Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAÐ Bifröst - Þvoffur Reykjavíkur - Kefiavíkurvegurinn - Úreif knaffspyrna - Yanfærar kennslukonur - Ný baráffusveif - Hin mikiu vonbrigði — Það er Ieiðinlegt, ef ráðríki og skilningsleysi skóla- stjórans í Bifröst verður til þess að ciraga úr eðlileg- um rekstri þessa ágæta sveitahótels, þess eina, sem kalla má „moderne“. Skólastjórinn vill helzt, að allar byggingaframkvæmdir séu tengdar við skólastjórabú- staðinn, og þó þetta sé lofsverður áhugi af hans hálfu, þá eru gestir, úr öllum flokkum, ekki sérstaklega hrifnir. Hótelstjórnin ætti að huga að þessu og SÍS, það ágæta fyrirtæki, veit, að það kostar minna að senda alla nemendurna á erlendan skóla en standa undir þessum árlegu breytingum. Þetta er staðurinn, sem SlS má ekki láta falla. Heimsóknir þjóðhöfðingja er bezta guðsgjöf höf- uðborgarinnar. Reykjavík er eins og öndvegisbændur foimra daga. Hún baðast rækilega einu sinni á ári, ekki um jólin eins og bændur, heldur þegar von er konunga eða forseta erlendis frá. Bæjaryfirvöldin eru nú að púkka upp á gjárnar í malbikinu, aurgöturnar verða lokaðar konungsliðinu, nóttum verður varið í að spúla göturnar í kringum Ráðherrabústaðinn o. s. frv. Gaman væri, ef bærinn okkar hefði efni á þessari hreinsun dálitið oftar. Ekki veitir af. Ékki gengur það sérlega vel með Keflavíkurveg- ( inn nýja. Það er engu líkara en núverandi vegamála- stjóri notfæri sér ekki til hlítar öll þau tæki og tól, sem notuð eru til vegagerðar 1961. Sagt er, en ekki sannað, að fyrirtæki íslenzkt suður á Keflavíkurvelli hafi öll þau tól, sem bezt eru til vegalagningar, en þau hafi ekki verið þegin af íslenzku yfirvöldunum, , Ef þetta er rétt, þá er hart undir að búa, en óneitan- þr lega virðist manni vegurinn ganga seint. v i I ] V' 1 i I i . j ■ i J I i i Kunnur knattspyrnumaður lét þau orð falla um daginn, að íslendingar hefðu nú um áratugi flutt inn fótbolta og búninga, en tími væri til, að þeir flyttu inn knattspyrnu. I þessu sambandi má geta þess, ag sú nýbreytni ku vera í uppsiglingu, að knatt- spyrnumenn sjálfir ætli í vor og sumar að fara að ráð- um og kennslu þjálfara sinna og þykja þetta hin mestu nýmæli. Eins og er skortir flesta knattspyrnu- menn okkar ekki annað en hnésíðar buxur og yfir- vararskegg til að allt fari samán, útlit og tækni. •----------------------------- I»að er ekki vel ráðið af hálfu skólanefndar Kópa- vogs, að kennarar séu vanfærir. Eins og sakir standa, þá eru konur oft hinar verstu i skapi, þegar svona er ástatt fyrir þeim, og hafa allt á hornum sér. Þetta er mjög bagalegt, þegar við lífsglöð og rösk börn er að ræða, enn allháar raddir eru syðra um það, að einn kennaranna ætti að hvílast um tíma a. m. k. þar til hinn mikli atburður sé um garð genginn. •----------------------------- l>ví er fleygt af fullri alvöru, að hægrisinnaðir unglingar og stálpaðir menn hafi í huga að stofna harðsnúna sveit til að verjast hinum sífelldu og end- urteknu upphlaupum komma. Kommar hafa haft ein- ræði á götunni undir stjórn Stefáns Ögmundssonar, komma-agents, og mislukkaðra skálda, til allskyns uppþota og hótað jafnframt mönnum illu. Hætt er við, að þessi leikuc verði þeim erfiður biti ef snarpir menn hefjast á móti og berja á Filisteunum. •----------------------------- Kvennalið kommúnistaflokksins (all-margt) varð fyrir alvarlegu áfalli, þegar það upplýstist