Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1961, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.02.1961, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. febrúar 1961 Blóðbergið er ein helzta einkennisjurtin á íslenzkum holtrnn, og það hefur löngum verið hugstætt íslenzkri al- þýðu. Bæði er það, að þetta er fallegt blóm og ilmar meira en flestar aðrar is- lenzkar jurtir. Það kemur á ýmsan hátt við sögu alþýðu- lækninga og þjóðtrúar hér á landi, en sumt í þeirri þjóð- trú er áreiðanlega af erlend- um uppruna. Blóðbergið þekkist um alla Evrópu, þó að til séu af því ýmsar teg- undir, flestar stórvaxnari en hin íslenzka. Mik- dögum er litið svo á, að þetta sé til heilla og hamingju, en á bak við þessa venju býr eflaust hinn fornheiðni frjó- semigaldur í sambandi við blóðbergið. Af svipuðum rót- um er runnin sú venja, að þungaðar konur bera blóð- berg á sér til heilla. Er því þá trúað að fæðingin gangi vel og verði sársaukalítil. Af sama toga er spunnið, að blóðbergste er talið sér- lega hollur drykkur fyrir sængurkonur. Einkum er það þá talið öruggt til að stöðva blæðingar. Hér er eflaust á [ ÓLÁFUR HANSSON, mennfaskolakennari: ið er af blóðbergi í skozku hálöndunum og á norður- þýzku heiðunum, og á grísku eyjunum, t.d. Milos, eru stór svæði rauð af blóðbergi, sem er annarrar tegundar en hið íslenzka. í mörgum tungu- málum er nafn blóðbergsins drégið af gríska stofninum thym, — sem tekur reyk (timian, thyme). í ýmsum slafneskum málum er blóðT bergið nefnt nöfnum, sem þýða mæðrablóm eða fæðing- arblóm, en frá fornu fari hafa menn talið þessa jurt standa í sambandi við frjó- semi og æxlun mannfólks- ins. Blóm ástagyðjunnar Hjá Forn-Grikkjum var blóðbergið helgað Afródite ástargyðju, en reyndar voru ýmsar aðrar jurtir ’henni helgaðar, svo sem myrtus- tréð og rósin. Afródite var fórnað blóðbergssveigum og stundum þurkuðu blóð- bergi brennt henni til dýrð- ar. Af þessu mun nafn plönt- unnar í grísku vera dregið af reyk. Helgi blóðbergsins hélzt í kristnum sið, en tók á sig ný form. Stundum var það helgað helagri Maríu, og til eru helgisögur, sem eiga að gefa skýringu á þeirri trú. Á dýradag voru blóðbergs- kransar oft hengdir upp, jafnvel 1 kirkjum. Að lík- indum eru þessir siðir í ein- hverjum tengslum við hinar fornheiðnu Afróditehátíðir, þó að þeir séu búnir að taka á sig kristilegan blæ. Hinar fornu ásta- og frjósemigyðj- ur höfðu lag á því að smeygja sér inn í kristnina eft-ir ýmsum krókaleiðum. Samband blóobergsins við ástir og frjósemi kemur fram í ýmislegri þjóðtrú enn í dag. Sums staðar í Evrópu bera brúðir blóðberg í skóm sér á brúðkaupsdaginn. Nú á ferðinni hin algenga trú á litagaldur. Litur blóðbergs- ins rninnir á blóð, og því er það heppilegt til að hefta blóðrás. Þetta er hin gamla lækningaregla similia simil- bus, líkt skal lækna með líku. Þó er líka til algerlega andstæð þjóðtrú. Oft er rauði liturinn talinn stöðva blóðrás, en líka þekkist sú trú allvíða, að ihann geti vei’ið hættulegur og valdið blóðmissi. Þessi tvískinning- ur í þjóðtrúnni þekkist í sambandi við marga aði’a liti, t.d. er brúni liturinn stundum talinn varnarlitur gegn hinu brúna bjarndýri, en stundum er hann talinn æsa það upp. Galdrað með blóðbergi Frá því í fornöld hefur blóðbergið verið notað í sam- bandi við varnargaldur. Draugar og sendingar kom- ast ekki að þeim, sem ber blóðberg á sér. Það getur einnig varið hús og fólk gegn eldingum. Einnig hér er það eflaust hinn líki litur, sem trúnni veldur, hið rauðbleika blóðberg ver húsið rauð- bleikum eldingum. Blóðberg- ið er oft notað til að verja búfé fyrir göldrum. í því sambandi er það algengt í Mið-Evrópu að þvo kúm úr blóðbergsseyði, einkum