Mánudagsblaðið - 22.02.1960, Síða 1
31cl6fyriv alla
13. árgangur
Mánudagur 22. febrúar 1960
7. tölublað.
STORFELLT HNEYKSLI I
FISKDTFLUTNINGNUM
— Markaður íslendinga ytra í stór-
tuettn — Sökudólfjunum hlíft
Hinar sífelldu fré'ttir utan úr heimi, þaðan sem Islend-
ingar selja fiskafurðir, varðandi skemmdan fisk og lélega
framleiðslu yfirleitt, hafa valdið íslenzkum markaði stór-
tjóiíi. Nýlega keyrði þó svo um þverbak; að tveir ícorstjór-
ar, Jón Axel Pétursson og Kristján Einarsson flugu skyndi-
lega til Jamaica til þess að vera viðstaddir uppskipun á
íslenzlium .fiski, en þaðan bárust áður fréttir að fyrri i'arm-
ur héðan hefði ekki verið mannamatur.
Ekki nýtf
Það er á engan hátt nýtt
að það komist upp að íslenzk-
ir útgerðarmenn — svonefnd
ir „fiskframleiðendur' —
hafa viljandi eða vegna stór-
kostlegrar vanrækslu sent ó-
nýtan fisk til útflutnings og
brotið allar þær reglur, sem
þeim bauð að fara eftir, og
komið slíku óorði á fram-
leiðslu okkar, að langan
tíma tekur að vinna henni
gott orð aftur.
Forstjórarnir báðir lýsa vel
ótta sínum og áhyggjum er
verið var áð skipa upp seinni
farminum og hinum mikla
létti þegár hamingjan frem-
ur en tilstilli framleiðend-
anna sýndi að fiskurinn var
að mestu ætur.
Tapa ekki persónulega
Skemmdi fiskurinn, sem
nýjasta uppsteytinu olli kom
að mesfu frá Ólafsfirði, eh
orsökin er sú, að hann var
illa þurrkaður, enda hafði
sjálfur fiskurinn legið 2—3
daga dauður í sjó. Framleið-
andinn telur það sjálfsagt,
að því bezt virðist, að senda
svona fisk út — innan um
óskemmdan fisk, og engin
hætta er á því, að hann per-
sónuléga %api fé, því þessum
drengjum er greitt fullt verð
fyrir hvaða óþverra sem þeir
framleiða, . undir yfirskyni
hins mikla þarfaverks og
gjaldeyrisöflunar, sem þeir
ei’u að inna af héndi.
Glæpi næsf
Þetta brjálæði að láta
svona dóna — ekki aðeins nú
heldur oft áður, komast upp
með svona starfshætti er sér
lega vítavert. Forráðamenn
fiskútflutningsins eiga hik-
laust að draga svona pilta til
ábyrgðar, og láta alþjóð vita
hverjir starfa að því að ó-
frægja og eyðileggja líflínu
íslenzks útflutnings. Sam-
keppnin í þessum efnum er
orðin svo geigvænleg, að það
gengur glæpi næst að láta
svona mönnum líðast fram-
1 leiðslusvik refsingarlaust.
Þetta er ekki
hægt
" JÓHANNES NORDAL,
bankastjóri, er sagður vera
að flytja inn nýjan Austin-
bíl á nafni föður síns, og þá
væntanlega án skatta. . .
SPURT ER: hvað heitir
skip etfcfc í Svíþjóð, sem sigl-
ir undir sænsku flaggi en
eigendur eru:
Gunnar Guðjónsson, skipa
miðlari,
Egill Thorarensen, Selfossi
og
Vilhjálmur Þór, banka-
stjóri.
ÞAÐ ER GOTT að spara,
en mestu leiðindi að horfa á
bifreið f jármálaráðerra í
mjólkursendingum um bæ-
Ungfrú Valerie
Shane, sem nú
syngur í Litlo,
vekur mikla at-
hygli gesta.
Myndin liér við
hliðina er af
ungfrúnni eins
og hún kom
fram í Windmill
Xheatre í
London.
Sjá grein á 3. s.
inn. Það er forustumannanna
að ganga fram fyrir skjöldu
og spara.
