Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Qupperneq 3
'Mánudagur 22. maí 1961 MANUDAGSBLAÐIÐ 3 Tákn pélfflsks geðþótta elhkennir sfarfsveltinpr liins opfnbera barna, sem að sjálfsögðu eru enn á skólaaldri, munu þannig slaga hátt upp í lögboðnar tekj- ur föðurins. Hæíileikapróí nær óþekkt fyrirbrigði við stöSnráðningar Opinberir embættismenn hafa nú krafizt stórkostlegrar launa- hækkunar, heimta hvorki meira né minna en þriðjungs hækkun á kaupi, og standa allir jafnt að þeirri kröfu, bæði stjórnarsinnar, framsóknarmenn og kommúnist- ar. Nú er sjálfsagt eitthvað til í því að ýmsum opinberum stárfs mönnum er frámunalega illa launað og jafnvel tiltölulega Verr eftir því sem ábyrgð þeirra er meiri og störf þeirra vanda- samari og ef aðstæður þeirra væru athugaðar nánar myndi koma fljótt í ljós að óhugsandi er, að þeir hafi engar aðrar tekjur til að lifa af en þau laun sem þeim eru greidd úr rikis- sjóði. 5—6.000 króna mánaðar- laun, eða jafnvel í hæsta lagi 7—8.000 krónur, hrökkva skammt til þess að framfleyta stórum fjölskyldum jafnvel þótt ekki sé um mikinn lúxus að ræða, og er það þó oft til- fellið. Hafa ýmsar aðrar leiðir Hins vegar er það á allra vit- örði að opinberir starfsmenn hafa margar leiðir til að bæta Við tekjur sínar og sumar þeirra þannig að heppilegast er fyrir viðkomandi að þær séu ekki í hávegum hafðar. Allir vita þann ig að hjá ríki og bæ er sérstakt feftirvinnufyrirkomulag sem er í því fólgið að séð er um — með ýmsu, móti— að nauðsynlegum Btörfum er ekki lokið á réttum Vinnutíma og verður því að yinna þau utan hans með stór felldum aukagreiðslum. Margir ef ekki flestir . stai'fsmenn hjá fjölmörgum fyrirtækjum hins opinbera njóta þessara sérrétt- inda sem færa þeim drjúgar aukatekjur. Yfirmenn hafa annan hátt Það mun þó vera tekið fram í reglum þeim sem hafðar eru um þetta fyrirkomulag að æðstu menn viðkomandi stofnana geti ekki notið þessara fríðinda, enda þykir það sennilega fyrir neðan virðingu þeirra. Af þessu leiðir því oft að venjulegar undirtyllur hjá slíkum stofnunum fá með aukagetunni hærri laun en yfir- boðararnir —• og er það náttúr- lega hin mesta óhæfa. En til eru ráð til að setja fyrir þennan leka. Þannig er mál með vexti að yfirmenn rnargra þessara stofnana nota vald sitt til að drýgja tekjur sín ar með öðrum hætti. Ein sú vin sælasta er sú að pota skyldmenn um sínum, börnum og ættingj- um, inn í stöður hjá viðkomandi fyrirtækjum sem engin þörf er fyrir og njóta a. m. k. að ein- hverju leyti þess fjár sem til þeirra er látið renna úr ríkis- sjóði. Níu ára barn með 2.000 krónur á mánuöi Blaðið hefur þannig frétt af einu opinberu fyrirtæki hér í bænum þar sem forstjórinn hef- ur ráðið tvö ung börn sin til starfa. Yngra barnið er aðeins níu ára gamalt og hefur að sögn 2.000 krónur í mánaðar- laun, en það eldra, 13 ára, drjúg um mveira. Vinnutekjur þessara Hlj óðf æraverzlun P0UL BERNBURG H.F. Vitastíg 10. — Sími 3 8 211 Royal-Standard Harmonikur. -fc Rafmagns-gítarar Framus, Pick-up Altov-munnstykki — Berg Larsen Tenór-munnstykki — Berg-Larsen Trompet-demparar — Selmir Trompet-munnstykki — Selmir Trommu-skinn — Luduig Selmir — OIíu -^- Trommu-Wirbanstar — Ludwig Eins árs ábyrgð á ölliun hljóðfærum. 