Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Qupperneq 7
Mánudagur 19. október 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 r Framhald af 1. síðu. lega kosið Framsókn síðast. Neðstur á listanum er Skúli Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum. Þessi blindi bóndi er mætur maður, en Guðjón faðir hans var óvenjulega skemmtilegur og hressilegur fjörmaður. Skúli er vel rit- fær, það er ailtaf gaman að lesa greinar hans, ' þó að hann sé barnalega sterkur í sinni trú. Norðurlandskjördæmi vestra Það virðist nokkurn veg- inn öruggt, að þar verði kosnir tveir Sjálfstæðismenn og þrír Framsóknarmenn. Framsókn hafði þarna rúm- lega fjögur hundruð at- kvæða meirihluta í vor. Al- þýðubandalagið þyrfti að bæta við sig hátt á annað hundrað atkvæðum til að fá mann kjörinn. Af lista Franisóknar- flokksins verða kjörnir Skúli Guðmundsson, Ólafur Jó- hannesson og Björn Pálsson. Fyrsti varamaður verður J6n Kjartansson áfengisfor- stjóri, sem sumir segja, að hafi . viljað fá þriðja sætið. En aðstaða Björns Pálsson- ar var svo sterk eftir sigur— inn- í vor, að hqnum varð ekki þaðan þokað, enda á Framsókn miklu fleiri kjós- endur í Austur-Húnavatns- sýslu en á Siglufirði. Annars tala margir Siglfirðingar með talsverðri beizkju um hið nýja kjördæmi sitt og nefna það í hálfkæringi Húnakjör, en þeir þykjast lítið hafa saman við Hún- vetninga að sælda. Af Sjálfstæðislistanum komast að Síra Gunnar Gíslason og Einar Ingimund- arson. Manni finnst það hálf hastarlegt að setja Jón Pálmason í hið vonlausa eða vonlitla þriðja sæti. Það er ekki hægt að bjóða fyrr- verandi alþingisforseta og ráðherra upp á þetta. Annað hvort átti gamli maðurinn að vera efstur eða þá neðst- ur á listanum upp á punt eins og Jón á Reynistað er nú. Þessi meðferð á Jóni Pálmasyni er ekki comme il faut. Það varð úr, að Gunnar Jóhannsson varð efstur á lista Alþýðubandalagsins, en ekki Ármann Jakobsson eða Þóroddur Guðmundsson. Ef- laust hefði Ármann verið sigurstranglegastur af þess- um þremenningum. Gunnar kemst kannski að á uppbót, en ekki á annan hátt. Hjá Alþýðuflokknum er Jón Þorsteinsson efstur. Samkvæmt síðustu kosning- um fær sá listi hálft fimmta hundrað atkvæða, og er rúmur helmingur þeirra á Siglufirði. Áki mun ekki hafa viljað vera í kjöri, þeg- ar svona var í pottinn búið. Norðurlandskjördæmi eysfra Þar á að kjósa sex þing- menn. Samkvæmt úrslitun- um í vor fær Framsókn þrjá, Sjálfstæðismenn tvo og Al- þýðubandalagið einn. Ekki munar mjög miklu á fyrsta manni Alþýðubandalagsins og fjórða manni Framsókn- ar, en ekki hef ég trú á, að Framsókn vinni það sæti. Þingmenn Framsóknar verða Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson og Garð- ar Halldórsson bóndi á Rif- kelsstöðum. Það er svo sem ágætt að fá búandi sveita- bónda á þing, þeir eru ekki orðnir svo margir :þar eftir. Þegar bændurnir forfram- ast, flosna þeir venjulega upp. Garðar hefur gegnt mörg- um opinberum störfum heima í héraði, en er ekki mikið kunnur hér syðra. Hann er typiskur traktora- bóndi frá tuttugustu öld, en lítið er eftir í honum af þeirri skemmtilegu nítjándu aldar norðlenzku sveita- mennsku, sem er í Jóni Pálmasyni. Það er líka ein- hvern veginn svo um Eyfirð inga, að þeir eru allir slétt- ari og felldari en Skagfirð- ingar og Húnvetningar, ekki eins skemmtilega hrjúfir og fáránlegir í sniðum og ná- grannar þeirra í vestri. í f jórða sæti er Ingvar Gísla- son frambjóðandi Framsókn- ar á Akureyri í vor, dóttur- sonur Ing^ars Pálmasonar alþingsm. í 5. sæti er svo einn voldugasti maður Norður- lands, Jakob Frímannsson, forstjóri K.E.A. Jakob er vinsæll