mundi hún heyra kulda- legá rödd, sem sagði: „— mun ég líta svo á, að það sé þínu kæruleysi um að kenna.“ Ef hann hefði ekki sagt þessi orð, hefði þetta ef til vill lagazt milli þeirra. En ■ekki eftir þetta. Það var mánuður síðan frú Arbuthnot dó og yfir þrjár vikur síðan Pauline kom til London. Hún fór til dr. Brownlow, og hann sagði henni, a ðhenni væri óhætt að fara að vinna aftur, og hann bætti við: ,,Og ég er viss unv, að for-: stpðuteonan verður fegin að $ % }ff. ,f*'% Hermina Black: PAULINE FRAMHALDSSAGA sjá yður aftur.“ Forstöðukonan sagði: „Mér þykir mjög vænt um að fá yður aftur. Tvær af beztu hjúkrunarkonum mín- um eru að fara til að giftast, og systir Terry hefur verið skipað að koma aftur í her- inn. Hún fer til Austurlanda. Hérna hafði þér mikið tæki- færi til frama, og mikil vinna framundan.“ „Þakka yður mjög vel fyr- ir,“ sagði Pauline „hvenær get ég byrjað?“ „Það er bezt fyrir yður að hvíla yður þangað til eftir helgina og byrja svo á mánu daginn. En segið þér mér annars, hvernig þér skemmt uð yður í Norður-Afríku fyr ir utan hinn sorglega dauða frú Arbothnot?“ „Ó, já — það var yndis- legt. „Skrýtið, að dr. Bellamy skyldi skjóta þar upp.“ At- hugul augu hennar sáu, að unga stúlkan fölnaði, og að hún kreppti ósjálfrátt hend- urnar. ,,Já,“ sagði Pauline. „Þau frú Arbuthnot voru miklir vinir.“ Forstöðukonuna hafði á- vallt grunað, að undir hinu rólega, ópersónluega yfir- borði hans byggju djúpar til finningar. Hún velti því fyrir sér, að hve miklu leyti ósann gjörn meðferð hans á Paul- ine hefði stafað frá tilfinn- ingunum, og hvort frú Ar- buthnot hefði verið eina á- stæðan fyrir því, að hann eyddi fríi sínu í Afríku. Skyldi það vera mögulegt? Hún vísaði hugsuninni á bUg og sagði sjálfri sér að vera ekki með neinar ímynd- anir. „Svo þér eruð komin áftur og ákveðin í því að halda áfram við hjúkrunarstarf- ig?“ spurði hún. „Eg er hissa, að enginn af þessum ungu mönnum, sem þér hljóþ ið að hafa kynnzt, skuli ekki hafa sett yður í hlekki.“ 1 þetta sinn skipti Pauline ekki litum, en brosti aðeins. „Kannske líka mér ekki hlekkir — jafnvel þótt þeir væru ún-gulli.“ , Forstöðukoíian hálfhló við.. „Einhvern tíma munuð þér skipta um skoðun, en þangað til er ég mjög á- nægð með að hafa yður hér.“ Og svo byrjaöði Pauline starfið aftur og tók svo að segja upp þráðinn, þar sem hún hafði sleppt honum, og vitandi það, að bráðum tæki hún við starfi Terry hjúkr- unarkonu. Hvað sú hugsun hefði: einu sinni gert hana hamingju- sáma! Og hvað niðurbrotin hún hafði verið, þegar hún var hrædd um, að heilsu sinnar vegna mundi hún ekki geta haldið þessu starfi á- fram. En nú .... Henni þótti ennþá vænt um starf sitt, meðan hún var að vinna, en allir þessir löngu tímar, þegar hún gat ekki sofið. Þá sá hún sjálfa sig halda áfram — alein, á- vallt alein. Það var tóm í hjarta hennar sem hún gat ekki fyllt og sár, sem hélt áfram að verkja í, þangað til henni fannst það óbærilegt. Guð gefi, að ég verði aldrei að vél, bað hún, en hvað gat hún annað, þegar hún vann vélrænt dag eftir dag? Á gráum janúardegi beið hún í eldhúsinu eftir, að syði á katlinum. Hún hlustaði á rigningardropana sem skullu á rúðunum og henni fannst þeir skella á sínu eigin hjarta. Hvaða gagn var að því að reyna að gleyma Luc- ius, fyrst hann var alltaf nálægur, hvernig sem hún reyndi. Minningin um vanga- svip hans, þegar hann sneri sér að henni i bílnum, brosið í augum hans, sem ljómaði þegar hann leit í augu henn- ar — og kuldann og reiðina síðast, hljóminn í rödd hans, hvort sem hann var heldur reiðui’ eða ánægður, hafði komið hjarta hennar til að slá hraðar .... minningin um handleggi hans- utan. um hana gerði hana -veika af þrá, varir hans við varir hennar .... Eitthvað af þessu hlaut að vera satt. Það gæti ekki ver- ið bara leikur. Ef .. hann . ravnver.uiega. hafði elskað hana,. hef,ði hann þá getað breytzt