Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 46
Svarthöfði ber höfuð og herðar yfir alla um þessar mundir. ÞRÁTT fyrir að sumarið hafi loksins sagt til sín um helgina síðustu og veð- urblíðan leikið við flesta landsmenn völdu margir hverjir að verja tíma sínum í myrkvuðum bíósalnum. Bíó- aðsókn var með besta móti enda eru sumarmyndirnar rækilega farnar að láta á sér kræla. Lokamyndin í Stjörnustríðsbálknum fékk enn geysi- mikla aðsókn sína aðra sýningarhelgi og nýju myndirnar gengu einnig vel. Alls sáu rúmlega 5.700 manns Hefnd Sithsins um helgina sem þýðir að á fyrstu tíu sýningardögunum hafa tæplega 25 þúsund manns séð mynd- ina. Segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu það merkilega góðan árangur miðað við góða veðrið – sem er jafnan helsti keppinautur bíóhúsanna. Rúmlega 2.600 manns sáu gam- anmyndina Monster-in-Law með Jane Fonda og Jennifer Lopez og litlu færri sáu hrollvekjuna House of Wax með Paris Hilton í sínu fyrsta stóra hlutverki. Íslensk-danska myndin Voksne mennesker var frumsýnd fyrir helgi og gekk ágætlega, Rétt tæplega 500 manns sáu Voksne mennesker yfir helgina en líta verður til þess að ís- lenskar myndir fara jafnan hægar af stað en stóru Hollywood-myndirnar en sækja svo í sig veðrið eftir því sem þær eru lengur í bíó. Fátt bendir til annars en að svo verði einnig með þessa nýjustu mynd Dags Kára enda má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að spyrjast vel út. Hún hefur í öllu falli fengið fína dóma; fékk m.a. fjórar stjörnur af fimm hjá Hildi Lofts- dóttur, gagnrýnanda Morgunblaðs- ins. Þá var og frumsýnd fyrir helgi hin margrómaða breska glæpamynd Layer Cake með Daniel Craig. Nokkrar myndir eru að ná stórum áfanga á næstu dögum. Teiknimynd- in Vélmenni er við það að fara yfir 20 þúsund gesti, Hitchhiker’s Guide To The Galaxy nálgast þann áfanga einnig, er nú í um 18 þúsund gestum, og Svampur Sveinsson verður kom- inn í 15 þúsund gesti fyrr en varir. Klónunum ógnað Vestanhafs hélt Stjörnustríð einnig velli, tók um síðustu helgi, sem taldi fjóra daga, rúmlega 70 milljónir dala, eða sem nemur 4,5 milljörðum króna. Í heild eru tekjur af myndinni því rúmlega 270 milljónir dala og á góðri leið með að slá við síðustu myndinni, Attack of the Clones, sem endaði í 310 milljónum dala. Hefnd Sithsins tókst að standast samkeppni frá tveimur stórum mynd- um sem frumsýndar voru fyrir helgi. Tölvuteiknimyndin Madagascar, frá sömu og gerðu Shrek-myndirnar, náði öðru sæti listans með 61 milljón dala (3,9 milljarðar króna) og The Longest Yard með Adam Sandler því þriðja með 60 milljónir dala (3,8 millj- arðar króna). Sú mynd er endurgerð samnefndrar ruðningsmyndar með Burt Reynolds frá 1974 en fyrir nokkrum árum var gerð bresk útgáfa af sömu mynd með Vinnie Jones sem hét Mean Machine. Bíóaðsókn | 25.000 hafa séð Stjörnustríð Mátturinn er enn mikill                    !"  "#$    $  % &   '      ( ()    *+ ,+ -+ .+ /+ 0+ 1+ 2+ 3+ *4+ 2. @2**& **73 #%;&'  3 *+G            Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is 46 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 m. ísl tali KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 8 og 11 B.I 16 ÁRA     SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  25.000 gestirá aðeins 10 dögum KOMIN Í BÍÓ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10. 45 B.I 10 ÁRA    JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 25.000 gestirá aðeins 10 dögum 25.000 gestir 25.000 gestir Miðasala opnar kl. 15.30 BÚÐ á vegum blaðsins Reykjavík Grapevine verður opnuð við Lauga- veg 11, kjallara Bar 11, í dag. Blaðið hefur getið sér gott orð fyrir ögrandi greinar og greinargóðar upplýsingar um reykvíska menningu og næturlíf. Blaðið er gefið út á ensku og er því kjörið fyrir erlenda ferðamenn og aðra sem vilja lesa á ensku eða geta ekki lesið íslensku. Nýja búðin, sem hefur fengið nafnið Grapevine info, er sérstaklega ætluð ferðamönnum. Atli Bollason er starfsmaður verslunarinnar. „Ferðamenn geta komið til mín og sagt – ég verð í Reykjavík í þrjá daga, hvað á ég að gera? Hvað er að gerast?