Mánudagsblaðið - 23.05.1960, Side 6
SÆANUDAGSBLAÐH)
Mánudagur 23. maí 1960
Nóra steig upp í bílinn og
settist á klappstólinn and-
spænis greifafrúnni. Pet sett
ist á hinn klappstólinn á
móti Minnie frænku, og lét
eins og ekkert hefði í skor-
izt. Nóru langaði til að
hnippa í hana, en þorði það
ekki, vegna þess að hún hélt,
að greifafrúin mundi taka
V eftir því.
Þó að greifafrúnni hafi
kannske eitthvað þótt að
bílnum, þá gat hún ekkert
fundið að heimili Minnie
frænku. Hún gekk um, skoð-
aði það og sagði með hrifn-
ingu:
,,Ja-á! Ja-á!“
Og Nóra fylgdi henni eft-
ir, 'heilluð af þessari undar-
legu manneskju, sem virkaði
4, svo ákaflega lifandi í þessu
kyrrláta gamla húsi. Að lok
um komu þær inn á herberg
ið, sem greifafrúin átti að
hafa. Þá brosti greifafrúin
hlýlega til Nóru og sagði:
,,Eg sé, að ég hef verið hálf
ótuktarleg við Minnie“. Hún
hló. „Hættu að stara svona
á mig barn. Hvað gerir
frænka þín sér til skemmtun
ar?“
,,Hún heldur boð, og stund
úm fer hún í ökuferð í bíln-
um sínum.“
Greifafrúin gaf frá sér
hljóð, sem erfitt var að segja
nm, hvort það væri af sárs
auka eða hlátri. „Nú, og
hvað gerið þið þá, börnin,
ykkur til skemmtunar?"
Nóra hugsaði sig um.
„Pet er trúlofuð," sagði
hún.
.,0, jæja. Eg geri ráð fyr-
ir, að það sé það eina, sem
hægt er að gera. Málið þið
ekki, dansið eða syngið, eða
gerið eitthvað skapandi?“
„Jósep 'hefur kennt okkur
að dansa.“
„Gott. En þið hafið ekki
húið til dansþátt?“
Nóra hikaði. Sv sagði hún:
,,Jú, við bjuggum út þátt,
þar sem við létumst vera
.samvaxnir tvíburar, snenrm
bökum saman og bundur okk
ur svo saman um mittið.
Minnie frænka veit ekkert
um þetta.“
„Það var ágætt,“ sagði
greifafrúin, „það er víst tími
til að fara niður aftur.“
„Þetta var fyrir nokkrum
árum. Pet mundi ekki vilja
gera það núna.“
„Hafðu ekki áhyggjur.
Eg ætla ekki að biðja hana
um það.“
Greifafrúin var skemmti-
legasti gestur, sem nokkurn
tima hafði komið í heim-
sókn. Henni líkaði allt og
samþykkti allt, sem upp á
var stungið. Húln lét sér
Jíka detta ýmislegt í hug
upp á eigin spýtur. Á hverj
um morgni fór hún í göngu
íerð eins léttklædd og vel-
sæmið leyfði, ýmist nliður
að baðströndinni eða um göt
ur borgarinnar. Minnie
frænka fór seint á fætur og
reyndi að skipta sér ekki af
þessu. Á Pet hafði þetta eng
Pope Mayarga:
Dagdraumnr
in áhrif, því hún lifði í heimi
út af fyrir sig, og þar var
engin greifafrú.
En Nóra leit öðru vísi á
málið. Snobbhátturinn, sem
hún var alin upp við varð
að láta í minni pokann, og
hún sagði við sjálfa sig: Ef
hún biður mig um að koma
á göngu með sér, þá ætla
ég að fara. Mér líkar vel við
hana, og mér er alveg sama,
hvað aðrir hugsa um hana
eða mig. Hún er jafnmikils
virði og allir hérna í bænum
Santa Monica.
Daginn eftir sagði greifa-
frúin við Nóru:
„Ætlarðu að koma á göngu
með mér í fyrramálið?”
,,Já,“ svaraði Nóra. Hún
fann, hvernig Pet horfði
undrandi á hana, en hún lét
sem hún sæi það ekki.
Næsta morgun fóru þær á
göngu, og greifafrúin sagði
við hana:
„Ef þú gerir þetta á hverj
um morgni, þá lifurðu það
að verða gömul og ljót eins
og ég er.“
„Eg vona það,“ sagði Nóra
áköf. „Mig langar einmitt til
að verða alveg eins og þú.