1 ¥ Greiðsluskilmála. — Sendiun um allt land. S í m i 3-82-11. Kunningsskapur og pólitík Ráðningar til starfa hjá ríkis- stofnunum fara sjaldan fram eft ir því hvort sá sem í hlut á er sérstaklega fær til starfsins eða ekki, enda mun það einsdæmi hér á landi sem alls staðar er- lendis þykir sjálfsögð megin- regla að í slík störf sé aðeins ráðið eftir samkeppnisprófi, og það þó aðeins sé um að ræða hreinar undirtyllur. Það mun ekki þekkjast erlendis t. d. að vélritunarstúlka eða jafnvel símaafgreiðslustúlka sé ráðin til starfa hjá opinberu fyrirtæki nema hún hafi tekiö þátt í sam- keppnisprófi sem sannar að hún sé starfanum vaxin óg m. a. s. skari fram úr öllum öðrum sem til greina koma. Þessu er öðru vísi farið hér á landi, a. m. k. í langflestum tilfellum. Þar er það algerlega á valdi forstjóra fyrirtækjanna hverjir skuli ráðnir til starfa og þeir virðast ekki hafa nein sérstök fyrirmæli að fara eftir, heldur geta látið hentisemi sína og per- sónulega (eða flokkspólitíka) hagsmuni ráða eingöngu. Það er ekki spurt um hæfni manna, heldur kunningsskap, pólitíska flokkshollustu eða jafnvel ann- arlega einkahagsmuni, eins og áður var að vikið. Engir stólar til Það er sjaldnast tekið tillit til hagsmuna fyrirtækisins og oft ekkert um það spurt hvort nokkur raunveruleg þörf er fyr- ir þá starfsmenn sem ráðnir eru, alveg burtséð frá því hvort þeir eru til starfans hæfir. Hjá einu þekktu ríkisfyrirtæki sem alltaf m hefur verið rekið með ofboðs- legum halla sem greiddur er úr ríkissjóði kvað eitt sinn svo rammt að pólitískum mannaráðn ingurn — það þarf ' varla að spyrja að því að þarna áttu framsóknarmenn í hlut — að búið var að ráða fleiri menn til skrifstofustarfa en stólar voru til á skrifstofunni. Það var ekki hægt að koma þössum mönnum fyrir, en einn þeirra a. m. k. var afdankaður kaupfélags stjóri utan af landi, nema með því móti að einhverjum þeirra sem fyrir voru væri gefið frí. Gömlum starfsmönnum sagt upp Einnig er algengt að þegar nýr forstjóri tekur við ríkisfyrirtæki, — og er sá hinn sami oftast skip aður í starfið á þeim einu for- sendum að hann hefur reynzt „þægur flokknum“ — þá lætur hann það vera sitt fyrsta verk að útvega öðrum „atvinnulaus- um“ flokksmönnum þægilega vinnu þar sem hvorki reynir á hæfiléika né vinnusemi, enda oft hvorugu fyrir að fara. Það hefur þannig frétzt að í einu þeirra fyrirtækja sem áður var minnzt á, en þar er forstjórinn nýtekinn við, hafi hann sagt upp mörg- um gömlum starfsmönnum sem ekkert var út á áð setja bara til þess eins- að geta ' ráðið flokks- bræður sína í störf þeirra. Ýmsar aðrar leiðir Yfirmenn opinberra fj’rirtækja hafa ýmsar aðrar leiðir til að auka við tekjur sínar og hefur sumra þeirra verið getið áður hér í blaðinu. Það var t. d. for- stjórinn sem leigði fyrirtæki sínu smákompur í kjallara húss síns fyrir okurverð þótt enginn hefði komið auga á að fyrir- tækið hefði nokkra þörf fyrir slíkt húsnæði. Ymsan annan hátt má hafa á, eins og t. d. að haga innkaupum fyrirtækis- ins ekki eftir því hvar vörurnar fást ódýrastar og beztar, heldur því hvort vildarvinir eiga í hlut eða ekki, og er slíkur „vinar- greiði“ þá að sjálfsögðu launað- ur á einn eða annan hátt. „Það höfðingjarnir liafast að“ Þegar yfirboðarar haga sér þannig svo að með öllu er látið óátalið, þá er ekki nema eðli- legt að undirtyllurnar haldi að :þeim leyfist að skara eld að ;sinni köku líka. Þeir mumi þann ig vera fáir lögfræðingarnir í þjónustu hins opinbera — og það er enginn smáhópur — sem ekki gegna margvíslegum auka- störfum, hafa jafnvel skrifstof- ur úti í bæ, þar sem þeir stunda lögfræðistörf á venjulegum skrif stofutíma þegar menn skyldu halda að þeir væru önnum kafn- ir við störf sín í þágu hins op- inbera. Eitt sinn vakti það mik- ið umtal og jafnvel hneykslun að verkfræðingur nokkur sem var að gutla við pólitík hafði auglýst að hann væri til viðtals um sín einkaviðskipti í síma þeirrar opinberu skrifstofu sem hann vann á. Var mikið uni þetta skriíað og harðlega á manri inn deilt og batt þetta — ásamt Framhald á 7. síðu. H E i? RAD E I LD Auslurshæii 14 — Sími 1-2-3-4-5 J.UÁ

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.