Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ                  ROLLING STONE ROGER EBERT Voksne Mennesker kl. 6 - 8.10 og 10.10 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16 The Hitchhiker´s ... kl. 5-45 - 8 og 10.20 The Jacket kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl.10 Maria Full og Grace kl. 8 b.i. 14 Vera Drake kl. 5,40 Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað S.K. DV. FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Fyrsta stórmynd sumarsins  DV  MBL  Capone XFM  Capone XFM S.K. DV. H.L. MBL. H.L. MBL. Fyrsta stórmynd sumarsins  MBL DV Walesverjinn Steve Hub-back, slagverksleikari og-smiður, hefur búið hér í eitt og hálft ár, með unnustu sinni Sif Guðmundsdóttur sem er förð- unarfræðingur og grafískur hönn- uður. Hann hefur hannað og smíð- að slagverksskúlptúra fyrir lista- menn á borð við Birgi Baldursson, Evelyn Glennie, Paolo Vinaccia, Marilyn Mazur, Alessio Riccio, Björn Frykland og Paal Nielsen Love. Hubback ber sig nokkuð vel er talið berst að dvöl hans hér á landi, en segist þola íslenska vetr- arkuldann illa. „Ég hef varið vetr- um í Noregi og Danmörku og ráðið ágætlega við það, en íslenski veturinn er sérstaklega erfiður. Ég held að það sé vindurinn. Ekki myrkrið; ég kann ágætlega við það. En kannski eru þetta bara ellimerki.“    Hubback hefur stundað hljóð-skúlptúrasmíðar í fimmtán ár; síðan 1990, en áður hafði hann starfað sem slagverksleikari í ára- tug. „Mig vantaði málmgjöll [e. gong] og það var erfitt að finna hana, þannig að ég ákvað að smíða eina slíka. Það var í raun frekar einfalt mál; ég fann brotajárn, skar það í disk og hengdi það á tré. Útkoman var nokkuð góð, þannig að áhuginn vaknaði. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug, að helga mig slagverkssmíði, enda stundaði ég bara hefðbund- inn trommuleik. Smám saman fikr- aði ég mig áfram og lærði meira og meira í þessari iðn. Eitt leiddi af öðru og ég lærði að logsjóða. Hönnunin þróaðist og batnaði með tímanum og hljóðfærin fóru að taka á sig áhugaverðari mynd,“ segir Hubback. Hubback er nú að smíða skúlp- túra sem verða til sýnis í galleríi í Guilford í Englandi, um hálftíma- keyrslu frá Heathrow-flugvellin- um. „Þetta er mjög auðugt hérað, sennilega er dýrast að búa þar af öllum stöðum í Bretlandi. Fólkið þar er ríkt, sem kemur sér vel þeg- ar maður er að reyna að selja list- muni,“ segir Hubback. Hann segir að þetta sé allt annar heimur, að framfleyta sér á þennan hátt, en að vera óbreyttur tónlistarmaður.    Trommarar eiga sjaldan nokkrapeninga,“ segir hann og hlær. Hubback hefur þó ekki yfirgefið tónlistarsköpun. Í desember fór hann í tónleikaferð um Þýskaland og Holland. „En það er fínt að þurfa ekki að treysta á tónlistina, sérstaklega þar sem ég bý á Ís- landi og kostnaðurinn við að ferðast til Bretlands er mjög hár. Það er líka erfiðara að vinna fyrir sér sem tónlistarmaður erlendis nú en fyrir 15 árum; færri staðir til að leika á og minni vinna í boði.“ Hubback er núna að vinna með bresku hljómsveitinni Cipher. „Hún er ein af mjög fáum sveitum sem eru í náðinni hjá listaráðinu í Bretlandi, þannig að hún fékk mikla fjárveitingu fyrir næsta ár. Ætlunin er semsagt að ég smíði sérstakt hljóðfæri fyrir hljómsveit- ina. Sennilega smíða ég hörpu sem ég sá í draumi fyrir mörgum árum, en hef ekki haft fjárráð til að smíða fyrr en nú,“ segir hann.    