Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar VIÐ erum stödd í sirkus. Á sviðinu er trúður sem heldur á stiga, papp- írstungli og stól. Hann hengir tunglið í loftið, sest í stólinn við stigann og horfir brosandi upp til himins í áttina að tunglinu. Þetta er atriði trúðsins Gústa. Í byrjun eru áhorfendur ánægðir og veltast um úr hlátri en þegar líður á pirrast þeir og undir lokin finnst þeim atriðið innihalds- laust og leiðinlegt. Fólk kom ekki til að horfa á svona atriði. Franski sirkusinn Cirque er stadd- ur hér á landi og í sýningu hans er sögð sagan af trúðinum Gústa sem byggð er á smásögu Henry Millers, „The Smile at the Foot of the Ladd- er.“ Gústi þráir mest að veita áhorf- endum sínum eilífa gleði en kemst að því að það er ógerlegt. Hann verður leiður og einmana þar til hann upp- götvar að til að finna hamingju verð- ur hann að vera hann sjálfur, trúð- urinn. Cirque fjallar um listina í sirkus og túlkun rithöfundarins á sirkusfyr- irbærinu. Leikstjórinn, Ueli Hirzel, segir sirkusinn vera óhefðbundinn. „Mark- mið okkar er að sýna sirkus frá öðru sjónarhorni en fólk er vant. Það eru engin dýr eða hefðbundnir trúðar á sviði heldur fjöllum við um sirkusinn eins og við upplifum hann. Þetta er fyrsti sirkusinn sem túlkar sjálfan sig.“ Að leika sig sjálf Í sýningunni taka þátt fjórir lista- menn; tvær mexíkóskar systur, Dani og franskur tónlistarmaður. Þau eru öll sirkuslistamenn og því er leiktúlk- unin tiltölulega ný fyrir þeim. Hirzel segir þau samt sem áður eiga auðvelt með að tileinka sér leikarahlutverkið því þau séu í raun að leika sig sjálf. Sirkusinn er ekki einungis leiksýn- ing heldur inniheldur einnig sjón- hverfingar og loftfimleika. Tónlistin er sambland af trommuslætti og ýms- um fallegum tónum sem framkallaðir eru á eins konar hljóðskúlptúr. Cirque hefur ferðast með söguna af trúðinum Gústa um heiminn síð- astliðin þrjú ár og nú síðast dvaldi hópurinn í fjóra og hálfan mánuð í Chile þar sem hann ferðaðist um og skemmti landsmönnum. Ísland er svo síðasti áfangastaður þessa leik- ferðalags. Sirkussýningarnar, sem Listahátíð í Reykjavík, Hátíð hafsins og Síminn standa að, verða sýndar 2., 4.,5. og 6. júní. Sýningarnar fara fram á ensku en þeir sem vilja geta fengið leikskrá á íslensku. Listahátíð | Franski sirkusinn Cirque á hafnarbakkanum Morgunblaðið/ÞÖK Ayin de Sela við æfingar á sirkusnum Sagan um Gústa trúð. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Sirkus sem fjallar um sirkus LJÓST er að gefnar hafa verið út að minnsta kosti tvær milljónir eintaka af bókum Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar, sem stóð á hátindi ferils síns á fjórða áratug síðustu aldar, en greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að ein- tök af bókum Arnaldar Indr- iðasonar væru orðin fleiri en milljón tals- ins og voru í því sam- hengi nefndir þrír aðrir íslenskir rithöf- undar sem líklegt er að hafi gefið út bæk- ur í meira en milljón eintökum; Halldór Laxness, Jón Sveins- son og Gunnar Gunn- arsson. Að sögn Skúla Björns Gunnarssonar, forstöðumanns Gunn- arsstofnunar á Skriðuklaustri, hafa vel á aðra milljón ein- taka verið seld af skáldsögunni Aðventu einni sam- an. „Þegar hún kom út í Banda- ríkjunum árið 1940 var upplagið um 600 þúsund eintök, og þá var hún meðal annars gjafabók í Book of the Month-klúbbnum. Frá árinu 1948 hefur Reclam- forlagið í Þýskalandi selt 330 þúsund eintök af henni, og þar kemur hún reglulega út á nokk- urra ára fresti,“ segir hann. Skúli Björn segir ekki alveg ljóst hvað seldist af henni þar fyrir utan. „En þar sem bókin hefur verið þýdd á um 20 tungu- mál má örugglega bæta við 2–300 þúsund eintökum, þannig að í heildina hafa verið seld að lág- marki 1.200 þúsund eintök af Að- ventu.