Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIB Mánudagur 26. sept. Í960
Hvalir synda um öll
heimsins höf, og sennilega
hefur verið miklu meira af
þeim áður fyrr heldur en núr
því að hin stórvirku dráps-
tæki síðari tíma hafa farið
illa með hvalastofninn. Þó er
langt síðan mannfólkið fór
að ofsækja þessar stóru
skepnur hafsins. Af mynd-
um má ráða, að hvalir hafi
verið veiddir með skutlum í
Egyptalandi hinu forna fyrir
allt að því fimm þúsund ár-
um, og talið er, að Kínverjar
hafi um svipað leyti veitt
hvali. Tiltölulega frumstæðar
þjóðir veiddu stundum hvali
með skutlum, t. d. Eskimóar
og Indíánarnir á vestur-
strönd Kanada. Sumum
hvalategundum hefur verið
næstum því útrýmt með til-
tölulega frumstæðum veiðar-
færum, t. d. sléttbökunum.
Lengi framan af litu þó
margar þjóðir með ugg og
ótta á hvalina, og stóð hinn
mesti beygur af þeim. Víða
varð þessi ótti blandinn alls
konar þjóðtrú. Óttinn við
hvalinn er í þjóðtrúnni slung
inn mörgum þáttum. Stund-
um verður hann ímynd hins
aldna og voðalega hafs og
allra ógna undirdjúpanna.
Oft blandast þjóðtrúin í
sambandi við hvalinn dreka-
trúnni, og auðsætt er, að
með sumum þjóðum hefur
hvalurinn mótað drekatrúna
allverulega. Loks er svo það,
að hvalir geta orðið hættu-
legir bátum, þó að sú hætta
hafi oftast verið ýkt stór-
kostlega meðal almennings.
Stundum hefur fólk blandað
saman hvölum og hákörlum,
sem eru oft stórum hættu-
legri skepnur.
ILLHVELI
Hér á landi er til mjög
margbreytileg þjóðtrú í sam
bandi við illhveli. Ógerlegt
er oftast að greina sundur,
hvað af þeirri þjóðtrú er inn
lent og hvað af erlendum
uppruna. Sennilega eru
margar hugmyndir hér á
landi í sambandi við illhveli
komnar frá Noregi, en þar
lifir víða enn mjög svipuð
þjóðtrú.
Samkvæmt íslenzkri al-
þvðutrú granda illhveli oft
bátum af ráðnum hug og af
einskærri illsku. Sagt er, að
þeir elti oft bátana langar
leiðir til að hvolfa þeim eða
jafnvel gleypa þá með allri
áhöfn. Stundum trúa menn
því að hvalimir séu í raun
og veru illir andar eða þá
galdramenn sem hafa tekið
á sig þet|a líki. Sú trú, að.:
galdramenn taki oft á sig
hvalslíki er útbreidd á norð-
anverðii vesturströnd Norð-
ur-Afríku. Þessi hugmynd
kemur fram í Kormáks
sögu. Þegar Kormákur lét úr
höfn kom hrosshvalur upp
hjá skipinu. Skaut Kormákur
pálstaf til hans og sökk þá
hvalurinn. „Þóttust menn
þar kenna augu Þórveigar"
segir sagan, en Þórveig var
mjög fjölkunnug. Það fylgir
þessari sögu, að Þórveig
muni hafa dáið af áverkan-
um. Er þetta ein af óteljandi
sögum um það, að galdra-
menn bíði bana af áverkum,
er þeir hljóta á meðan þeir
eru í dýralíki. Þetta er t. d.
alþekkt í sambandi við var-
úlfasögurnar.
Ulhvelin eru oft sett í sam
band við önnur dýr, og er
talið, að þau hafi rödd
þeirra dýra. Nauthvelið baul
ar, hrosshvelið hneggjar og
katthvelið mjálmar. Fágæt-
ari eru sögurnar um hund-
hvelið, sem geltir, en þær
þekkjast þó allvíða. Búrhvel
ið er talið mjög skætt, og þá
ekki síður hvalur sá, sem
kallaður var rauðkembingur.