Mestu einstaklingshyggju-
menn luinna því illa, að þeir,
sem nú boða nýja tíma og
bjargráð, skuli persónulega
hugsa um það eitt — að
bjarga sjálfum sér !!!
Merkismenn
i Austurstræti
Hverja sér Jón Reykvík-
ingur á ferð sinni ura Aust-
urstræti?
Sjá Mánudagsþanka á 3.
síðu.
Gísli Jónsson, alþingismaður, erfðafjárskatturinn og
helstefna Sjálfstæðisflokksinns
— Rödd Sjálfsiæðismanns
I gærkvöldi byrjaði ný söngkona, Svanhildur Jakobsdóttir,
að syngja með Leiktríóinu í Leikhúskjallaranum undir
stjórn Kristins Vilhelmssonar. Ólafur Gaukur sá um út-
.setriingu laganna, sem Svanhildur syngur, en myndin sýnir
ungfrúna og tríóið.
Fátt hefur vakið meiri furðu
af því, sem skeði í þjóðlífinu í
síðustu viku, þrátt fyrir efna-
hagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar
og holskurði á fjármálum þjóð-
arinnar, en frumvarp Sjálfstæð-
ismanna um öflun erfðafjár-
skatts.
„RÚNTUR“ GÍSLA
Gísli Jónsson háttvirtur þing-
maður fyrst og fremst Barð-
strendinga, sá maðurinn, sem
hefur haft það orð á sér að vilja
afnema ýmislegt í ,,socíaleringu“
í okkar þjóðfélagi virðist hafa
runnið „rúnt“ og gerzt aðal
bandamaður kommúnista í af-
námi vestrænna þjóðfélagshátta
á íslandi. Það er því miður hin
ljóta saga Sjálfstæðisflokksins,
að hann hefur algjörlega brugð-
izt í varðstöðu sinni fyrir frjáls-
um vestrænum þjóðfélagsháttum
á íslandi og verið þátttakandi í
öllum þeim aragrúa af lagasetn-
ingum, sem allar hafa miðað að
því, að murka lífið úr kapítal-
ismanum á Islandi, jafnt stór-
eignasköttum sem öðru. Hann
hefur aldrei haft kjark til að
segja hingað og ekki lengra.
GRUNDVALLARATRIÐI
Hér er verið að ráðast á grund-
vallaratriði, sem ekki verður mót
mælt, við verðum ekki þátttak-
endur í neinu „stjórnarsam-
starfi“, sem miðar að því að ráð-
ast á grundvallarreglur okkar,
því ef þær verða brotnar er ver-
ið að vega að rótum frjálsrar
vestrænnar þjóðfélagsbygging-
ar.
Og um leið er verið að
brjóta á bak aftur hugsjónakerfi,
„ideologíu“, Sjálfstæðisflokksins,
og ef það verður gert er ílokk-
urinn orðinn villuráfandi stað-
festulaus lýður, sem í raun og
veru veit ekkertihvað hann vill,
heldur berst fyrir ólgusjó vinstri
niðurrifsaflanna, sem að lokum
sökkva honum til botns og dauða.
En nú svo kornið, að jafnvel
kratar eiga í vandræðum með
hvað íhaldið er orðið sócialísér-
að í hugsun.
ÁHYGGJUEFNI
Þetta er orðið öllum sönnutn
Sjálfstæðismönnum mikið á-
hyggjuefni, svo mikið, að stór
hópur manna, sem ráðið gætu
gjaldþroti flokksins, eru búnir að
fá nóg og minnsta tilefni getur
orsakað að stofnaður verði nýr
hægriflokkur, fyrirvaralausf.
AÐALVOPNIÐ T
En' í nýkomnu frumvarpi virð
ist ekki eingöngu koma fram und
ansláttarsemi við árásir vinstri
aflanna heldur hefur íhaldið hér
gengið fram fyrir skjöldu og tek-
ið íorustuna til „vinstri", og
verður ekki annað séð, en að hér
sé um að ræða hreina fákænsku
og' fáfræði. Vita ekki Sjálfstæð-
ismenn, og Gísli Jónsson, að ein
Framhald á 7. síðu. ,