Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudavur 22. maí 1961 BlaSJynr edU | BlaðiB kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. í lausasölu. j Rititjóri og ábyrgSarmaÖur: Agnar Bogason. Algreiðsla: Tjarnarg. 89. — Sltni ritstj. 13498. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ■uiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiimiiimimimnif Jónas Jónsson, írá Hriflu: Brynjólfs lið og Brúsa- staðofólk Allur heimurinn skiptist í tvær mundu níða hann og nefna hann miklar sveitir, bolsivika og mannfrelsisfylkinguna. Þessi á- tök hafa haldizt lítið breytt síð- an 1945, þegar ljóst var að Stal- in sveifst einskis um samnings rof og vélræði hvenær sem unt var að beygja frjálsar þjóðir und ir þrældómshelsi kommúnista. Valið milli frelsis og kúgunar er mesta áhugamál fólks í öll- um löndum. Innan járntjaldsins er margfaldur meirihluti manna sem þráir frelsi en ér ófrjáls athafna sinna undir lás lögreglu ríkisins. Flóttinn úr Austur- Þýzkalandi gegnum Berlín í vest urveg frá eignum og ættingjum sýnir hug og óskir greindra og mentaðra manna í þessu efni, hvar sem . á reynir. Hér á landi hlíta allir sann- triiaðir kommúnistar stefnu og híenu og þó verri en þessi dýr Ef Jóhannes ætti frændkonur vestur i Dölum sem þætti vegui hans mikill mundu stjórnarvöld- in varpa þessum vandamönnum í fangelsi um óákv'eðinn tíma fyrir óákveðnar sakir. Þannig yrði líf skáldsins og samtíðar- manna hans í þúsund ára rik bolsivikanna. En í landinu er líka til annar kynstofn hinir „nytsömu sakleys ingjar“ eða Brúsastaðafólkið, það eru ekki lögskráðir bolsivikar heldur farandfólk úr borgara flokkunum. Þeir halda fundi og undirskrifa skjöl um að hér megi ekki vera varnarlið til að hindra austræna innrás. Þeir segja að á friðartímum eigi ekk að vera neinn her á íslandi, en kannski megi biðja Engilsaxa forystu Brynjólfs sem nefndurlum. liðstyrk Þegar 1 óefni se komið. Ef íslendingar væru hefur verið höfuðprestur bolsi- vika um íslenzk mál. Hugsjón hans er sú að ísland verði hrepp ur í sovétveldinu, án sérstakra landsréttinda. Vafasamt er að hann eða Einar verði valdir til stjórngæzlu þó að þjóðin verði í þeirra tíð innlimuð í þjóðasúpu Krusévs. Stalín lét taka af lífi helztu samherja sína úr bylting- unni eftir herfilegar kvalir og fágæt réttarmorð. Af kunnum bolsivikum er sennilegt að Krist inn Andrésson mundi vera tal- in:i hafa bezt og einlægast hug- arfar gagnvart valdamönnum sovétstjói'narinnar. Það er hægt að hugsa sér breyt ingar sem kæmu brátt í ljós á lifsháttuíh manna þegar íslenzkt frelsi endurfæddist í austrænni kúgun. Jóhannes skáld úr Kötl- um er mildur maður í skapi en komnir í austurblokkina mund hér vera lögleidd herskylda eins og í öllum iöndum austan og vestan tjalds. í þennan her mundu ungir sakleysingjar verða að fara þegar búið væri að glata frelsinu, og sú herskylda mund ekki ,vera bundin við ættlandið heldur sovétveldið og þarfii þess. Vernd Engilsaxa hefir fran að þessu hlíft ungum íslending um frá valdalausri þátttöku styrjöldum. Hraustir íslendingar hafa unnið afrek í atvinnubar áttunni heima í landinu eða höfum við strendur þess. Brúsastaðafólkið veit ekki að herskylda er hvarvetna í heim inum nema á íslandi. Ekki vei þetta fólk heldur að svo mikinn ugg hafa hinar frjálsu þjóðir Norðurálfunnar í sambandi við hugsanlegu land-, og frelsisrán sanntrúaður bolsiviki. Hann trúði j járntjaldsþjóðanna að mestu Stálín og orti um hann lofdrápu stórveldin Bretar, Frakkar og er. rann þó til rifja grimmd hans og siðleysi, þegar arftakinn, Krúsev, lýsti lífsháttum hans. I ,hinu nýja íslenzka bolsivikaríki væri skáldinu bönnuð öll ferða- lög, einkum úr landi. Honum væri bannað að hlusta á erlend útvörp og kaupa og lesa erlend blöð og bækur. Lögregla leynd og opinber héldi vörð um skáld- ið, hús hans og heimili. Ef Svíar. réttu Jóhannesi Nóbelsverðlaun nrundu stjórnarvöldin harðbanna honum að þakka þá vegsemd og að sækja peningana. Slík sæmd veitt af erlendum mönnum mundi kasta grunsemdarskugg- um á leið skáldsins alla ævi. S'.