á sellu- fundi, að hvergi í heiminum væri tekið eins hart á léttúð kvenna og í Rússíá. Margar stúlkur halda, að uppreisninni og hinu væntanlega blóðbaði fylgi ein- hver sæla kynlífsins, en einn af kommaagentunum gaf þær upplýsingar, að Krúsi liti slíkt hinum mestu vand- lætingaraugum. Hefur þetta dregið kjarkinn úr skjald- meyjunum sumum, sem þykir flokkurinn hafa svikið sig næsta. H a — ha — ha —haaa. Mánudagur 22. maí 1961 Thorbjörn Egner gesfur Þjóðleikhúsins Á hvítasunnudag- kemur höfundur Kardemommubæjarins Thor- björn Egner til Iandsins í boði Þjóðleikhússins og' verður viðstadd- ur síðustu sýninguna á Kardemommubænum. Þetta er 74 sýning- in á Ieiknum og liefur verið mjög mikil eftirspurn eftir aðgöngú- miðum enda munu færri íá miða en vilja. Egner mun dvelja hér á landi í nokkra daga og kynnast landi og þjóð, enda er hann allra höfunda vinsælastur hjá vngri kynslóðinni um þessar mund- ir. — Mvndin er af Tliorbjörn Egner. Kommar hræð a Framhald af 1. síðu. ráðueytisins í V-Þýzkalandi og þar fá þessir íslenzku vitringar kannslce hugmyndina um að þetta sé nazista-blað. Áróðursri! Rússa Það er undarlegt, að félag bóksala, er inn flytur hvert á- róðui'splagg komma, öðru við- bjóðslegra, skuli stilla sér í sæti hins æðsta dómara og skerða jafnfi-amt frelsi á sölu blaða og bækl nga, sem tryggt er í stjórn arskránni. Pétur í ísafoid er ekki þess megnugur að banna eitt né neitt í sö!u erlendra blaða þótt hann ráði yfir bóksölu sinni. Honum stæði heldui- nær að úti- loka ái’óður komma, en þeirra, sem styðja af afli samstarf vest- rænu þjóðanna. Sama máli gild- ir um bókasölu Almenna bóka- félagsins. HræÖslan mikla Það, sem hér ræður er aðeins hræðsla við kommana. Bóksal- arnir eru hræddir við, að komm ar flengi þá, Þjóðviljinn verði vondur við þá og einhver hótun komi frá fjaJlapiltinum frá Hof- teigi um að hætta að höndla við þá! Meðan hinar grandvöru bók- sölur ei’u fylltar kommaáróðri og drasli, sem býður mestmegnis upp á klám og óeðlilega samfara dýrkun, þá fellur það ekki í verkahring bóksalafélagsins að vanda um né banna. Ausfur máls og menningar Það væri nær að skoða þær bókménntir, sem Mál og menn- ing eys yfir alþjóð, ekki til þess að banna þær, heldur til hins, að sjá hve hroðalegur áróður veitur úr útgáfufyrirtækjum og bók- sölum þeirra, sem standa í beinu sambandi við Moskvu, og fá það an greitt fé til að rægja það stjórnarfar, sem íslendingar hafa sjálfir kosið. Robertino Framhald af 5. siðu. lands, Þýzkalands, Hollands og Belgíu. Þessi ungi verðandi alheims- söngvari fylgir gestununx kurteis lega t:l dyra, kveður hjartanlega. * „Far vel’’ er eitt af dönsku orð- 1 unum sem hann hefur lært. En áður en við erum komnir út úr dyrunum, er hann búinn að finna í-yksuguna og brunar syngjandi ylir gólfteppin með hana. ,,Robertino!“ Faðir hans hi’istir bai’a höfuðlð. „Robertino, nú áttu að fara upp og læra.“ I. M. Vorsýiting Leikfélags Keykjavíkur, gainanle ikurimv „Sex eða 7“ verður aðeins leikinn til næstu mánaðainóta og er næsta sýning á 2. hvítasunnudag. Útlit er fyrir að þessi létti ganianleikur ætli að verða tinsæll hcr sem annarsstaðar har sem hann hefur verið sýnd- ur og vekur Itann ósvikinn hlátur áhorfenda. — Myvlln sýnir tengdaföðurinn, (Brynj. Jóhannesson), skozka óðalsbóndann (Guðm.Pálsson) og konu hans (Helgu Valtýsd.).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.