Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 6
« MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 22. maí 1961 Hún hafði kviðið því að þurfa að fyrirverða sig hans vegna, en nú heyrði hún alla vera að keppast um að hrósa honum og dást að honum! Þeir, sem þekktu hann ekki, spurðu hver hann væri, og hún heyrði, að fólk talaði um hann sem tilvonandi þing- mann. Nú kom hertoginn af Holborn og kynnti sig. „Lafði Forster,“ sagði hann og 'hneigði sig djúpt. „Þér vitið ekki, hve mjög • mér þótti vænt um að hitta manninn yðar aftur, því hann er minn bezti vinur og ég stend í eilífri þakkarskuld við hann.“ Hann sá, að Evelyn skildi •ekki, hvað hann var að fara og hélt þvi áfram: „Ef til vill hefur Harry aldrei sagt yður frá, að hann bjargaði lífi mínu?“ „Nei, það hefur hann ekki sagt mér.“ „Já, það var honum líkt! Og þér skuluð ekki halda, lafði Evelyn, að ég hafi nokk urn tíma fengið að þakka hon um!“ Og hertoginn 'hélt á- fram í alvarlegum tón: „Leyfið mér að segja, lafði Forster, að ég hef aldrei þekkt göfugri og betri mann •en manninn yðar.“ Eveyn fann, að hún roðn- aði; var hertoginn í þann veginn að óska henni, einni af Forsterunum, ti hamingju með að hafa gifzt alþýðu- manni?-------Hún reyndi að brydda upp á öðru umtals- efni, en hertoginn tók að segja henni frá ferðalagi þeirra, og þegar hann annað veifið gerði hlé á frásögn sinni, var það ehiungis til að láta í Ijós aðdáun sína á dansi þeirra Harrys og her- togafrúarinnar. Nú hætti músíkkin, og hertogafrúin gekk við hönd Harrys í kringum salinn. Hann skjggndist um eftir Evelyn, en honurn varð þungt um hjartað, þegar hann mætti hinu kalda, þótta fulla augnaráði hennar. Hvað kærði hann sig um að vera eftirsóttur af öðrum, þegar honum tókst ekki að fá bros frá þeirri, sem hann unni. Aftur hóf hljómsveitin að leika hrífandi vals, og Harry, sem hafði séð, hve mikla un- un hertogafrúirí hafði af dansi, fannst sú skylda hvíla á sér að bjóða henni upp á ný, og þau svifu af stað í ann að sinn. Þegar Harry eftir annan valsinn fylgdi hertoga frúnni aftur til mannsins hennar, sá hann Evelyn koma til sin í fylgd með Calmer lávarði.. „Harry, ég er að leita að yður,“ sagði 'hún, „ég er þreytt og vil fara heim.“ Lávarðurinn þrýsti hönd Harrys, og Evelyn rétti manni sínum höndina. Hon- um virtist sem hún væri taugaóstyrk, og spurði, hvort hún væri ekki frísk. „Jú, ég er bara þreytt," svaraði hún stuttaralega. Á heimleiðinni mælti hún ekki orð af vörum. Sem snöggvast bærðist von í brjósti Harrys, þótt hann vissi, að það væri flóns-von: Fór Evelyn ef til vill af dansleiknum vegna þeirrar hrifningar, sem hertogafrúin og hann höfðu vakið með dansi sínum? Skyldi hún vera ofurlítið afbrýðisöm? — Við þá tilhugsun sló hjarta 'hans ákaft. Var það mögu- þóttist finna, að Evelyn þætti varið í þann frama. Hann lagði sig allan fram í hinu nýja starfi og reyndi að fá þar með fyllingu í líf sitt... Nú voru fjórir mánuðir liðnir síðan þau sneru aftur frá London, og það var fyrst nú, sem Harry fannst sem öll von væri úti. Kulda-við- mót Evelynar varð honum óbærilegt. Hún eyddi flestum hverjum degi sem leið unni hann henni heitar, ef slíkt var möguiegt....Með gleði hefði hann afsalað henni öllu, sem hann átti- en það mundi kvelja úr honum lífið, ef hann ætti að lifa lengur í návist hennar brennandi af ástríðu en þorandi ekki einu sinni að snerta hönd hennar. Ákvörðunin var tekin. Hann ætlaði að fara sína ■» ' - • 'IT - fcÍv-TTr»TT? \"TT Framhaldssoga m I EVELYN FORSTER H. LÁTHAM legt, að henni stæði ekki leng ur á sama um hann? Þegar þau stigu út úr vagninum, varð smáatvik til þess að gripa athygli hans og svipta hann allri von. Hann var búinn að hjálpa henni út og var að leita í sætinu að blómvendinum hennar, því hann þóttist viss um, að hún hefði lagt hann þar. „Að hverju eruð þér að leita?“ spurði Evelyn. „Blómvendinum yðar,“ svaraði hann. „Verið þér ekki að leita að honum,“ sagði hún þreytu lega, „hvers vegna ætti ég að vera að draslast með hann heim, ég skildi hann eftir í forsalnum hjá hertoga- frúnni.