Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur GERT er ráð fyrir að greiðslumark mjólkur aukist um 6–7 milljónir lítra á næsta verð- lagsári og verði 112–113 milljónir lítra. Greiðslumark mjólkur hefur aldrei áður aukist jafn mikið milli ára og má það fyrst og fremst rekja til mikilla vinsælda skyr- drykkja. Þessi hækkun greiðslumarksins þýðir þó ekki auknar beingreiðslur til bænda úr rík- issjóði, þar sem þær miðast við 105 milljónir lítra. Hins vegar fá bændur greitt fyrir um- frammjólkina frá afurðastöðvunum og þær greiðslur eru talsvert yfir breytilegum kostnaði, að sögn Þórólfs Sveinssonar, for- manns Landssambands kúabænda. Þórólf- ur sagðist hafa áhyggjur af þurrki og kulda undanfarið því til þess að ná þetta mikilli framleiðsluaukningu milli ára þyrftu þeir á að halda mjög góðu fóðri. Mjólkurfram- leiðsla aldrei jafn mikil FORSETI Indlands, dr. A. P. J. Abdul Kalam, lagði ásamt fylgdarliði leið sína niður í Reykja- víkurhöfn í gærmorgun í þeim tilgangi að skoða frystitogarann Engey RE 1. Þar tóku forsvars- menn HB Granda, sem á Engeyna, á móti for- seta og leiddu hann um skipið sem er stærsta fiskiskip landsins, smíðað á Spáni fyrir rúmum áratug, en tiltölulega nýkomið til Íslands. Á fylgdarliði forseta var að heyra að mikill áhugi hefði verið á því að fara í smásiglingu á Engeynni, en þar sem dagskrá heimsókn- arinnar er þéttskipuð var ljóst að ekki gæfist tími til þess. Skoðunarleiðangur forseta hófst í brúnni þar sem Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, ræddi við forsetann um fisk- veiðar Íslendinga sem og fiskveiðistjórnun á miðum úti. Abdul Kalam spurði út í kvótakerfið og hvernig fiskveiðikvótum væri úthlutað. Einn- ig sýndi hann því mikinn áhuga að skoða kort af veiðisvæðum og sýndi Þórður Magnússon, skip- stjóri Engeyjarinnar, honum veiðisvæðin í tölvu skipsins auk þess sem hann sýndi forseta són- arinn sem notaður er til fiskileitar. Næst lá leiðin um vistarverur skipsins þar sem forsetinn fékk að sjá hvernig aðbúnaður áhafnarinnar er, en þaðan lá leiðin undir dekk þar sem sjálf vinnslan fer fram. Að sögn Egg- erts spurði Indlandsforseti margra glúrinna spurninga. Segir Eggert greinilegt að þarna hafi vísindamaður verið á ferð, hann hafi verið einstaklega fljótur að átta sig á hlutum og spurt mikið út í tækjabúnað togarans. Áður en Indlandsforseti hélt frá borði hafði hann orð á því að hann hefði mikinn áhuga á að fá sendar myndbandsupptökur af veiðum Eng- eyjarinnar. | Miðopna Morgunblaðið/Golli Dr. A. P. J. Abdul Kalam Indlandsforseti sýndi tækjabúnaði Engeyjarinnar mikinn áhuga og fékk Þórð Magnússon, skipstjóra (t.h.), til að sýna sér m.a. tölvukort af veiðisvæðum í brúnni. Forsetanum á hægri hönd er Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Skoðaði stærsta fiskiskip landsins Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BANDARÍSKA hljómsveitin Blonde Red- head, sem komið hefur tvisvar til lands- ins, mun spila á Inni- púkanum í Reykjavík um verslunarmanna- helgina. Verið er að ganga frá samningum við fleiri sveitir, inn- lendar og erlendar, um að spila á hátíðinni. Innipúkinn er „innihátíð“ sem haldin hefur verið í Iðnó und- anfarin ár, en ekki er ljóst hvar í höfuðborginni hún verður haldin í ár. Amedeo Pace, einn þriggja liðsmanna Blonde Redhead, ræddi við blaðamann Morgunblaðsins á dögunum og sagði Ísland veita sér innblástur. | 47 Amedeo Pace Blonde Red- head á Inni- púkanum MIKILL verðmunur reyndist á milli mat- vöruverslana