“ útskýrir hann. „Ég er með á hreinu hvaða tónleikar eru hvar, hvaða opnanir og sýningar og get sett saman pró- gramm handa ferðamanninum. Í leiðinni getur hann keypt sér ís- lenska tónlist, íslenskar kvikmyndir og íslenskar bókmenntir á ensku. Svo verða líka bolir til sölu,“ segir Atli. Þessi þjónusta miðast því við þá ferðamenn sem hafa áhuga á menn- ingarlífinu fremur en merkum stöð- um og þess háttar. „Þetta er miðað við tónlistina og næturlífið. Túristar hafa verið vanræktir á því sviði. Ís- land er annálað fyrir tónlist úti í heimi svo það er ábyggilega fullt af túristum sem koma hingað og vilja sjá íslensk bönd spila á íslenskum stöðum.“ Atli segir vinnuna og sumarið leggjast vel í sig. „Já, ég vann á hót- eli hérna einu sinni svo ég er vanur,“ segir hann en verslunin verður opin frá hádegi fram á kvöld á virkum dögum. Tónleikaröð í sumar Þrátt fyrir að búðin verði opnuð á miðvikudaginn var opnuninni fagnað með tónleikum hljómsveitanna Nor- tón og Dáðadrengja á Sirkus á föstu- dagskvöldið. Tónleikarnir mörkuðu jafnframt upphaf nýrrar tónleika- raðar Grapevine og Smekkleysu. „Það verða bartónleikar á fimmtu- dagskvöldum í allt sumar og tón- leikar á föstudögum og laug- ardögum í Smekkleysubúðinni,“ segir Atli. Næstkomandi fimmtudag spila Big Kahuna og Nilfisk á Sirkus. Nánari upplýsingar um tónleikaröð- ina er að finna í nýjasta hefti Grape- vine, sem kom út á föstudaginn. Þá hafði blaðið jafnframt komið sam- fleytt út í ár en fyrst kom það aðeins út yfir sumartímann. Með þessu blaði hefst líka sumarútgáfan í ár, sem þýðir að næstu mánuði kemur blaðið út á tveggja vikna fresti. Menning | Búðin Grapevine info opnuð í dag Grapevine þjónustar menningarferðamenn Morgunblaðið/Sigurður Jökull Atli Bollason er starfsmaður nýrrar verslunar Reykjavík Grapevine, sem ber nafnið Grapevine info, en hún verður opnuð í dag. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Nýjasta mynd Angelinu Jolie,Mr. and Mrs. Smith, gæti kol- fallið í aðsókn ef hinir fjölmörgu aðdáendur Jennifer Aniston láta verða af því að sniðganga hana. Framleiðendur myndarinnar óttast að funheitar ástarsenur Angelinu Jolie og Brad Pitt, fyrrverandi eig- inmanns Aniston, geti orðið til þess að aðdáendur Aniston kæri sig ekki um sjá myndina. Sá þráláti orðróm- ur hefur verið ákreiki síðan gerð myndarinnar stóð yfir að Pitt og Jolie hafi átt í ástarsambandi og séu jafnvel enn saman. Fullyrt er í breskum götublöðum að framleiðendur myndarinnar hafi ákveðið að hafa ástarsenurnar með til að gleðja aðdáendur Jolie en þeir sjái eftir því nú. „Ég vil ekki fæla frá bíógesti sem eru harðir aðdáendur Jennifer Aniston og munu hata Angelinu Jolie ef ástarsenurnar eru of heit- ar,“ sagði Doug Liman, leik- stjóri mynd- arinnar, í viðtali við dagblaðið Daily Mirror. „Fólk mun fara á myndina, sjá ástarsenurnar og segja: Jæja, svona fór Angie að því, hún notaði klókindi til að tæla hann.“    Hótelerfinginn og samkvæmis-ljónið Paris Hilton er búin að trúlofa sig. Það er gríski skipaveld- iserfinginn Paris Latsis, kærasti hennar til fimm mánaða, sem er sá heppni. „Þau eru hamingjusöm og spennt,“ sagði Rob Shuter, tals- maður Hilton. Latsis bað hennar síðastliðinn miðvikudag en ekki er búið að ákveða brúðkaupsdaginn. Hvorugt þeirra hefur verið gift áður. Litla systir Hilton, Nicky, náði að gifta sig á undan henni, í ágúst í fyrra, en hjónabandið var ógilt eftir minna en þrjá mánuði. Hilton, sem er 24, ára, hefur ver- ið vinsæl hjá slúðurpressunni síð- ustu mánuði, m.a. fyrir að birtast á kynlífs- myndbandi og lenda í því að símanúmerabók- inni hennar var stolið og núm- erin birt á Net- inu. Hún leikur nú í hryllingsmynd- inni House of Wax og hamborg- arauglýsingu sem hefur vakið mikla athygli og reiði þar sem sum- ir telja hana of grófa. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.