maður, en hann er ekki annað eins hörkutól og Vilhjálmur Þór, svili hans, og á ekki annan eins vilja til valda. Nú hverfur Bern- harð vor af þingi, og maður sér eftir gamla manninum. Garðar Halldórsson er fram- bærilegur maður, en pers- ónuleiki á við Bernharð er hann ekki. Garðar er allur í hlutlausum gráum lit, en Bernharð í hinum skærustu litum.. Af Sjálfstæðislistanum verða kosnir Jónas Rafnar og Magnús Jónsson. Þriðji maðurinn er Bjartmar Guð- numdsson á Sandi, sonur Guðmundar skálds Friðjóns- sonar. Ekki mun hann ná kosningu, en vera má, að hann eigi eftir að taka sæti á þingi sem varamaður. Það er orðið langt síðan þing- eyskur bóndi hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Það er víst kominn meira en aldarfjórðungur síðan Kári Sigurjónsson á Hallbjarnarstöðum var á Athugasemd fró Byggi h.f. Vegna hlaðaskrifa riú að und- anförnu um starfsemi Byggis h.f. á Keflavíkurflugvelli, vilj- um vér taka fram eftirfarandi: Um nokkurt skeið hefur fyrir- tækið Byggir h.f. haft á hendi nokkra starfsemi á Keflavíkur- flugvelli fyrir varnarliðið. í sambandi við starfsemi þessa höfum vér með leyfi hlutaðeig- andi yfirvalda flutt inn lyfti- tæki, er notuð eru við utanhúss- viðgerðir á háum húsum. Eigi var oss gert að greiða toll af tækjum þessum. í marzmánuði s.l. þurfti að fara með tæki þessi hingað til Reykjavíkur til viðge'rðar. Að viðgerð lokinni, var þess mjög óskað af opinberu fyrirtæki hér í bænum. að fá'þessi tæki lánuð vegna skiptingar á gluggarúð þingi um skeið, sá merkilegi | um j húsi emu var svo ráð fyr- fræðimaður. Fjórði maður listans er Gísli Jónsson kennari frá Hofi 1 Svarfað- ardal, náfrændi Sigfúsar heitins Sigurhjartarsonar. Björn Jónsson er efstur hjá Alþýðubandalaginu og sennilega öruggur um kosn- ingu. Næstur er Páll Krist- jánsson á Húsavík, sléttur og félldur, en fremur litlaus og borgaralegur, ekki bylt- ingamannslega vaxinn. Neð-. arlega á listanum er læknir Svarfdæla, Daníel Á. Daní- elsson, sem á yngri árum dvaldist í Kaliforníu og drakk þá í sig róttækar skoðanir frá Upton Sinclair og hans félögum. Hjá Alþýðuflokknum er efstur Friðjón Skarpliéðins- son ráðherra. Hann mun hafa vonir um uppbótarþing- sæti. Næstur honum er Bragi Sigurjónsson, sem ekki hef-ur verið eins reikull í rásinni í stjórnmálum og Arnór bróðir hans. Bragi er líka talsvert veraldarmanns- legri en Arnór, og idealism- inn hefur ekki tekið hann al- veg eins hrottalega. " Þjóðvörn býður þarna fram, en í þessu kjördæmi fékk hún um hálft annað hundrað atkvæði síðast. Efstur er þarna Bjarni Ara- son, ráðunautur, sem fyrir nokkrum árum var rekinn úr starfi í Eyjafirði fyrir pólitískar skoðanir. Það varð þeim fuglum til Jítils sóma, sem að því stóðu. Næstur er svo Bergur Sigur- björnsson, sem nú hverfur af Reykjavíkurlista flokks- ins, en býður sig fram í átt- högum sínum. Ajax. GITARAR! L AuðvitaS EVIN Einkaumboð á íslandi Hljóðfærahús Reykjavíkur h.f., Bankastræti 7. ir gert, að lánið tæki aðeins nokkra daga. Lánið Var veitt, enda- all þýðingarmikið að vita hvort eigi væri hægt að nota tækin við hús þetta. Tækjunum var þó eigi skilað fyrr en eftir nokkuð lengri tínia, en ráð hafði verið fyrir gert, m. a. vegna íþess að byggingameistari sá, er haf ði með verk. þetta að gjöra, léði Ríkisútvarpinu tækin við uppsetningu á loftneti á hinu sama húsi. Var þetta Jram- lán gert án samráðs við o&s-. í júlímánuði s.l. mun sá. fyrir- svarsmaður Ríkisútvarpsins, sem tækin hafði fengið lánuð,- hafa sent Utanríkisráðuneytinu, varnarmáladeild, kæru á oss vegna þess að vér hefðum lát-. ið nota tæki þessi hér í bænum. Um 21. júli