Í næsta mánuði ætlar hann tilheimalands síns, Wales, til að setja upp verk í Coed Hills- skúlptúragarðinum. „Staðarhald- arar þar eru mjög hrifnir af um- hverfisvernd og sjálfbærri orku. Þar ætla ég að byggja stóra málm- gjöll fyrir Cipher. Þetta verður fest á kvikmynd sem verður varp- að á vegg á hlýjum sumarkvöldum við varðeld. Theo Travis er saxó- fónleikari Cipher og Dave Sturt bassaleikari. Þeir notast mikið við lykkjur og tónlistin þeirra er nán- ast eins og nútíma klassísk tónlist; mínimalísk og umlykjandi. Það verður gaman að vinna með þeim,“ segir Steve Hubback. Tónlistarsmiður ’Sennilega smíða éghörpu sem ég sá í draumi fyrir mörgum árum, en hef ekki haft fjárráð til að smíða fyrr en nú.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson Morgunblaðið/Eyþór Steve Hubback spilar hér á eina af málmgjöllum sínum. ivarpall@mbl.is REIÐIN er þeirra fag. Kerfis- bundinn reiðilestur studdur kraft- miklu, ævintýragjörnu, metnaðar- fullu og grípandi tilfinningarokki. Tilraunamennskan sem einkenndi fyrstu plöturnar tvær er að mestu að baki; kannski sumpart skiljanlega, enda má réttlæta það svo að System of A Down sé að búin að finna sinn tón og haldi sig hér við hann. Með öðrum orðum þá hefur Mezmirize – hvað tónlistina varðar – að geyma meira af hinu sama og virkaði svo gríðar- lega vel á Toxicity. Og í textunum beina þeir Daron Malakian og Serj Tankian reiði sinni enn og aftur að meintri úrkynjun hins bandaríska samfélags; hernaðarbröltinu í Írak, hræsni fjölmiðla, yfirborðsmennsk- unni í Hollywood. Bara nefna það; allt sem hinn bandaríski almúga- maður, stuðningsmaður forsetans, er stoltastur af; það er þyrnir í aug- um þessara gagnrýnu armensku inn- flytjenda sem telja mjög svo að sér og sínum vegið þar í landinu fyrir- heitna. Togstreitan og spennan er því algjör og einlæg. Hér eru reiðir menn með sannar meiningar; ekki rokkklisjunnar vegna heldur sann- færingarinnar. Og rokkið þeirra er með því hressilegra sem gerist og laglínur og útsetningar Malakians og Ricks Rubins margsnúnar – á stundum reyndar fullsnúnar – og innihaldsríkar. Kerfis- bundinn reiðilestur TÓNLIST Erlendar plötur System of a Down – Mezmerize  Skarphéðinn Guðmundsson Í NÝAFSTÖÐNU Evróvisjónfári spruttu hinir og þessi Evróvisjónfræðingar fram á ritvöllinn og krufðu keppnina til mergjar. Eins slík grein birtist í High Life, sem er tímarit British Airways, sambærilegt við Atlantica, blað Icelandair. Þar skrifar Mark nokkur Cook ítarlega grein um sögu og inntak keppninnar. Cook er leikhúsrýnir fyrir Guardian og Big Issue en starfar fyrir Evening Standard og er mikill Evró- visjóngúru í Bretlandi. Í greininni, sem kallast „Songs in the Key of la la la“, velur Cook m.a. fimm bestu lög keppninnar frá upphafi. Á meðal þeirra er lagið sem Páll Óskar flutti árið 1997, „Minn hinsti dans“. Segir í umsögn að Páll Óskar hafi hækkað hitastigið í höllinni með eggjandi fötum og dansi. Önnur lög sem komast á lista eru „Waterloo“ með ABBA, „Diva“ með Dönu Internatio- nal, „Save Your Kisses For Me“ með Brotherhood of Man og „Making Your Mind Up“ með Bucks Fizz. Öll lögin eru sigurlög utan lag Páls sem hafnaði í tuttugusta sæti. Versta lagið telur Cook hins vegar vera „Guildo Hat Euch Lieb“ með Þjóðverjanum Guildo (1998). Segir að í samanburði við Guildo sé Hringjarinn frá Notre Dame aðlaðandi. Evróvisjón | Tímarit BA hrifið af Páli Óskari Eitt af fimm bestu lögunum Morgunblaðið/Ásdís Páll Óskar braut blað í sögu Evró- visjón árið 1997 og eru áhrif hans vel merkjanleg í keppninni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.