“ Vonsvikinn og særður gekk Harry upp til herbergja sinna. Eftir þennan dansleik tók Evelyn ekki fleiri heimboð- u m,og hún virtist vera orð- in þreytt og leið á verunni í London, og þau sneru aftur til Croombehallar, þó að sam kvæmislífið væri enn í fullum gangi. XIII. Meira en ár var liðið frá brúðkaupi þeirra Harrys og Evelynar. Lífið í höllinni gekk sinn vanagang, og það var erfitt að hugsa sér, að . sorgir og áhyggjur hefðu eitt sinn raskað ró þess. Nærvera Harrys var eina breytingin fyrir utan ýmsar umbætur og fegrun á höll- inni o g umhverfinu, sem gerðar höfðu verið. Nú vissu nokkurn veginn ^ allir í greifadæminu, hvernig 1 sambandi hinna ungu hjóna var varið. Almenningsálitiö |1 var á þá lund, að lafði lyn hefði gift sig vegna pen- stundum hjá greifanum, hugði að blómum sínum, heimsótti nágrannana eða iðkaði hljóðfæraslátt. Hún var vingjamleg við Harry, en um meiri nálægð var ekki að ræða. Að lokum varð örvænting vissunnar yfirþyrmandi. Hún mundi aldrei elska hann .... Hann iðraðist ekki þess, sem hann hafði gert, af ást til ’hennar hefði hann fúslega gert það allt upp aftur. En metnaður hans sem karl- manns gerði uppreisn móti slíkum örlögum. Hún gat lifað hamingju- söm án hans, en hann gat ekki lengur lifað við hlið hennar á þennan hátt. Hann hafði þjáðst nógu mikið! Með leið. Þau'voru gift, satt var það, en þau áttu að skilja. . . Þolinmæði hans var þrotin. .... Ef hún hefði þurft á honum að halda, hefði hann verið kyrr, en hann var ekki til nokkurs gagns. Fjarvera hans ylli ekki neinni breyt- ingu í hennar tilveru. Ekki yrði þörf á skýringu, ekkert hneyksli yrði. Engan mundi gruna, hvers vegna hann færi. Hann færi til Suður-Afríku, og bezt væri, ef guð leyfði honum að deyja þar. Einn daginn lét 'hann spyrja Evelyn, hvort hún mætti vera að tala við sig í nokkr- ar mínútur. Hann var í bláa salnum, en þar kunni hann bezt við sig í höllinni. Hún brosti, þegar hún sá hann þar. „Þér kunnið vel við þetta herbergi, Harry?“ „Já, Evelyn, hér dreymdi mig mína fyrstu von um ást yðar,“ svaraði hann. „Og það er af ásettu ráði, að ég hef beðið yður að koma til mín hingað .... því það var hér sem þér án ástar sam- þykktuð að verða konan mín og ég í trausti minnar miklu ástar ætlaði mér ofurmann- legt hlutverk.“ Hann var svo alvarlegur i bragði, að Evelyn varð ótta- slegin. Hún settist og horfði á hann með athygli.......... Hvað var að, allt hafði geng- ið svo vel! „Evelyn,“ 'hélt hann áfrarn jafnalvarlegur, „hef ég ekki gert allt, sem í eins manns valdi stendur, til að vinna ást yðar? Og þó kærið þér yður ekki meira um mig nú heldur en fyrsta daginn, þegar ég tal- aði við yður í fyrsta skipti hér í bláa salnum?“ „En þér vitið, að um ást getur ekki verið að ræða okk ar í milli. Af hverju eruð þér ekki ánægður með sama lífið framvegis sem hingað til?“ „Hvers vegna ég er ekki ánægður?" hrópaði hann æst ur. „Og það spyrjið þár mig um? .... Það er af því, að ég er ekki úr steini eins og þér eruð sjálf, af því að ég hef lifandi hjarta, sem þráir ást, sál, sem gerir uppreisn móti þeim grimmilegu örlog- um, sem mér hafa verið úf- hlutuð, móti þessu einmana- lega eymdarhlutskipti mínu.“ „Sígaunabaróninn' inganna, en Sir Harry vegna nafnsins og heiðursins. Eina huggun Harrys var sú, að Evelyn var jafn kulda leg og fá við aðra karlmenn eins og við hann. Harry var N. k. miðvikudag frumsýnir Þjóðleikhúsið söngleikinn Sí- gaunabaróninn eftir Johann Strauss. Leikstjóri er Soini Wall- enius frá Svíþjóð. Stór hópur fagurra meyja darísar þar undir kosinn til þings, Og hann stjórn Veit Bethke balletmeist ara. 40 manna kór syngur — 35 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni leika undir stjórn Bohdan Wodiczko. Aðalhlutverk- in eru sungin af Christine von Widmann frá Vín, Guðmundi Jónssyni, Þorsteini Hannessyni, Ævari Kvaran, Þuriði Pálsdóttur, Jóni Sigurbjörnssoni og Sigríði Hjaltested. Þetta er létt og sl^emmtileg Vínaróperotta sem kmur öllum í góða stmningu. — Myndin er af ballettmeyjunum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.