Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Blaðsíða 6
MANUD AGSBtAÐEÐ
Mánudagur 28. sept. 1960
því, elskan mm. Eg skal gera
þér þetta ógleymanlegt. Þú
tniir því, er það ekki?“
Hún tók granna lista-
mannskönd hans og b'ár
hana upp að brennheitum
vanga sér og hvíslaði.
„Eg geri það vissulega.“
„Gerðu þá þetta fyrir mig,
Júlía — komdu burt með
mér þetta eina sinn.“
Hún reyndi af veikum
mætti að malda í móinn.
„Ef þetta kæmist upþ,
mundi það eyðileggja fram-
tið okkar.“
Gerum ráð fyrir, að þú
værir neydd til að skilja og
giftast mér,“ sagði hann,
„mundi þér líka það verr.
Þú elskar ekki manninn
þinn.“
Hún svaraði:
„Það skrítna við það, er
það, að ég elska hann á
minn 'hátt, Ivor. En ég er
ekki ástfangin af honum.
Það gerir allan muninn.“
„Hann vissi það, þegar
hann kvongaðist þér.“
„Það gerði ég líka. Eg tók
á móti öllu, sem hann bauð
mér. Eg hugsaði, að ég
mundi sennilega aldrei kynn
ast hinni stóru ástríðu, og
þar sem ég hef tekið á móti
öllu, sem hann hefur gefið
mér, finnst mér ég ekki hafa
r. einn rétt til að bregðast
honum.“
Ivor yppti öxlum. Hann
var ekki alveg eins heiðar-
legur eða fullur af samvizku-
semi eins og Júlía. Hann lét
sjálfan sig og sínar óskir
s. tja í fyrirrúmi fyrir Úr-
súlu og börnunum.
Hann kom með nýjar rök-
semdir:
„En það er engin nauðsyn
•á, að þú bregðist Bill. Hann
þarf ekkert að vita um
þetta, Júlía. Við verðum að
vera einu sinni saman áður
en við deyjum. Segðu, að þú
viljir gera þetta.“
Hún svaraði:
„Eg verð að fara núna,
e’jskan. Eg skal gefa þér
svar á morgun.'
„Eg þoli þetta ekki. Eg
get ekki lifað eðra eins nótt
<og þá síðustu. Þú mátt ekki
halda mér í óvissu.“
„Ivor, vissulega þurfum
við að athuga okkar. gang
betur. Þetta er svo þýðing-
íirmikið skref. Þú ert alltof
hærulaus, elskan. Eg —“
„Vertu kærulaus með mér,“
greip hann fram í og dró
hana að sér. Vertu ekki að
‘berjast þetta, Júlía. Segðu
já við mig núna strax.“
Hún dró andann djúpt og
lokaði augunum. Og allt í
<einu var eins og stormurinn
lægði í huga hennar. Hún
var róleg og örugg í faðmi
hans, og vel vitandi um þau
örlög, sem hún gat ekki
ibreytt, sagði hún:
Jæja þá, ég skal koma!“
III.
Það leit út fyrir, að frá
J>ví augnabliki sem Júlía
sagði Ivor Bent, að hún
L í A
13.
eftir Denise Robins
skyldi gera það, sem hann
bað hana um, væri það ekki
hennar vilji er stjórnaði gerð
um hennar, heldur einhver,
sem væri fyrir utan hana
sjálfa. Henni fannst sem sú
Júlía, sem Bill og vinir henn
ar þekktu, væri horfin, og
önnur Júlía væri komin í
hennar stað — kona óstjórn
iega ástfangin, og að þessi
ástríða hefði eyðilagt heil-
brigða skynsemi og dóm-
greind hinnar gömlu Júlíu.
Hún vissi líka, að með því
að lofa að fara á burt með
elskhuga sínum, hefði hún
tekið eina fljótfærnislegustu
og kæruleysislegustu ákvörð
un lífs síns. Samt sem áður,
fyrst hún hafði lofað því, þá
gat hún ekki eða vildi ekki
svíkja það. Þrálát sektartil-
finning gagnvart Bill hafði
setzt að í undirvitund henn
ar, allt að því hatur á sjálfri
henni fyrir að vilja svíkja
hann. En löngunin til aÆ>
eiga einn dag og eina nótt
með elskhuga sínum, varð
öllu öðru yfirsterkara þá
klukkutíma, sem hún var
með Bill, áður en svik henn-
ar við hann voru orðin að
óbreytanlegri staðreynd.
Þetta varð að ske. Hún
varð að fara með Ivor. Og
þess vegna: því minni rella
sem var gerð út af þessu, og
með því meiri ró sem hún
sætti sig við, að þetta voru
bersýnilega örlög hennar,
því betra.