“ Á metsölulista í New York Aðrar skáldsögur Gunnars en Aðventa hafa ekki selst í viðlíka upplögum, en Skúli Björn segir margar þeirra hafa selst í tugum þúsunda ein- taka og hafi nokkrar klárlega farið yfir 100 þúsund eintök. „Hann átti iðulega bækur á topp tíu list- um í Danmörku og Þýskalandi og þegar fyrra bindi Fjall- kirkjunnar, Ships in the sky, kom út í Bandaríkjunum árið 1938 stökk það beint í 6. sæti metsölulist- ans í New York, svo dæmi sé tekið um vinsældir hans. Að mínu mati hef- ur Gunnar Gunnarsson að minnsta kosti selt um 2 milljónir eintaka af verkum sínum, þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega um sölutölur einstakra bóka nema leggjast í ítarlegar rann- sóknir. En fyrir ritlaunin gat hann meðal annars byggt stór- hýsið á Skriðuklaustri sem kost- aði eins og tíu einbýlishús í Reykjavík árið 1939,“ segir Skúli Björn að lokum. Útgefnar bækur Gunnars Gunn- arssonar yfir tvær milljónir Gunnar Gunnarsson Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÆFINGAR Leikhópsins Á senunni á söngleiknum Kabarett eftir Mast- eroff, Ebb og Kander eru byrjaðar og var sýningin kynnt á blaðamanna- fundi í Íslensku óperunni í gær. Söngleikurinn er gerður eftir leik- riti John van Druten „I am Camera“ en það leikrit var unnið upp úr bók- inni „The Berlin Stories“ eftir rithöf- undinn Christopher Isherwood. Verkið fjallar um Berlín á milli- stríðsárunum, uppgangstímum nas- ista. Bandaríkjamaðurinn Cliff Bradshaw kemur til borgarinnar að skrifa skáldsögu en dregst inn í hringiðu öfgasamfélagsins. Annars vegar er það skemmtunin á Kit Kat klúbbnum og hins vegar stjórnmálin. Leikstjóri verksins, Kolbrún Hall- dórsdóttir, segir tíðarandann nú vera rétta tímann fyrir verk eins og Kabarett. „Nú eru 60 ár liðin frá seinni heimsstyrjöldinni og mér finnst fólk vera mjög móttækilegt fyrir verkum sem fjalla um þennan tíma sem við þekkjum vel úr sög- unni.“ Kabarett hefur þrisvar áður verið settur á fjalir atvinnuleikhúss, síðast fyrir ellefu árum. Kolbrún segir að Á senunni muni fara að einhverju leyti nýjar leiðir í uppsetningu. „Haft er að leiðarljósi að sagan byggist á raunverulegum persónum en við erum að framleiða sýningu fyrir áhorfendur ársins 2005. Við för- um kraftmikla leið nútímaleikhúss þar sem útlitið er svolítið hrátt og nútímasvipur er á dansi og söng. Samt sem áður höldum við okkur við tímabil sögunnar en förum þó nú- tímaleiðir,“ segir Kolbrún. Sýningin mun skarta fjölmennu liði leikara, þar á meðal Eddu Þór- arinsdóttur, sem lék í fyrstu upp- setningu Þjóðleikhússins á Cabaret á áttunda áratugnum, Borgari Garð- arssyni, Þórunni Lárusdóttur, Magnúsi Jónssyni og Felix Bergs- syni. Notast verður við nýja þýðingu Veturliða Guðnasonar. Leikhópurinn Á senunni var stofn- aður árið 1999 og er Kabarett sjö- unda verkefni hópsins og jafnframt það langstærsta til þessa. Sýningar hefjast í Íslensku óp- erunni 4. ágúst næstkomandi og stefnir leikhópurinn á sýningar fram að áramótum. Leiklist | Leikhópurinn Á senunni frumsýnir söngleik í ágúst Æfingar á Kabarett hafnar Morgunblaðið/ÞÖK Magnús Jónsson, sem mun leika eitt af aðalhlutverkum í Kabarett, tók lagið á blaðamannafundi í Óperunni í gær. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.