Rauðkembingur vog veður
voðalegur hverri gnoð.
segir Fornólfur.
I sambandi við íslenzku
illhvelatrúna eni til margvís-
legar tabúhugmyndir og æði
forneskjulegar.
Sjómenn hafa varazt að
nefna illhvelin á nafn, á með
an þeir voru á sjó. Þau voru
einu nafni kölluð „blessaðar
skepnurnar", auðsjáanlega í
þeim tilgangi að reyna að
blíðka þau, auk þess sem
það gat haft voðalegar af-
leiðingar að nefna hið rétta
nafn. Og eins og títt er um
frumstæðar þjóðir mátti
heldur ekki nefna neitt, sem
gat minnt á illhvelin. Ekki
mátti nefna búr, því að það
minnti á búrhveli. Ekki
mátti heldur nefna Búrfell,
á sjó hét það Matarfell. Fyr
ir tæpum tveimur áratugum
var mér sagt í Reykjarfirði (
syðra á Ströndum, að þessi
venja væri enn í góðu gildi
þar. Ekki mátti á sjó nefna
naut eða kýr, því að það
minnti á nauthvelið, jafnvel j
ekki fjós. Ekki mátti heldurj
minnast á hross, kött eða
hund, þá komu illhvelin, sem
báru nöfn ^é^n af þessum
dýraheitum. '^§ums staðar
mátti ekki nefna rauðan lit,
á sjó, þá kom rauðkembing-
ur og á stöku stað heldur
ekki hvítan lit vegna mjald-
ursins.
JÓNAS OG IIVALURINN
Alkunn er saga Gamla
testamentisins um Jónas
spámann, sem var þrjá daga
og þrjár nætur í kviði hvals-
ins. Þessi saga er skyld öðr-
um austrænum sögum, en í
sumum þeirra gegna drekar
og hákarlar hlutverki hvals-
ins. Ýmsar hvalasögur eru
í Þúsund og einni nótt, t. d.
um hvalinn, sem er með
grasi eða skógi vaxið bak.
Halda sæfarar, að hér sé
eyja, en er þeir stíga á land
þýtur hvalurinn af stað.
HÖFRUN GURINN
Meðal Grikkja og Róm-
verja var enginn hvalateg-
und svo í hávegum höfð sem
höfrungurinn. Hann var
ekki talinn neitt illhveli,
heldur velviljaður mönnum.
hjálpaði hann stundum sjó-
mönnum í sjávarháska, bar
þá jafnvel að landi á baki
sér. Höfrungurinn var sett-
ur í samband við ýmsa
gríska guði, t. d. Appollon,
Dionysos, Poseidon sjávar-
guð og Amfitrite drottningu
hans. Þessir guðir breyttu
sér stundum í höfrungslíki,
og saga er til um það, að
Dionysos hafi breytt mönn-
um í höfrunga. — Forn-
Grikkir kenndu eitt stjörnu-
merki sitt við höfrunginn.
Voru í því níu stjömur, og
var það einnig sett í sam-
band við mennta- og söng-
gyðjurnar níu (músurnar).
Var það því stundum kallað
Söngmerkið (musicum sign-
um á latínu).
Á miðöldum höfðu ýmsar
franskar háaðalsættir höfr-
unga í skjaldarmerkum sín-
um, svo að orðið höfrungur
(dauphin) varð háaðalstitill.
Á 14. öld varð þetta titill,
franska krónprinsins, og
hélzt svo meðan konungs-
stjórn var í Frakklandi. Oft-
ast önnuðust klerkar að
miklu leyti uppeldi og mennt
un frönsku krónprinsanna.
Reyndu þeir að bægja þeim
frá að lesa klúrar bækur og
óguðlegar. Tóku þeir að lok-
um til þess ráðs að endur-
skoða ýmíc gömul rit og
gefa þau út að nýju, og voru
þar hinir hættulegu kaflar
felldir á brott. Þá þótti ó-
hætt, að krónprinsinn læsi
þær. Voru slíkar hreinsaðar
bækur kallaðar útgáfur ad
usum delphini (til afnota
fyrir krónprinsinn), en enn
í dag er þetta notað um
„hreinsaðar“ bækur. Hér er
höfrungsnafnið komið langt
frá sinni frummerkingu.
