Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Móttökuritari — læknaritari Lausar er til umsóknar stöður ritara við Sjúkra- húsið Vog. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir, í síma 824 7600. Skriflegar umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist til Sjúkrahúsins Vogs, Stór- höfða 45, 110 Reykjavík, merktar viðkomandi störfum, eigi síðar en 6. júní nk. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er hornsteinn í öflun, varðveislu og miðlun þekkingar um íslenskt samfélag og á sviði vísinda og fræða. Safnið er þekkingarveita sem vinnur að því að veita faglega upplýsingaþjónustu um íslenskt samfélag og tryggja að Íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar aðgengi að hvers kyns þekkingu og upplýsingum. Á safninu starfa um 100 manns á þremur sviðum, varðveislusviði, þjónustusviði og rekstrar- sviði. Við leitum að fólki í eftirfarandi störf: Sviðsstjóri varðveislusviðs Sviðsstjóri ber ábyrgð á þróun varðveislusviðs, gerir fjárhagsáætlanir og tekur þátt í stefnu- mótun og faglegri uppbyggingu safnsins. Á varðveislusviði eru tvær deildir, handritadeild og þjóðdeild og um 50 manna starfslið. Óskað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum stjórnanda með skipulags- og leiðtogahæfi- leika sem býr yfir hæfni í mannlegum sam- skiptum og hefur áhuga og metnað til að þróa öflugt varðveislusvið. Viðkomandi þarf að hafa meistarapróf, gjarnan í bókasafns- og upplýs- ingafræði eða háskólagrein sem tengist íslenskum fræðum. Þekking og reynsla af stefn- umótun og stjórnun er nauðsynleg. Staðan er veitt tímabundið frá 1. ágúst. Ritaskrá skal fylgja umsókn. Upplýsingar um starfið veitir Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, sími 525 5600, netfang: sigrun@bok.hi.is. Fagstjóri í skylduskilum Fagstjóri í skylduskilum ber ábyrgð á inn- heimtu efnis sem lagaleg skylda er að skila til Landsbókasafns til varðveislu. Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða annarri háskólagrein sem nýtist við vinnu við skylduskil og varð- veislu íslenskra heimilda. Þekking á íslenskri útgáfustarfsemi er nauðsynleg. Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og stýrt verkefnum innan faghópsins. Starfið er laust frá 1. ágúst. Upplýsingar um starfið veitir Þor- leifur Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar, sími 525 5600, netfang: thorljon@bok.hi.is. Fagstjóri í skráningu erlendra rita Fagstjóri ber ábyrgð á skráningu, flokkun og lyklun erlendra rita í safninu. Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði og mikla reynslu af skrán- ingu í Gegni. Gott vald á ensku, Norðurlanda- máli og að minnsta kosti einu erlendu tungu- máli til viðbótar er nauðsynlegt. Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og stýrt verkefnum innan faghópsins. Starfið er laust frá 1. ágúst. Upplýsingar um starfið veita Auður Gestsdóttir, fagstjóri erlendrar skráning- ar, sími 525 5600, netfang: audurg@bok.hi.is og Hildur Gunnlaugsdóttir, gæðastjóri skrán- ingar, sími 525 5600, netfang: hildugun@bok.hi.is. Við ráðningu í störfin verður tekið mið af starfs- mannastefnu og jafnréttisáætlun safnsins en þar segir m.a. að ráða eigi hæfasta einstakling- inn óháð kyni, aldri, trúarbrögðum eða litar- hætti. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, persónulega hæfni og meðmælend- ur, sendist til starfsmannastjóra fyrir 19. júní, netfang: herth@bok.hi.is. Í efnislínu skal setja eina af ofangreindum fyrirsögnum sem á við það starf sem sótt er um. Laun eru greidd sam- kvæmt kjarasamningi ríkisins við hlutaðeigandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir liggja fyrir um ráðningar. Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðar- mál. Afgreiðslustarf Óskum eftir hressu og duglegu starfsfólki í afgreiðslu og eldhús, 17 ára og eldri. Umsóknareyðublöð á staðnum. KFC, Selfossi, sími 482 3466.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.