Hvers vegna er það?“
Greifafrúin hló við, en
Nóra spurði opinskátt:
„Hvers vegna líkar mér
svona vel við þig?“
Hún fékk opinskátt svar:
„Vegna þess að ég er öðru
vísi en fólk er flest, og það
ert þú líka.“
Henni þótti vænt um þetta
svar', þó hún skildi það ekki
fyllilega. Hún ákvað að trúa
greifafrúnni fyrir leyndar-
máli, og sagði:
„Er það að verða ástfang-
in það, sem mest er um vert
í lífinu?"
„Já,“ svaraði greifafrúin.
Nóra varð undrandi og hálf
vonsvikin.
„Eg hugsaði — en ég er
alltaf svo óþolinmóð og fæ
aldrei neitt út úr lífinu.“
„Auðvitað. Þannig á það
að vera.“
„Á það að vera þannig?“
„Auðvitað. Þú átt að vera
hlaðin af löngun til þess að
elska — til að elska allt og
alla.“
„Það er ekki hægt. Ekki
þegar maður er eins og inni-
lokaður í skel.“
„Þú verður að brjóta skel
ina. Stækka sjálfa þig, Nóra,
og öðlast nýtt Viðhorf. Elska
og elska á breiðara grund-
velli, þangað til þú finnur, að
allur heimurinn tilheyrir þér.
Og þegar svo er komið, þá
geturðu ekki orðið fyrir von
brigðum framar. Og þá hverf
ur óþolinmæðin, því þú hefur
guð og himininn. Þetta er
eina lækningin."
„En þetta er ekki hægt,“
hvíslaði Nóra. Henni óaði við
þessu nýja, óvænta viðhorfi.
„Það er hægt,“ svaraði
greifafrúin eins og hún vildi
ekki heyra frekari mótbárur.
„Minnie frænka —“
Greifafrúin nam staðar og
brosti: „En þú þekkir alls
ekki frænku þína Minnie, og
það er leiðinlegt, Það eru
margar tegundir af skeljum.
Þú hefðir átt að þekkja mann
inn hennar, Snow, barnið
mitt.“
„Það er nú of seint núna.“
Greifafrúin þagði við, en
að kvöldverði loknum nokkr-
um dögum seinna sagði hún:
„Spilarðu aldrei póker
núna, Minnie?“
Minnie frænka brosti ó-
sjálfrátt. „Ekki í mörg ár.“
„Eg geri ekki ráð fyrir, að
stúlkurnar -—“
„Irene!“
„Við gætum kennt þeim
það. Okkar á milli gætum
við spilað fimm. Þú og ég og
stúlkurnar og Joe.“
„Eg hef stefnumót," sagði
Pet kuldalega. „Teddie kem-
ur að sækja mig, og við
ætlum út saman.“
„Nu, jæja sagði
greifafrúin. „Minnie, manstu
þegar við vorum í Albany og
spiluðum dag og nótt? ....
Aldrei var nokkur bær eins
dauður á sunnudögum eins
og Albany,“ sagði hún „við
stúlkurnar. „Alltaf man ég,
þegar barið var á dyrnar, og
við héldum að það væri lög-
reglan.“
Minnie frænka hló hálf-
skrítnum, hálfkæfðum hlátri.
„Eg man það aðeins,“
sagði hún, „að Mc Gill spil-
aði í sífellu La Golondrina á
tennurnar á sér með fingur-
nöglunum.“
„Greifinn hét Miguel,“ út-
skýrði greifafrúin fyrir stúlk
unum, „en allir klöluðu hann
Mc Gill. Eina, sem hann
gerði vel, var að spila La
Golondrina á tennurnar á
sér.“
„Nei, Rene,“ mótmælti
Minnie rólega en ákveðin.
„Þó að hann sé dauður,
breytir það ekki staðreynd-
um, Minnie. Jú, hann gat
dansað„“ sagði hún hugsi,
„Við gerðum stormandi
lukku, þegar við dönsuðum
maxixe. En sannleikurinn er
sá, og það veiztu, Minnie, að
ég fann sítrónu í garði ást-
arinnar.“
Hún þagnaði og horfði á
Nóru, um leið og hún bætti
við: „Og þeir segja, að þar
vaxi aðeins fíkjur.“
Nóra fannst eins og henni
hefði verið trúað fyrir ein-
hverju. Hún hló ekki.