REYÐARIIVALUR
Hin suðræna trú á höfr-
unginn sem hjálparhellu sjó
manna hefur hér á landi
færzt 1yfirilá reyðarhvaMnat
Sagt er, að reyðurinn verji
skip fyrir illhvelum, reki
þau burtu og liggi ofan á
þeim.
RAUÐHÖFÐI
Alkunn er íslenzka þjóð-
sagan um illhvelið Rauð-
höfðf., sem var mennskur
maður í álögum. Þetta var
Suðurnesjamaður, sem sveik
álfkonu og fékk þetta að
launum fyrir svikin. Grand-
aði hann mörgum skipum.
Að lokum galdraði gamall
prestur í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd illhvelið1 upp
eftir Botnsá og upp í Hval-
vatn, þar sem það sprakk.
Öðrum þræði er þessi saga
tilraun til að skýra örnefni
eins og Glymur, Skjálfanda-
hæðir og Hvalvatn.
NÁHVELI
Mikil þjóðtrú er til í sam
bandi við náhveíið. Náhvals-
tennur ■ þáttu fyrr á öldum
fhiú JttdBfesÉi -i
Áraa biskups Þorlákssonar
er getið um náhválstönn,
sem var á fimmtu alin, og
spruttu illdeilur út af henni.
Talið er að náhvelið og tönn
þess hafi mótað ýmsar af
sögunum um einhyrninga,
sem voru mjög útbreiddar
áður fyrr. Muldar náhvals-
tennur þóttu fyrr á öldum
asta læknislyf.
MJALDUR
Mjaldurinn lifir í Norður-
höfum og er hvítur á lit.
Sjómönnum stóð áður fyrr
mikill stuggur af honum,
sennilega alveg að ástæðu-
lausu. I Norður-Noregi er til
margvísleg þjóðtrú í sam-
bandi við mjaldurinn. Til
eru hvítingar eða albínóaf-
brigði af öðnun hvalategund
um, og óttast sjómenn slík-
ar skepnur mjög.
BlLLINN
Höfum ávallt fyrlrliggjandi allar tegundir
bifreiða og alla árganga
Beztu kaupin hjá okkur —
hagkvæmustu skilmálarnir
BILLINN
Varðarhúsinu við Kaikofnsve^
Sími 18 8 33
Auglýsing
varðandi umsóknir um eftirgjafir á aðflutnings-
gjöldum af farartækjum, vegna sjúkdóms eða
fötlunar.
Að gefnu tilefni, hefur nefnd sú, sem úrskurðar
umsóknir um eftirgjöf á aðflutningsgjöldum af
farartækjum sökum sjúkdóms eða fötlunar
(læknanefndin) ákveðið, að allar slikar umsókn-
ir, sem liggja hjá nefndinni og hafa ekki verið
afgreiddar, þurfi að endurnýja.
Þeir af eldri ums. og nýir ums., sem óska eftir
að koma til greina á yfirstandandi ári, að því er
tekur til fyrrgreindra eftirgjafa verða að hafa
komið umsóknum sínum til ritara nefndarinnar,
Þórðar Benediktssonar, SÍBS, Reykjavík, fyrir
lok októbermánaðar n. k.
Eftirgjafir aðflutningsgjalda koma aðeins til
greina af bifreiðum innfluttum frá Rússlandi
eða Tékkóslóvakíu.
Nánari upplýsingar gefa: Formaður næknanefnd-
arinnar, Páll Sigurðsson, Pósthússtræti 7, IV.
hæð. Viðtalstími, virka daga, nema laugardaga,
kl. 1—2, sími 12525, og ritari hennar, Þórður
Benediktsson, SÍBS, Bræðraborgarstíg 9,
Reykjavík sími 22150.
Reykjavík, 23. sept. 1960. ,
F.h. læknanefndarinnar.
Þórður Bencdiktsson.
' ÓLAFUR HANSSON, mennfaskólakennari:
HVALURINN