Hún var jafnvel farin að
líta undarlega á sjálfa sig
eins og hún væri önnur per-
sóna, sem horfði á þessa
nýju Júlíu, sem hagaði sér
svo óskynsamlega og elskaði
á svona heitan og ástríðu-
fullan hátt, sem hún hafði
haldið, að ætti aðeins heima
í skáldskap. En hún sá það
ljóslega, að það mátti ekki
verða nein bið á framkvæmd
þessarar ákvörðunar. Það
var nú eða aldrei. Ef þau
biðu mundi efi og erfiðleikar
koma í ljós, sem kæmi þeim
í sjálfheldu, sem ómögulegt
yrði að losna úr.
Eg þarf ekki að halda, að
ég sé eina ótrúa eiginkonan,
og að heimur farist, þó að
ég svíki Bill og fari á burt
með Ivor. Þetta hefur hent
milljónir af öðrum konum,
og þetta á eftir að henda
aftur, og heimurinn gengur
sinn vanagang. Það er bara
þetta, að ég hélt, að ég
mundi aldrei gera það.
Hún fór heim með Bill um
kvöldið eftir stefnumót
þeirra Ivors. Hún var sér-
staklega góð við Bill. Það
sýndist vera hræsnisfullt, en
það var ekki raunverulega
hræsni, þvi hún vildi vera
góð við hann, og hún vonaði
innilega, að hann mundi
aldrei vita neitt um Ivor. Ef
hún hafði haldið, að það
væri nokkuh hætta á, að
hann kæmist á snoðir um
þetta, hefði hún ekki farið.
En hún trúði því, kannske
með of mikilli bjartsýni, að
hann mundi aldrei komast
að því. Og þegar hún kæmi
aftur, mundi hún eyða öllu
lífi sínu til að bæta honum
upp það, sem hann ’hafði
misst án þess að vita það.
Þetta var allt klappað og
klárt. Hún segði Billí að
Agötu frænku langaði til að
sjá hana. Þessi frænka var
gömul og ekki við sem bezta
heilsu, og var kannski farin
að sjá eftir, hve lítil afskipti
’hún hafði af þessari einu
frænku sinni. Júlía sagðist
ekki ætla að taka bílinn,
heldur fara með lestinni til
London og taka aðra lest
þar, sem færi til Godalming,
þar sem frænka hennar átti
heima.
Fyrir sitt leyti ætlaði
Ivor að segja* Úrsúlu, að
hann þyrfti að fara til
Gloucester í verzlunarerind-
um. Elskendurnir ætluðu að
hittast í London og aka síð-
an á einhvern óþekktan
stað.
Bill hlustaði á sögu Júlíu
með sínu venjulega jafnað-
argeði. Hann lét í ljós dá-
litla undrun yfir því, að
Agata frænka skyldi ekkert
hafa látið í sér heyra áður,
þó að hann vissi auðvitað,
að hún var til. Og hann jók
dálítið á vanlíðan Júlíu með
því að segja:
„Mér líkar vel að heyra
þetta, að gömlu konuna lang
ar til að sjá þig, elskan.
Kannske arfleiðir hún þig að
nokkrum aurum. Vona svo
þín vegna.“ Þetta var svo
líkt Bill að óska henni góðs,
senda hana á burt með bless
un sína, hugsaði Júlía. Undir
þessum kringumstæðum
hefði ’hún heldur viljað, að
hann hefði fjasað og verið
erfiður. Hvers vegna, spurði
hún sig, gerði hann allt svo
erfitt fyrir hana einmitt með
því að gera henni það auð-
velt.
Þegar hún yaknaði morg-
uninn eftir, var hún í mikl-
um spenning. Hún var fegin,
að veðrið var gott fyrir hana
og, ástina hennar. Hún hafði
haldið, að þegar hún kveddi
Bill, mundi sér líða illa, en
svo var þó ekki. Hún kyssti
hann eðlilega og glaðlega,
afsakaði, að hún skyldi
skilja hann einan eftir aft-
ur, og hami stóð á brautar-
pallinum og óskaði henni
góðrar skemmtunar hjá
Agötu frænku. Hún kallaði
til hans:
„Sjáumst aftur á morgun,
elskan mín.“
Hún var ein í vagninum.
Hún reyndi að róa taugarn-
ar með því að lesa dagblað,
en hún gat ekki einbeitt sér,
])ví hugurimr var á reiki.
Strax og hún kæmi til Lon-
don, ætlaði hún að fara beint
á hárgreiðslustofu, svo varð
hún að fá sér handsnyrt-
ingu. Síðan ætlaði hún að
hitta Ivor, sem beið hénnar
með leigubíl fyrir framan
Hyde Park hótel. Þau höfðu
ákveðið að borða hádegis-
verð saman og aka síðan
strax út úr borginni.