s.l.. fréttum vér á skotspónum frá fyrirsvars- mönnum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, að Varnarmála- nefnd hefði bannað varnarliðinu að láta oss hafa á hendi nokkur verk á þeirra vegum. Hinn 28. júlí 1959 Vitaði síðan Utanríkisrá'ðuneytið, varnar- málanefnd, oss bréf þar sem oss var tilkynnt að opinber rann- sókn hefði' verið fyrirskipuð á hendur oss, vegna íyrrgreindra afnota nefndra tækja, þá segir orðrétt í bréfi þessu: -„Þar sem hér er einnig um að ræða gróft brot á því trúnaðartausti, sem áðuneytið hefur sýnt yður, hef- ur ráðuneytið ákveðið að aftur- kalla fyrst um sinn, heimild þá sem þér hafið haft til að bjóða í viðhaldsvinnu hjá verkfræð- ingadeild varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli.“ Hin opinbera rannsókn fór síðan fram dagana 29. júlí og 2. ágúst s.l. og er ekki annað vit- áð, en allt hafi þar komið fram er tæki þessi varðar og hér skiptir máli. Skjöl rannsóknar þessarar munu þegar ha'fa verið send ráðuneytinu. Hinn 19. ágúst 1959 ritaði Ut- anríkisráðuneytið, varnarmála- deild oss enn bréf og er þar tilkynnt að oss sé óheimilt „. ... að bjóða í önnur verk fyrir varnarliðið, er byggist á notkun tollfrjálsra tækja, m. a. þjónustu-samninga eins og samninga um rekstur strætis. vagna.“ Fyrirsvarsmenn varnarliðsins hafa munnlega tjáð fyrirsvars- mönnum vorum, að þeim hafi af islenzkum yfirvöldum verið bannað að taka við nokkrum tilboðum frá oss í verk fyrir þá, án nokkurrar takmörkunar. Tilraunir vorar til að fá þetta leiðrétt hafa engan árangur borið og bréfum vorum til Utanríkisráðujneytisins, varnar- máladeildar, hefur alls ekki verið svarað. Ekki hefur verið höfðað sakamál á oss vegna þessa og ekkert hefur heyrzt um nefnda rannsókn síðan. Oss er eigi kunnugt um, að það" hafi komið fyrir áður, að aðilar er verk hafa haft á Keflavíkurflugvelli, hafi verið útilokaðir frá því að hafa á hendi verlj þar, þó borizt hafi kæra á þá fyrir lagabrot og það eigi þótt opinber rannsókn hafi farið fram. Teljum vér að vér höfum eigl verið settir við sama borð og aðrir í þessum efnum og mun* um á næstunni gera ráðstafanin til að fá úr því skörið, hvorti aðgerðir Utanríkisráðuneytisins, varnarmáladeildar, hafa við röls að styðjast. Byggir h.f. 1 Taiinskemmdir og orsakir Framhald af 5. síðu. er liollara fyrir tennurnar en úr fínmöluðu korni. 1 Sykur í mat almennt værl æskilegt að minnka, en þar er um venju að ræða, sem ef* laust er erfitt að breyta, eií þó ekki ómögulegt. 1 Norskur tannlæknir, próf-* essor Toverud, sem nýtur k* lits fyrir rannsóknir sínar ái tannskemmdum, segir á ein* um stað: „Sykur er ekki hægfj að ski’greina sem saklausa munaðarvcru eða bragðbæti, þgð veríur að líta á hanií vegna éhrifanna á tennurnap sem efni skaðlegt heilsií manna. Sykur hefur ekkerfc næringargildi nema þær hita- einingar, sem í honum eruf en þær hitaeiningar ætti a5 vera hægt að fá að mikM leyti úr öðrum venjulegum: mat“. Með þessu síðasta ái hann við að í sykri eru ekkfi vítamín eða efni, sem endur* nýja vefi líkamans. Þetta er gott að hafa í hugæ í sambandi við mataræði og sælgæti: Sykrið ekki matinn mikið» Borðið á reglubundnum mat- málstímum, en ekki smábitai milli máltíða, sérstaklega ekkí kex, kökur, gosdrykki eða saft. Forðizt að sælgætisát verðí daglegur vani. Nýlega kom sú fregn í blöð* um og útvarpi að við Jslend* ingar ættum heimsmet í syk* urneyzlu, 61 kg. á mann á ári. Vægast sagt værn ýmis önnur met æskilegri, sérstak* lega þegar íhugað er að þessul meti gæti, með sama áfram* haldi, fylgt annað met: heims- met í tannskemir.dum.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.