Greifafrúin hélt áfram:
„Manstu, hvernig við litum
út, þegar sólin loksins kom
upp. Frænka ykkar Minnie
var alltaf sú fínni af okkur,
einkum þegar hún setti upp
fjaðrahattinn, þangað til að
leið á nóttina og fjaðrirnar
fóru að lafa niður fyrir
augun á henni.“
Nú gat Minnie ekki annað
en hlegið. „Eg var alltaf að
reyna að blása á þær,“ sagði
hún. „Eg man, hvað ég var
heppin í pókernum. Gus varð
bálreiður og sagði, að ég
mundi aldrei læra að spila
póker með slíkri heppni, en
þú sagðir, að með slíkri
heppni þyrfti ég ekki að
læra.“
Greifafrúin horfði á
Minnie ag sagði:
Manstu eftir Jack Wilkins,
Minnie?“
„Wilkins, töframanninum?
Hvernig ætti ég að gleyma
honum ? Það var hræðilegt
síðasta kvöldið eftir sýningu
í Standford. Við vorum
stödd á lélegu veitingahúsi,
þegar hann tók upp kaka-
lakka og lét hann hverfa og
dró hann svo út úr hárinu á
mér. Eg var svo hrædd, að
ég skipaði Gus að fara beint
með mig inn á hótelið okkar,
og ég lét niður á mér hárið
og burstaði það og burstaði.
En auðvitað var þar enginn
kakalaki. En —,“ það fór
hrollur um hana.
Dyrabjöllunni var hringt,
og Nóra fór til dyra, opnaði
fyrir Freddie, og með honum
var Georg Guarnero. Eftir
að greifafrúin hafði heilsað
ungu mönnunum, sagði hún
við Georg:
„Spilið þér póker?“
„Já, það geri ég," sagði
Georg og brosti. Honum virt
ist lítast vel á greifafrúna,
og Nóru þótti vænt um
hann fyrir það. Pet tók und-
ir handlegginn á Freddie og
leiddi hann út.
„Greifafrúin sagði: „Nóra,
farðu og náðu í Joe og segðu
honum að koma með spila-
peninga.“
„Hann þarf ekki að koma
með spilapenings,“ sagði
Minnie frænka, „ég á spila-
peninga.“
Joe kom, dálítið undrandi:
Hann . horfði spyrjandi á
Minnie frænku. Hún brosti.
„Komdu, Joe,“ sagði hún
mild í máli. „Stokkaðu, og
gefðu.“ Hún lét spil á borðið.
Hann settist niður án þess
að segja orð, en hann hafði
fölnað svolítið í framan.
Nóra fékk kökk í hálsinn.
Greifafrúin tók silkibandið,
sem stóllinn hans Gus var
bundinn við borðið:
„Eg ætla að sitja hérna.
Þú situr við hliðina á mér,
Nóra.“
Nóra gaut dauðskellkuð
augunum til Minnie frænku
og sá, að hún stirðnaði upp.
En áður en hún gat nokkuð
sagt, hafði greifafrúin bros-
!að hlýlega til hennar og
sagt:
„Fjöldinn allur af stúlkum
hafa setið á hnjánum á Gus,
Minnie. Hann hafði ekkert á
móti því á meðan hann lifði,
og ég geri ekki ráð fyrir, að
hann hafi það núna, þegar
hann er dáinn. Gus hafði
mikla og heilbrigða skyn-
semi, eins og Mc Gill var
vanur að segja.“
Það var eins og augnabliks
árekstur. Enginn hreyfði sig.
Nóra þorði ekki að hafa aug
un af borðinu, sem hún
starði á. Hún frekar fann en
sá, þegar frænka hennar
hafði jafnað sig. Svo byrjaði
Joe að stokka spilin.
„Þú getur bundið stólinn
aftur, þegar ég er farin
heim.“
Minnie hló léttilega: „Mik-
ið af heilbrigðri skynsemi,“
endurtók hún.
„Byrjaðu með tvenna,
Nóra,“? sagði greifafrúin,
„það er lægsta samstæða í
póker.
Taktu nú eftir barn. Það
getur munað lífi og dauða.“
„Eg er á móti þessu,“
sagði Minnie frænka og hló
aftur.
„Þú ert á móti öllu,“ sagði
greifafrúin.