Hún vonaði, að Ivor mundi
líka allt, sem hún hafði kom
ið með með sér, og að hann
yrði ekki fyrir vonbrigðum
yfir henni.
Hún gat næstum fundið
falleg, gáfuleg augu hans
hvíla á sér. Nú fannst hon-
um hún vera fullkomin, og
hún vonaði, að honum fynd-
ist það áfram.
Dagurinn í dag og nóttin
var þeirra. Morgundagurinn
tilheyrði Bill og Úrsúlu, en
hún vildi ekki láta hugann
dvelja við það, af því það
varpaði skugga á hamingju
hennar. Hvað Bill hafði ver-
ið góður, yndislegur eins og
venjulega. Skyldi Úrsúla
hafa verið eins góð, þegar
hún setti í töskurnar fyrir
Ivor og óskaði honum góðs
gengis x viðskiptunum? Hún
Júlía, ætti að skammast sín
;ekki aðeins- fyrir það að
fara á bak við Bill, heldur
líka fyrir það að hjálpa Jvor
til að svíkja konu sína og
börn. Jæja, ef hún léti eftir
sér að bi’jóta heilann um
þetta, yrði það án efa til
þess að hún sæi eftir þessu
öllu og sviki Ivor á síðustu
stundu og eyðilegði þennan
litla tíma, sem þau höfðu
saman. Og hún gat hvorugt
af þessu gert.
Hún fletti dagblaðinu og rak
augun í fyi’irsögn:
Liðsforingi sækir um skiln
að.
Hún las það með áhuga,
en þetta var ósköp venjnlegt
skilnaðannál: Kaptekm X
kemst að því, að meðan
hann er að skotæfingum, hef
ur konan hans búið á hóteli
með öðrum liðsforingja, fé-
laga hans. Engin vöm var í
málinu. Kafteininum var
veittur skilnaður og yfirráð
in yfir eina bami þeirra.
Júlía leit upp úr blaðinu
og horfði út um gluggann.
Svolítið af gömlu Júlíu
kom aftur, þeirri gömlu,
skynsömu, hugsandi Júlíu,
og það fór hrollur um hana.
Ef hún hefði lesið þetta fyr
ir viku, hefði hún hugsað,
hve fyrirlitlegt það væri af
konu kafteins X að svikja
hann meðan hann var í
burtu, og undrazt yfir, að
nokkur kona gæti fengið af
sér að eyðileggja heimili sitt
vegna augnabliksástriðu!!
1 dag var hún, Júlía Daunt,
í þann veginn að gera það
sama, sem kona kapteins X
hafði gert. Sjálfsagt hefur
kona kapteins X ekki ætlað
a ðláta þetta komast upp
eða skilja við manninn. En
hún hafði teflt á tvær hætt
ur og tapað. Hún, Júlía, tók
líka á sig áhættu — og ef
hún skyldi nú tapa? Ef
þetta kæmist nú upp?
Það var alltaf möguleiki,
hversu lítt þekkt sem hótel-
ið var, að þau rækjust á
sameiginlegan vin, og að
Bill frétti það, eða þá að
Úrsúla kæmist að því og
flækti henni, Júlíu, i skiln-
aðarmál. Margt gat hent, og
hvernig mundi hún þá bregð
ast við ? Hvernig mundi
henni líka að verða ásamt
Ivor fyrir aðkasti heimsins
hafandi á samvizkunni, að
hún íhefði eyðilagt heimili
þeirra beggja.
Þetta var ekki skemmtileg
tilhugsun, en það var ekki
hægt að komast hjá henni,
og henni fannst kulda leggja
'unj hjaríta isitt, og hann
jókst eftir því sem nær dró
London.
Augnablik hvarflaði þbð
jafnvel að henni að segja
Ivor, að hún gæti ekki haldið
þessu áfram — gæti ekki átt
á hættu að láta Bill verða
fyrir þessu höggi. Hversu
mjög sem hún væri hrifin af
Ivor, þá vissi hún, að hún
yrði aldrei hamingjusöm, ef
hún færi á brott með honum
fyrir fullt og allt að ó-
breyttu núverandi ásatndi.
Þessi leiða hugsun ásótti
hana á meðan hárið á henni
var þvegið og neglur hennar
lakkaðar ljósrauðar. í huga
hennar skiptust á tilhlökk-
un til þess, sem lá framund
an — og að hinu leytinu hug
leysisleg ósk um að geta
flúið aftur — flúið til Bills,
þar sem öryggi og velsæmi
beið hennar.
Þetta var það þá, sem kon
ur urðu að ganga í gegnum,
þegar þær stigu skref sem
þetta, sagði Júlía aumlega
við sjálfa sig. Það var ekki
aðeins spurning um að búa