Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Blaðsíða 7
Mánudagur 26. sept. 1960 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Sýningar að hefjasf í Þjóðleikhúsinu Pyrsta sýningin a þessu leikári Þjóðleikhússins var s.l. laiigardagskvöld og var það á gamanleiknum „Ást og stjórnmál" eftir Terence Rattigan, en það leikrit var sýnt 6 sinnum á s.l. leikári. Þetta er 4. leikritið eftir Rattigan sem sýnt er hér á landi, en hann er eins og kunnugt er einn þekktasti af nútíðarhöfundum Englands. — „Ást og stjórnmál" fékk mjög góða dóma hjá blaðagagnrýn- endum og leikstjórinn Benedikt Árnason hlaut mikið lof fyrir frumlega og góða leikstjóm. Næsta sýning verður á niiðvikudagskvöld. — Myndin er af Rúrik Haraldssyni, Ingu Þórðardóttur og Jóhanni Pálssyni í aðalhlutverk- unum. — Um næstu mánaðamót verður frumsýning á „Engill horfðu heim“, eftir Thomas Wolfe. FRAMKÖLLUN KOPIERING Látið myndir geyma góðar endurminningar yðar! — Framköllum myndir fljótt og vel. Allar myndir, framkallaðar hjá okkur, eru af- greiddar í yfirstærð, þ. e. eftir 6x9 filmu skilum við yður 9x9 sentimetra myndum. F I L M U R , allar stærðir og gerðir! V E R Z L U N Hans Petersen hí. Bankastræti 4 — Sími 1-32-13. Knaffspyrnumál íslend- inpa algjörlega úrelf fer að Bgúka enn Biu knattspyrnutímabili; stuttu og að venju viðburðaríku. Ár frá ári fer fjölgandi þeim leikjum, ; sem leiknir eru og æ erfiðara reynist að koma þeim öllum fyrir svo vel fari. Það er því ekki að undra þó að hinn til- tölulega fámenni 'hópur „úrvals manna“ sé meira og minna skakkur, snúinn og örmagna eft ; ir hinar mörgu og ströngu keppnir, sem afstaðnar eru. En hvað sem þessu líður, gerir almenningur meiri og meiri kröfur til knattspyrnu- mannanna, bendir á hinn góða aðbúnað þeirra og allt það fé, sem varið er til þjálfunar þeirra og utanfara. Menn vita sem sé lítið, hvernig þessum málum er í rauninni varið. Allir okkar íþróttamenn eru áhugamenn í þess orðs fyllstu merkingu. Þeir stunda fulla vinnu, en æfa og keppa í þeim frístundum sem til falla. Margir hverjir eru að koma undir sig fótunum og búa sig út í lífið, enda flestir á þeim aldrinum. Þeir þurfa svo að æfa tvisvar til þrisvar í viku og keppa stundum jafn oft. Fer þá að vera lítill tími eftir til annarra hhita, sem þó eru nauðsynlegri. Af þssu sézt, að breyta verð ur skipulaginu, sem nú ríkir alveg gjörsamlega, ef halda á uppi þeim kröfum, sem gerðar eru. Verður ekki annað sýnt, en að atvinnumennska að ein- hverju leyti sé mjög aðkallandi og í rauninni nauðsynleg. Vafa laust mun betri árangur ekki lengi láta á sér standa, ef þann veg ryði farið. En forusta í- þróttamálanna heldur fast í hina fornu hugsjón áhuga- mennskunnar, sem er löngu orð in úrelt og samrýmist ekki þeim tímum, sem við lifum á í dag. Það er opinbert leyndarmál í mörgum þeim löndum, sem enn hafa í gildi ströng ákvæði um atvinnumennsku, að í- þróttamönnum er greitt fyrir erfiði sitt að meira eða minna leyti. Þar hefur verið smogið framhjá lögunum, að kröfu tím- anna, en afturhald og þrjózka forustunnar hefur gert það að verkum, að ekki er hægt að ganga greint að þessu hlutúm. Hér á landi eru til ráðandi menn, sem eindregið eru fylgj- andi því að greiða mönnum, a. m. k. það fjárhagslga tap, sem þeir verða fyrir vegna íþrótt- ar sinnar, en því miður hafa „gömlu mennirnir“ og þeirra aft urhald enn yfirtökin. Það er vafalaust von flestra íþrótta- manna og margra íþróttaunn- enda, að bráðlega fari að mynd ast hreyfing í rétta átt. IIIIIIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllll B L 0 M Daglega ný afskorin blóm . BLÖMABÚÐIN, HEÍSATEIG 1. SÍMI 34174. (Gegnt Laugarneskirkju). Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil £R SE eftirtöldum STÖÐÚM Turninn, Austurveri Hlíðabakarí Krónan, Mávahlíð Sunnubúðin, Mávahlíð Hátún 1 Drápuhlíð 1 Tuminn, Miklatorgi Sælakaffi Javákaffi Turninn, Laugarnesi Laugarásvegur 2 Ás, Brekkulæk 1 Tuminn, Kleppsveg Langholtsvegur 19 Turninn, Sunnutorgi Rangá, Skipasundi Vogaturninn Langholtsvegur 126 Turninn, Sólheimum Turninn við Hálogaland Saga, Langholtsveg Nesti við Elliðaár Turainn, Réttarholti Búðargerði 9 Sogavegur 1 Flug\’allarbarinn Adlon, Laugavegi 126 Tuminn Hlemmtorgi Þröstur Matstofa Austurbæjar Laugavegur 92 Tóbak og Sælgæti Adlon, Laugavegi 11 Laugavegur 8 Adlon, Bankastræti Florida Bangsi Hverfisgata 71 Barónsstígur 3 Skólabúðin Lækjargata 2 Pylsubarinn Turninn, Lækjartorgi Turninn, Austurstræti Tuminn, Veltusundi Blómvallagata 10 Birkiturninn Melaturninn Adlon, Aðalstræti Turninn, Kirkjustræti Hressingarskálinn Bókaverzlun ísafoldar Lækjargata 8 Bókhlaðan, Laugavegi UPPBÆR: Gosi, Skólavörðustíg Óðinsgata 5 Þórsbar, Þórsgötu Círó, Bei’gstaðastræti Víðir, Fjölnisvegi Leifsgata 4 Skálholt Frakkastígur 16 Vitabar, Vitastíg Björninn, Njálsgötu Njálsgata 62 Barónsstígur 27 Bókaverzlun Lárusar Blöndal Vesturgata 2 Addabúð, Vesturgötu Garðastræti 2 Skeifan, Tryggvagötu Fjóla, Vesturgötu VVest End, Vesturgötu Vesturgata 53 Bræðraborgarstígur 29 Sólvallagata 74 Straumnes

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.