í verðkönnun sem verðlags- eftirlit ASÍ gerði í 63 verslunum um land allt miðvikudaginn 25. maí sl. Mestur mældist munurinn á verði gulróta, 1.451%, en minnstur á Egils maltöli 119%. Nokkuð bar á ósamræmi í verði milli verslana innan sömu verslanakeðju, en í nokkrum tilfellum var farið í keðjuversl- anir sem eru með útibú víða. Reyndist ósamræmið mest í verslunum Samkaupa- Úrvals, en þar kom fram ósamræmi í verði milli verslana í 18 tilvikum af 20. | 22 1.451% verð- munur milli verslana STARFSMENN Landspítalans – háskólasjúkrahúss (LSH) segja það mikla mildi að ekkert alvarlegt tilfelli kom upp í gær á meðan tæknimenn glímdu við bilun í tölvu- kerfi spítalans. Öll síma- og upplýs- ingakerfi LSH lömuðust. Að sögn starfsmanna bitnaði þetta mjög á öllu upplýsingastreymi og töfðust allar rannsóknir og niðurstöður sýnatöku og röntgenmynda vegna bilunarinnar. Davíð Arnar, yfirlæknir á bráða- móttöku LSH, segir ástandið hafa verið afar bagalegt. „Margt sem við gerum er háð símakerfi og tölvu- kerfum,“ segir Davíð, en rannsókn- ir eru pantaðar gegnum tölvukerfið og niðurstöður skoðaðar. „Þá var hægt að taka röntgenmyndir en ekki hægt að skoða þær. Þannig gekk allt hægar fyrir sig, en sem betur fer urðu engar stórar uppá- komur, stórslys eða hjartastopp, svo við komumst klakklaust í gegn- um daginn.“ Davíð segir að rökrétt sé að skoða möguleika á varakerfi til að bregðast við svona ástandi. Gyða Baldursdóttir, deildar- stjóri á bráðamóttöku við Hring- braut, segir allri vinnu hafa seink- að, en ástandið hefði getað orðið mun verra. „Við gátum ekki skrifað inn sjúklinga eða fengið svör við rannsóknum. Við vorum ekki held- ur í símasambandi við umheiminn svo að við óttuðumst alltaf að sjúk- lingar næðu ekki inn á spítalann.“ Neyðaráætlun virkaði Gyða segir neyðaráætlun gera ráð fyrir notkun talstöðva, en þær voru mikið notaðar auk þess sem GSM-símasamband virkaði. Gyða segir einnig miklu hafa skipt að öll mælitæki gengu rétt, en þau eru keyrð á aðskildum tölvu- þjónum. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri Tækni og eigna hjá LSH, segir aðalnetkerfi spítalans grunn allra þjónustukerfa, en kerfið, sem er frá Cisco, er í hæsta gæðaflokki. „Það sem gerðist var að einn skipt- ir, af um 250 sem eru hér í kerfinu, bilaði sérkennilega og olli miklu álagi á netkerfinu,“ segir Ingólfur. Að sögn Ingólfs hefði skiptirinn átt að stoppa og detta út, en þá hefðu nokkrar tölvur dottið úr sam- bandi við netið, en þess í stað olli hann álagi á kerfinu eins og áður segir. „Við munum gera allt til að koma í veg fyrir að þetta gerist aft- ur,“ segir Ingólfur og bætir við að kerfið hafi staðið sig mjög vel til þessa og verið stöðugt og við fulla virkni í tvö og hálft ár. Bilun í tölvukerfi LSH olli miklum töfum en engum stórvandræðum Mikil mildi að engin alvarleg tilfelli komu upp Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÍSLENSKA ríkið hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðarfélaginu Síldey ehf. vegna þess hvernig staðið var að kvóta- setningu á löngu og keilu. Telur dómurinn að kvótasetningin hafi falið í sér að alfarið var litið fram hjá veiðireynslu Síldeyjar og þar með atvinnuhagsmunum félagsins af áframhaldandi veiðum. Aðferð sem reglu- gerðin byggðist á við ákvörðun aflahlut- deildar hafi þannig komið með óvenjuleg- um og verulega íþyngjandi hætti niður á Síldey, samanborið við aðra. | B1 Ríkið dæmt vegna kvóta- setningar ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.