éttai-félög skálda í landinu Vesturþjóðverjar biðja um lið •styrk, vopn og vélar frá Ame ríku til viðbótar herskyldulið heima fyrir. Fákænska Brúsa staðafólksins er í þessu efni svo háu stigi að það veit ekk að til frelsisvarna verja allai menntaþjóðir Vesturlanda meira fé og vinnuafli heldur en til allra annarra þjóðfélagsmála saman- lagt. Nú má svo fara að ísland verði einangrað og varnarlaust og þjóðin fái þjóðnýtingarkerfi Rússa í kínverskri útgáfu enda ar að því mest nýjabragð. Segj- um að hinn orðfrjói rithöfundur, sonur Guðmundar á Sandi væri tekinn við búsforráðum á ættar KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Ferðamannaskrumið að verða hæftuiegf - Snarviflaus augiýsingaherferð - Gistihúsahrakið - Engin ný herbergi - alif sagf 1. flokks. - Jæja, sumarið er komið, og þjóðin er farin að búa sig undir ferðamannastrauminn, en þeir, sem bezt vita um heimsóknir ferðamanna, telja, að aldrei hafi verið um fleiri ferðir hingað en einmitt nú í sumar. Landið hefur verið auglýst af Ferðaskrifstofu rik isins þrátt fyrir yfirlýsingar yfirmannsins þar, að útilokað sé að taka á móti ferðafólki með nokkrum sóma vegna gistihúsaskorts og skorts á nærri öllu öðru, sem ferða- menn vilja og þurfa. Flugfé- lögin hafa auglýst landið, og enn aðrir aðilar hafa gert sitt til að narra hingað ferða- fólk. í allan vetur hefur verið klifað á því, að leggja þyrfti stórfé í byggingar og ýmis- legt annað varðandi ferða- menn, bæta aðstæður þar sem þegar eru frumstæð- 'ustu hxts og greiði fyrir. Nefndir hafa verið skipaðar eða skipað sig sjálfar, fundir hafa verið haldnir, blaða- menn kallaðir og ýmiss lconar sérfræðingar hafa skipt land inu í ferðaömt, sem keppa myndu sín á milli og skapa okkur ómetanlegan auð. Jafn vel Alþingi hefur verið beðið um hjáip. Árangur er likt stórkostleg ur. í Reykjavík hefur ekkert herbergi bætzt við gistihúsin, nema ef vera skyldi nokkur gleðihús, sem auðvitað eru eins nauðsynlegt og allt ann- að. Upp hafa risið góðir skemmtistaðir, og má það heita hið eina jáfkvæða, sem komið hefur fram eftir allt bjástur vetrarins, en þessir skemmtistaðir byggja aðal- lega áiviðskiptum innfæddra, en minna á ferðafólki. Úti á landi er ástandið enn næstum eins óviðunandi og það var áður. Nokkur gistihús hafa lagfært húsakynni sín, fá hafa bætzt við, en flest eða um 95% eru fyrir neðan allar hellur, hvað aðbúnað, mat og þjónustu snertir. Sífellt -er verið að dást að þessum fáu gistihú'sum, þar sem gestir geta verið óhræddir við lús eða annan óþverra, en að um lúxus eða þokkalegan viðbún- að sé að ræða, er viðsfjarri sanni, nema með einni eða tveim undantekningum. Auglýsingaskrum okkar á erlendum vettvangi er ' að verða hættulegt. Við hrópum á götuhornum um alls kyns æfintýri, miðnætursól og hrikaleg't landslag, brennandi jörðu og skriðjökla niður í fagurgrænna byggða, og alltaf lýkur þessu á þv, að upp eru taldir allir gistisatðir, sem nöfnum tjáir að nefna, ásamt lofgerð um mat og fram- reiðslu. Þá koma þessar á- gætu greinargerðir Ferða- skrifstofunnar um einstaka staði, eQ þær eru oft svo, að jafnvel staðarmenn þekkja ekki sín eigin heimatún. Það væri kannske mögulegt að auglýsa landið eins og eins konar ókannað svæði („uii- explored territory“), þar sem ferðafólki væri boðið upp á öræfaferðir og fjallahopp með Guðmundi Jónassyni eða Úlfari Jakobssyni, og þar sem búið væri í tjöldum og við frumstæðan kost. Ýmis ferða- menn vilja svona æfintýri, þykir gaman að, enda hægt að ljúga ótakmörkuðu um svona