eru júgrin vandlega þvegin, svo að illir andar komist ekki í mjólkina. Stundum er það látið undir eggin, þegar hæn- ur eiga að unga út, þá trúa menn því, að útungun gangi fljótt og vel. Hér er eflaust ekki aðeins á ferðinni varn- argaldur, heldur einnig forn frjósemigaldur, frjósemi- mátturinn frá Afródite nær jafnt til hænsna og manna. Blóðbergsseyði Frá því í fornöld og fram á þennan dag hefur blóð- bergsseyði verið notað til lækninga við mörgum sjúk- dómum. Læknar fyrri alda töldu það bezta lyf, sem til væri við kíghósta, og kannski hefur einhver snefill af sann- leika verið í þessu. Fram á þessa öld var blóðbergsseyði algengur drykkur í íslenzk- um sveitum. Það var oftast kallað blóðbergste. I mínu ungdæmi hafði margt gamalt fólk tröllatrú á þessum drykk og taldi hann flestra meina bót. Viðkvæðið hjá því var það, að blóðbergste- ið hreinsaði allan líkamann og ræki út óholla vessa. Þrátt fyrir þessa hjátrú get- ur vel verið, að blóðbergsteið hafi í rauninni vei’ið hollur drykkur. Enn í dag veit ég um fólk hér á landi, sem drekkur blóðbergste, en ekki munu það vera ýkja marg- ir, helzt náttúrulækninga- fólk. Úti í löndum hefur blóð- * bergið talsverða hagnýta þýðingu. Úr því eru unnin ilmefni matarolíur og lyf. Fjandinn og blóðbergið Grikkjum, sem notuðu blóð- bergið til varnar gegn illum öndum og jafnvel gegn villi- dýrum og ræningjum. Þeir bundu stundum blóðbergs- fsveiga um hö'fuðiðv þegar þeir lögðu leið sína um hættuleg fjöll og skóga. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hversu hinar gömlu, heiðnu mein- vættir runnu saman við djöf- ulinn eftir sigur kristninnar. Ólafur Hansson Orðsending frá Rafmagnseftirliti ríkisins. H Fyrir tveimur árum var birt í dagblöðum og .útvarpi orðsending frá Rafmagnseftirliti 'ríkisins, þar sem óskað var eftir, að ef fólk yrði vottar að þvd, að rafmagnsperur biluðu þanníig, að glerkúlan brotnaði annaðhvort um leið og kveikt væri á perunni éða eftir að kveikt hefði verið á henni, og einnig ef fólk yrði þess vart, a’ð perur ,,sprengdu“ vör (öryggi) um leið og þær biluðu, þá væri Rafmagnseftirliti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu skýrt frá því. Rafmagnseftirlitinu bárust allmargar skýrslur um slíkar bilanir á rafmagnsperum, einkum fyrst eftir að orðsendir.igin var birt. Nú vill Rafmagnseftirlitið endurnýja beiðni sínaium að þeir sem vottar verða að slíkum bilunum gjöri svo vel að tilkynna það rafmagnseftirliti ríkisins eða lilut- aðeigandi rafveitu, annaðhvort bréflega eða í síma. RAFMAGNSEFTIRLÍT RÍKISINS. ? Sú trú þekkist víða um Evrópu og mun vera gömul, að djöfullinn hafi alveg sér- stakan ýmigust á blóðberg- inu. Þessi trú hefur verið skýrð á ýmsan hátt, t.d. að þetta sé blóm Maríu meyj- ar eða þá hitt, að hið rauða blóðberg sé vörn gegn rauð- um logum vítis. Ef djöfullinn eltir mann, er það óbrigðult ráð að setjast á blóðberg, þá kemst hann hvergi nærri. I Suður Þýzkalandi eru til margar sögur um fólk, sem á penn- an hátt hefur sloppið úr klóm þess gamla. Sennilega er þessi trú runnin frá Forn- Tilkymiiiig frá Bílasölu Guðmundar Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar um land allt heillarík viðskipti á liðnum ái’Um, höfúm við þá ánægju að tilkynna að Bílasalan er flutt áð Bergþórugötu 3 þar sem við getum boðið upp á betri þjónustu meðal annars með rúmgóðu bílastæði. Höfum ávallt á boðstólum flesta árganga og teg- undir bíla. Tökum bíla í umboðssölu. — Örugg þjónusta. BÍLASALA GUÐMUNBAR, Bergþórugötu 3 S’imar: 19032 og 36870. ÍJtvegum hiuar viðurkenndu ínternational-vörubifreiðir frá Baiidaríkjunum. ULL h.f. Borgartúni 7 — Sími 12506

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.