svona fljótt? Mundi hann þá ekki ihafa afsakað hana í staðinn fyrir að dæma hana? En hvað þýddi að vera að hugsa um þetta ávallt? spurði hún sjálfa sig þreytu lega. Hugsanir og minning- ar rákust hver á aðra eins og fuglar í búri. Þessa fáu daga, sem hún hafði verið trúlofuð, hafði hún verið svo hamingjusöm, að hún hefði átt að vita, að hún var of nálægt himna- ríki. Og þeir höfðu verið svoo stuttir. Og sá atburður, sem helzt hefði átt að tengja þau saman aftur, hafði aðeins orðið til þess að gera bilið stærra. Bæði mundu þau á- vallt muna, að hann skellti sökina á hana. Og einhvern veginn óx hjá henni vissa um ,að Glare hefði undirbú- ið þetta allt, og að jafnvel áður en forlögin höfðu feng- ið henni spilin upp í hend- urnar, hefði hún verið á- kveðin í að spilla á milli þeirra. Hún hafði byrjað með því að láta setningar falla um, að Gerard hefði verið hennar gamla „skot“. Jæja, hún hafði sigrað og áreiðanlega betur en hún hafði sjálf búizt við. . Lucius hafði ekki tekið við hringnum, því um leið og hún rétti honum hann, hafði lögfræðingur frú Arbuthnot komið inn, en hún hafði sett hringinn í kassa og (sent Abdul með hann seinna. En, hann hafði ekki gert neina tilraun til að hitta hana, og hún hafði forðazt hann. Svo, strax eftir jarðar förina, fór hann heim til Englands. Nú, þegar hún leit til baka, varð henni allt í einu ljóst, hversu innilega hún hafði vonað, að hann mundi koma til hennar áður en hún færi. En hann mundi áreiðanlega ekki koma hingað aft- ur. Það var kannski slæmt fyrif- Soame-Herwey, spítal- ann að hafa misst sjúklinga dr. BeHamý, en' guði sé lof sagði hún við, sjálfa sig bftiaktega. k - En,.8fcjítuiiteg£t ótti. Gerum ráð fyrir, að hann eigi eftir að koma hnig að. Kannske vissi hann ekki, að hún var komin hingað aftur. Á þessu augnaþUlvi sauð vátnið á katlinum og um leið voru dyrnar á eldhúsinu opnaðar. ,,Hamingjan góða, hvílíkt veður!“ hrópaði Klem og smeygði sér úr rennandi blautri regnkápunni. „Nokk- uð te á könnunni, ljúfan?“ „Ef þú skilur kápuna þína hérna eftir blauta og systir Terry sér það, þá er ég hrædd um, að syngi í henni.“ Klem skældi sig. „Allt í lagi ljúfan. Eg skal taka hana og hengja hana upp. Verður þú svona mikill harðstjóri?” „Miklu verri, býst ég við.“ sagði Pauline og sneri sér að eldayélinni. „Er sjúklingurinn á nr. 5 farinn heim?“ spurði Klem. „Hann fer í dag.“ „Hver svo næstur?“ „Eg veit það ekki. En þú getur nærri, að þeir vondu hafa aldrei frið.“ Clare yppti brúnum. „Ertu nú fariri að þrá ann an einkasjúkling?" „Nei.“ „Fyrirgefðu. Eg ætlaði ekki að særa þig.“ „Þú gerðir það ekki.“ Pauline hellti vatni yfir teið. :! „Fáðu þér nú tebolla, áðúr en hinar ryðjast inn.“ „Getið þér ékki fengið yð- ur te á sama tíma og hinar, hjúkrunarkona," sagði Klem og hermdi eftir Terry yfir- hjúkrunarkonu. „Annars er hún nú ekki svo slæm, og henni þykir það gott sjálfri. Mér þykir leiðinlegt, að hún ætlar í herinn. Ó, það er líka satt, hérna er bréf til þín. Mér datt í hug að £aka það með mér upp. Jæja, ég verð víst að fara fram með káp- una mína.“ ■ Hún fór út, og þegar Paul ine var orðin ein, tók hún upp bréfið, sem lá á borðinu. Það var langt síðan, að hún var hætt að fá hjart- slátt, þegar einhver sagði henni, að bréf væri til henn- ar. Vonin er lífseig. Áritunin var vélrituð. Hún opnaði bréfið og þegar Klem kom inn aftur sagði hún. „Guð hjálpi mér, Pauline, hvað er að þér?“ sagði hún. „Þú lítur út eins og þú hafir séð afturgöngu. Eg vona, að þú hafir ekki fengið slæmar fréttir." „Nei.“ Pauline horfði á bréfið. „Ekki beinlínis. Það er frá erfingjum frú Arbuthnot. Þeir fundu enga arfleiðsluskrá til að byrja með, Þeir hafa fundið haaaa núna. Hún hefur arfleitt mig að fimm þúsund. pundum og öllum sínum skartgripum.“ „Þú segir ekki.“ Augun í fflemm stækkuðu. „Tii ham- iflgjui ,;elstoa.“ Cj

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.