ferðir, þegar heim kem ur, og ísland er óþekkt með öllu. Það er mögulegt að aug- lýsa landið þannig og láta til skarar skríða í þeim efnum. Vissulega er ekki alveg ónýtt fyrir venjulega ferðamenn að geta farið upp á öræfi, séð geysana og, hraunið, jöklana og vötnin, trjárunna og allt það, sem þau bjóða upp á. Þetta er öðru vísi, og það er mörgum gestinum nóg. En, ef við snúum okkur að skruminu um 1. flokks hótel og frábæran aðbúnað, þá er bezt að fara varlega, unz svona staðir rísa upp og verða að sannleika í stað draums. Næstu nágrannalönd okkar státa af lúxushótelum, 1., 2. og 3. flokks hótelum, allt nið ur í 10. flokk og verðleggja mat, vín og þjónustu eftir, hvernig hver staður er. Hér heima er aðeins einn flokkur að dómi veitingamannastéttar innar — allt verðlag hið sama, hvernig sem þjónusta og aðbúnaður kann að vera. Hótel á Hornströndum, eða vestur á Snæfellsnesi, Þing- eyjarsýslu eða á fjörðunum þar eystra eru öll í sama flokki og Borgin eða Kjallar- inn, Klúbburinn eða Naustið. Timburhjallarnir og vingjarn- legu kerlingarnar, sem um beina ganga, brosa við manni og sýna siðan reikning, sem jafnvel Rockefeller myndi blikna við' að greiða. í þessum efnum; eins og auglýsingunum hefur þessi unga óreynda þjóð farið út í öfgar. Henni er tamt að gagn rýna, og henni er tamt að krefjast, Allt verður að vera fyrsta flokks, af því að við erum fyrsta flokks þjóð, að eigin dómi. Auðvitað gleyma margir því, að þeir, sem hæst hrópa í þessum efnum, eru fastagestir Nellunnar, . þegar þeir koma til Hafnar, og þyk- ir bezt að sötra ölið sitt úr skítugum krukkum og kyrja ættjarðarsöngva — og ber sízt að lasta það. En veitingamannástéttinni, hóteleigendunum og öllum framámönnum ferðamálanna okkar verður að vera ljóst, að það eru kannske ekki allir þeir, sem landið sækja heim, jafn hrifnir yfir að greiða sama verð fyrir misjafna fyr irgreiðslu, ekki sízt þegar það verð miðast einungis við 1. flokk. Eins og komið er, þá er okkur sá kostur beztur að þegja um stund um landkynn ingu og ferðafólk, en leggja- fram mikið fé og. í stórhuga framkvæmdir til að geta tek- ið við ferða mönnum í 1., 2. og 3. flokk, bæði gesti og fyr irgreiðslustaði. Þeir gestir, sem hér hitta á veðurofsa, of- an á allan viðurgerninginn, eru ekki yfir sig hrifnir af landinu okkar og ósparir á að segja það hverjum, sem heyra viil. Meðan, innan stéttarinn- ar, sem forgöngu hefur um veitinga- og ferðamál, eru menn, sem án alls tillits til aðstæðna auglýsa landið eins og tropiska paradís bæði í gistihúsa- og veitingamálum, þá er hætta á ferðum. Það er auðvelt að eyðileggja nafn hvers lands í þessum efnum, en það tekur mörg ár, ára- tugi, að vinna það upp aftur. (Veitingam. Stytt). hinir ágætu foreldrar hans. I tíð skáldsins á Sandi unnu for- eldrar og börn samán að heim- ilisstörfum og fjölþættum menn ingarmálum. Nú væri „kaninn“ burt rekinn. Nýja bóndanum brigði við umskiptin við Húsavík. Áður fékk hann 2000 kr. uppbót á mjólkurvörur sem seldust á óðalinu og ætti tólf börn eins og innlenda markaðinum fyrir 2400 kr. Með sama hætti hyrfi á svip stundu hirr forna velsæld frelsis- áranna. Brúsastaðabændum yrði það mikill sjónarsviptir. Stórum mundi Sandsbónda líka verr að fá kínverska búskapinn. Oddviti sveitarinnar á samyrkjubúi hreppsins flytti bóndann á Sandi konu hans og börn milli vinnu- staða eftir þörfum. Stundum HBnmmiiinmiiiiasui þætti henta að.flytja vaska ung- linga til vinnu á fjarlægum stöð um innan lands og utan. Vera má að austræni reykur- inn af stjórnarfarsréttunum hinu megin við tjaldið orsaki nokkurn sviða i augum þeirra sem báðu um mesta böl yfir- standandi aldar sér til handa og eftirkomendum. [HHHHHHiinninimiummmuHmiimiuiiHiuinumnuiuuminmmuinmimik

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.